Alþýðublaðið - 09.08.1995, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 09.08.1995, Qupperneq 1
Alþýðublaðið ídag Hagsmuna- ástand Jóhönnu Einsog ycnyur 2 Bless í bili Bordeaux! Leiðari 2 Hvað segja bændur nú? Trvggvi Skialdarson 3 ■ Sigríður Dúna gagnrýnir Kvennalistann harkalega í evrópsku kvennafræðitímariti í mafliefti tímaritsins The European Journal of Women ’s Studies birtist grein eftir Sigríði Dúnu Kristmunds- dóttur fyrrum þingkonu Kvennalistans og Ingu Dóru Björnsdóttur. Greinin ber titilinn Hreinleiki og saurgun, eðl- ishyggja og refsingar í íslensku kvennahreyfingunni og fjallar um þá mótsögn að Kvennalistinn hafi refsað „óþægum“ meðlimum, þegar kvenna- baráttan á að vera helguð því að skapa nýtt þjóðfélag þar sem feðraveldið get- ur ekki lengur kúgað konur. „Þegar kom að því að einn af stofri- endum Kvennalistans átti að taka vara- mannssæti á þingi, sem hún var reiðu- búin að gera, mætti hún óvænt mikilli andstöðu innan þingflokksins," segir í grein þeirra stallsystra. „Skömmu áður hafði eiginmaður hennar, kaupsýslu- maður sem hafði ætíð stutt þátttöku hennar í störfum Kvennalistans, verið ásakaður um að eiga aðild að vafasöm- um viðskiptasamningum. Á þessum tíma vom líkur á því að málið yrði op- inbert. Þingflokkur Kvennalistans vís- aði í hag hennar sjálfrar og bað konuna kurteislega að láta annarri konu þing- sætið eftir; sem hún og gerði. Konan er enn meðlimur Kvennalistans en hún kemur ekki lengur ffam fyrir hann op- inberlega eins og hún var vön. Með öðrum orðum; Kvennalistinn hefur út- skúfað henni og þaggað niður í henni; ekki vegna mistaka hennar, heldur vegna flekkaðs mannorðs eiginmanns- ins,“ segir í greininni. „Önnur kona, sem er einn af stofn- endum Kvennalistans og fyrrverandi þingkona listans, skildi við eiginmann sinn og giftist aftur. Fyrri eiginmaður- inn hafði stutt Kvennalistann opinber- lega. Seinni eiginmaðurinn var vel þekktur meðlimur annars stjómmála- Davíð A. Gunnarsson, forstjóri Rík- isspítalanna. ■ Fjármálaráðherra vill að heilbrigðisstéttirnar sjái einar um að forgangsr- aða sjúklingum Ummælin koma mér á óvart - segir Davíð Á. Gunnars- son, forstjóri Ríkisspítalanna. „Ég verð að viðurkcnna að það kom mér á óvart að'heyra fjár- málaráðherra segja í fréttum að honum fyndist að heilbrigðis- stéttirnar ættu einar að for- gangsraða. Þá er ég ekki að tala um þessa forgangsröðun sem alltaf hefur verið gerð milli ein- stakra sjúklinga eftir heilsufari þeirra heldur heyrist mér menn nú vera að óska eftir tillögum heilbrigðisstéttanna um miklu róttækari forgangsröðun,“ segir Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítalanna í dag í baksíðu- viðtali við Alþýðublaðið. Davíð segir að sumar þjóðir hafi sett sér reglur um aldurs- takmark við ýmsar skurðaðgerð- ir og strangar reglur um ákvarð- anir varðandi notkun nýrra lyfja. Hann segist ekki búinn að hugsa það til enda hvort fram- kvæmanlegt sé að setja slíkar reglur í okkar velupplýsta sam- félagi. Davíð segist ekki gera sér grein fyrir hvort fólk sé tilbúið að sætta sig við slíka forgangs- röðun eða hvort stjórnmálamenn muni sætta sig við að heilbrigðis- stéttirnar setji slíkar reglur ein- ar. - Sjá viðtal á baksíðu. flokks, sem var í andstöðu við Kvenna- Iistann. Samband þessarar konu við stjórnmálamanninn gerði hana og hennar stjómmálaskoðanir tortryggi- legar í augum Kvennalistans ... Þrátt fyrir tilraunir hennar til að halda áfram starfi innan Kvennalistans hætti hún að tala opinberlega fyrir hönd listans og fannst æ erfiðara að taka til máls innan banda Kvennalistans. Kúguð og út- skúfuð, sá hún sig fljótlega tilneydda að segja skilið við starfsemi Kvenna- listans." Alþýðuhlaðið leitaði álits Helgu Sig- urjónsdóttur kennara og fyrrverandi Kvennalistakonu og Kristínar Ást- geirsdóttur þingkonu Kvennalistans á nokkrum fullyrðingum greinarinnar. ,JÉg held að Kvennalistinn sé ranglega ásakaður fyrir að gera lítið úr bamlaus- um konum. Það sem mér hefur fundist að Kvennalistanum frá fýrstu tíð er það sem er einfaldlega hægt að kalla skoð- anakúgun," sagði Helga. „Ég hef ekki lesið greinina, en það sem þú berð und- ir mig finnst mér stórar og alvarlegar fullyrðingar ... Ég met Sigríði Dúnu mikils og finnst leitt að hún skuli vera að skrifa svona ... Ég kannast ekki við að henni hafi verið hafnað, hvað sem hún hefur upplifað sjálf,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir._ - Sjá umfjöllun á blaðsíðu 5. Að njóta lífsins... Sumt fólk kann að njóta lífsíns, og það á vissulega við um þetta par sem Einar Óla- son, hinn glöggskyggni Ijósmyndari okkar, festi á filmu um Verslunarmannahelgina. Er falinn ■ ■ ÆT U W M fjarsjoour á heimilinu? A mörgum heimilum má finna ,Jalinn fjársjóð“; útgjaldaliði sem má lœkka. Þetta veitir svigrúm til að lœkka skuldir, byrja reglulegan sparnað og vera á grœnni grein í Búnaðarbankanum. ■; "C7 qnœnni MEÐ SPARIASKRIFT HEIMILISLINAN - Einfaldar fjármálin Konum refsað fyrir syndir eiginmannanna

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.