Alþýðublaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 5
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR12. JÚLÍ1995
fiskveiðar
H"
MIÐVIKUDAGUR12. JÚLÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
mannréttindi
„Það er ekki hægt að flýja þá staðreynd að aflamark er hagkvæmasta fiskveiði-
stjórnunarfyrirkomulagið. Nokkuð skortir hins vegar á að það sé nægilega
réttlátt. Hlutverk jafnaðarmanna er að auka réttlætið í annars hagkvæmu
fiskveiðistjórnunarkerfi og tryggja að auðlindin sé í raun sameign þjóðarinnar."
Hagkvæm fiskveiðistjórnun
- Grein númer 2 um sjávarútvegsmál.
Ekkert eitt atriði í umræðunni um
sjávarútvegsmál hefúr vakið meiri deil-
ur en spumingin um grundvaliarskipu-
lag fiskveiðistjómunar - um aflamark
eða sóknarmark. Umræðan er þó
sjaldnast til þess fallin að skýra raun-
vemlega kosti og galla mismunandi
skipulagsgerða, heldur stjómast fyrst
og fremst af beinum hagsmunum þeiira
sem eiga í hlut.
Pallborðið |
Jón Þór
Sturluson
skrifar
Það er að sjálfsögðu viðbúið að þeir
^em hafa lifibrauð sitt af fiskveiðum
séu mótfallnir þeim reglum sem tak-
marka atvinnuréttindi þeirra. En at-
vinnufrelsi hlýtur að takmarkast af
frelsi og réttindum annarra.
Það er hins vegar skylda ærlegra
stjómmálamanna að taka öllum áróðri
hagsmunaaðila með fyrirvara og reyna
eftir fremsta megni að skoða vanda-
málið frá öllum hliðum þannig að al-
mannahagur sé í öndvegi.
Mikilvægt er að markmið fiskveiði-
stjómunar séu skýr. I núgildandi lögum
er tvennt helst lagt til grundvallar:
stjómunin á að tryggja sem mesta hag-
kvæmni í veiðum og vinnslu og tryggja
viðgang fiskistofnanna svo hægt sé að
nýta þá um ókomna tíð.
Langflestir em þeirrar skoðunar að
nauðsynlegt sé að takmarka heildarafla
á hveijum tíma í þeim tilgangi að við-
halda auðlindinni. Fyrir þessu em ekki
aðeins vistfræðileg rök heldur einnig
hrein hagræn rök. Ef þjóðin vill há-
marka afrakstur sinn af fiskveiðiauð-
lindinni er nauðsynlegt að stjóma veið-
inni með tilliti til framtíðar. Agrein-
ingsefnið er hins vegar hvemig skuli
skipta veiðiheimildunum.
Að gefnu markmiðinu um fulla hag-
kvæmni - sem er eðlileg krafa til at-
vinnugreina í nútímaþjóðfélagi - ætti
að vera auðvelt að benda á hagkvæm-
asta, fiskveiðistjórnunarkerfið. Það
kerfi sem skilar mestum afrakstri mið-
að við tilkostnað ætti auðvitað að vera
fyrir valinu.
Yfirburðir aflamarkskerfisins um-
ffarn sóknarmark byggja á þeirri stað-
reynd að fiskimiðin em í eðli sínu al-
menningur. Fiskar og önnur sjávardýr
em á stöðugri hreyfingu og engin leið
er að stjóma ferð þeirra. Því er ekki
hægt að skilgreina eignarrétt yfir fiski-
stofnum.
Ef fiskimiðin er öll í sameign líta
sjómenn og útgerðarmenn aðeins á eig-
in tilkostnað við veiðamar þegar þeir
taka ákvarðanir um fjárfestingu og
sókn. Það er hins vegar augljóst að
veiðar eins sjómanns hljóta að hafa
áhrif á aðra.
Þó svo að sókninni sé stýrt svo að
heildaraflinn fari ekki upp fyrir sett há-
mark, myndast samkeppni á rnilii sjó-
mannanna um að ná sem mestu af afl-
anum í sinn hlut. Kosmaður við slíka
samkeppni felst ekki aðeins í útgjöld-
um útgerða, sem leitast við að gera skip
sín afkastameiri, heldur verður líka að
taka tillit til þess taps sem aðrar útgerð-
ir verða fyrir ef ein útgerð verður
skyndilega betur búin undir samkeppn-
ina.
Sóknarmarkskerfi leiðir til þess að
arðinum af auðlindinni er sóað í of
mikla afkastagetu.
Sem dæmi um þessa óheppilegu af-
leiðingu sóknarmarkskerfa em lúðu-
veiðar við Kyrrahafsströnd Kanada. A
síðasta áratug var sóknarmark notað
þar við fiskveiðistjómun. Svo illa var
komið í veiðunum að allur leyfilegur
afli var veiddur á innan við viku á
hveiju ári sökum þess að bátamir vom
svo margir og afkastamiklir. Fyrir
nokkrum árum síðan var tekið upp
aflamarkskerfi og eru veiðarnar nú
mun hagkvæmari og dreifast á nokkra
mánuði á hveiju ári.
Hið sama hefur gerst í hinu svokall-
aða banndagakerfi. Vegna þess að
skipin verða sífellt fullkomnari og
veiðarfærin öflugri verður stöðugt að
íjölga banndögum til að heildarafli fari
ekki úr böndunum.
Sóknardagakerfi sem margir vonast
til að leysi banndagakerfið af hólmi er
því miður lítið skárra, nema að því leyti
að það skapar ekki eins mikla slysa-
hættu við veiðar smábáta.
Sú þróun mun því líklega halda
áffarn að leyfilegum veiðidögum mun
fækka eða banndögum fjölga.
Aflamarkskerfið kemur í veg fyrir
sóun sem þessa. Með því að deila
heildaraflamarki niður á hvert og eitt
skip er komist hjá óhagkvæmri sam-
keppni um fiskinn í sjónum. Utgerðir
leitast við að draga þá fiska að landi
sem þeim er úthlutað á sem hagkvæm-
astan hátt, það er sem mest gæði fýrir
sem minnstan tilkostnað. Arðurinn af
auðlindinni fer ekki til spillis og hann
er hægt að innheimta með veiðigjaldi á
tiltölulega auðveldan hátt þannig að
þjóðin fái í raun að njóta sameignar
sinnar.
Þrátt fyrir þessar einföldu staðreynd-
ir eru svamir andstæðingar aflamarks-
kerfisins margir og hafa fátt annað að
bjóða í staðinn en sóknarmark. Mál-
flutningur þeiira hlýtur að byggja á ein-
hveijum öðrum markmiðum en hag-
kvæmni. Að sjálfsögðu skiptir fleira
máli en hagkvæmni. Til dæmis er rétt-
lætanlegt, til skamms tíma litið, að taka
tillit til byggða- og atvinnusjónarmiða.
Það skýtur hins vegar svolítið
skökku við þegar stjómmálamenn sem
gera miklar kröfur um hagkvæmni til
allra annarra atvinnugreina h'ta frekar á
félagslega þætti þegar kemur að sjávar-
útvegi.
Það er margt sem betur má fara í nú-
gildandi fiskveiðistjórnunarkerfi.
Nauðsynlegt er að taka á vandanum
sem skapast hefur af brottkasti um-
framafla og undirmálsfisks.
Einnig er forgangsmál að tryggja
eignarrétt þjóðarinnar yfir auðlindinni,
þó einstaklingum sé afhentur afnota-
réttur til afmarkaðs tíma, með því að
leggja veiðigjald á landaðan afla.
Jafnaðarmönnum ber skylda til að
þróa leiðir til að bæta fiskveiðistjómun-
ina. Óskilgreind andstaða við aflamark
sem grundvallaraðferð í fiskveiði-
stjórnun er ekki skilvirk leið til að
koma á umbótum í sjávarútvegi.
Það er ekki hægt að flýja þá stað-
reynd að aflamark er hagkvæmasta
fiskveiðistjórnunarfyrirkomulagið.
Nokkuð skortir hins vegar á að það sé
nægilega réttlátt. Hlutverk jafnaðar-
manna er að auka réttlætið í annars
hagkvæmu fiskveiðistjómunarkerfi og
tiyggja að auðlindin sé í raun sameign
þjóðarinnar. ■
Höfundur er formaður
Sambands ungra jafnaðarmanna.
útúr samningi
Að losna
Kona hringdi og sagðist þurfa að
losna útúr leigusamningi, en samn-
ingurinn er tímabundinn og rennur
út í byrjun næsta árs. Einsog venja
er, var henni bent á að reyna að ná
samningum við eiganda um samn-
ingslok eða fá leyfi eiganda tilað út-
vega annan leigjanda í sinn stað og
gæti hún boðist til að greiða kostn-
aðinn af því tilað greiða fyrir sam-
komulagi.
Nánari cftirgrennslan leiddi í Ijós
að umrædd íbúð tilheyrði „verka-
mannabústöðum“, það er hún
heyrði undir reglur húsnæðisnefnd-
Leigan
Jón
Kjartansson
I• ;IA frá Pálmholti
skrifar
ar. Samkvæmt 73. grein reglugerðar
um félagslegar íbúðir og Byggingar-
sjóð verkamanna númer 46/1991 er
„eiganda“ slíkrar íbúðar óheimilt að
leigja út íbúð sína nema fengnu
skriflegu leyfi húsnæðisnefndar í
umboði sveitarfélags. Nefndin
ákveður þá lciguna.
f áðurnefndu tilviki var leyfi fyrir
hendi, en eigandi tók krónur 38 þús-
und á mánuði í leigu, þótt leyfileg
leiga væri aðeins 18 þúsund krónur
á mánuði. Undirritaður telur að
leigjandi eigi rétt á að fá mismun
endurgreiddan, þótt ekki sé það tek-
ið fram sérstaklega í reglugerðinni.
Höfundur er formaöur
Leigjendasamtakanna.
■ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir er framkvæmdastjóri Islandsdeildar Amnesty International.
í samtali við Guðrúnu Vilmundardóttur ræðir Jóhanna um störf og stefnu samtakanna
hér heima og á erlendri grundu; um ársskýrslu Amnesty og hvernig undirbúningi
þessarar áreiðanlegu heimildar um stöðu mannréttinda í heiminum er háttað
„A bak við hverja
einustu tölu er nafh
Ársskýrsla mannréttindasamtakanna
Amnesty International er komin út.
Arsskýrslan er heildaryfirlit yfir starf
samtakanna árið 1994. Skýrslan greinir
frá manméttindabrotum á konum, körl-
um og bömum um allan heim, 151 land
er neíht í skýrslunni. Það vekur óhugn-
að að svo virðist sem mannréttindabrot
taki á sig æ grófari myndir, með fjölda-
m o r ð u m ,
mannshvörfum
og auknum
pyntingum. f
skýrslunni
kemur meðal
annars fram að
samviskufangar
eru í haldi í að
minnsta kosti
78 löndum,
fangar sættu
pyntingum í
120 löndum og
í 34 þeirra lét-
ust fangar af
völdum pynt-
inga. Yfirvöld í
54 löndum hafa
tekið fólk af lífi
án dóms og
laga og fólk
hefiir horfið í 29 löndum. Aftökur vom
framkvæmdar í 33 löndum og í 57
löndum bíður fólk aftöku. í 36 löndum
frömdu vopnaðir andspyrnuhópar
mannréttindabrot á við pyntingar og af-
tökur án dóms og laga. 170 löndum eru
pólitískir fangar í haldi án dóms og laga
og í 33 löndum eru þúsundir pólitískra
fanga í haldi eftir óréttláta málsmeð-
ferð.
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir er fram-
kvæmdastjóri fslandsdeildar Amnesty
Intemational. f samtali við Guðrúnu
Vilmundardóttur ræðir Jóhanna um
ársskýrsluna og störf samtakanna.
Arsskýrsla Amnesty International
er sögð ein áreiðanlegasta heimild um
ástand mann-
réttinda í heim-
inum. Hvernig
erhnn unnin?
„Aðalstöðvar
samtakanna em
í London, og þar
starfa um 300
einstaklingar frá
50 löndum. Að-
alstöðvunum er
skipt í nokkur
svið, undir
hverju sviði er
rannsóknahópur
sem rannsakar
ákveðin lönd.
Upplýsingum er
safnað á marg-
víslegan hátt.
Þær berast frá
mannréttinda-
samtökum í tilheyrandi löndum, að-
standendur þeirra sem brotið er á skrifa
samtökunum bréf og lögfræðingar sem
fara með ákveðin mál hafa samband
við okkur. Svo standa samtökin fyrir
rannsóknaleiðöngrum, þá em málin
skoðuð á staðnum. Á síðasta ári var far-
ið í tæplega sjötíu slíka leiðangra, til
allra heimshoma.
Það er gmndvallarregla að við setj-
um aldrei neitt frá okkur án þess að
hafa þrjár traustar heimildir um málið.
Og það þijár ólíkar heimildir, það er til
dæmis er ekki nóg að hafa tvær heim-
ildir úr sömu flóttamannabúðunum.
Þannig að þegar við gefum upp tölur
eins og um fjölda aftaka eða eitthvað
slflct, þá er í raun og vem óhætt að giska
á að afbrotin séu tífalt fleiri. Á bak við
hverja einustu tölu er nafn, og þijár
heimildir á bak við hvert nafn. Við töl-
um til dæmis um 1.791 aftöku í Kína,
en það em bara aftökur sem við vitum
nákvæmlega hvar og hvenær áttu sér
stað. Þær vora vafalaust mikið, mikið
fleiri. Skýrslan er samansafn stað-
reynda, hún snýst um það sem við vit-
um.“
Itvað
þessi
skýrsla?
„Hún er
þannig upp
byggð að fyrstir
eru nokkrir al-
mennir kaflar.
Fyrsti kaflinn er
um konur og
mannréttindi,
svo er talað um
herferðir síðasta
árs, félaga sam-
takanna, sam-
vinnu við al-
þjóðasamtök,
flóttamanna-
vandann og
mannréttinda-
fræðslu, sem er
að verða æ mik-
ilvægari þáttur í starfi samtakanna,
mest í þeim löndum þar sem virkilega
er þörf á slíkri fræðslu, eins og í fyrr-
verandi lýðveldum Soyétrikjanna og
mörgum Afríkuríkjum. í þessum lönd-
um er meðvitund um hugtakið mann-
réttindi afskaplega lítil. Þetta er eins
konar inngangur að skýrslunni. Stærst-
ur hluti hennar er umljöllun um einstök
lönd, 151 land er talið upp í stafrófsröð
og greint er frá mannréttindabrotum í
hveiju landi fýrir sig.“
Hver voru helstu störf Amnesty Int-
emational á síðasta ári?
„Herferðir Amnesty gegn manns-
hvörfum og pólitískum morðum stóðu
nánast allt síðasta ár og tók Islands-
deildin þátt í
því starfi. Við
vitum ekki
hveijar em end-
anlegar niður-
stöður herferð-
anna, en ein-
hverjir hafa þó
verið dregnir til
saka vegna
þessarar
áherslu Am-
nesty. En þetta
em einna alvar-
legustu mann-
réttindabrot
sem eiga sér
stað í heimin-
um um þessar
mundir. Við
horfum upp á
sífellt fleiri pól-
itfsk morð og mannshvörf. Heimurinn
stendur ráðþrota ffammi fýrir þessu.“
Það er um það talað í skýrslunni að
„mannshvötf“ verði œ algengan. Get-
ur það verið tilraun til að fela ofbeldið
fyrir mannréttindasamtökum eins og
Amnesty Intemational?
„Það er hæpið að tengja fjölgun
mannshvarfa starfi hópa á borð við
Amnesty. Þetta er gamalt brágð, sem
kúgarar em famir að nota í auknum
mæli. Hitler stóð fýrir því sem var kall-
að Nacht und Nibel-Aktion, eða verk í
skjóli nætur og þoku. Hann tók Gyð-
inga í Suður-Frakklandi að nóttu til og
þetta fólk bara hvarf. Á tímum herfor-
ingjastjómanna í Suður- Ameríku fór
að bera á þessu aftur, fýrst í Úrúgvæ og
varð svo algengt í Chile og í Argentínu
og víðar. Þetta er ákveðin tcekni sem
ógnarstjómir beita. Kannski er þetta
ódýrari og auðveldari leið en að fang-
elsa fólk. Þeir neita að vita nokkuð um
þá sem hafa horfið og geta vísað að-
standendum burt. En ef þeir em með
mann í fangelsi þá eiga aðstandendur
rétt á að heimsækja hann og fangi á rétt
á réttlátri dómsmeðferð. Þetta er ein-
faldleg-* kúgunartæki. Þeir sem standa
fýrir þessari m;mnhvarfs-/<z'kn/ treysta á
minnisleysi. Þeir treysta því að ef að
einhver hveríúr þá gleymist hann. Her-
feiðin sem við stóðum fýrir til að mót-
mæla þessum hrottaskap gekk einmitt
út á það, að sýna ftam á að þó að fólk
hverfi gleymist það ekki svo glatt. Það
á að draga þá menn til saka sem standa
að mannshvarfinu, og það er ekki síður
mikilvægt að aðstandendur fái skaða-
bætur. En það rétt að auðvitað er alltaf
reynt að fela mannréttindabrot, engin
ríkisstjóm vill gangast við pólitískum
morðum eða pyndingum. Það er ekki
auglýst í ferðamannabæklingum að hér
eða þar láti yfirvaldið fólk hverfa “
Byggist starfið aðallega á skipu-
lögðum herferðum, sem allar deildir
einbeita sér að íeinu?
„Herferðimar em bara einn þáttur af
starfinu. Innan hverrar deildar starfa
hópar, hver þeirra er með umsjónarmál
á sinni könnu, sem þeir bera algjöra
ábyrgð á þangað til lausn fæst. Það er
fast starf sem fer alltaf fram. Hópamir
hittast reglulega og sinna bréfaskriitum
og því sem þarf að gera í sambandi við
þeirra umsjónarmál. Herferðimar bæt-
ast ofan á þetta gmnnstarf, þá vinna all-
ir hópamir að því ákveðna þema sem
herferðin snýst um. f ársskýrslunni er
meðal annars vitnað í bréf frá föður
Luis Landa Diaz ungs stúdents frá
Venesúela sem var skotinn til bana af
lögreglunni. Amnesty fór fram á að
málið væri rannsakað og þeir sem að
morðinu stóðu dregnir til ábyrgðar.
Hópur sex innan íslandsdeildar
Amnesty stóð að þessu máli, og bréfið
sem vitnað er í er til félaga Islands-
deildarinnar. Á árinu voru líka
nokkrum samviskuföngum á Kúbu
sleppt úr haldi. Einn þeirra er Luis
Alberto Pita Santos. Hópur þijú í ís-
landsdeildinni fór með hans mál, og
hann er laus úr haldi núna. Þetta sýnir
að starf samtakanna ber árangur."
Hvað er íslandsdeild Amnesty stór?
„Það eru tæplega 400 félagar í ís-
landsdeildinni, sem er stofnuð árið
1974. Deildinni er skipt í sjö hópa, og
innan þeirra starfa svona 60 manns.
Svo erum við með 300 manna skyndi-
aðgerðanet. Margir skrifa mánaðarkort
og margir koma inn þegar eitthvað sér-
stakt er um að vera, við getum leitað til
íjölda fólks ef eitthvað ákveðið stendur
til. Margir skrifa bréf upp úr fréttabréf-
inu, sem allir meðlimir fá sent mánað-
arlega."
Einn kafli i inngangi skýrslunnar
er um flóttamenn. Hvemig beita sam-
tökin sér í málefnum flóttafólks?
„Amnesty skiptir sér ekki beint af
málefnum flóttamanna, heldur er aðal-
áherslán lögð á að þeir fái réttláta með-
ferð við landamæri, að það sé farið eftir
alþjóðalögum um flóttamenn, Flótta-
mannasáttmálinn sé virtur. Það á ekki
að reka fólk aftur til heimalands ef það
á á hættu að týna lrfinu eða sæta pynt-
ingum við að snúa þangað aftur. Við
leggjum áherslu á að fólk fái að kynna
mál sitt á landamæmm og að það fái
þar réttláta meðferð. Flóttamanna-
vandamálið verður sífellt alvarlegra.
Það er ekki bara að fólk flýi heimaland
sitt, heldur getur fólk líka sem flosnað
upp frá heimkynnum sínum og ráfað á
milli landsvæða innan sömu landa-
mæra. Við höfúm áhyggjur af því að til
dæmis Bandaríkjamenn hafa sent til
baka flóttamenn frá Haítí og Kúbu.
Evrópusambandið er að samræma sínar
kröfiir og herða þær, svo það verður sí-
fellt erfiðara fyrir fólk að sækja um
hæh - sem það á jú rétt á.“
Hver er stefna Amnesty
International gagnvart stríðs-
átökum?
„Samtökin taka ekki afstöðu til
stríðsátaka. Ef hermaður drepur her-
mann fellur málið ekki undir okkar bar-
áttumál, en ef hermaður drepur óvopn-
aðan borgara getum við látið í okkur
heyra. Samtökin taka ekki afstöðu til
þess að vopnað Uð ráðist inn í land til
að stöðva mannréttindabrot, það er að
segja til að sinna friðargæslu. En við
höfum hins vegar haft áhyggjur af
hvemig friðargæslu hefiir verið háttað,
bæði í Sómah'u og í Júgóslavíu heitimú.
Þar hafa friðargæslusveitir farið inn í
átök og í sumum tilfellum hafa þær
jafnvel gerst sekar um mannréttinda-
brot. Amnesty hefur sett ffam finuntán
liða áætlun um hvernig mannréttindi
skulu fryggð við friðargæslu, þar sem
bent er á að það séu ákveðin skilyrði
sem þurfi að fullnægja til þess að svona
aðgerð geti heppnast. Þetta em svona
leiðbeiningar um það sem þarf að vera
til staðar til að það sé tryggt að mann-
réttindi séu í heiðri höfð þegar um frið-
argæslu er að ræða.“
Það er athyglisvert að nágranna-
lönd okkar eins og Danmörk, Frakk-
land og Þýskaland em gagnrýnd fyrir
mannréttindabrot í ársskýrslunni.
Hafa samtökin einlivern tímann
gagnrýnt ísland?
„Island hefur aldrei komist á blað hjá
Amnesty. Það eina sem hefur snúið að
okkur em lögin um eftirlit með útlend-
ingum. Þau em gömul og úrelt og allt
of ströng og em langt ffá því að stand-
ast alþjóðlegar samþykktir. Við viljum
að það verði komið á kerfi sem er í
samræmi við alþjóðalög. Ef flóttamað-
ur kemur á Keflavíkurflugvöll á hann
að eiga ömggan aðgang að túlki og lög-
ffæðingi þannig að hann geti lagt fýrir
sitt mál og það verður að vera kerfi fýr-
ir hendi sem gerir kleift að finna út
hvort hann er pólitískur eða efnahags-
legur flóttamaður. Við tökum ekki af-
stöðu til nema pólitískra flóttamanna,
sem eiga á hættu að sæta mannréttinda-
brotum ef þeir snúa til síns heimalands.
Þetta kerfi verður að vera til staðar til
ÚR ÁRSSKÝRSLU AMNESTY
■ Samviskufangar eru í haldi í að minnsta kosti 78 löndum, fangar
sættu pyntingum í 120 löndum og í 34 þeirra létust fangar af völdum
pyntinga.
■ Yfirvöld í 54 löndum hafa tekið fólk af lífi án dóms og laga og fólk
hefur horfiö i 29 löndum. Aftökur voru framkvæmdar í 33 löndum og í
57 löndum bíður fólk aftöku.
■ í 36 löndum frömdu vopnaðir andspyrnuhópar mannréttindabrot á
við pyndingar og aftökur án dóms og laga.
■ I 70 löndum eru pólitfskir fangar í haldi án dóms og laga og í 33 lönd-
um eru þúsundir pólitiskra fanga í haldi eftir óréttláta málsmeðferð.
„Amnesty International
notar ekki hugtök eins
og kvenréttindi, því
grundvallarhugtakið
mannréttindi á jafnt við
um karla, konur og börn.
Við höfum áhyggjur af
að það eigi að gera konur
að einhverjum sérhóp.
Það verður að byrja á
réttum enda, sjá til þess
að stjórnmálaleg og
borgaraleg réttindi
séu tryggð."
Um
fjallar
„Við höfum áhyggjur
af því að málalok kvenna-
ráðstefnunnar í Peking
verði skref aftur á bak.
Plaggið sem til stendur að
samþykkja á ráðstefnunni
- það hefur verið í vinnslu
í mörg ár - er ekki nógu
framsækið. Það er
enn verið að deila um
grundvallaratriði. Eins
og plaggið lítur út í
dag eru öll mikilvægustu
atriðin innan sviga."
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir: ísland hefur aldrei komist á blað hjá Amnesty. Það eina sem hefur snúið að okkur eru
lögin um eftiriit með útlendingum. Þau eru gömul og úrelt og allt of ströng og eru langt frá því að standast al-
þjóðlegar samþykktir. A-mynd: E.ÓI.
þess að koma í veg fýrir slys. Það hefúr
komið fyrir að fólki hefur verið vísað
frá Danmörku og Svíþjóð og sent aftur
til síns heimalands - og síðan hefur
ekki spurst til þessa fólks. Lögin em í
endurskoðun héma núna, og við bíðum
spennt eftir nlðurstöðum nefndarinnar
sem sér um það mál.“
Er það eitt af hlutverkum samtak-
anna að fylgjast með að mannréttindi
séu ekki brotin hérheima?
„Ein af gmndvallarreglum samtak-
anna er að deildir taka ekki upp mál í
eigin landi. Hins vegar fylgjumst við
með og ef við fréttum af einhverju sem
við höldum að þurfi athugunar við þá
gemm við aðalstöðvunum í London
viðvart, sem skipuðu rannsóknamefúd í
málið ef ástæða þætti til. Útlend nefúd
myndi fjalla um málið, ef til þess
kæmi.“
Það hefur verið í deiglunni að að-
búnaður fanga sé ekki sem bestur hér
á landL Erþað eitthvað Jyrirykkur að
athuga?
„Nei, það fellur ekki undir okkar
svið. Ef uppi væru grunsemdir um
pyntingar, eða ef þeir fengju ekki nær-
ingu þá myndi málið snúa að okkur. En
spuming um samsetningu fangelsa, það
er hveijir em saman í haldi, eða deilur
um aðgang að síma eða eitthvað slflct er
ekki inni á okkar verksviði. Þau réttindi
sem við berjumst fyrir eru þau sem
snúa að lífi einstaklingsins; sviðið er
svo þröngt. Það er búið að afnema
dauðarefsingar meira að segja úr stjóm-
arskránni íslensku, sem þykir gott.
Pyntingar em ekki stundaðar í íslensk-
um fangelsum, að því að við vitum.
Hér er enginn í fangelsi vegna trúar-
skoðana sinna. Amnesty Intemational
tekur að sér mál manna sem neita her-
þjónustu af samviskuástæðum, en því
er ekki að skipta þar sem við emm ekki
með her. Það gæti helst komið til að við
þyrftum að skipta okkur af máli þar
sem um óréttláta dómsmeðferð væri að
ræða, en réttarkerfið hér er nokkum
veginn í lagi svo það hefur sem betur
fer ekki komið til.“
Formáli skýrslunnar er helgaður
konum og baráttu fyrir mannréttind-
um. Hvemig stendur á því?
„Amnesty hóf stóra herferð fyrir
konum og mannréttindum í mars á
þessu ári, vegna kvennaráðstefnunnar
sem verður haldin í Peking í haust.
Amnesty Intemational notar ekki hug-
tök eins og kvenréttindi, því grundvall-
arhugtakið mannréttindi á jafút við um
karla, konur og börn. Við höfum
áhyggjur af að það eigi að gera konur
að einhveijum sérhóp. Það verður að
byrja á réttum enda, sjá til þess að
stjómmálaleg og borgaraleg réttindi séu
tryggð. Kona sem hefur verið fangelsuð
vegna stjómmálaskoðana sinna hefur
ekki tækifæri til að njóta friðar og þró-
unar sem er yfirskrift ráðstefnunnar í
Peking. Við höfum áhyggjur af því að
málalok kvennaráðsteftiunnar í Peking
verði skref aftur á bak. Plaggið sem tfl
stendur að samþykkja á ráðstefúunni -
það hefúr verið í vinnslu í mörg ár - er
ekki nógu framsækið. Það er enn verið
að deila um grundvallaratriði. Eins og
plaggið h'tur út í dag em öll mikilvæg-
ustu atriðin innan sviga. Það þýðir að
ekki hefur náðst samkomulag um þau
atriði á undirbúningsfundunum, svo
þau verða lfldega ekki inni á lokaplagg-
inu. Það em til mannréttindasáttmálar,
vandamálið er a/3 þeim er ekki fram-
fylgt. Við viljum að fundurinn sam-
þykki plagg sem segi að ríkisstjómir
skuli sjá um að ákveðnum atriðum
verði fylgt eftir, en eins og plaggið er
núna er það fullt af stejht skal að - sem
þýðir ekki neitt. Það verður að skuld-
binda ríkisstjómir til að fara eftir þeim
samþykktum sem kvennaþingið gerir,
annars er til lítils unnið. Við verðum
með fulltrúa á ráðstefúunni og reynum
til síðasta dags að koma okkar áherslu-
atriðum að.“ ■