Alþýðublaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 1
Föstudagur 4. ágúst 1995 Stofnad 1919 117. tölublaA - 76. árgangur ■ Formleg kosningabarátta frambjóðenda til formanns Alþýðubandalagsins að hefjast ■ Framlag Fjölva og Hörpuútgáfunnar til jólabókaflóðsins Skrímsl, Ijóð og ævi Frá Fjölva er von á um það bil 20 bókum fyrir jólin, en hingað til hafa yfirleitt verið gefnar út 30 til 40 bæk- ur. Ástæðan fyrir samdrættinum er helst sú að fyrir hggur stór og mem- aðarfull útgáJFa; Skrímsl á íslandi eft- ir Þorvald Friðriksson fféttamann á Ríkisútvarpinu. Þetta er heildarsafn yfir allar skrímslabirtingar á íslandi, 800 síðna bók með vitnisburðum og myndskreytingum. Fjölvi ætlar líka að ráðast í útgáfu á stórum ævisögum merkra manna; von er á ævisögum Arafat, Michael Jackson, Einstein og sjálfsævisögu Nelson Mandela. Ágústína Jónsdóttir sendir frá sér nýja ljóðabók, Sigurður A. Magn- sogur ússon hefur sett saman bókina ír- landsdagar, sem er stór litprentuð bók með mörgum ljósmyndum og doktor Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður hefur þýtt bókina / kjölfar Ódysseifs. Þá verða gefnar út margar myndskreyttar barnabækur og stór föndurbók, svo að eitthvað sé nefnt. Hörpuútgáfan ætíar að gefa út ein- ar tíu bækur, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Þeirra á meðal verður Ævisaga og endurminningar Ragn- ars ( Skaftafelli, sem Helga Einars- dóttir hefur skráð og Skáldkonur fyrri alda eftir Guðrúnu P. Helga- dóttur í nýrri útgáfu. Mikil harka á báða - Stuðningsmenn Steingríms J. Sigfússonar sagðir undirbúa harðar árásir á Margréti Frímannsdóttur sem mætt verður af fullri hörku. Það þyrfti svona 25 til 30 fundi til að , J>ví er ekki að neita að ég hef orð- ið vör við að reynt sé að dreifa óhróðri um mig í þessari kosninga- baráttu þótt ég viti ekki til að það hafi verið gert á opinberum vettvangi. Þetta vill stundum fylgja svona bar- áttu og því miður er aldrei hægt að koma í veg fýrir að einhveijir fari á stað með óvönduð vinnubrögð,“ sagði Margrét Frímannsdóttir alþingismað- ur í samtali við Alþýðublaðið. Skriður er að komast á kosningas- lag Margrétar og Steingríms J. Sig- fússonar fyrir formannskjörið í Al- þýðubandalaginu. Samkvæmt upplýs- ingum Alþýðublaðsins hafa ákveðnir stuðningsmenn Steingríms undirbúið harðar árásir á Margréti, meðal annars í formi blaðagreina. Einn stuðnings- manna Margrétar sagði í samtali við blaðið að öllum slíkum árásum yrði mætt af fullri hörku. Ef menn biðu upp í dans á þessum nótum yrði séð til þess að sá dans yrði stiginn til enda. „Ég get ekki sagt að ég hafi orðið var við að mikill óhróður sé í gangi. Ég les að vísu Alþýðublaðið með mikilli athygli og þessa smáfrétta- pistla ykkar og leiðara. Það er nokkuð ljóst að sá fjölmiðill sem sýnir þessu máli mesta athygli og eyðir mestu plássi undir þetta er Alþýðublaðið, að öðrum ólöstuðum. Það er hins vegar skaði að það sjá ekki nógu margir blaðið þvf ég er sannfærður um að Alþýðublaðið er nokkuð góður liðs- maður fyrir mig eins og það hefur haldið á málum,“ sagði Steingrfmur J. Sigfússon í samtali við blaðið. Steingrímur sagðist vonast til að kynningarfundir frambjóðenda yrðu fyrst og fremst á vegum flokksins í samstarfi frambjóðendanna við sér- staka kynningamefnd sem hefði verið skipuð. Hann gerði ráð fyrir að slíkir fundir byijuðu í lok þessa mánaðar og stæðu síðan yfir í september. Stein- grímur sagðist ekki hafa ætlað sér að fara sjálfur í neina fundaferð og að hans dómi væri æskilegast að opinber fundahöld væru á vegum flokksins. ná til allra byggðarlaga landsins. Þrátt fyrir þessi orð Steingríms hefur frést af ferðum hans um Austfirði og Vest- urland til að skrafa við flokksmenn. Einar Karl Haraldsson fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins sagði að kynningarnefnd á vegum flokksins vegna formannskjörsins væri að undirbúa sameiginlega fundi frambjóðendanna vítt og breitt um landið. Fulltrúar frambjóðendanna bóga myndu væntanlega starfa með nefnd- inni sem hélt fýrsta fundinn með þeim Margréti og Steingrími í gær. „Eg hef hugsað mér að fara og heimsækja fólk í kjördæmunum og ætla að byija á Austurlandi eftir helgi. Síðan verða þessir sameiginlegu fundir en þeir þyrftu að vera óhemju margir ef þeir ættu að ná til alls lands- ins. Ég mun reyna að sinna því sjálf sem uppá vantar," sagði Margrét Frí- mannsdóttir. ■ Þröstur Þórhalls- son á sigurbraut Vantar aðeins háífan vinning - í síðustu umferð skák- mótsins í Gausdal til að ná stórmeistaratitli. Þröstur Þórhallsson, alþjóðameist- ari í skák og skákfféttaritari Alþýðu- blaðsins, gerði í gær jafntefli við enska stórmeistarann Emms á skák- mótinu í Gausdal í Noregi. Þröstur er efstur á mótinu með sex og hálfan vinning af átta mögulegum. Honum dugar jafntefli í síðustu umferð, sem tefld er í dag, til að ná lokaáfanga að stórmeistaratítíi. í samtah við blaðið í gær sagði Þröstur að skákin við Emms hefði verið býsna snúin. Þröstur hafði svart og fékk erfiða stöðu í byijun en náði um síðir að tryggja sér jafntefli. Síðdegis í gær var ekki ljóst hver mót- heiji hans yrði í síðustu umferð. Átta stórmeistarar og fimmtán alþjóða- meistarar taka þátt í mótinu en kepp- endur eru alls 60. Margeir Pétursson og Héðinn Steingrímsson eru meðal þátttakenda. Þeir tefldu einmitt í gær, gerðu jafntefh og eru báðir með fimm vinninga. Skylminga landsleikur við Dani Á morgun, laugardag, verður efnt til landsleiks í skylmingum milli íslands og Danmerkur. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður í Perl- unni. Myndin var tekin af íslenskum köppum þarsem þeir voru við æfing- ar á Landakotstúni í gær. Um 100 manns eru í Skylmingafélagi Reykjavíkur og æfa 40 þrisvar í viku. Keppnislið íslendinga hafa tekið þátt í mótum erlendis og í apríl fékk íslenska liðið gull á Eystrasaltsmóti og silfur er keppt var um Norður- landameistaratitil. A-mynd: E.ÓI. ngju! Viö óskum vinningshafanum, sem vann rúmlega "7,S milljónir króna á laugardaginn var, til hamingju. Miðinn var seldur í Keflavík. Er ruðin komin að þér? Sendum verslunarfólki okkar bestu kveöjur á frídegi verslunarmanna! -alla laugardaga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.