Alþýðublaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ1995 ■ Hinn gagnmerka dúett Exem skipa þeir Þorri Jóhannsson og Einar MelaK Exem gerði sér á vegum Smekkleysu s/m. Platan nefnist Kjöttromman og á plötuumslaginu segir að tónlist Exem b Þeir Exemistar telja sköpunarverk sitt einhverskonar ofnæmisviðbrögð við huglægum innri kláða höfi Hlóa og valkyrjunni Hrist. Stefán Hrafn Hagalínvar í súrrealísku skapi í gær—einu sem oftar—og Þorri Jóhannsson er fæddur og uppalinn í Vesturbænum, stundaði íþróttir og bar út blöð. Góður matreiðslumaður og dansari. Uppgötvaði Dadaismann sem ung- lingur en áttaði sig ekki á úrkynjun og páfadómi súrrealismans. Dvaldi upp úr 1980 í Norður- Afríku og Suður- Afríku og hlustaði á hljómfallið og sönglið í tónlist mára og berba. Einn af stofn- endum Inferno 5 árið 1984 og rekur nú gern- ingaþjónustu og list- miðlun Inferno 5. Hefur unnið við gerningalist á íslandi og í fleiri Evrópu- löndum. Gefið út blöð, Ijóð og textabækur. Bar- ið á trommur og sitt- hvað fleira. Þorri hefur lengi aðhyllst indóevr- ópska heiðni og reynt að bjarga Heiðnum sið á ís- landi frá skriffinnum og eingyðistrúarmönnum síðustu ár. Þeirri leiðin- legu lútersku erennþá mengar huga margra ís- lendinga. Þar hefur reynsla hans í mat- reiðslu og gerningalist komið að góðum notum á blótum félagsins þar sem engin lognmolla hefur ríkt. Hefur þarfyrir utan stundað sjálfsnám í ýmsum fræðum og lífs- listum. Þessi plata — ég var að hlusta á hana í gœr meðan ég var að mála íbúðina mína — hún er svolítið þung... Það er að segja: mérfannst hún tU- tölulega létt í byrjun, en síðan fór hún að þyngjast. Ég þuifii reyndar að setj- ast niður og hlusta afmikiUi ein- beitni. Á endanum varð ég hinsvegar að halda áfram að mála og neyddist því tU að setja Michael Jackson í plötuspilarann... ,Jájá. Þetta er svona stofutónlist. Það er erfítt að hlusta á hana með öðm eyranu. Annars er ég ekki dómbær a þetta.“ Nú? Ég sem cetlaði að spyrja þig hvernig ÞÚ fUaðir plötuna ÞINA... ,Ég hef verið dálítið í því að gefa út alvarlegar ljóðabækur og vinna við að skrifa, þannig að Exem er eiginlega mirtn vettvangur til að bulla í texta- gerðinni. Ég hef áður verið í þessum bransa með öðrum og komst fljótlega að þvf, að ómögulegt var að raula þessi ljóð mín. Ég tók þannig bestu frasana úr ljóðunum og bullaði útfrá þeim. Bullið er nokkuð sem maður leyfir sér síður í ljóðunum.“ Ertu ekki bara mikill bullari að eðl- isfari? , Já. En semsagt á þessum vettvangi. Guðbergur sagði reyndar, að það væri ennþá betra að hafa textana á ensku því þá gæti maður fyrst farið að bulla af þunga.“ Jaa... Ég sé að þið hafið látið al- vöru verða úr því og á textablaðinu er búið að snara textunum yfir á engU- saxneska tungu. , Jújú. Þetta er jaðartónlist og ísland er algjör smámarkaður fyrir svonalag- að. Það eru í mesta lagi nokkur hundr- uð manns sem kaupa og hlusta á þetta. Maður er kannski að vona að sérvitr- ingar útí heimi uppgötvi tónlistina okk- ar og kaupi.“ I œviágripi á plötuumbúðunum stendur að þú hafir borið út blöð í œsku. Hvaða blöð voru þetta? „Ég byijaði að bera út Moggann þegar ég var níu ára og braust sam- viskusamlega í gegnum hríðina klukk- an hálfsjö að morgni áður en ég fór í skólann. Seinna bar ég út Vísi eftir há- degið, en fannst það nú ekki eins fúit. Þá var ég ellefu ára gamall. Svo kleif ég metorðastigann og gerðist sendill hjá SIS. Ég átti vegna þessa alltaf pen- inga sem bam til að fara með útí sjop- pu og bíó. Ég náði hinsvegar aldrei að vinna mig upp í forstjórastólinn SÍS og eftir að ég var rekinn þaðan varð framaferillinn frekar slitróttur. Annars verð ég að viðurkenna, að ég hafði allt- af dálitla ímugust á SÍS. Það var eitt- hvað í blóðinu sem kunni ekki við þetta; Framsóknarflokkurinn skilurðu. Andinn í byggingunni var skrýtinn og mér fannst ég alltaf staddur í gini ljóns- ins; óvinaherbúðunum. Nokkrir skrif- stofumenn höfðu til dæmis gleymst þama frá tímum Jónasar frá Hriflu." Þannig að þú hefur verið var um þig hjá SIS og óöruggur kannski? „Eg var náttúrlega rekinn á endan- um. Að vísu ekki fyrren eftir fjögur eða fimm ár því þá var kominn ákveð- inn leiði og mótþrói í mann og uppá- tækjunum í vinnutímanum fór ört fjölgandi. Maður var orðinn latur, með fætuma uppá borði og skipaði hinum sendlunum að vinna vinnuna fyrir sig. Og því fór sem fór.“ Tók ef til vUl gjörvallt líf þitt þessa stefnu eftir það: að vera bara með lappirnar uppá borði og taka öllu meðstóískri ró? „Ég er vitaskuld alveg húðlatur og þjáist af einhverri tilbreytingaþörf. Mér fmnst samt voða gaman að kíkja á vinnustaði almennings og heyra hljóð- ið í fólkinu. En ég get ekki verið lengi á sama stað. Eftir dálítinn tíma verð ég að fara.“ Ég held áfram að vitna tU plötuum- búðanna: hvað varstu að gera í Norð- ur-Afríku og Suður-Evrópu? ,JEg var bara í skóla, hlusta á tónlist, slappa af, ferðast — og vinna smáveg- is.“ En ekki ofmikið? .JJeinei... Aldrei að vinna meira en maður þarf.“ Ertu þá sammála Hallgrími Helga- syni íþví, að vinnan sé dauði listu- mannsins? „Nei. Það er að segja: ég held að all- ir listamenn verði að kynnast vinnunni til að geta verið síðan færir um að hafha henni. Enda vita flestir að enda- lok vinnunnar blasa við á Vesturlönd- um. Listamenn ættu því ekki að taka vinnuna frá fólki sem getur ekki lifað án þess að mæta eitthvað flesta daga. Þegar ég var að byrja yrkja, þá ortu all- ir raunvemleikaljóð og listamennimir fóm í verkamannavinnu; fisk og þess- háttar. Og ég var alveg á því. En eftir að ég prófaði þetta nokkuð oft myndi ég aldrei nenna í þetta aftur.“ Og svo tekurðu þátt íþví að stofna Inferno 5 árið 1984... , Já. Það var eftir að ég kom heim, að við stofnuðum þennan félagsskap furðufugla." Er það ekki ferlegt „kitsj“ að vera rembast við að vera furðulegur? „Ég tók nú bara til þessara furðu- fuglaorða í háði. Infemo 5 er fjöllista- hópur sem ég stofnaði með Óskari Thorarensen og fleirum í upphafi. Ósk- ar er núna tónlistarstjóri og mér lynti ekki við haim þarsem ég er vita laglaus og kann ekki að hlýða. Þessvegna hætti ég í hópnum og fór að vinna með Einari Melax — við höfðum hvort sem er ákveðið að gera það löngu fyrr.“ Já, einmitt. Þú ert semsagt rekinn allsstaðar... „Neineinei... Ég dró mig í hlé, en rek þó ennþá gemingaþjónustu Infemo 5.“ Er mikil eftirspum fyrir sUka þjón- ustu? „Ég hef því miður lítið geta sinnt gemingaþjónustunni þarsem svo mikið hefur verið að gera í öðm. Þjónustan gefur nú samtsem áður út á næstunni gemingahandritabók með 25 gem- ingauppskri ftum.“ Hefiir fólk ekkert ruglað þessari gemingaþjónustu við hrein-gerninga- þjónustu? „Ég hef nú aldrei hugleitt það. Of augljóst. Hrein- gemingar. Þetta er nokkuð góð hugmynd: hrein-geminga- list... Fara í listasöfnin og skrúbba málverkin? Ræstingalistamenn...“ En þessi indevrópska heiðni sem þú ert sagður ástunda afmiklu kappi? , J>etta er tilkomið vegna þess, að ég uppgötvaði að ég væri heiðinn — fjöl- gyðistrúar — og trúi á krafita náttúr- unnar í kringum okkur og í sjálfúm okkur. Mér er illa við að kalla þetta ásatrú því það em bara æsimir — og aukþess hefur íslenski ásatrúarfélags- skapurinn einhveija tilhneigingu til að haga sér einsog saumaklúbbur." Já. Þúforðast semsagtfélög sem Imfa vafasamt orð á sér... „Ég starfaði með ásatrúarmönnum í mörg ár, en hef nú dregið mig í hlé.“ Enn eittdœmið um hversu illa þú rekst í hópi... „A að negla mig núna í eitt skipti fyrir öll? Við getum sagt, að ég vil ekki vera í félögum nema ég fái að ráða öllu sjálfur. Ég held að það sé bara málið.“ Þú ertsvona dœmigerð leiðtoga- manngcrð? , Já. Fæddur leiðtogi, en fólkið í kringum mig hefur ekki uppgötvað það ennþá.“ Og svo ertu andsnúinn lúthersk- unnL Afhverju? Vegnaþess að hún er svo plebbaleg? „Þrælslund mótmælenda og allt tuð- ið í þeim mengar ofboðslega mikið hið íslenska þjóðfélag — og f raun öll Norðurlöndin og þennan hluta Evrópu. Ég lít á Iútherstrúarmenn sem sértrúar- söfhuð þótt þeir séu að vísu mjög áhrifamiklir. Miðað við restina af heiminum er þetta ekki stór hópur. Kreddumar og meinlokumar — þessi forræðishyggja — hafa að sjálfsögðu eyðilagt öll íslensk stjómmál. Annars er þetta eina ádeilan sem hægt er að finna á plötunni." Er það ekki bara lygi á plötuum- búðunum, að þú Iwfir stundað íþróttir? „Ég hljóp. Tefldi smá.“ Geturðu ekki heldur dansað? , Jújú. Ég er vel liðtækur dansari og gerði mikið af því að dansa á diskótek- unum á Spáni.“ Kanntu ekki sitthvað fleira? „Ég er góður í kássunum." Að elda kássur? , Já. En því miður er mesti aðdáandi matreiðslulistar minnar, Dagur Sigurð- arson, látinn." Hver er þessi Jafet Melge sem skrifar formála plötunnar? , Jafet Melge hefur fylgt Infemo 5 mjög lengi og skrifað afar mikið um hópinn. Þetta er ungversk-hollenskur listfræðingur: algjör heimsborgari sem hefur skrifað í mörg helstu stórblöð Evrópu og Pressuna og jafnframt notið þess heiðurs að Súsanna Svavarsdóttir hafnaði grein eftir hann í menningar- blaði Moggans. Samt var Súsanna búin að taka við þessari grein til birtingar. Einkar móðgandi fyrir Jafet. Hann er annars alltaf á ferð á flugi: Súðavfk- Mexíkó-Trékyllisvík. Infemo 5 hefur nokkmm sinnum skipulagt og auglýst fyrirlestra Jafets, en hann mætir aldrei. Jafet er eitthvað voðalega slappur í tímasetningunum.“ Jafet er eitthvað að röfla hér ífor- málanum um „gervigleði heimsku- hamingjunnar '... „Þetta er ekkert frá mér, maður. Ég skrifa ekki undir svonalagað." Hlustarðu mikið á útvarp? „Gömlu Gufuna auðvitað: þætti, tónlist og vitaskuld þjóðlegan ffól- leik.“ Ertu mikið fyrir þjóðlegan fróð- leik? , Já. An gríns. Núorðið. Þetta kemur með aldrinum." Þetta em nokkuð „skœslegar“ um- búðir utanum plötuna. , Já, finnst þér það ekki. Kjartan Pierre Emilsson kaosfræðingur gerði þær og hannaði. Hann er allur í svona núna. Ég var eiginlega hræddastur um að fólki myndi þykja umbúðimar betri en innihaldið. Var næstum farinn að sjá eftir öllusaman. Þetta em einhveijar hugmyndir frá mér sem hann útfærði mun betur en ég átti von á.“ Hvað gerirðu svona dags daglega — ertu að starfa eitthvað með list- inni? „Ég skrifa. Ljóð, smásögur, greinar og gemingahandrit." Ncerðu þá að lifa af listinni ein- göngu? „Neineinei... Ég lifi auðvitað á at- vinnuleysisbótum." Vill enginn fá þig í vinnu eða finn- urðu ekkert við hœfi? — Sœkirðu kannslá um þessar forstjóra- ogfram- kvœmdastjórastöður sem losna ann- aðslagið, í samrcemi við illa dulda leiðtogahœfileika þína? „Ég er svo hógvær og raunsær, að ég sæki bara um kokkastörf og þess- háttar. Ég fæ aldrei neitt og skil ekkert í því. Heyrðu jú, svo sæki ég um blaðamannastörf?1 ‘ Sóttirðu um hjá Degi þegar þeir auglýstu um daginn? „Nei, ég gleymdi því. Ég vil nú reyndar minnast á að ég er líka ritstjóri því ég ritstýrði einu tímariti. Þarafleið- andi sæki ég dáh'tið um þær ritstjóra- stöður sem losna. Framar öllu er ég sennilega atvinnulaus ritstjóri." Ertu bara að bíða eftir að Matthías og Styrmir hcetti? „Nei, mér finnst Mogginn ekki al- veg nógu skemmtilegt blað. Helst vildi ég ritstýra Morgunpóstinum." Hvað myndirðu gera þar— Jylgja ótrautt ífótspor Gunnars Smára? „Nei. Ég myndi hafa blaðið al- mennilegt og taka alvöm málefhi fyrir í stað þess að vera stöðugt á höttunum eftir smáköllunum. Síðan myndi ég vil auka umfjöllun um næturlífsdrottning- ar og skemmtanamenningu, poppa þetta almennilega úpp. Gaman þætti mér einnig að ritstýra DV og fjölga þá strax löggu- og slysafréttum ásamt hin- um ómissandi fréttaskotum. Og svo væri ég náttúrlega til í að vera ffétta- stjóri Stöðvar 2. Ég er afskaplega hrif- inn af fréttunum þar, en myndi samt leggja þyngri áherslu á mannlegu ffétt- imar. Jón Ársæll Þórðarson fengi næst- um þvf allan fiéttatímann. Ég myndi afturámóti reka Elínu Hirst. Hún er alltof hörkuleg. Maður verður bara hræddur. Mannlegu nótumar.er það sem gildir. Valgerður Matthíasdóttir er sterkur kandídat í stöðu Elínar að vísu. Hún er svona manneskjuleg. Ég þoli nefnilega ekki fasisma í nafni mannúð- ar. I nafni mannúðar á að stoppa allt af. Forræðishyggjan er í fyrirrúmi hjá þessu liði: vantrúin á manninn. Ég vil breyta því.“ ■ Einar Melax hóf tónlist- arferil sinn 1978 í hljóm- sveitum eins og „Reið kona í austurbæn- um.eða?" ásamt Sjón og Kristni Árnasyni og Fan Houtens kókó á gós- enpönktímabilinu 1980-1983. Var meðlim- ur í súrrealistaklúbbnum Medúsu á þessum sömu árum. Þorri var söngvari í dótturhljómsveit F.H.K. er kallaðist „Síðasta stunan" á þeim árum heimsósóma og svart- sýni. Var í hljómsveitinni Rokkarokkadrömm ásamt Sjón, Þór E. og Björk sem ásamt Oxmá stóð fyrir uppsveiflu rokkabillýs á íslandi. Hljómborðsleikari í Kukli 1983-1986 og við stofn- un Sykurmolanna 1986. Fór í leiðangur til Mið- austurlanda 1987 til að rannsaka Miðjarðarhafs og austurlenska tónlist og afrekaði þar meðal annars að leika í Rambó III ásamt Sly Stallone og spila með palestínskri barhljómsveit. Hélt heim og eftir stutta viðdvöl í Sykurmolunum gekk hann í ballhljómsveitina Melodíu. Með henni ferðaðist hann víða um landið og kynnti sér vel menningu á jaðarsvæð- um íslands. Hefur starf- að sem tónskólastjóri síðustu ár og kom stundum fram sem gestaleikari með hljóm- sveit Þorra „Inferno 5". Stundar nú tónsmíða- nám við T.R. Ég cetla í byrjun að láta þig fá sömu staðhœfuigu og Þorra: Þessi plata — ég var að hlusta á hana í gœr meðan ég var að mála íbúðina mína — hún er svolítið þung... , Jaá... Ég prófaði nú að láta spila hana á kaffihúsi um daginn. Tónlistin var lágt stillt og svona í bakgrunninum og það kom enginn og kvartaði. Þetta rann ljúflega gegnum hlustir fólksins."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.