Alþýðublaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 12. júlí 1995 103. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
■ Umdeild þátttaka í kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking
Guðsgjöf að ráðstefnan verður haldin í Kína
- segir Sigrfður Lillý Baldursdóttir, formaður undirbúningsnefndar utanríkisráðuneytisins.
„Ég er búin að sjá þessa umtöluðu
sjónvarpsmynd og það er óttalegt að
horfa uppá þetta og maður fyllist
hryllingi. Fyrir mér liggja rætur þessa
vandamáls í slæmri stöðu kvenna í
Kína eins og víða annars staðar. Þessi
ráðstefna á að fjalla um réttindi og
stöðu kvenna og ef við eigum ekki að
nýta hana til að fjalla um leiðir til að
bæta stöðu kvenna veit ég ekki hvað
við eigum að gera við hana. Ég held
að það sé nánast guðsgjöf að ráðstefn-
an verður haldin í Kína,“ sagði
Sigríður Lillý Baldursdóttir, for-
maður undirbúningsnefndar utanríkis-
ráðuneytisins að ráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna um málefni kvenna, sem
íram fer í Peking í haust, í samtali við
Alþýðublaðið. Breskir sjónvarpsmenn
hafa gert heimildarmyndina Herbergi
dauðans, en þar er sýnt ffá munaðar-
leysingjahæli í Kína þar sem eru
stúlkuböm sem foreldrar hafa borið út.
Myndin hefur verið sýnd í sjónvarpi á
Bretlandi og í Nóregi og Svíþjóð. Rík-
issjónvarpið hefur ákveðið að taka
myndina til sýningar. Viðbrögð við
myndinni hafa verið afar hörð og þær
raddir gerst háværar að konur eigi að
hunsa kvennaráðstefnuna í Peking til
að mótmæla mannréttindabrotum í
Kína og þá ekki síst þeim brotum sem
snúa að konum og stúlkubömum.
„Þessi mynd situr í mér því hún er
hræðileg. Maður veit svo sem aldrei
hvort sagan er þar öll sögð en það hef-
ur þó enginn mótmælt því að það em
nánast bara stúlkuböm sem em borin
út í Kína. Þar er í gangi þessi fjöl-
skyldustefna stjórnvalda að í fjöl-
skyldum skuli bara vera eitt barn.
Þetta er örþrifaráð sem stjórnvöld
grípa til vegna fólksfjölgunar í land-
inu, en þetta hefur alveg hræðilegar
hliðar sem sjá má í þessari mynd. Og
sú staðreynd að það skuli bara vera
stúlkur sem foreldrar láta ffá sér vegna
þessarar stefnu segir okkur auðvitað
þá sögu að staða kvenna í Kína er
mjög slæm. Það er ýmislegt í hefðum
og siðvenjum í landinu sem gerir það
að verkum að foreldrar vilja frekar
syni. Meðal annars það að stúlkur
hverfa eftir giftingu. Þær verða ekki
einstaklingar eftir það heldur hverfa í
fjölskyldu eiginmanna sinna og eru
því enginn stuðningur sínum foreldr-
um eftir það. Félagslegt kerfi í Kína er
það bágborið og foreldrar verða að
tryggja sig til elliáranna.
Hvað gerir maður þegar ástandið er
svona? Auðvitað fyllist maður hryll-
ingi þegar maður sér svona mynd og
segist ekki vilja fara til Peking. En
þetta er staðreynd og svona er þetta
þarna. Kínverjar eru gestgjafar ráð-
stefnunnar en þeir geta ekki ráðið því
hvað þar er sagt. Þar geta allir fulltrúar
tjáð sig og það er nauðsynlegt að ræða
öll þessi mál og orsakir þeirra," sagði
Sigríður Lillý Baldursdóttir.
Á sama tíma og ráðstefhan fer fram
í Peking verður haldin óopinber
kvennaráðstefna í Kína sem félaga-
samtök standa að. Á þá ráðstefnu er
skráðir 34 íslendingar auk fjölmiðla-
fólks. í íslensku sendinefhdinni á op-
inberu ráðstefnunni verða 13 þátttak-
endur. Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra er meðal þeirra en hann verð-
ur staddur í Kína vegna heimsóknar
forseta fslands þangað. Auk þess situr
sendiherra okkar í Kína ráðstefnuna
ásamt fulltrúa sínum. Héðan fara síð-
an níu manns og einn frá fastanefnd-
inni í New York. í hópnum héðan eru
tveir fulltrúar félagasamtaka, Kven-
réttindafélagsins og UNLFEM, fimm
fulltrúar ráðuneyta og tveir frá Al-
þingi.
■ Róbert Marshall, nýr formaður Verðandi -félags ungs Alþýðubandalagsfólks og óháðra
„Ég mun beita mér
fyrir Margréti"
- en ekki sem formaður Verðandi.
Róbert Marshall var kosinn for-
maður Verðandi - félags ungs Al-
þýðubandalagsfólks og óháðra - á
25 manna aðalfundi samtakanna um
helgina. Hann tekur við formanns-
embættinu af Helga Hjörvari.
Róbert skipaði fimmta sæti G-list-
ans á Suðurlandi fyrir síðustu kosn-
ingar, og tók virkan þátt í kosninga-
baráttunni.
Gerðist eitthvað markvert á aðal-
fundinum?
„Þetta var ósköp innilegur fundur.
Við Helgi Hjörvar, fráfarandi for-
maður, settum fram nokkrar laga-
breytingatillögur því við vildum
breyta félaginu, sem var stofnað fyr-
ir utan flokkinn og hefur aldrei verið
raunverulegt Alþýðubandalagsfélag.
Nú var nafni félagsins breytt úr
samtök ungs Alþýðubandalagsfólks
og óflokksbundins fe'lagshyggjufólks
í félag ungs Alþýðubandalagsfólks
og óháðra, á sama hátt og framboð-
ið var fyrir kosningar. Tillögur okk-
ar Helga gengu í raun lengra, við
vildum breyta félaginu í Samtök
ungs Alþýðubandalagsfólks. En við
vildum ekki gera það á svona fá-
mennum fundi, svo við drógum til-
lögur okkar til baka. Landsfundimir
hafa oft verið sóttir af sextíu manns,
en fundarboðið fyrir þennan fund fór
ekki út fyrr en seinnipart viku, og
komst ekki til skila í tæka tíð.“
Þú ert einn helsti stuðningsmað-
ur Margrétar Frímannsdóttur. Er
formannskjör þitt vísbending um
að hún njóti stuðnings meirihluta
ungliða?
„Það þarf ekki endilega að vera
vísbending um það. Ég fékk Akur-
eyringa til að styðja mig til for-
manns, gegn því heiðursmannasam-
komulagi að ég muni ekki tala
sem formaður samtakanna í for-
mannsslag Alþýðubandalagsins. Ég
mun beita mér fyrir Margréti, en
ekki sem formaður Verðandi."
Árni Þór Sigurðsson og Ástráður
Haraldsson, helstu stuðningsmenn
Steingríms J. Sigfússonar, voru á
fundinum. Heldurðu að þeir hafi
verið að fylgjast með því að þú, sem
stuðningsmaður Margrétar, hefðir
þig ekki of mikið íframmi?
„Þeir fylgdust með og vildu passa
upp á að þama færi ekkert fram sem
þeim líkaði ekki við. En það stóð
ekki til að nokkuð færi fram á þess-
um fundi sem kæmi illa við þá.“
Kannski það að þú varst kjörinn
formaður?
„Ja, ef til vill, en þeir hefðu ekki
getað komið í veg fyrir það. Ég hef
ekki athugað málið, en ég hef velt
því fyrir mér að ef annar þeirra eða
báðir, eru orðnir 35 ára gamlir, þá
em þeir of gamlir fyrir ungliðahreyf-
inguna og eiga ekkert með að vera
þátttakendur á þessum fundi. Þeir
vom mjög virkir í umræðunni."—►
lAuglýsingar sem þú sérð hvergi annarsstaðar
Hvemig meðhöndlarþú Hivigan svepp?
Veistu hvernig auka á iðrahreyfingar-eða einfaldlega brosa?
MVtKINIC.
MEÐHÖNDLAR
PÚ ILLVÍGAN
SVEPP?
M-að tr tli r4d» et
•Htklt bolgð Og
opaegisdi «ru
tynkt l*«vivone
tzarHst'iiwiii ii i,iii—|i
S/ð*n Pevaryl •
'■-SV’"
SannleiKunnn um verkunln.
PRESTAL
(ctsapriO)
^j/kur tömhreyjingar
y ■
-;
SgÍ’j;
OMEGA FARMA
L,oraDid
98% klinisK vorKun vto sKutaooigum"
mm
A. Karlssan hf.
Veljið íslenskt! Rimarix er ís- Með Pevisone og Pevaryl- Líflegar myndskreytingar. Með Prestal „aukast iðra- Lorabid er allra meina bót ef
lenskt geðdeyfðarlyf sem kremi nærðu að ráða niður- Verða menn einsog Gosi hreyfingar" - aukþess hefur marka má þennan glað-
kallar fram bros á öllum. lögum þessa fúllyndislega ef þeir taka Rhinocort Turbu- lyfið „áhrif á magatæm- hlakkalega fíl. Það er notað
svepps. haler? ingu". gegn „skútabólgum".
í tímaritinu Lyfjatíðindum birtast
auglýsingar sem ekki sjást í öðrum
fjölmiðlum: enda er þeim einkum
ætlað að höfða til lækna sem sitja
með sveittan skalla og skrifa út
lyfseðla. Auglýsingarnar eru frá
lyfjaframleiðendum og af þeim
sannast hið fornkveðna, að hverj-
um þykir sinn fugl fagur. Lýsing-
arorðin eru hvergi spöruð þegar
ágæti tiltekins lyfs er tíundað, og
myndskreytingar bera einatt vott
um mikið ímyndunarafl. Útgefandi
Lyfjatíðinda er Ólafur M.
Jóhannesson, sem eitt sinn skrif-
aði leiklistargagnrýni í Morgun-
blaðið og var síðan um árabil fjöl-
miðlarýnir á þeim bæ. Við glugg-
uðum í nokkrar auglýsingar í blað-
inu hans.
Róbert Marshall, nýkjörinn formað-
ur Verðandi - félags ungs Alþýðu-
bandalagsfólks og óháðra: Mín pól-
itísku áhugamála eru andstaðan
við inngöngu í Evrópusambandið
og andstaðan við kvótakerfið.
Ég er dálítið fyrir það að vera í
andstöðunni. A- mynd: E.ÓI.
Hver eru helstu verkefni sem
bíða formanns Verðandi?
„Aðallega skipulagsbreytingar.
Verðandi var á sínum tíma stofnað
sem einstakt félag. Seinna spruttu
upp svipuð félög eða hópar víða um
land, svo félagið breyttist smám
saman í landssamtök. Það þarf að
gera viðeigandi skipulagsbreytingar
og búa til sérstakt Reykjavíkurfélag
sem verður aðskilið frá landssam-
tökunum. Ég vildi sjá gömlu Æsku-
lýðsfylkinguna verða að þessu nýja
Reykjavíkurfélagi Verðandi. Æsku-
lýðsfylkingin hefur hingað til alltaf
gengið kaupum og sölum í stríðinu á
milli Birtingar og Alþýðubandalags-
félags Reykjavíkur."
Hver eru þín pólitísku áhuga-
mál?
„Sjávarútvegsmál og Evrópumál.
Eða réttara sagt andstaðan við inn-
göngu í Evrópusambandið og and-
staðan við kvótakerfið."
Þú ert alveg í andstöðunni?
„Já, ég er dálítið fyrir það.“