Alþýðublaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐK) MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ1995 U m f i ö I I u n Tryggingafé finna víxilinn og gæti þessvegna ekki skilað honum. Það er ábyrgðarhluti að geyma fjármuni annarra og ætti að geyma slíkt í banka eða á öðrum tryggum stað. Því miður kemur það fyrir að leigusalar skila ekki trygg- ingafé og bera þá ýmsu við. Stundum eru þeir búnir að nota tryggingaféð í viðskiptum og geta þessvegna ekki skilað því. Fólk tekur alltaf nokkra áhættu með því að láta eiganda geyma tryggingarféð, hvort sem það eru víxl- ar eða annað. Leiguþjónusta Leigj- endasamtakanna geymir trygginga- víxla fyrir fólk í bankahólfi, sam- kvæmt sérstökum samningi við aðila þegar milhganga er um leiguviðskipti. Leiguþjónustan er rekin á ábyrgð lög- gilts leigumiðlara, Einars Gauts Steingrímssonar héraðsdómslög- manns, sem sett hefur tryggingu fyrir hugsanlegum vanhöldum. Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna. J Jón Kjartansson frá Pálmholti skrifar Leigan Maður hringdi og sagðist ekki fá tryggingavíxil afhentan, þótt hann væri fluttur úr leiguíbúð sinni með réttum hætti. Samkvæmt 40. grein húsaleigulaga fellur trygging eða hver önnur ábyrgð úr gildi tveimur mánuðum eftir að húsnæðinu er skilað og skal þá leigu- sali skila tryggingafé nema hann hafi lagt fram rökstudda kröfu vegna skemmda eða vangoldinnar leigu. Fyrmefndur maður hafði enga slíka kröfu fengið og eigandi sagðist ekki ■ Islenski Norðmaðurinn Sissel Tolaas á Sólon List Sissel Tolaas: lllustr.,7.) Woods Hole Oceano- graphic - Instituti- on, dec. 1993. Njósnari númertvö Sissel Tolaas er nú með einkasýn- ingu á efri hæðinni á Sólon íslandus og sýnir þar verk sem tengjast beint útverkinu Njósnari undir yfirborði og nú er sýnt fyrir utan Norræna hús- ið á Norrœnum brunnum. Njósnari undir yfirborði er hola eða brunnur sem graftnn er í lóð Norræna hússins og hefur verið lokað með gleri. Úr fjarlægð virðist því vera þarna brunnur, fullur af vatni. Á botninum er myndbandstökuvél sem festir skoðanda verksins á filmu, en eins og alltaf þegar njósnað er um fólk, þá fá gestir ekki að sjá myndimar af sjálfum sér - nema þeir uppgötvi hvar sjónvarpsskjárinn er geymdur inni í húsinu. Á Sólon er Sissel með tólf ljós- myndir, teknar upp af myndbandi. Þær sýna allar hringlaga birtu á vatni, í mismunandi litum með svart- an depil í miðjunni; auga njósnarans. Ljósmyndunum fylgja textar settir saman úr staðreyndum og hreinum uppspuna. Innísetningin ber titilinn Underwater Spy II. Sissel Tolaas er einhver athyglis- verðasti listamaðurinn sem á verk á Norrænum brunnum, allavega af þeim sem koma frá hinum Norður- löndunum. Hún fæddist í Noregi árið 1959 og stundaði nám við Listaaka- demíur í Bergen, Varsjá, Poznan og Osló á árunum 1980 til 1985. Sissel hefur verið búsett í Berlín síðan 1986 og hefur haldið fjölda sýninga um allar Evrópu. Hún notar ekki neina eina tækni við sköpun sína en vinnur oft með myndbönd, Ijós- myndir og náttúruleg efni. Þá sýnir hún oft verk með þróun, verk sem breytast með tímanum og jafnvel eyðast eða rotna niður á skemmri eða lengri tíma. Þá má til gamans geta þess að Sis- sel Tolaas er hálfur íslendingur, þó svo hún hafi aldrei hitt föður sinn. Hann ku vera íslenskur sjómaður sem móðir hennar eyddi með einni kvöldstund í Noregi og fékk aldrei að vita nafnið á. Sissel kom því í fyrsta skipti til íslands í tengslum við þessar sýningar. Sýningin á Sólon stendur yfir til 24. júlí. ereic sameinm Sameining jafnaðarmanna og félagshyggjufólks í eina stóra sæng - og væntanlega þá fjöldahreyfingu sem byði fram jafnt til sveitarstjórna og Alþingis - er góður og gegn draumur sem reglubundið hefur komið upp í íslenskri stjórnmálaumræðu á ofanverðri öldinni. Draumur þessi var síðast sérstaklega áberandi þegar Reykjavíkurlistinn leit dagsins Ijós. Aðrartilraunirtil sameiningar hafa hingaðtil allar sem ein farið útum þúfur og mikið virðist bera millum leiðtoga. Og það þrátt fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar sem ungliðarnir nota í magnþrungnu ákalli sínu eftir risastórum Jafnaðarmannaflokki og það þrátt fyrir stór orð og fögur sem flokksforingjarnir viðhafa til hátíðabrigða. í fimm daga gamalli ályktun Þjóðvaka segir þó um sameiningarmálin: „í máli fólks kom fram mjög eindreginn vilji að unnið yrði með markvissum hætti að sameiningu jafnaðar- og félagshyggjufólks." Stefáni Hrafni Hagaiín hefur í tæpan áratug verið þessi risastóri jafnaðarmannaflokkur hugleikinn. Hann fór því á stjá í tilefni af Þjóðvakasamþykktinni og spurði fjóra af forystumönnum „hinna jafnaðar- og félagshyggjuflokkanna" - Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista - hvort þau hefðu orðið tiltakanlega vör við þennan „eindregna vilja" uppá síðkastið. Eitthvað var það nú málum blandið, en forystufólkið virtist þó yfir heildina litið ansi spennt- einsog venjulega... ■ Guðný Guðbjömsdóttir, alþingiskona Kvennalistans Mjög spennandi tímar framundan „Ég fann það nú til dæmis mjög vel á þessu opna húsi Alþingis um daginn, að margir voru þeirrar skoðunar að þessi sameiningarmál þyrfti að skoða. En auðvitað er nokkur andstaða við það innan Kvennalistans. Ég held hinsvegar að mjög spennandi tímar séu framundan að þessu leyti og mað- ur sér ekki alveg fyrir sér í hvaða far- veg málin eiga eftir að fara. Ég veit ekki hvort það skiptir nokkur máli, að hlutimir gerist strax, því valdahlutföll breytast hvort sem er ekki fyrr en við næstu alþingiskosningar. Stjómarand- staðan getur einnig með réttum starfs- háttum verið öflug einsog hún er skip- uð í dag. Þannig að í því tilliti er svo- sem ekkert ákveðið sem ýtir á breyt- ingar. Hinsvegar er auðvitað í sjálfu sér fáránlegt að stjómarandstöðu- flokkamir séu ijórir á þingi, en samt með svo veikan minnihluta. Ég held að þessar sameiningarhug- myndir komi til vegna þess, að það eru ákveðnir gerjunartímar hér á landi og annarsstaðar í veröldinni og kröfur um uppstokkun á margskonar valda- stofnunum líta dagsins ljós. Þetta er einfaldlega tíðarandinn; ný gildi og nýjar hugmyndir em að ryðja sér rúms. Þetta er það sem ég kalla póst- módemisma og felur í sér yfirgrips- mikla endurskoðun á öllu - þar á með- al stjómmálaflokkunum. Það er þann- ig mjög eðlilegt að fólk tengi þessa endurskoðunarhugsun við stjómarand- stöðuna einsog hún er skipuð núna, en afar rangt að ímynda sér að þetta sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri. Kvennalistinn hefur alltaf litið á sig sem þriðju víddina í íslenskum stjóm- málum og þarafleiðandi náð bæði til hægri og vinstri. Að því leytinu til em svona sameiningarhugmyndir ákveðið vandamál fyrir Kvennalistann og nokkur andstaða við þær einsog ég sagði fyrr. Ymsum innan Kvennalist- ans finnst erfitt að sjá það fyrir sér að sameinast til vinstri svo menn geti far- ið á móti einhvetju til hægri. Það er eðlilegt á þingi að stjómar- andstaðan hafi vissa samvinnu, það er alltaf óhjákvæmilegt en getur þó reynt á þolrifin í leiðinni. Afturámóti hefur samstarf þessara flokka gengið ágæt- lega innan Reykjavíkurlistans og ég hef enga ástæðu til að ætla að svo verði ekki áffam. Ég á hinsvegar satt best að segja erfitt með að sjá hvemig sameining sem þessi gæti átt sér stað því ég held að þessi flokkar séu allir svo íhaldssamir á sig og sitt. Það er mitt mat að allir íslensku stjómarandstöðuflokkamir séu í ákveðinni tilvistarkreppu eftir kosn- ingamar. Ef við lítum til dæmis á úr- slitin fyrir Kvennalistann þá þarf vissulega að gera eitthvað í stöðunni þar og ég sé nokkra kosti í þeim efn- um. Tilfinning mín er sú, að innan Kvennalistans finnist fólki að tíminn til athafna sé nægur, ekki tímabært að pressa á neitt; ekkert liggi á í bih. Fólk er að líta í kringum sig og hlutimir verða bara að fá að þróast hægt og rólega." ■ Jón Baldvin Hannibals- son, formaður og alþingis- maður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands Umræðan verður að vera vitiborin og gagnrýnin „Það er gott - svo langt sem það nær - ef að þeir sem juku á sundmngu jafhaðarmanna fyrir alþingiskosning- amar síðustu og bera ábyrgð á núver- andi ríkisstjóm, hafi komist að því á flandri sínu um landið að fólk telur það nú ekki hafa verið gæfuspor; að fólk telur það hafa verið spor í öfuga átt; að fólk almennt sé almennt að segja þeirn að þau hefðu nú betur látið þetta ógert. Og ef að ályktunin af því er sú að fyrsta skrefið í átt til samein- ingar jafnaðarmanna sé að þeir sem yfirgáfu Alþýðuflokkinn seinast rati nú betur heim til sín, þá er það fínt. Það verður ærið tilefni til umræðu um endurskipulagningu flokkakerfis- ins á þessu kjörtímabili þegar pólitísk umræða er hafin fyrir alvöru - sem er ekki enn. Sú umræða er ekkert frekar á því sem við köllum vinstri væng ís- lenskra stjómmála en hægra megin. Hvað ætli þeir séu margir kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem kusu hann í síðustu kosningum og em nú orðnir nokkuð toginleitir og undrandi á því sem þeir hafa hreppt eftir kosningar? Þá er ég að tala um fólk sem kaus Sjálfstæðisflokkinn meðal annars vegna þess að það vildi tryggja áffam- haldandi viðgang fyrri ríkisstjómar; fólk sem treysti því að Alþýðuflokkur- inn togaði Sjálfstæðisflokkinn áffam til góðra verka - einsog gerðist í síð- ustu ríkisstjóm; fólk sem tók trúanleg- ar yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins þess efnis, að þótt hann hefði kannski ekki mjög skýra stefnu þá væri hann allavega mjög breiður flokkur með meginstuðning sinn í þéttbýli. Þessir kjósendur Sjálfstæðisflokksins áttu nú ekki von á því að allt þetta gerðist í senn: að flokkurinn færi í helminga- skiptastjóm með framsókn um kvóta- kerfi til lands og sjávar; um óbreytt ástand og um það að eyðileggja vonir neytenda á næstu ámm um nokkum lífskjarabata í krafti GATT. Þetta er nú eitt. Þeir sem að aðhyllast nútímalega jafnaðarstefnu viðurkenna yfirburði markaðsskipulags, vilja hafa traust velferðarkerfi og vilja hafa jafnræði í þjóðfélaginu og þarmeð aukinn jöfnuð í tekjuskiptingu. Fólk sem er þessarar skoðunar er víða að finna og það þarf að ná saman. En það má ekki gerast með flumbmgangi og vitleysisgangi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.