Alþýðublaðið - 21.07.1995, Side 3

Alþýðublaðið - 21.07.1995, Side 3
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ1995 ALÞÝÐUBLAOIÐ 3 s k o ð a n i r Móðir mín í kví, kví. ISú var tíð að sólin settist aldrei í breska heimsveldinu. Og floti hennar hátignar réði yfir heimshöfun- um. Og það var misjafn sauður í mörgu fé í svo víðlendu heimsveldi. Pallborðið | Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Fyrsta hugmynd Breta var auðvitað sú að innfæddir ættu að semja sig að háttum „siðmenntaðra“ Breta: Sækja messu í ensku biskupakirkjunni, láta af kynlífi nema fólk hefði bréf uppá það og halda hvfldardaginn heilagan (bjórlausan). En þeir komust nú fljótlega að því að heimurinn lætur ekki að sér hæða og að sigurvegarinn kemst ekki lengi upp með múður. Hann verður fyrr en síðar að laga sig að hætti innfæddra, til þess að lifa af sem sigurvegari. Ætli það hafi ekki verið út af þess- ari lífsreynslu heimsveldissinna sem það hefur þótt þjóðráð í breskum há- skólum að sem flestir fengju forsmekk af mannfræði - nánar tiltekið villi- mannafræði, eins og það var kallað í þá tíð. Anþrópólógía heitir þetta á út- lensku. Og er vel til þess fallið að opna augu manna fyrir hinni siðferði- legu afstæðiskenningu lífsreynslunn- ar. 2Allavega fékk ég að kenna á þessu forðum daga í Edinborg - og sé ekki eftir því. I minn hlut kom ætt- bálkurinn X í Afríkulandinu Y. Ég las mér til af áfergju allt sem til var um búskapar- og hjúskaparhætti þessa fólks, sem hafði orðið þeirrar náðar aðnjótandi að gerast um hríð þegnar hennar hátignar, Viktoríu drottningar. Og fann í því mannlífi urmul dæmi- sagna sem á þarf að halda til að styðja lærðar kenningar í hagfræði - sem all- ar gefa sér að lokum einhverjar for- sendur um mannlega hegðun. Að vísu hvarflaði stundum að mér að ég hefði leitað langt yfir skammt. Þessu mannlífi svipaði nefnilega um margt til þess sem tíðkast hafði meðal formæðra minna og feðra við Djúp. Þetta voru eins konar útvegsbændur - það er að segja karlpeningurinn stund- aði veiðar en kvenfólkið hafði grasnyt, stundaði akuryrkju fyrir nú utan að annast matseld, uppeldi æskunnar og umönnun hinna öldruðu. í góðæri búnaðist þeim þokkalega. En á þurrkatímum (aflaleysisárum) vildi margt fara úr skorðum. Þá reyndi heldur betur á innviði samfélagsins, því að hungurvofan beið þá skammt undan og horfellir á næsta leyti. f veiðimannasamfélaginu var það sonurinn sem bar nafn ættarinnar (framhaldslífið); hann erfði eignir og mannaforráð (valdið). Hann bar ábyrgð á umönnun hinna öldruðu (al- mannatryggingar). Dóttirin var hins vegar gefm úr föðurgarði við heiman- mundi. Hún fjölgaði veiði- og stríðs- mönnum annars ættbálks. Hún annað- ist velferð hinna aldurhnignu í annarra manna húsum. Dóttirin var því dýr í rekstri. Þegar harðnaði á dalnum bitnaði það á henni. Ef stúlkuböm fæddust of mörg í fjölskyldu voru þau borin út (fóstur- eyðingar nútildágs). Þegar jafnvægi náttúrunnar milli kynjanna raskaðist, þannig að unga sveina skorti gjaforð, kallaði það á stríð (brúðarrán). Og stríðin urðu æ tíðari eftir því sem harðindatímabilum fjölgaði. 3Breskur heimspekingur komst að þeirri niðurstöðu eftir ævilanga umhugsun að lífið væri „nasty, bmtish and short“. Nýlenduyfirvöld Breta gerðu ekki ágreining um það. Þau gerðu sér heldur ekki neinar grillur út af því, hvemig var umhorfs á munað- arleysingjahælum og þrælkunarbúð- um (Poorhouses) móðurlandsins á tíð Dickens og fram á þessa öld. Hallæri og hungursneyð, barna- dauði og útburður bama hefur verið íylgifiskur meirihluta mannkyns fram „Og svo stelast nokkrir Bretar með falda kvik- myndavél inn á örtröð munaðarleysingjahæia í Kína og varpa þannig brotabroti veruleikans inn á gafl stássstofu vesturlandabúans. Og hneykslunin á ekki orð: Allt í einu er það fullkomlega siðlaust að halda kvenréttindaráðstefnu í Kína (eins og kirkjuþing í Helvíti)." á þennan dag - og er enn. Fóstureyð- ingar af mannavöldum em hins vegar nýleg tækni; einnig hitt að skjóta böm á færi á götum stórborga eins og er daglegt brauð í gleðiborginni Ríó þar sem samban dunar dag og nótt. Og svo stelast nokkrir Bretar með falda kvikmyndavél inn á örtröð mun- aðarleysingjahæla í Kína og varpa þannig brotabroti veruleikans inn á gafl stássstofu Vesturlandabúans. Og hneykslunin á ekki orð: Allt i einu er það fullkomlega siðlaust að halda kveriréttindaráðstefnu í Kína (eins og kirkjuþing í Helvíti). Móðir mín í kví, kví, kvíddu ekki því, því, ég skal Ijá þér duluna mína, duluna mína að dansa í... Meðal annarra orða, var það ekki á kirkjuþingi sem Rannsóknarétturinn ákvað að fjölkunnugar konur skyldu dæmast út á bálköstinn? ■ Höfundur er formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands - og áhugamaður um sögu Kína... Auk hinna heilbrigðu hafa sjúkir og þjáðir hópum saman sótt samkomur hjá kraftaverkapredikaranum Benny Hinn í Laugardalshöll- inni í von um lækningu. Á samkomunni á miðvikudags- kvöld kom á svið meðal ann- arra ungur enskumælandi maður og lýsti því hvernig kvalir sem hann hefði haft í bakinu hefðu horfið meðan á samkomunni stóð. Benny spurði manninn hvers vegna hann hefði verið svo þjáður í baki. Hinn læknaði kvaðst hafa verið í tygjum við stúlku en móðir hennar verið ósátt við sambandið. Fór svo að sú gamla ákvað að hrekja þenn- an óæskilega vonbiðil dóttur- innar í burtu í eitt skipti fyrir öll og skaut hann í bakið. Maðurinn var hins vegar svo heppinn að lifa af skotárásina en greri þó ekki alveg sára sinna fyrr en þarna á sam- komunni... Allar líkur eru nú taldar á því að ekkert framboð til varaformanns Alþýðubanda- lagsins komi fram áður en til- skilinn frestur rennur út, sem er 27. júlí. Systkinin Bryndís og Valþór Hlöðversbðrn hafa hafnað þvi að bjóða sig fram. Nöfn Jóhanns Ársæls- sonar og Hildar Jónsdóttur hafa verið nefnd í þessu sam- bandi en framboð þeirra er ekki á döfinni. Að vísu er heimilt að auglýsa á nýjan leik eftir framboði hafi enginn boðið sig fram, en litlar líkur eru taldar á að gripið verði til þess ráðs. Þeir Svavar Gestsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur Jóhann Sigfússon hafi bar- ist fyrir því leynt og Ijóst að enginn bjóði sig fram til vara- formanns og hann verði því kosinn á landsfundinum sjálf- um í haust. Þeir geti þar með ráðið varaformannskjörinu á fundinum sjálfum. Sá mis- skilningur er víða uppi að sá sem tapar í formannskjöri geti þá sjálfkrafa orðið varafor- maður. Um er að ræða sjálf- stæðar kosningar, annars veg- ar til formanns og hins vegar til varaformanns... r Ogrynnin öll af myndlist standa þannig þenkjandi menningarvitum til boða yfir þessa helgi. Á sunnudaginn iýkur sýningum á verkum Peter Schmidt, Diddu Hjartardóttur Leamann og Þorbjargar Þorvaldsdóttur í Nýlistasafninu. Sýndar eru vatnslitamyndir eftir Peter Scmidt, sem hann málaði á is- landi í lok 8. áratugarins. Didda sýnir olíumálverk og teikningar sem hún hefur unn- ið á undanförnu ári. Þorbjörg sýnir Ijósmyndir og mynd- band. Á laugardaginn klukkan 16.00 opnar í Gallerí Greip sýning á verkum Snædísar Ulriksdóttur húsgagnahönn- uðar. Á sýningunni verða hús- gögn sem Snædís hefur unn- ið á síðustu mánuðum. Snæ- dís lauk mastersnámi frá Roy- al College of Art í London 1993 og hefur verið með vinnustofu þar í borg síðan. Þetta er hennar fyrsta einka- sýning. Bandaríski mynd- höggvarinn Jane Darov- skikh hefur dvalið í gesta- vinnustofunni í Grófargiliá Akureyri undanfarna þrjá mánuði. Jane opnar sýningu á verkum sínum í Deiglunni föstudaginn 21. júlí. Verkin sem hún sýnir eru öll unnin á þeim tíma sem hún hefur dvalið á Akureyri. Jón Laxdal myndlistamaður og Ijóðskáld opnar sýningu í Glugganum, sýningarrými Listasumars í glugga Vöruhúss KEA... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson. „Jæja, Tómas minn, loksins fáum við Gylfi að hitta þig. Það var aldeilis tími tilkominn úrþví að það ert þú sem munt feðra barnabörnin og giftast litla augasteininum okkar — fáðu þér smá te með hundakexinu... Hún Ingunn okkar minntist á það í gær við matarborðið, að þú ynnir í öryggisvörsludeild bíla- partasölu í Hafnarfirði. Hefurðu hugsað þér að klifa metorða- stigann þar, eða ætlarðu kannski að bæta við þig námi á næst- unni? Ég veit nefnilega að það losnar bráðum þægileg staða hjá Tryggingamiðstöðinni; staða sem væri tilvalin fyrír þig uppá framtiðina að gera, skilurðu... “ Andrés Hannesson, sölu maður: Nei. Ég held ekki. Gísii 'Jónsson, rafeinda- virki: Nei. Alls ekki. Nema þá kannski að hann breyti messu- forminu. Gústaf Ingason, verka- maður: Nei. Ég efast um að hann gæti það. Maðurinn er svo leiðinlegur. Ólöf Kristjánsdóttir, bankamaður: Nei. Ólafur stenst ekki samanburð við Benny. Hrafnhildur Borgþórs- dóttir, borgari: Nei. Það er svo lítið líf í þessu venjulegu messum. v i t i m e n n Hún er afskaplega greind, getur verið mjög skemmtileg og kann mjög vel að vinna. Ingibjörg er Iíka mjög sjarmerandi manneskja. Kvennalistakonan Anna Ólafsdóttir Björnsson dáist aö flokkssystur sinni. Helgarpósturinn í gær. Kynjamismunun hjá Tryggingastofnun? Styrkir konur til hárkollukaupa en ekki karla. — Forstjóri Tryggingastofnunar segir karla kynþokkafyllri með skalla. DV skemmti sér konunglega í gær vegna „hárkolluhneykslisins". Mikilvægt að forðast flokkadrætti. Steingrímur Jóhann Sigfússon var friðsemdin uppmáluð í frétt Mogga gærdagsins um formannsslag Allaballa. Ef fólk hefur áhuga á því að vinna saman og sameina þessi svokölluðu félagshyggjuöfl, þá er byrjunin náttúrlega sú að tala saman. Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans, var með allt á hreinu í forsíðufrétt Tímans í gær. Evrópusambandið er í stöðugri þróun og íslensk stjórnvöld þurfa að vera mun athafnasamari gagnvart þeim möguleika að ísland gerist aðili að sambandinu. Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður og framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands, lét vaða á flokkinn sinn enn einu sinni í gær. Kjallaragrein í DV. Ekki vegna þess að mér leiðist að vinna og langi í frí þess vegna. Síðast fór ég í frí í nóvember 1988 og hef liðið ágætlega síðan. Lífsjátningar Póstmannslns Gunnars Smára Egilssonar voru með athyglisverðara móti í gær. HP. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans undrandi á lokuðum sameiningarfundi félagshyggjufólks hjá Ingibjörgu Sólrúnu í Ráðhúsinu. — Að sögn Arna Þórs Sigurðssonar, borgarfulltrúa og eins forystumanns Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík, hafa lokuð fundahöld af þessu tagi mjög skaðleg áhrif á samstarfið innan Reykjavíkurlistans. Árni Þór er einn af mörgum sem þykjast eiga harma að hefna vegna þess að þeim var ekki boðið á „sameiningarfundinn". Tíminn í gær. Hallur Hallsson, formaður Víkings svínaði á knattspyrnudeild félagsins við undirskrift félagaskipta — Skrifaði sjálfur undir félagaskipti sonarins. Einn af skandölum dagsins í HP. Tsjetsjiníju-deilan — Ekki vilja allir frið. Fróðleg fyrirsögn á forsíðu Mogga gamla í gær. Bubbi Morthens var tuttugu og þriggja ára, kallaður neðanjarðarsöngvari, og var að hljóðríta sína fyrstu plötu sem átti að fá nafnið Hve þungt er yfir bænum. Hann sagði í viðtali að einu samtökin sem hann tryði á væru samtök farandverkafólks og rauðsokkuhreyfingin. Úr Helgarpóstsannáli ársins 1980. HP í gær. veröld ísa Numberg-annállinn heitir fyrsta yfir- gripsmikla alfræðiorðabók veraldar og var hún gefin út í þremur bindum árið 1493. Það var þýðverskur læknir, Hartmann Schedel að nairii, sem tók sig til og skrifaði verkið aleinn síns liðs. Schedel þessi var haldinn mikilli bókasöfriunarástríðu og gerði einnig töluvert af þvf að affita sjaldgæf handrit til varðveislu fyrir komandi kynslóðir. Innihald bókasafris læknis- ins var svo yfirgripsmikið, að það stóð undir heimildasöfnun fyrir meg- ininntak annálsins. Það er síðan at- hyglisvert að geta þess, að vegna bág- borinnar „fjölmiðlunar" þessa tíma, þá háttaði þannig til að þrátt fyrir að þessi fyrsta alfræðiorðabók veraldar hafi verið gefin út síðla árs 1493 náð- ist ekki í tæka tíð að bæta inní hana markverðustu tíðindum ársins á und- an: sögulegri siglingu Kristófers Kólumbusar til landfundar Ameríku. Byggt á Isaac Asimov's Book ofFacts.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.