Alþýðublaðið - 18.07.1995, Page 5

Alþýðublaðið - 18.07.1995, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 18- JÚLÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 erlend hirn ISerbneskir óvinir, sem voru áður vinir og samstarfsfélagar. Karadzic er mikill lygari -segir Serbinn, skáldið og prófessorinn Marko Vesovic um leiðtoga Bosníu-Serba. Marko Vesovic prófessor í bók- menntafræðum við háskólann í Sarajevo, skáld og smásagnahöfund- ur, er einn af fáum mikils metnum bosnískum rithöfundum, sem enn eru í umsetinni höfuðborginni. Vesovic er Serbi, ættaður frá Svartfjallalandi, eins og Radovan Karadzic leiðtogi Bosníu-Serba, og vinnur nú að ritun ævisögu hans. Rod Nordiand átti við hann viðtal fyrir vikuritið Newsweek, og spurði meðal annars um serbneska óvini, sem voru áður vinir og samstarfsfé- lagar. NORDLAND: Var Karadzic þjóð- ernissinni þegar þið voruð við há- skólann í Sarajevo? Var hann til að mynda mótfallinn múslimum? VESOVIC: Alls ekki. Eða eins og við vorum vanir að segja: Hann hat- aði múslima ekki.meira en eðlilegt gat talist. Hann var einfaldlega tæki- færissinni, sem lét stjómast af frama- gimi sinni. Hann sagði reyndar, þeg- ar hann sneri aftur til Sarajevo [frá Belgrad], að það væri menningarleg gjá á milli sín og Serbanna. Hann skilgreindi sig sem Svartfjallalands- fasista. Hann sagði Svartfellinga yfirburða kynþátt, því þeir hefðu lengstu lærleggi í Evrópu. Allt í lagi með það, það er að vissu leyti satt, en svo gerði hann sér grein fyrir að það var ekki ábatasamt að vera Svartfellingur í Bosníu, af því að stærstu þjóðarbrotin voru Serbar, Bosníumenn og Króatar. Einungis þeir voru í aðstöðu til að úthluta valdastólum. Sambandsslit Karadzic og serb- neska leiðtogans Slobodan Milosev- ic virðast þó nokkurn veginn ein- lœg. Hvernig líturðu þau? Hér áður var hann leikbrúða Mi- losevic, hvorki annað né meir'a en skugginn hans. Það sem gerði hann áhugaverðan eru þessi sambandsslit. Hann dreymir um pólitískan frama í Stór- Serbíu og er farinn að ógna Mi- losevic. En Milosevic er meiri stjóm- málamaður og mun hafa yfirhöndina. Heldurðu að það komi illa við Karadzic að mannkynssagan mun dcema hann stríðsglœpamann? Hann kærir sig, úr því sem komið er, kollóttan um sögu, aðra en þá sem skrifuð er af serbneskum þjóð- ernissinnum - og þeir eiga eftir að gera hann að hetju. Er Karadzic brjálaður? Þegar hann framdi sína hrottaleg- ustu glæpi í Bosníu var hann ömgg- lega ekki brjálaður... Karadzic lítur á sjálfan sig sem ríkan geðlækni, mik- ið skáld, frábæran elskhuga og stór- kostlegan stjómmálamann - og reyn- ir án afláts að koma þeirri sýn inn hjá öðmm. Eitt er víst, og það er að hann er mikill lygari. Sá sem skilur það ekki, getur aldrei skilið Karadzic. Geturðu nefnt dœmi um það? Hann er skólabókardæmi um mann sem mistókst allt sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar hann hóf af- skipti af stjórnmálum, var draumur hans sá að verða mikill stjómmála- maður... en hann er þekktur um all- an heim fyrir fjöldamorð á múslim- um. Hann lofaði að gera Bosníu að Sviss Balkanskagans... en tókst að gera hana að eyðimörk. Hann ræður yfir 70% Bosníu... en það em bara 600.000 Serbar eftir þar. Hvernig hefur það verið að vera hluti af serbneska minnihlutanum, sem varð eftir í Sarajevo? Stríð kallar það besta fram í fólki. Meðan á stríðinu hefur staðið hef ég skrifað sögur af stríðinu upp á 500 síður, og ég er orðinn nokkurs konar þjóðhetja. Vegna þess hver ég er, hef ég aldrei lent í vandræðum, eins og margir Serbar hér í Sarajevo. En það er grundvallarmunur. Það sem [Serb- amir] hafa verið að gera múslimum og Króötum er hluti af opinberri stefnu um að þurrka út þjóðarbrot. Hér hefur verið brotið á Serbum, ég veit ekki hversu mikið, en það er ekki opinber stefna, heldur einstak- lingsbundnir glæpir, og ekki nándar nærri jafn margir. Stríð getur líka kallað fram það versta í fólki. Já. Það er margir í Pale [bæ, rétt hjá Sarajevo, þar sem Bosníu-Serbar hafa bækistöð sína] núna, sem vom einu sinni vinir mínir. Þingleiðtogi Bosníu-Serba, Nikolaj Koljevic [prófessor í Shakespeare-fræðum], var einn af mínum bestu vinum. Hann verður mér alltaf hulin ráðgáta. Sá Nikolaj sem ég þekkti er horfinn, þetta er önnur manneskja. Á meðal ættingja minna á ég einn einasta frænda sem sveik mig ekki, sem sneri ekki baki við mér. Ég minnist þess þegar systir mín hringdi í mig, þegar stríðið geisaði í Króatíu, og Serbarnir voru að sprengja Du- brovnik. Bamabam hennar var í Du- Aumingja Boris! Rússar vilja frekar Margréti Thatcher sem leiðtoga en Boris Jeltsín. 0 ji! Lengi Irfir í gömlum glæð- um. Tæp 6% Rússa vilja sjá Stalín við stjómvölinn. Járnfrúin getur kannski Jeltsín. Maríneraður í tryggt sér framhaldslíf í vodka, hjartveikur og pólrtík - í Rússlandi! stjarnfræðilega óvinsæll. Aumingja Boris Jeltsín. Hann sætir stöðugu ámæli fyrir reyna uppá eigin spýtur að halda vodkaframleiðslu í Rússlandi gangandi. Á dögunum þurfti síðan að skutla honum í hasti á sjúkrahús, og þarmeð vom byrjaðar bollaleggingar um eftirmann hans. Rússar hafa Boris ekki í miklum há- vegum, einsog fram kom í nýlegri skoðanakönnun, sem Newsweek segir okkur frá. Þar vom menn spurðir hver væri óskaleiðtogi þeirra. Margrét Thatcher reyndist mun vinsælli en okkar maður. Atkvæði féllu svona: Pétur mikli 13,6% Peter Stolypin forsætisráðherra síðasta keisarans 8,7% Grigorí Javlínskf hagspekingur, væntan- legur forsetaffambjóðandi 7,2% Jósef Stalín 5,9% Júrí Luzhkov borgarstjóri Moskvu 4,5% Margrét Thatcher 3,7% Gennady Zyuganov leiðtogi Kommún- istaflokksins 2,3% Aleksander Lebed fyrrnm hershöfðingi, andstæðingur Jeltsfns 2,3% Valdimir Zhirinovsky 2% Boris Jeitsín 1,2% Marko Vesovic: Eg á fimm systkini, sem hringdu ekki í mig til að óska mér góðs eða spyrja hvernig ég hefði það, heldur til þess að blóta mér fyrir að standa ekki með Karadzic ... Tító drap föður minn eftir seinni heimsstyrjöid. Móðir mín dó árið 1984 og ég er feginn að hún lifði ekki að sjá þetta gerast. brovnik og ég var sá eini sem gat flutt þeim fréttir. Þetta var 70 daga helvíti í Dubrovnik, og það helvíti fór um heimili mitt, í óeiginlegri merkingu. Svo hellti Bosnía sér út í stríðið, og þessi sama systir hringdi í mig til að skamma mig fyrir að gagnrýna Karadzic. Ég á fimm systk- ini, sem hringdu ekki í mig til að óska mér góðs eða spyrja hvemig ég hefði það, heldur til þess að blóta mér fyrir að standa ekki með Kar- Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba. „Skólabókar- dæmi um mann sem mistókst allt sem hann tók sér fyr- ir hendur. Þegar hann hóf afskipti af stjórnmálum, var draumur hans sá að verða mikill stjórnmálamaður," segir Vesovic. adzic. Hvað hefðu foreldrar ykkar sagt um þetta? Tító drap föður minn eftir seinni heimsstyrjöld. Móðir mín dó árið 1984 og ég er feginn að hún lifði ekki að sjá þetta gerast. Ég var eina skáldið í fjölskyldunni, hin voru „eðlileg" og ég held hún hafi treyst þeim til að sjá um sig sjálf. Þess vegna þótti henni vænst um mig. Hún hefði staðið með mér. Af hverju tók ekki öll fjölskyldan sömu afstöðu? Það er ansi lágkúruleg ástæða fyrir því, er ég hræddur um. Milosevic á rætur að rekja til þorpsins okkar í Svartfjallalandi, og við tilheyrum sama ættflokki Serba. Ég virðist vera eini nútímamaðurinn í fjölskyldunni, vegna þess að ég var einn um að geta yfirgefið fjölskylduna, ættflokkinn. Það er kaldhæðnislegt, er það ekki? ■ -/gv Fjórir listamenn keppa um hin eftirsóttu Turnerverðlaun Innvidir listakonu oa dauð rolla -eru meðal verka sem boðið er uppá. Listakona sem lét koma fyrir örmynda- vélum í innviðum sínum er meðal fjög- urra listamanna sem tilnefhdir hafa verið til Turnerverðlaun- amia. Verðlaunin eru meðal hinna virtustu sem veitt eru fyrir Mona Hatoum: nútímahst og eru að upphæð um 2 millj- ^rePp‘r óniríslenskrakróna. tvær milljónir Mona Hatoum, Wrir nýstárlega 42 ára, lýsir verkum listsköpun? sínum sem „rannsóknum á því fallega og hættulega". Hún lét setja myndavél- arnar í munn sinn, nefhol, sköp og endaþarm. Afsprengið kallar hún Corps Etranger (Ókunnur líkami) og það er til sýnis í Tate gallerúnu í London. Hinir þrír þessara valinkunnu lista- manna hafa heldur ekki farið troðnar slóðir í listsköpun sinni. Má þar fýrst nefna Damien Hirst, sem hlýtur nú út- nefningu til verðlaunanna í annað sinn. Verk hans eru að mestu leyti byggð upp á dauðum dýrum og er eitt fræg- asta hans verk pækluð kind. Einsog áður hlýtur hefðbundin myndlist enga náð fýrir augum þeirra sem velja í þennan þrönga hóp, en einn hinna útvöldu er abstraktmálarinn Call- um Innes. Hann vinnur verk sín á striga og fjarlægir málninguna með ter- pentínu til að skapa hughrif. Fjórði Kind í pækli keppir við líffæri listakonunnar um verðlaunin eftirsóttu. Innviðir listakonu. Mona Hatoum lét koma örlitlum myndavélum fyr- ir í öllum líkamsopum. listamaðurinn er Mark Wallinger. Með málverkum og nýtingu venjulegra hluta á óvenjulegan hátt kemur hann á framfæri háðsádeilu á breska kerfið, stéttaskiptingu og valdhafa. Á síðast- liðnu ári keypti hann og skráði sem list, lifandi kappreiðahest og gaf honum nafhið Alvöru listaverk (A Real Work of Art). Sex manna dómnefnd listfróðra manna mun nú setjast á rökstóla og ákveða hver þessara innblásnu listag- úrúa teljist hafa þjónað listagyðjunni mest og best. Niðurstöður verða kynnt- ar í nóvember. Byggt á The Independent.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.