Alþýðublaðið - 09.08.1995, Side 3

Alþýðublaðið - 09.08.1995, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Ulfur! Ulfur! Þegar rætt er um vandann í land- búnaði segja málsvarar kvótakerfis og forsjárhyggju og fleiri: „Sjáiði hvemig komið er fyrir kartöflubænd- um, þar er víti til að varast.“ Um það bil sextíu bændur stunda kartöflurækt sem aðalbúgrein. Af þessum sextíu eru um fjörutíu í Þykkvabæ. Hvemig er svo farið fyrir kartöflu- bændum? Við flesta bæi í Þykkvabæ er fjós. Djúpárhreppurinn, sem Þykkvibær er í, er allur auðræktanlegur. Samfelld slétta, ákaflega hentug til ræktunar. Þegar líða tók á 8. áratuginn snem flestir bændur sér að kartöflurækt og hættu smám saman með kýr og sauð- fé. Grænmetisverslun landbúnaðarins tók afurðimar til einkasölu og bænd- ur komu ekki nálægt markaðsmálum frekar en aðrir bændur sem búið hafa við forsjárhyggju. Þegar búvörusamningurinn var gerður á milli ríkisvaldsins og for- ystu bænda árið 1980 um mjólkur- og sauðfjárframleiðslu, voru 3-5 bændur í Þykkvabæ enn með mjólk- urframleiðslu. Fleiri áttu eitthvað af sauðfé. Með búvörusamningi er búinn til einstefha. Mjólkur- sauðfjárframleið- endur geta aukið kartöflurækt að vild, en kartöflubændur geta ekki farið aft- ur í mjólkur- og sauðfjárframleiðslu. Skörp skil myndast á milli jarða sem hafa kvóta og ekki. Kvótalausar jarðir missa verðgildi. Markaðurinn ræður. Um 1985 er einokun Grænmetis- verslunarinnar afnumin. Fáum ámm síðar eru afurðalán færð frá Seðla- „Þegar rætt er um vandann í landbúnaði segja málsvarar kvótakerfis og forsjárhyggju og fleiri: „Sjáiði hvernig komið er fyrir kartöflubænd- um, þar er víti til að varast." Um það bil sextíu bændur stunda kart- öflurækt sem aðalbúgrein. Af þessum sextíu eru um fjörutíu í Þykkvabæ ... Það [er] vanþekking á aðstæðum, eða hrein ósvífni að réttlæta kvóta og forsjárhyggju með því að benda á kartöflubændur. Réttir þeirra til sjálfsbjargar var fótum troðinn." bankanum til viðskiptabankanna. Viðskiptabankamir uppgötva fljót- lega að afurðalán til kartöflubænda em áhættusöm og hætta fljótlega að lána nema gegn veði í öðm en afurð- unum. Kartöflubændur verða hvort sem þeim líkar betur eða verr að keppast hver um annan þveran við að koma kartöflum í verð. Lögmál markaðarins taka öll völd. Hugsum okkur að 1980 hefðu landsfeðumir og forysta bænda sam- ið um að almennur búsetustuðningur kæmi í stað kvóta. Fimm til tíu ár notuð til aðlögunar. Hefði mátt út- færa á marga vegu. Bændur aðstoð- aðir við að bregða búi og þeim sem eftir stæðu gert ljóst að landbúnaður er atvinnurekstur sem verður að lúta lögum markaðar um framboð og eft- irspum eins og annar atvinnurekstur. Ekiti skal fullyrt að bændur í Þykkva- bæ væm betur settir í dag. Það munum við aldrei vita. Aftur á móti er það vanþekking á aðstæðum, eða hrein ósvífni að rétt- læta kvóta og forsjárhyggju með þvf að benda á kartöflubændur. Réttir þeirra til sjálfsbjargar var fótum troðinn. ■ Höfundur er bóndi á Suðurlandi og jafnaðarmaður. Pallborðið | Tryggvi Skjaldarson skrifar Þá er glímu- skjálfti Verslun- armannahelgarinn- ar að renna af mönrtum og Ijóst er að nokkrar breytingar urðu á hefðbundnum valdahlutföllum. Færri en venjulega voru í Eyjum og á bindindismótinu að Galta- læk. Björk og félagar trekktu náttúrlega á Klaustur einsog við var að búast. En við útnefnum hinsvegar Hallbjörn Hjartarson ótvíræðan sigurvegara helgarinnar. Hann fékk 1100 manns til að mæta á kántrýhátíð á Skagaströnd og þarvaral- deilis glatt á hjalla. Hinn glaðbeitti og ódrepandi kúreki ætti auð- vitað að útnefnast heiðursborgari á Skagaströnd... Ýn fmsiraf forystu- mönnum Al- þýðuflokksins verða á faraldsfæti um helgina og heimsækja Norðurlands- kjördæmi vestra. Jón Baldvin Hannibals- son, Sighvatur Björg- vinsson og Össur Skarphéðinsson fara á Sauðár- krók, Hofsós og Siglu fjörð, heimsækja vinnustaði og skrafla við heima- menn. Ekki veitir: Alþýðuflokkurinn á engan þing- mann í kjördæm- inu og fékk aðeins 5% atkvæða í al- þingiskosningunum í vor... Þá er Mánudagspósturinn endanlega liðinn undir lok og kemur ekki út framar. Að réttu lagi hefði blaðið átt að koma út í gær en ekkert bólaði á þessu vinsæla menningarriti. Systurblaðið, Helgarpósturinn, tórir ennþá og því getum við fært lands- mönnum öllum til sjávar og sveita þau ánægjulegu tíð- indi að blaðið kemur út á morgun... Ein smáfrétttil viðbótar frá Verslunarmannahelginni. Hinn sívinsæli Bogomil Font var á ferð ásamt félög- um og hélt tvö böll í Hreða- vatnsskála. Á sunnudags- kvöldið var dúndrandi fjör - en gestirnir voru víst jafn- margirog postularnir... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson. Snáka-Kringlan naut griðarlegra vinsælda strax frá opnun. fimm á förnum ve Hvernig landkynning heldur þú að íslenskar útihátíðir séu? María Björg Sigurðardótt- ir, nemi: Þær eru mjög slæm landkynning. Alltof mikil drykkja sem er hneyksli fyrir okkur öll. María Arinbjarnar, nemi: Þær eru ekki góðar fyrir ferða- þjónustuna. Auður Arnardóttir, ritari: Ég held að það sé alltof mikil drykkja á þessum hátíðum, en þessi hugmynd breskra fjöl- miðla urn „samfaranótt" er al- Ingi Bragason, húsamál- ari: Ég held að þær séu ágætis landkynning. Við erum bara svona og þýðir ekkert að beija hausnum við steininn. Kristín Helga Arngríms- dóttir, nemi: Þær eru mjög góð landkynning. vf»ct fáránlf*ct v i t i m e n n Þar með hefur Framsóknarflokkurinn haldið innreið sína á þá sérverkefna- og spillingarbraut sem einkenndi siðustu ríkisstjóm, þar sem bitlingum var úthluta á færibandi til flokksmanna. Vikublaðið sparaði ekki við sig heilaga vandlætingartóninn þegar það felldi siðferðis- lega sleggjudóma í forsíðufrétt síðastliðinn föstudag vegna ráðningar utanríkisráðherra á Þórði Ingva Guðmundssyni til ráðuneytisins. Skýrsla Alþjóða efnahagsframfara- stofnunarinnar (OECD) sýnir það, sem oft hefur verið sagt hér í blaðinu. Hún sýnir, að íslenskur landbúnaður er ekki atvinnuvegur, heldur hluti félagslega kerfisins og er þar í samkeppni við skóla, sjúkrahús, tryggingar, húsnæðis- lán og fleira slíkt. Samkvæmt skýrslunni em þrjár af hverjum fjómm krónum af tekjum landbúnaðarins komnar frá þessu opinbera stuðnings- kerfi. Þetta gekk, þegar sjávarútvegur- inn gat framleitt verðmæti upp í hitina. Þegar geta sjávarútvegsins byrjar að bila, brestur ómagakerfið. Jónas Kristjánsson, DV-ritstjórinn sem ekki er í launuðu fríi, var að vonum hæstánægður í leið- ara gærdagsins með skýrslu OECD um íslensk- an landbúnað. Skýrslan er enda mikið gotterí fyrir andstæðinga núverandi landbúnaðarkerfis - hvað svosem fylgjendur fyrst-bændur-síðan- neytendur-stefnunnar segja. Undir gunnfánum sagnfræði og minjaverndar geysast menn nú fram á ritvöllinn og telja að með því að taka málverk niður af vegg sé verið að tor- tíma umhverfi sem hafi sögulegt varð- veislugildi... Ég get hins vegar sagt það almennt sem mina skoðun að slík frysting augnablika hafi takmarkað pólitískt og sagnfræðilegt gildi... Heilfrysting er ágæt gcymsluaðferð þar sem hún á við, en algild er hún ekki. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri svaraöi giska pent fyrir sig og sína í Mogganum síöastliðinn föstudag. Greinin bar fyrirsögnina Farsinn um Höföa og þar tæpti borgarstjórinn meöal annars á herhvöt Morgunblaðsins; herhvöt sem eftir því sem árin líða verður æ líkari tilviljana- og fálmkenndum uppþotum elliærs gamalmennis. ■ „Blessaðirl Ég hef verið að lesa dálkinn ykkar, Villt- ir á Vefnum, í sumar og litist bara nokkuð vel á. Samt vantar fleiri vefsíður íslenskra fyrirtækja til umfjöllunar. Til dæmis er Apple-umboðið með http://www.apple.is - en þar er líka Bong-síðan http://www. apple.is /Bong/Bong. Nú, og svo mætti nefna OZ sem er með skemmtilega síðu http://www.oz.is, og svo mætti lengi telja. (slenskt? Já takk! — EFTIRSKRIFT: Barbie-vefstðan innihélt bara skugga- myndir af dúkkunum að „leik". Þið sýnduð hinsvegar venjulega mynd í dálkinum. Hmmm... zowie@itn.is" ■ Svo hljóðaði fyrsta lesendatölvupósts- bréfið („Itpb" héðanífrá) sem Villtum á Vefnum barst til nýja netfangsins, staffan@centrum.is. Þrátt fyrir að ekki verði birt Itpb í þessum auðvirðilega net- hausadálki nema eitthvað óvenjulega snilldarlegt sé þar á ferðinni eru fön ein- dregið hvött til að láta óspart í sér heyra. Grófar athugasemdir við umfjöllunarefni Villtra á Vefnum og efnistök Alþýðublaðsins eru sérstaklega boðnar velkomnar og svívirðilegustu og allra- mest móðgandi kommentin VERÐA sannarlega birt, svo þau megi standa Villtum og skríbentunum til ævarandi háðungar. Hinsvegar skulu nethausar aðvaraðir: Villtir á Vefnum hafa einstak- lega háan „móðgunarþröskuld" eftir áralöng störf á málgagni menningarvit- anna og Jafnaðarmannaflokks (slands. Ykkur mun því án nokkurs vafa mistak- ast ætlunarverkið. Og ef þetta var ekki rnönun þá skulum við Hundar heita (semsagt Hundar á Vefnum )... iakejmml veröld ísaks Aldur er óyfirstíganleg hindrun á ófáum stöðum á þessari annarlegu plánetu sem við vitibomir höfum af alræmdum frumleika kosið að kalla Jörðina. Stærðfræðisnillingurinn William Thomson - sem seinna varð Kelvin barón - hlaut til að mynda inngöngu í Edinborgarháskóla aðeins ellefu ára að aldri. Fyrsta ritverk hans um undraheim stærðfræðinnar kom síðan út meðan Thomson var ennþá á táningsaldri, en háaldraður og virðulegur prófessor var engu að síður valinn til að þylja magnaðar uppgötvanir stráks upp fyrir The Royal Society í Edinborg. Það þótti neftiilega ekki tilhlýðilega virðulegt fyrir hið háæmverðuga félag, að einhver ræfils skólastrákur læsi verkið bara vegna þess að hann samdi það. Onei... Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.