Alþýðublaðið - 18.07.1995, Síða 6
6
V
ALÞÝÐUBLAÐK)
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ1995
Alþýbublaðib
—upp skaltu á kjöl klífa
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa í
1. ílokki 1991
3. flokki 1991
1. flokki 1992
2. flokki 1992
1. flokki 1993
3. flokki 1993
1. flokki 1994
Innlausnardagur 15. júlí 1995.
1. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.489.363 kr. 148.936 kr. 14.894 kr.
3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.325.246 kr. 662.623 kr. 132.525 kr. 13.252 kr.
1. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.526.316 kr. 1.305.263 kr. 130.526 kr. 13.053 kr.
2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.423.894 kr. 1.284.779 kr. 128.478 kr. 12.848 kr.
1. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.916.074 kr. 1.183.215 kr. 118.321 kr. 11.832 kr.
3. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. Í00.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.548.418 kr. 1.109.684 kr. 110.968 kr. 11.097 kr.
1. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.455.053 kr. 1.091.011 kr. 109.101 kr. 10.910 kr.
Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands.
Suðurlandsbraut 24.
húsnæðisstofnun ríkisins
HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 56? 6900
■ Nýjar aðferðir við fornleifaskráningu
Stl
landslagst
- segir Adolf Friðriksson fornleifafræðingur, sem ásamt Orra Vésteinssyni stí
aðferða ífræðigreininni: „Alltaf spennandi fyrir unga vísindamenn að beita tölvurr
lagt ríka áherslu. Núna erum við farnir að sjá árangur af þeirri vinnu," segir Ac
„Okkar tölvunotk-
un er kannski ekki
byltingarkennd, en
við leggjum
áherslu á að þróa
hagkvæmari að-
ferðir. Óheyrilegur
kostnaður er eitt
af því sem hefur
hamlað kortlagn-
ingu fornminja á
íslandi. Það hefur
tekið okkur ein
fimm ár að komast
niður á þær aðferð-
ir sem við notum
nuna.
Adolf Friðriksson og Orri
Vésteinsson eru ungir fomleifafræð-
ingar, sem hafa verið að vinna að
fomleifauppgrefti við Nesstofu á Sel-
tjamamesi. Þar grófu þeir einn könn-
unarskurð, sem er ekki endanleg
rannsókn, heldur aðferð til að sjá
hvað jörðin hefur að
geyma. Þeir em báð-
ir við doktorsnám
erlendis, Adolf á eft-
ir tvö ár í París, en
Oiri lýkur sínu námi
í Lundúnum á næstu
mánuðum.
Guðrún Vilmund-
ardóttir ræddi við
Adolf um samstarf
þeirra Orra, forn-
leifaskráningu og
nýjar aðferðir í
fræðunum.
Áttuð þið góða
daga á Seltjarnar-
nesinu?
„Við erum
ánægðir með athug-
unina sem við gerð-
um, svæðið er
spennandi og áhuga-
vert að rannsaka það
frekar. Við fundum
mannabein austan
Nesstofu, komum niður á nokkrar lík-
kistur og leifar af byggingum. Nú
bíður okkar að vinna úr þeim gögnum
sem við söfnuðum, við getum ekki
sagt neitt afgerandi um niðurstöðuna
fyrr en að þeirri vinnu lokinni. Þum-
alputtareglan er að við eram tvisvar
sinnum lengur að vinna úr gögnunum
heldur en að safna þeim. <
Þessi verkefni, sem við erum að
vinna að í sumar, eru áframhald að
því sem við Orri höfum verið að gera
síðustu ár, en við höfum unnið saman
í mörg ár. Við fóram í fyrstu könnun-
arleiðangrana 1989 og ákváðum þá
að einbeita okkur að kortlagningu á
fomleifum á íslandi. Því hafði ekki
verið mikið sinnt, en í nágrannalönd-
unum hafa flestir fomleifastaðir verið
kortlagðir, menn hafa jafnvel farið
margar umferðir til að bæta alla
skráningarvinnu enn frekar. Við höf-
um mikinn áhuga á því að sinna þess-
ari hlið fræðanna vel á næstu árum.
Kortlagning hefur verið stunduð
nokkuð hin síðari ár, en við leggjum
megináherslu á þróun aðferða og er-
um núna að takast á við stór verkefni
við á þessu sviði. í nýrri undirgrein
eins og þessari þarf maður oft að
byrja á því að skoða hvaða aðferðir
henta best. Oft á tíðum er erfitt að
flytja erlendar aðferðir inn hráar, því
þær henta ekki endilega íslenskum
aðstæðum. Svo er alltaf spennandi
fyrir.unga vísindamenn að beita tölv-
um á öllum. vinpslustigum og á það
höfum við lagt ríka áherslu. Núna er-
um við famir að sjá árangur af þeirri
vinnu.“
Fornleifaskráning
tölvuvædd
Eruð þið að gera tölvubyltingu í
íslenskri fornleifafrœði?
„Okkar tölvunotkun er kannski
ekki byltingarkennd, en við leggjum
áherslu á að þróa hagkvæmari aðferð-
ir. Óheyrilegur kostnað-
ur er eitt af því sem
hefur hamlað kor'lagn-
ingu fornminja á Is-
landi. Það hefur tekið
okkur ein fimm ár að
komast niður á þær að-
ferðir sem við notum
núna. Þær eru langtum
ódýrari og mun fljót-
virkari en hefðbundnu
aðferðimar, og skila þar
að auki nákvæmari nið-
urstöðum. Þær hafa
reynst okkur vel hingað
til, en við höldum þró-
unarstarfmu samt áfram
og eftir nokkur ár verð-
um við vafalaust búnir
að finna enn snjallari
lausnir. Við byrjum á
að safna öllum rituðum
heimildum mjög skipu-
lega og flokka þær. Við
vettvangsvinnuna not-
um við meðal annars
svokölluð GPS-staðsetningartæki, en
þau eru nýjung við fornleifarann-
sóknir hér og hafa hentað afskaplega
vel. Til þessa hafa
menn gjarnan stuðst
við langar og hálf-
rómantískar landslags-
lýsingar til að skrá
staðsetningu minja,
með GPS er hnattstaða
tóftanna skráð á staf-
rænu formi og flutt í
gagnasafn án þess að
mannshöndin komi þar
nærri. Við gerðum
fyrst tilraunir með að
nota þetta tæki fyrir
þremur áram síðan, og
í fyrra varð það okkar
helsta vopn við kort-
lagninguna."
Þú talar um forn-
leifaskráningu og
kortlagningu. Viltu
útskýra nánar hvað
það er?
„Fornleifaskráning
snýst ekki um forn-
gripi, heldur eingöngu minjastaði. Á
Islandi er lega minja ekki þekkt nema
í nokkrum tilfellum. Fomleifaskrán-
ing er fólgin í því að afla heimilda um
fornleifar, fara á vettvang og leita
fornleifastaðanna og færa þá inn á
kort, ásamt upplýsingum um stærð og
gerð. Þá er gjaman lagt mat á menn-
ingarsögulegt gildi þeirra, jafnvel
ástand og hvort minjar séu í hættu,
vegna byggingaframkvæmda eða af
náttúrunnar völdum. Fomleifaskrán-
ing deilist í nokkur svið. Fyrst er yfir-
litsskráning, sem tekur yfir stórt
svæði. Öllum fáanlegum heimildum
er safnað saman, til að reyna að fá
heildarmynd af svæðinu. í okkar að-
ferðafræði heitir þetta svæðisskrán-
ing. Svo kemur að aðalskráningu,
sem tekur yfir mun smærra svæði,
segjum einn hrepp. Þá er unnin vett-
. vangsvinna, gengið á hverja tóft,
staðarhættir skrásettir og teknar
myndir. Deiliskráning er svo skráning
á stökum skika, þar sem til stendur að
reisa hús eða leggja veg, til þess að
ákveða hvort nota má blettinn undir
fyrirhugaðar ífamkvæmdir.“
Ekki bara dægradvöl
fornleifafræðingsins
Hvernig nýtist kortlagning forn-
minja?
„Hún nýtist til dæmis skipulagsyf-
irvöldum, við stefnumörkun sveita-
stjórna um þróun byggðar og land-
notkunar. Við höfum átt mjög gott
samstarf við skipulagsyfirvöld, og sú
verður vonandi raunin áfram. Óskir
viðeigandi yfirvalds hafa oft haft
áhrif á hvemig við höfum þróað okk-
ar vinnu. Við söfnum öllum upplýs-
ingum á stafrænu formi, og ætti það
að auðvelda mjög kortagerð þeirra
sem þurfa á okkar gögnum að halda.
Eins og er era ekki allir minjastaðir
inni á kortum, aðeins friðlýstar minj-
ar. Upplýsingamar ætti ennfremur að
vera hægt að nota til að finna nýja án-
ingarstaði fyrir ferða-
menn, og fróðleiks-
„Saga jiofrann- fvjst fóik gæti haft
SÓkna á íslandi ein- ánægju af að heim-
sækja minjastaði, til
kennist af því að
engar sérstakar
vísbendingar um
heiðnar helgiat-
hafnir hafa fundist,
þó svo að víða hafi
verið bent á hugs-
anlegar hofminjar.
Fornleifafræðin er
þess eðlis að ekki
er auðvelt að gefa
skýr svör um and-
lega menningu lið-
inna tíma."
að læra meira um
sögu lands og þjóðar.
Við viljum gjarnan
að árangur kortlagn-
ingarinnar nýtist sem
flestum: að þetta sé
ekki bara dægradvöl
eða sérviska forn-
leifafræðingsins."
Hvað hafið þið
fengist, lengi við
þessi verkefni?
„í fyrra byrjaði
kortlagningarvinnati
íyrst fyrir alvöra. Við
gengum til samstarfs
við Minjasafnið á
Akureyri og sveitar-
stjórnir í Eyjafirði,
um kortlagningu
minja í öllum Eyjafirði. Þetta kom
þannig til, að ég fékk heiðurslaun
Brunabótafélags íslands til að þróa
stafrænar aðferðir í fornleifarann-
sóknum. Þá varð að finna hentugan
vettvang til að þróa þessar aðferðir.
Guðný Gerður Gunnarsdóttir, for-
stöðumaður Minjasafnsins á Akur-
eyri, hafði samband við okkur og
hafði mikinn áhuga á að hefja fom-
leifaskráningu í Eyjafirði. Það var
upphafið á mjög farsælu samstarfi,
sem stendur enn. Við lukum fyrsta