Alþýðublaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ1995 s k o ð a n i r UHNIIHD 20945. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk „Úrelt frá upphafi“ f Alþýðublaðinu í gær var vitnað til viðtals í Veru við Bergþór Bjamason, sem starfaði fyrir Kvennalistann í nýliðinni kosningabaráttu. Þar gerði hann Evrópumál meðal annars að umtalsefni, og sagði: „Hvað varðar Evrópusambandið er stór hópur fólks innan Kvennalistans sem vill skoða aðild að ESB þó opinber skoðun Kvennalistans sé að vera á móti. Ég álít Evrópustefhu Kvennalistans hafa verið úrelta frá upphafi og hún hefur örugglega fælt einhveija kjósendur ffá.“ Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að innan Kvennalistans hefur enginn einhugur verið um Evrópumál allar götur síðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi þingmaður, sleit af sér flokkshöftin í ÉES-málinu og neitaði að fylgja þeim sem harðast börðust gegn þessu brýnasta hagsmunamáli síðari ára. Ingibjörg Sólrún hefúr ekki viljað útiloka að- ild íslands að Evrópusambandinu, og vitað er að margir stuðningsmenn Kvennalistans vilja að íslendingar láti á það reyna með aðildarumsókn hvemig samningum er hægt að ná. Engum blöðum er um það að fletta að einstrengingsleg afstaða Kvennalistans til Evrópusambandsins kom flokknum í koll í nýliðnum kosningum. Vitanlega vora aðrar og jafnvel stærri ástæður fyrir slæmu gengi flokksins. f nýju viðtali við tímaritið Mannlíf segir Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir: ,4>að em auðvitað margar ástæður fýrir tapi Kvennalist- ans. Þeirra er meðal annars að leita í störfum þingkvenna á síðasta kjör- tímabili og framboðslistum hans nú. ímynd Kvennalistans var einfald- lega mjög veik í síðustu kosningum.“ Kristín Ástgeirsdóttir, sem varð oddviti Kvennalistans þegar Ingi- björg Sólrún var kjörin borgarstjóri, hefur seilst langt í skýringum á af- hroði flokksins í þingkosningunum. Það vakti þannig almennan aðhlát- ur þegar Kristín hélt því fram fyrir fáeinum vikum, að sú staðreynd að Ingibjörg Sólrún mætti á fundi hjá öðmm flokkum hefði mjög grafið undan Kvennalistanum í kosningabaráttunni. Kristín Ástgeirsdóttir hef- ur einnig reynt að skella skuldinni á starfsmenn Kvennalistans í kosn- ingahríðinni, einsog Bergþór Bjamason gerir að umtalsefni í umræddu viðtali. Hann segir: „Kristín Ástgeirsdóttir hefur verið að ýja að því í fjölmiðlum að það væri efni í aðra grein að skoða uppbyggingu kosn- ingabaráttunnar. Mér þætti gaman að heyra hvort hún telji kosninga- stjómina og okkur starfsmennina hafa staðið sig svona illa eða hvað er hún að fara? Ég hef heyrt fólk utan Kvennalistans segja að kosningabar- átta Kvennalistans hafi verið vel og faglega rekin og útkomuna hafa komið á óvart. Ég held að ef það á að fara að „skoða“ og „álykta" þá sé affarasælast að byrja á eigin garði.“ Ef Kvennalistinn ætlar sér framtíð í íslenskum stjómmálum þarf flokkurinn að ganga í gegnum algera málefnalega endumýjun. Það kann að reyna á þolrifin, en að öðmm kosti heldur Kvennalistinn áfram að veslast upp. Forsetinn og alþj óðapólitíkin Undarleg glíma er nú háð millum embættis forseta lýðveldisins og tævanska blaðsins United Daily News. Fréttaritari blaðsins tók í síðustu viku viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, og samkvæmt Reutersfréttum gaf forsetinn ýmsar yfirlýsingar sem þóttu sæta tíðind- um. Haft var eftir Vigdísi að hún myndi glöð hitta Lee Teng-hui, forseta Tævans, enda sé hann mesti fyrirmyndar forseti í alla staði. Nú er það svo, að Tævan og Kína hafa eldað saman grátt silfur í nær- feUt hálfa öld og keppt um viðurkenningu umheimsins sem hinir einu sönnu fulltrúar Kínveija. Islendingar hafa engin formleg tengsl við Tæ- van en nýlega var hinsvegar opnað sendiráð í Kína. Yfirlýsingar af því tagi sem hafðar vom eftir forsetanum em því óheppilegar, einkum með hliðsjón af því að mjög er nú unnið að því að efla viðskipti við Kín- veija. Hitt er annað mál hvort framkoma Islendinga í garð Kína ber vott um mikla reisn: íslenskir stjómmálamenn forðast í lengstu lög að nefna mannréttindamál við erindreka þessa stærsta einræðisríkis heims. Yfirlýsing forseta íslands, þess efnis að hún hafi ekki sagt annað við tævanska fréttamanninn, en að öllum sé ffjálst að heimsækja ísland í einkaerindum, stangast algerlega á við þau ummæli sem eftir henni em höfð. Tilvitnuð orð Vigdísar í heimspressunni bera ekki vott um ná- kvæma þekkingu á hinum fínni blæbrigðum alþjóðastjómmála. ■ Veiðigjald leysir margan vanda Veiðigjald er, eins og svo margir hafa bent á, aðferð úl þess að tryggja það, að þjóðarheildin njóti afraksturs auðlinda hafsins, sem lögum sam- kvæmt eru hennar eign. Innheimta veiðgjalds er líka eina stýrikerfi í fisk- veiðum, sem leiðir ekki til þess, að fiskimiðin við ísland verði með tíð og tíma í reynd eign örfárra einstaklinga hvað svo sem lögin í landinu kunna að segja. Þrátt fyrir ákvæði gildandi laga um stjóm fiskveiða, þar sem í fyrstu grein er kveðið á um þjóðareign á auð- l^j^rðið | lindum hafsins, er núverandi fiskveiði- stjómunarkerfi smátt og smátt að færa umráðaréttinn í hendur einstaklinga um leið og kvóú gengur kaupum og sölum milli manna, lánastofnanir styðjast við umráð yfir kvóta í maú sfnu á veðhæfhi skipa og fyrirtækja og skatturinn er kominn í spilið. Veiðigjald sem stjóm- tæki í fiskveiðum heggur á alla þessa hnúta og tryggir hvort tveggja í senn: Ótvíræð umráð þjóðarinnar yfir þjóðar- eigninni og eðlilegan affakstur þjóðar- innar af eign sinni. Þetta hefur oft verið sagt áður. Líúð nýtt í því. Veiðigjald getur hins vegar líka leyst ýmis önnur vandamál við stjómun fisk- veiða sem minna hefur verið rætt um en ástæða er til þess að benda á. Fastur fylgifiskur aflamarkskerfis eins og það er útfært á íslandi er, að mikið af fiski fer forgörðum - er hreinlega fleygt. Því minni sem heildaraflakvóú er ákveðinn þeim mun meira af fiski er Wklegt að fleygt sé í sjóinn. Fiski er fleygt í sjóinn aðallega af tveimur ástæðum. I fyrsta lagi vegna þess, að þegar aflakvóú skips er mjög takmarkaður er líklegt að menn freisúst ÚI þess að koma aðeins með verðmæt- asta hluta aflans í land. Smáfiskur og tveggja nátta fiskur fer beint í sjóinn aftur. I öðm lagi getur tif dæmis þorsk- veiðkvóti skips, sem stundar veiðar á öðrum fiski, verið þorrinn og þá er það hreinlega refsivert að koma með að landi þorsk, sem slæðst hefur með öðr- um afla. Einmitt þess vegna hefur þorskurinn við ísland skyndilega öðlast þá gáfu að láta ekki ánetjast í grá- sleppunetin eins og hér á árunum áður og væri ástæða til að Hafró léti þess geúð við útlendinga þegar hún gumar af árangri kvótakerfisins hve vísindaleg ráðgjöf hennar hafi haft góð áhrif á greindarstig þorsksins. Sennilegra er þó, að greindarsúg úúendra áheyrenda sé nægilega hátt úl þess, að þeir sjái í hendi sér, að það er ekki þorskurinn, sem ekki ber lengur nafn með rentu, heldur kerfið, sem spillir verðmætum. Hver eru svo úrræði „kerfisins" gagnvart þessum vandamálum? Þau hafa meðal annars sést í úllögum Þor- steins Pálssonar sjávarútvegsráðherra. Vandamálin á að leysa með enn strang- ari refsingum og viðurlögum annars „Hver eru svo úrræði „kerfisins" gagnvart þessum vandamálum? Þau hafa meðal annars sést í tillögum Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra. Vandamálin á að leysa með enn strangari refsingum og viðurlögum annars vegar og hins vegar einhvers konar fiskveiði- lögregluríki ... Þegar fiskveiðlögregluríki af þessum toga verður komið á laggirnar verða væntanlega engin vandkvæði á því að finna þau 12 þúsund nýju störf, sem Halldór Ásgrímsson og Framsóknarflokkurinn hafa lofað að skapa til aldamóta." vegar og hins vegar einhvers konar fiskveiðilögregluríki, þar sem efúrlits- menn Fiskistofu eiga til að mynda að geta gengið um borð í sérhvem bát, sem stundar veiðar á öðrum tegundum en þroski og kyrrsett í höfn færi skip- stjóri ekki fram sannanir um að hann eigi óveiddan þorskkvóta, sem dugi fyrir þeim þorskafla, sem „æúa megi“ að slæðist með þeim fiski, sem æúunin er að veiða. Þegar fiskveiðlögregluríki af þessum toga verður komið á laggim- ar verða væntanlega engin vandkvæði á því að finna þau 12 þúsund nýju störf, sem Halldór Asgrímsson og Framsókn- arflokkurinn hafa lofað að skapa til aldamóta. Þennan vanda, sem er og verður fast- ur fylgifiskur aflamarkskerfisins eins og það er útfært á Islandi, er hægur vandi að leysa með veiðigjaldi. Snjólfur Ólafsson hefur bent á að hægur vandi sé að leysa vandamál „sérveiðiflotans", sem skortir þorskveiðiheimildir, með því einfaldlega að gera ráð fyrir að sá floti geú keypt sér viðbótaraflaheimildir fyrir hliðarafla af þorski og geú þannig komið með allan afla að landi. Snjólfur gerir ráð fyrir því, að við aflamarks- ákvörðun verði últekið magn afla lagt til hliðar í „pott“ úl þessarar ráðstöfun- ar, en á því er í rauninni engin þörf því hér er um hreinan aukaafla að ræða við hlið þeirra fiskitegunda, sem verið er að veiða auk þess sem einfaldlega má beita veiðigjaldsákvörðununum þannig að gjaldið fari hækkandi annað hvort eftir magni hliðarafla eða hlutfalli hans af heOdarafla. Með sama hætú er vel unnt að beita veiðigjaldi sem stjómtæki til þess að takmarka heildarafla eða afla á skip ef menn vOja. Þetta er hægt að gera með því að láta gjaldið fara hækkandi í hlut- falli við heOdarafla eða afla hvers skips ef verkast viU þannig að þegar afli er kominn í ásættanlegt hámark verði gjaldið fyrir viðbótarafla orðið svo hátt að það borgi sig ekki að halda áfram veiðum. Þannig leysir veiðigjald ýmis vanda- mál, sem núverandi aflamarkskerfi leysir ekki. Það skorúr hins vegar mjög á, að for- mælendur veiðigjaldshugmyndarinnar hefji umræðumar af því „akademíska plani“, sem þær hafa verið á og útfæri betur ýmis framkvæmdaatriði, sem em ekki „bara“ tæknilegs eðlis heldur varða mikilvæg efnisatriði. Á að selja aflaheimildir fyrirfram eða innheimta veiðigjald efúrá? Ef selja á aflaheimild- ir fyrirfram mega þá allir kaupa, eða bara sumir? Má einn og sami aðili kaupa ótakmarkað magn eða má einn og sami aðili festa kaup á umtalsverðu magni aflakvóta sem heildsali og selja síðan öðmm í smásölu? Þetta em að- eins örfáar af þeim spurningum, sem formælendur veiðigjaldshugmyndar- innar eiga eftir að svara um hvemig á að hrinda hugmyndum þeirra í fram- kvæmd. Þeir, sem leiða hugann að þessum spumingum og hvaða afleið- ingar það kann að hafa hvaða svör em gefin, sjá strax, að málið snýst ekki um aukaatriði. í umræðunni um nýtt stjómkerfi í fiskveiðum fer fylgismönnum veiði- gjalds stöðugt íjölgandi. Það er því orð- ið meira en tímabært að framkvæmd hugmyndarinnar sé betur útfærð en gert hefur verið. Það er allt of mörgum grundvallarspurningum ósvarað um hvemig að útfærslu veiðigjalds skuli staðið til þess að við verði unað. ■ Höfundur er alþingismaöur. a g a t a 1 1 5 . j ú 1 í Atburðir dagsins 1080 ísleifur Gissurarson, fyrsti biskupinn yfir Islandi, lést. Hann var vígður 1056. 1851 Þjóðfundur settur í Lærða skólanum til að ræða frumvarp dönsku stjómarinnar um réttar- stöðu íslands.1965 Óperusöng- konan Maria Callas heldur síð- ustu tónleika sína, í Cóvent Garden í Lundúnum. 1975 Art- hur Ashe sigrar Jimmy Conn- ors á Wimbledon-mótinu og verður þarmeð fyrsti þeldökki sigurvegarinn í sögu þessa mikla móts. Málsháttur dagsins Ekki saka þann óbænir sem saklaus er. Hagnaður dagsins Meðan við dvöldum í Nissa, brugðum við okkur daglega til Monte Carlo, þar sem spilavít- ið ginnti okkur á glapstigu. St'ðan bjó Jóhann til „kerfi“, sem við spiluðum eftir heima, og gerðum ýmist að vinna eða tapa fleiri milljónum, hvort til annars, uns eldspýtumar lágu í stómm hrúgum í kringum okk- ur. Ingeborg, ekkja Jóhanns Sigurjónssonar skálds; Heimsókn'minninganna. Afmælisbörn dagsins Sarah Siddons fremsta leik- kona Englands um sína daga, 1755. Dwight Davis banda- rískur tennisleikari, 1879. Jean Cocteau franskt skáld og lista- maður, 1889. Georges Pomp- idou forseti Frakklands 1969- 1974, 1911. Annálsbrot dagsins Höskuldi Sveinssyni úr Aðal- vík dæmt húðláts straff, sem næst gangi lífi, fyrir galdra- blaða meðferð. Eyrarannáll, 1680. Orð dagsins Þeir, sem óska á annað borð allra hylli njóta, sigurlaun og sœmdarorð síðla munu liljóta. Konráö Vilhjálmsson. Skák dagsins Svarta staðan t skák dagsins er skólabókardæmi um alvonda liðsuppstillingu, meðan hvítu mennimir eru allir virkir og leika á als oddi. Holmov (2460 ÉLO-stig), sem hefur hvítt og á leik gegn Koilas (2400), gerir útum taflið á einfaldan og stíl- hreinan hátt. Aðuren hann læt- ur til skarar skríða leikur hann, að því er virðist, penum og saklausum leik. Hvað gerir hvítur? 1. b3! Hxc3 2. Hhf4!l Þama lá hinn margfrægi hundur grafinn. 2. ... De3 3. Hxf7+! Hxf7 4. Dxg6+ Kh8 5. Hxf7 Kollas gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.