Alþýðublaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ1995
s k o ð a n
MMÐUBLÍBIfi
20949. tölublað
Hverfísgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
SigurðurTómas Björgvinsson
Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.550 mA/sk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Guðsgjafir
kmverskra kvenna
í haust verður haldin í Peking kvennaráðstefna á vegum Sameinuðu þjóð-
anna. Áformað er að fjölmenn sendinefnd fari frá íslandi og undirbúnings-
hópur hefur starfað vegna þessa um nokkurt skeið. Nú er alkunna að ráð-
stefnum af þessu tagi fylgir jafnan mikið pappírsflóð og þar er kjörlendi fyr-
ir algerlega innantómt þus. Samkvæmt tilkynningu frá íslenska undirbún-
ingshópnum gengur hvorki né rekur að koma saman ályktun ráðstefnunnar,
enda um að ræða óbrúanleg sjónarmið í langflestum málum. Þannig hefúr
ekki einu sinni náðst samstaða um það meðal þátttökulanda að krefjast
,jafnréttis“ karla og kvenna! Slíkur er orðhengilshátturinn, að útlit er fyrir
að sett verði fram hógvær krafa um „sanngimi".
Ráðstefha einsog þessi er eigi að síður góðra gjalda verð, enda beinast
sjónir manna þá að því gífurlega ranglæti sem konur verða fyrir víðast hvar
í heiminum. Hvergi er kvennakúgun þó líklega jafn mikil og einmitt í Kína,
sem fóstra mun kvennaráðstefnuna. Á hveiju ári eru milljón stúlkuböm bor-
in út og þorri kvenna í Kína er beittur skefjalausri kúgun. Það hlýtur því að
flokkast undir annað tveggja, sjúklega kaldhæðni eða takmarkalausa fá-
fræði, að halda slíka ráðstefnu þar í landi.
Á Norðurlöndum eru nú uppi háværar kröfur um að ráðstefnan verði
sniðgengin. I Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudag er þeirri spum-
ingu velt upp, hvort íslendingar eigi að taka þann kost. Þar er jafnframt vak-
in athygli á því, að forseti fslands mun flytja eina aðalræðuna, og þar sé því
kjörinn vettvangur til að koma umbúðalaust til skila hvaða álit umheimur-
inn hefúr á afstöðu kínverskra stjómvalda í garð kvenna.
í Alþýðublaðinu í gær sagði Hansína Stefánsdóttir, sem var fulltrúi ASÍ í
undirbúningsnefnd íslands, að hún væri hætt störfúm í nefndinni. Hún segir
vinnubrögð nefndarinnar hafa verið „sérkennileg", og að eingöngu fúlltrúar
ráðuneyta hafi haft aðgang að undirbúningsfúndum eriendis. Af ummælum
Hansínu má ráða að íslensku fulltrúamir, sumir hveijir að minnsta kosti, líti
fyrst og ffemst á Kínaferðina sem skemmtilegt og spennandi ferðalag. Jafn-
framt lætur Hansína Einarsdóttir í ljós þá skoðun, að íslendingar eigi ekki
að gera sér tíðfömlt til Kína í ljósi frétta um meðferð á konum og bömum.
Signður Lillý Baldursdóttir formaður undirbúningsnefndar utanríkisráðu-
neytisins segir í Alþýðublaðinu í dag að það sé „guðsgjöf að ráðstefnan
verður haldin í Kína“! Hún virðist halda að ályktanir ráðstefnunnar breyti
einhverju um svívirðilega meðferð á konum og bömum.
Með leyfi að spyija: Hvenær hafa ályktanir hreyft svo mikið sem spönn
við alræðisstjómum? Orðaflaumur þaggar ekki niður útburðarvæl.
Ónýtt „friðargæslulið“
Hið svokallaða friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Bosníu-Herz-
egóvinu hefur aldrei staðið undir nafni. Þar hefur einskis friðar verið að
gæta en gæsluliðar verið leiksoppar Serba. Enska skammstöfunin á friðar-
gæslusveitum SÞ er UNPROFOR. Bosníumenn - sem em flestum öðmm
háðskari - vom fljótir að finna nýja merkingu í þessum stöfum: Unprotect-
ed foreigners - óvarðir útíendingar. Sú er því miður raunin.
í gær bámst fréttir af því, að lið Serba væri í þann veginn að hemema
borgina Srebrenica, sem á að heita eitt af griðasvæðum SÞ í Bosníu. 450
hollenskir gæsluliðar veittn mótspymu en ljóst er að Serbar geta tekið borg-
ina þegar þeim sýnist. Þeir höfðu, þegar síðast fréttist, 30 hollenska gæslu-
liða í gíslingu og hótuðu öllu illu ef herþotum NATÓ yrði beitt. Serbar hafa
frá upphafi stríðs beitt aðferðum hryðjuverkamanna gegn íbúum Bosm'u.
Þeir em í vaxandi mæli að tileinka sér sömu vinnubrögð gagnvart hinum
umkomulausu friðargæsluliðum. Þetta geta Serbar gert í trausti þess að leið-
togar alþjóðasamfélagsins em veikgeðja og bregðast aldrei við af hörku
heldur láta endalaust draga sig á asnaeymm með innistæðulausum loforðum
og friðarsamningum sem ekki em pappírsins virði.
Ef Srebrenica fellur í hendur Serbum er hlutverki friðargæsluliðs SÞ í
Bosníu-Herzegóvinu lokið. Ef leiðtogar heimsins hafa ekki manndóm í sér
til að beita Serba fyllstu hörku á þegar í stað að kalla „friðargæslusveitim-
ar“ burt Ifá Bosníu, aflétta vopnasölubanninu - og leyfa réttkjörinni stjóm
lýðveldisins að veija sig gegn óaldarlýð Serba. Það mun kosta ægilegar
mannfómir, en Bosníu hefúr verið að blæða út í viðurvist „friðargæsluliðs"
ffá upphafi stríðsins. Bosmumenn hafa ekki lengur neinu að tapa. ■
Tortryggið yfirvald
Við íslendingar erum stundum
sjálfum okkur verstir. Hvemig stend-
ur á því að flestar ffamfarir og breyt-
ingar sem verða til batnaðar hér á
landi em einmitt þegar við eftir langa
mæðu losum okkur undan einhveijum
höftum og böndum sem við höfum
lagt á okkur sjálf? Er það vegna þess
að einhvers staðar djúpt inni í þjóðar-
sálinni treystum við ekki sjálfúm okk-
ur? íslendingar treysta sér alla vega
ekki til að umgangast vín eins og sið-
menntaðir menn og leggja því reglur
og höft á áfengisneyslu sem væm þeir
óðar skepnur. Hverjum í dag finnst
ekki hlægilegt að núlifandi menn hafi
barist eins og grenjandi ljón gegn því
Pallborðið |
Magnús Árni
Magnússon
skrifar
að bjór fengist keyptur á Islandi?
Menn í öUum stjórnmálaflokkum.
Ágætlega menntaðir menn og vel-
meinandi. Þeir voru hins vegar alveg
vissir um það að fslendingnum væri
ekki treystandi fyrir bjómum. Hann
yrði fullur alla daga, í vinnunni líka,
böm myndu þamba bjórinn eins og
vatn og þjóðfélagið verða rjúkandi
rústir á eftir. Ekkert af þessu varð
þegar þjóðin fékk loks að njóta þeirra
forréttinda sem flugmenn og skip-
stjórar höfðu einir haft fram að þeim
degi. Fyrsta mars 1989, ég man það
eins og það hefði gerst í gær, enda var
það nánast í gær, þó fáránleikinn ýti
því út í órafirð miðaldamyrkurs og
heimsku.
Hversvegna veljum við stöðugt yfir
okkur menn sem treysta okkur ekki
og vilja ráða hvað við gemm? Er það
vegna þess að við treystum okkur
ekki sjálf - eða er það vegna þess að
við treystum ekki náunganum? Býr í
þessari þjóð - sem gumar af því að
hafa flúið konunglegt fyrirvald á hjara
veraldar til að geta verið fijáls - djúp-
stæð löngun til að láta stjórna sér?
Eða er það bara löngunin til að láta
sjá um sig? Þörfin fyrir föðurinn, sem
alltaf er til staðar þegar eitthvað bjátar
á? Og jafnvel þó að ekkert bjáti á.
Einhvem sem reddar manni þegar út-
gerðin er farin á hausinn, þegar eng-
inn vill kaupa það sem maður selur,
eða bjargar manni ffá þeirri ógæfu að
flytjast frá Ýsufirði þegar enginn
gmndvöllur er fyrir byggð þar lengur?
Pabba sem bjargar manni þegar mað-
ur hefur reist sér hurðarás um öxl,
þegar maður er að þvf kominn að
drekka sig í hel, eða hefur bamað svo
margar stelpur og á ekki fyrir meðlög-
um? „Elsku ríkispabbi. Elsku ríki.“
Eða er afstaðan kannski frekar: „Ég á
heimtingu á því að helvítis ríkið reddi
mér.“ Það er kannski engin furða að
pabbi treysti okkur ekki.
Það fer að nálgast klisju að segja að
þetta þjóðfélag skorti aga, en fátt er
þó nær sanni. Hér tók enginn til sín
orð gengins Bandaríkjaforseta sem
Islendingum þarf að lærast að gera meiri kröfur til
sjálfs sín. Þá kannski losna þeir við stjórnmálamenn
sem stjórna smæstu athöfnum okkar með lögum
og reglugerðum, sem í reynd eru ekkert annað en
tilskipanir um hluti sem þeim koma andskotann
ekkert við.
sagði: „Spyr ei, hvað land þitt getur
gert fyrir þig, heldur hvað þú getur
gert fyrir land þitt.“ Enda var hann jú
að tala við Bandaríkjamenn, en hér á
„helvítis ríkið að redda okkur."
Það em jú einmitt oftast þeir sem
fegnastir myndu vilja komast hjá því
að greiða í sameiginlega sjóði lands-
manna sem helst heimta. Ekki er held-
ur sjaldgæft að hin svokölluðu fijálsu
félagasamtök hefji lífdaga sína á því
að sækja um opinbera styrki, þó
vissulega séu til öflugar undantekn-
ingar frá þeirri reglu.
fslendingum þarf að lærast að gera
minni kröfur til hins ósýnilega föður
sem sækir - að því er virðist - gull í
óþijótandi gnægtahom og gera meiri
kröfur til sjálfs sín. Þá er ég ekki að
tala um kröfur á borð við þær að taka
fleiri aukavaktir svo þeir geti eignast
flottari bíl, heldur kröfur um samfé-
lagslega þátttöku og ábyrgð á því
þjóðfélagi sem við erum að reyna að
byggja upp hér við erfiðar aðstæður
frá náttúrunnar hendi. Þá kannski
losna þeir við stjórnmálamenn sem
stjóma smæstu athöfnum okkar með
lögum og reglugerðum, sem í reynd
eru ekkert annað en tilskipanir um
hluti sem þeim koma andskotann ekk-
ert við. ■__________________________
Höfundur er varaþingmaöur
Alþýöuflokksins i Reykjavíkurkjördæmi.
Atburðir dagsins
1878 Tyrkir láta Bretum eftir
Kýpur. 1920 Woodrow Wil-
son Bandaríkjaforseti opnar
Panamaskurðinn. 1944 Kon-
unglegi breski flugherinn
verður fyrsti flugher sögunnar
til að nota þotur. 1951 Óskar
Halldórsson útgerðarmaður og
böm hans afhentu ríkinu með
myndum af 18 fslendingum
og 15 þekktum útlendingum.
Afmæiisbörn dagsins
Júlíus Sesar rómverskur
hershöfðingi og ræðismaður,
sem var myrtur vegna einræð-
istilhneiginga, 100 f.Kr.
Henry Thoreau bandarískur
rithöfundur, 1817. George
Eastman bandarískur hönn-
uður Kodak-myndavélarinnar,
1854. Kirsten Flagstad norsk
óperusöngkona, kunnust fyrir
túlkun sína á Wagner, 1895.
Bill Cosby bandarískur gam-
anleikari, 1937.
Annálsbrot dagsins
Féll Erlendur Finnbogason í
Fljótum í einfaldan hórdóm
með Þóru J.d. Hafði hann átt
áður barn við konu móður-
bróður síns, þá bæði ógift, en
með hennar bróðurdóttur.
Dæmdur að svara 13 mörkum
og hafi auk húðlát etc.
Sjávarborgarannáll, 1718.
Raun dagsins
Raun vísinda
stofnun Háskólans.
Ljóð eftir Dag Sigurðarson. í
dag em 29 ár síðan Raunvís-
indastofnun Háskólans tók til
starfa.
Harmkvæli dagsins
Hann var í eðli sínu og snið-
um stórskáld. En aðstæðumar
héldu honum í böndum,
reyrðu hann niður og hindr-
uðu honum útsýn. Aðstæðum-
ar smækkuðu hann og moluðu
verk hans sundur. Hans biðu
harmsöguleg örlög þess
skálds og manns, þó hetja sé,
er leggst gegn þróun tímans.
Kristinn E. Andrésson
um Guömund Friöjónsson
Máisháttur dagsins
Það er til lítils að hlaupa, ef
stefnt er í skakka átt.
Orð dagsins
Þar sem gleði er hafin hátt
hugans myrkur víkur.
Við skulum hlæja - hlœja dátt,
hlœja unz yfir lýkur.
Páll Vatnsdal.
Skék dagsins
Nú skoðum við skák frá
Ólympíumótinu í Moskvu á
síðasta ári. Sterkasti skákmað-
ur Kínverja, stórmeistarinn Ye
Jiangchuan (2575 ELO-stig),
stýrir hvítu mönnunum en
Búlgarinn Topalov (2630
stig) hefur svart og á leik.
Topalov er f hópi sterkustu
skákmanna heims þrátt fyrir
ungan aldur og nú gerir hann
útum taflið með einum leik.
Hvað gerir svartur?
1. ... Hxc2! Ye Jiangchuan
kærði sig ekki um að sjá meira
og gafst upp. Samanber: 2.
Hcxc2 Bxc2+ 3. Kxc2 Hxh3
4. Hxh3 Df5+ og hvítur er bú-
inn að vera.