Alþýðublaðið - 18.07.1995, Page 1

Alþýðublaðið - 18.07.1995, Page 1
■ Ófremdarástand á sjúkrahúsum vegna lokunar deilda. - Ráðgert að skera framlög til heilbrigðiskerfisins niður um tvo milljarða króna á næsta ári Ég bið Guð að hjálpa okkur - segir Sigurður Bjömsson krabbameinslæknir á Landakotsspítala. Sverrir Bergmann: Alltof langt gengið í niðurskurði. ,,Ég bara bið Guð að hjálpa okkur ef þeir ætla að halda áffam að höggva í þennan knérunn þar sem sparnaður kemur harðast niður á þeim sem eru veikir og þurfa á spítalavist að halda eða þurfa sérhæfða læknisþjónustu. Menn þurfa að setjast niður og spyija hvort við séum virkilega á réttri leið. Þó við eflum forvamir og fáum alla til að hlaupa og hætta að reykja verður fólk samt veikt," sagði Sigurður Björnsson, krabbameinslæknir á Landakotsspítala, í samtali við Alþýðu- blaðið. Lokanir sjúkrahúsdeilda í sum- ar hafa verið óvenju víðtækar og lækn- ar lýsa þungum áhyggjum vegna ástandsins sem skapast hefur. Fréttir um að stjómvöld hyggist skera niður framlög til heilbrigðiskerfisins um tvo milljarða króna á næsta ári vekja mik- inn ugg meðal lækna. „Þetta er í rauninni of langt gengið. Spumingin hlýtur að vera sú hvort ekki sé hægt að spara annars staðar svo ekki þurfi að ganga svona langt því þetta er komið yfir markið. Ef það verður meiri niðurskurður hlýtur þjónustan að minnka við þá sem ekki em bráðveikir Tölvuvædd fornleifaskráning „Okkar tölvunotkun er ekki byltingarkennd, en við leggjum áherslu á að þróa hagkvæmari aðferðir. Óheyrilegur kostnaður er eitt af því sem hefur hamlað kortlagningu fornminja á íslandi," segir Adolf Friðriksson, fornleifa- fræðingur í doktorsnámi í París, í samtali við Alþýðublað- iðá blaðsíðum 6 og 7 í dag. ■ NATÓ Willy Claes kemur ekki - vegna ástandsins í Bosníu. Búist við að griðasvæðið Zepa falli í Opinberri heimsókn Willy Claes aðalframkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins til íslands, sem fyrirhuguð var 19. og 20. júlí hefur verið aflýst vegna ástandsins í Bo- sníu. Ráðamenn NATÓ, Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins sitja á rökstólum vegna hernaðar- aðgerða Bosníu-Serba í austur- hluta landsins. Búist er við að þeir hernemi griðasvæðið Zepa þarsem 15 þús- und Bosníumenn eru í herkví. Engin samstaða er meðal leiðtoga heims um viðbrögð, en ljóst þykir hendur Serbum. að friðargæsla Sameinuðu þjóð- anna í núverandi mynd heyri brátt sögunni til. Frakkar, sem verið hafa ein- dregnastir talsmenn þess að Bosníu-Serbar verði beittir hörðu hafa ekki fengið hljómgrunn hjá bandalagsríkjum sínum. Þá hafa Rússar ekki hvikað frá stuðningi sínum við Serba. Úkraínumenn hafa hinsvegar miklar áhyggjur af úkraínskum friðargæsluliðum í Zepa. Bosníu- Serbar hafa hótað þeim öllu illu ef sveitir Sameinuðu þjóðanna eða NATÓ gera árásir á Serba. ■ Sýning Byggðasafns Hafnarfjarðar Hafnarfjörður frá landnámi til hernáms Byggðasafn Hafnarfjarðar hefur opnað sýninguna Hafnarfjörður trá landnámi til hernáms í Smiðjunni, Strandgötu 50. A sýningunni er saga bæjarins rakin í grófum dráttum, ffá komu Hrafna- FLóka til komu breskra hermanna í Heimsstyrjöldinni síðari. Frá Hrafna- Flóka er sagan rakin til enskra kaup- manna og þaðan til þýskra kaup- manna, sem lögðu bæinn undir sig á 15. öld. Einokunartímanum eru gerð skil, svo og Bjarna „Riddara“ Sí- vertsen, sem hóf fyrstur fslendinga verslun í bænum og hefur því oft verið kallaður „Faðir Hafnarfjarðar". Frá Bjama er sagan rakin í gegnum þil- skipaútgerð, fyrsta togarann í eigu Is- lendinga og að kaupstaðarréttindunum 1908. Eftir það er komið að saltfiskn- um, kreppunni og að lokum hemám- inu og þeirri uppsveiflu sem því fýlgdi. A sýningunni er margt merkra muna og mynda, er varpa ljósi á sögu bæjarins. Sem dæmi um muni á sýn- ingunni má nefna sverð og önnur áhöld ffá 10. öld, annálabrot úr Hafn- arfirði frá árunum 1335 - 1762 og vegabréfasafn sem bandaríski herinn lét útbúa um alla Hafnfirðinga árið 1942. Sýningin er opin alla daga klukkan 13 til 17 og stendur til 17. september. ■ Halldór Jónsson, ritstjóri blaðs sjálfstæðismanna í Kópavogi Vattað yfir kjósendur í GABB-málinu í blaði sjálfstæðismanna í Kópa- vogi, Vogum, sem kom út um nýliðna helgi birtist skelegg forystugrein eftir ritstjórann, Halldór Jónsson, undir ofangreindri fyrirsögn. Þar fer rit- stjórinn hörðum orðum um afgreiðslu ríkisstjómarinnar á GATT-málinu og skýtur föstum skotum í fleiri áttir. I greininni segir Halldór: „Alþýðuflokkurinn hefur verið harðastur í gagnrýni GATT- laganna og kallað þau GABB-lög. Telur flokkurinn samþykkt og frágang þeirra meiriháttar tilræði við íslenska neytendur og muni girða þá inni í geðþóttaákvörðuðum tollmúrum til verndar hinu íslenska landbúnaðar- vandamáli. Islenskir neytendur muni greiða fyrir þetta í versnandi lífskjör- um á komandi ámm miðað við aðrar þjóðir. Glugginn til aukins viðskipta- frelsis hafi aðeins verið opnaður til þess að skella honum enn fastar aftur. Ýmsar landbúnaðarvörur eins og grænmeti muni beinlínis hækka á al- mennum innanlandsmarkaði sem af- leiðing af þessari gerð. Þessar raddir eiga því miður við nokkur rök að styðjast. Alþingi afsal- ar sér skattlagningarvaldi í hendur ráðherra. Hagsmunir neytenda hafa enn einu sinni vikið fyrir þröngum sérhagsmunum innlendra framleið- enda án þess að vegurinn til hagræð- ingar og verðlækkunar lífsnauðsynja haft verið varðaður. I skjóli atkvæða- misvægisins hefur verið valtað yfir hina fjölmennu kjósendur í Reykja- vík og Reykjaneskjördæmi, sem eru fyrst og fremst almennir neytendur en ekki framleiðendur landbúnaðarvara. Landbúnaðarmál virðast að miklu leyti rekin án sambands við neytend- ur. Mjólkurbúið í Borgamesi skal úr- elt með illu en ekki góðu vegna þröngra sérhagsmuna Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík. I Borgarnesi voru framleiddar vörur sem alrnenn- ingur vildi fremur kaupa en aðrar. Úr Borgamesi barst neytendum á höfuð- borgarsvæðinu mjólk í umbúðum sem fólkið vill, í stað hinna kol- ómögulegu mjólkurpakka, sem Mjólkursamsalan neyðir upp á þá sem neyðast til þess að kaupa sér mjólk. Aðfinnslum svarar þessi dul- arfulla sjálfseignareinokunarstofnun venjulega með skætingi og útúrsnún- ingum hvenær sem tilefni gefst. „Vi alene vider,“ virðist vera mottóið á þeim bæ eins og hjá gamla kónginum í Köben. Nú hefur Samsölunni tekist að setja undir þennan mjólkurleka. Framvegis verða einungis gömlu pakkarnir á boðstólum fyrir léttu at- kvæðin. Eina leiðin til þess að ná sér í mjólk í nothæfum umbúðum er að fara í innkaupaleiðangra til Hvera- gerðis til dæmis, meðan enn hefur ekki verið sett upp tollhlið við Geit- háls til að hindra slíka flutninga, hvað svo sem verður og vilji stendur til. Geðleysi íslenskra neytenda er aðdáunarverður ókostur fyrir þá afturhaldsstjórnmálamenn sem allt of margir eru í umferð vegna þeirrar skrumskælingar lýðræðis- ins sem kosningalöggjöf okkar fslendinga er.“ eða þá að viðkomandi verða að greiða meira sjálftr fyrir þjónustuna," segir Sverrir Bergmann formaður Læknafé- lags íslands. _ $já bakSÍÖU. Þaueruí Alþýðublaðinu ídag... Kolbrún Bergþórsdóttir Að viðra samviskuna í Kína Pólitískar ástríður; frá Munchen Radovan Karadzic Karadzic er mikill lygari Viðtal ■ Sendiherra Frakka gefin Fegurð íslands Stakk bókinni strax inn ískáp A þjóðhátíðardegi Frakka hinn 14. júlí komu tveir fulltrúar félagsins Frið- ur 2000 í franska sendiráðið í Reykja- vxk. Þeir afhentu sendiherranum ein- tak af bókinni Fegurð fslands og var hún árituð með boðum til Alain Juppé forsætisráðherra Frakka. Sendiherrann stakk bókinni þegar inn í skáp sem einhverju óþægilegu feimnismáli. Þetta kemur fram í frétt ffá samtökunum Friður 2000. Fulltrú- ar félagsins ákváðu að afhenda bókina að gjöf til að minna á óspillta náttúm- fegurð sem ógnað er af kjarnorku- sprengjum. I árituninni er skorað á frönsku þjóðina að færa heimsbyggð- inni þá gjöf á þjóðhátíðardaginn að hætta við fyrirhugaðar kjarnorku- sprengjutilraunir. Þá er vakin athygli á að hverjum einasta degi ársins eyða þjóðir heims sem svarar 140 milljörð- um króna í vopnakapphlaup á meðan nær 40 þúsund börn látast vegna skorts á næringu og læknishjálp. „Sendiherrann kom bókinni strax inn í skáp sem einhveiju óþægilegu feimn- ismáli og óskaði ekki eftir að ífétta- menn mynduðu hann að taka við bók- inni,“ segir í frétt lfá Friður 2000.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.