Alþýðublaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ó r n m á I ■ Athygliverð grein Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur og Ingu Dóru Bjömsdóttur í evrópsku kvennafræðitímariti fjallar um eðlishyggju Kvennalistans og þau áhrif sem hún hefur haft á innri störf Kvennalistans. Guðrún Vilmundardóttir kynnti sér málið í gærdag og ræddi við Kristínu Ástgeirsdóttur og Helgu Sigurjónsdóttur Refsingar innan Kvennalistans Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Þrátt fyrir að eðlishyggjan hafi að mörgu leyti reynst sterk aðferð hefur hún leitt til þess að konum, sem hafa ekki uppfyllt öll skilyrði Kvennalistans, hef- ur verið refsað. Helga Sigurjónsdóttir: Kvennalistinn er rang- lega ásakaður fyrir að gera lítið úr barnlausum konum. Það sem mér hefur fundist að Kvenna- listanum frá fyrstu tíð er það sem er einfaldlega hægt að kalla skoðanakúgun. Kristín Ástgeirsdóttir: Ég kannast ekki við þá iýsingu á Kvennalistanum, að konur hafi verið hraktar í burtu. Ég kannast ekki við að Sigríði Dúnu hafi verið hafnað, hvað sem hún hefur upplifað sjálf. A-myndir: E.Ói. Leigjenda- skipti Leiguhorn þetta er hér endurbirt vegna tveggja meinlegra villna sem á óskiljanlegan hátt slœddust inn við setningu þess síðastliðinn fimmtu- dag. Hlutaðeigandi eru beðnir vel- virðingar: Leigan _______________i Jón Kjartansson frá Pálrciholti, formaður Leigjendasam- takanna, skrifar í grein í tímaritinu The European Joumal of Women 's Studies gera þær Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Inga Dóra Björnsdóttir að umtals- efni sínu eðlishyggju Kvennalistans og þau áhrif sem sú hyggja hefur haft á innri störf og áherslur Kvennalist- ans. I greininni segir að Kvennalistinn hafi lagt áherslu á að konur séu í eðh sínu ólíkar karlmönnum og að þær hafi eitthvað allt annað og betra en þeir að bjóða samfélaginu. Rauðsokk- umar vildu meina að til að ná jafn- rétti, völdum og virðingu í karlasam- félaginu yrðu konur að haga sér eins og karlmenn. En samkvæmt eðlis- hyggju Kvennalistans er leiðin til kvenfrelsis að leggja áherslu á kven- legt og móðurlegt eðli, sem er inn- byggt í svokallaða kvennamenningu. Inni í hugmyndinni um eðlislægan mun karla og kvenna var að konur áttu að vera sterkari siðferðislega og réttlátari, og var það ein ástæða til að nærvera þeirra-í stjómsýslunni var tal- in nauðsynleg. í greininni segir ennfremur að þó að eðlishyggjan hafi að mörgu leyti reynst sterk aðferð, hafi hún þó sínar neikvæðu hliðar. Hún hefur leitt til þess að konum, sem hafa ekki upp- fyllt öll skilyrði Kvennalistans, heftir verið refsað, það hefúr verið þaggað niður í þeim og þær jafnvel látnar yfirgefa Kvennalistann. Upphaflega var kvennamenning álitin spretta upp af öllum sérstökum upplifunum kvenna ffá blautu bams- beini til gamals aldurs. En með tíman- um var aðaláhersla lögð á reynslu kvenna af barnsburði og á liefð- bundnu móður og húsmóðurhlutverk- in og þessi atriði urðu samnefnari fyr- ir kvennamenninguna. Hið sanna eðli konu kemur ekki fram fyrr en hún eignast bam. Ástæðan fyrir því að Kvennalistinn hefur refsað konum innan sinna vé- banda er meðal annars sú mótsögn sem felst í eðlishyggjunni. Eðli kon- unnar, ákvarðað af bamsburði, er háð hjálp karlmanns og það verður meira að segja að vera réttur maður, skoðan- ir hans og siðferðileg hegðun verður að vera Kvennalistanum þóknanleg. Neikvæð viðbrögð gagnvart konum sem hafa tekið saman við „óvininn“ em tengd þeirri hugmynd að konur séu siðferðilega sterkari og heiðarlegri en karlmenn, en það var ein aðal- ástæðan fyrir því að kvennahreyfingin ákvað að taka þátt í stjómmálum. í niðurlagi greinarinnar segir að þegar eðlishyggjan stýri málflutningi feminista, eins og hjá Kvennalistan- um, séu konur með ólfkar skoðanir og ólíkan bakgrunn kúgaðar en kven- frelsishreyfingin var einmitt sett á laggirnar til að frelsa konur undan kúgun. Alþýðublaðið leitaði álits Helgu Sigurjónsdóttur kennara og fyrrver- andi Kvennalistakonu og Kristínar Ástgeirsdóttur þingkonu Kvennalist- ans á fullyrðingum um að Kvennalist- inn refsi konum sem falli ekki að ákveðinni ímynd, að konum hafi verið refsað fyrir „syndir" eiginmannanna og að móðurhhitverkið sé sett á slíkan stall að bamlausum konum finnist þær úti á kanti. Helga Sigurjónsdóttir, kennari „Við Helga Kress vomm upphafs- konur þess að tala um kvennamenn- ingu. Tilgangurinn var sá að hverfa frá þeirri neikvæðni sem hafði ein- kennt kvennabaráttuna, allt sem tengdist konum og þeirra störfum var neikvætt og minna virði en það sem við köllum karlamenningu. Það er staðreynd að konur em mæður og það skiptir gífurlega miklu máh fyrir líf kvenna. Ég held að það væri ekki mikil þörf á kvennabaráttu ef konur þyrftu ekki að taka ábyrgð á bömum og heimili. Það hefur ákaflega lítið þokast í rétta átt í því sambandi. Það á ekki að líta á konur eingöngu sem mæður en það má ekki horfa ffam hjá því að konur em mæður og það verð- ur að skipa málum þannig að konur tapi ekki á nokkum hátt þó að þær séu mæður. Ég get ekki um það sagt hvort bam- lausum konum finnist þær úti á kanti í Kvennalistanum en ég kannast við það úr Rauðsokkuhreyfingunni, sem þó var talin karlmannleg, að bamlaus- um konum fannst þær útundan. Þann- ig að ég held að Kvennalistinn sé ranglega ásakaður fyrir að gera lítið úr bamlausum konum. Það sem mér hefur fundist að Kvennalistanum frá fyrstu tíð er það sem er einfaldlega hægt að kalla skoð- anakúgun. Aftur og aftur var ég tekin á beinið og sagt við mig: „Þú mátt ekki segja...“ og svo var vimað í eitt- hvað sem ég hafði áður sagt. Á sínum tíma mátti ég til dæmis alls ekki segja að mér fannst hlutimir vera að endur- taka sig úr Rauðsokkuhreyfingunni. Ég var örugglega ekki ein um þetta. Þess vegna meðal annars sagði ég mig úr Kvennalistanum, maður nennir ekki að standa í svona skoðanakúgun. Ég útskýri hana með óöryggi kvenn- anna; þær hljóta að vera óöruggar með sig og sitt til að láta svona, til að þurfa á einni sameiginlegri hækju að halda. Ég þekki báðar konumar sem em nefndar sem dæmi um að hafa verið refsað fyrir syndir eiginmannanna. Það er alveg út í hött að bendla konu við viðskipti manns hennar og enn verra að skipta sér af því hvort eigin- maður konu er hægri eða vinstrisinn- aður.“ Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans „Eg hef ekki lesið greinina, en það sem þú berð undir mig finnst mér stórar og alvarlegar fúllyrðingar, enda veit ég til þess að þessari grein var hafnað af Norræna kvennatímaritinu Noru. Ég met Sigríði Dúnu mikils og finnst leitt að hún skuli vera að skrifa svona. Það er auðvitað ljóst að það hafa alltaf verið uppi hugmyndir um hvemig konur eigi eða megi vera, en ég h't þannig á að það sé einmitt gegn þeim hugmyndum sem Kvennalistinn vill beita sér; við höfúm lagt áherslu á hugtakið kvenffelsi. Ég kannast ekki við þá lýsingu á Kvennalistanum, að konur hafi verið hraktar í burtu. Ég kannast við bæði dæmin sem eru nefnd um konur sem er refsað vegna eiginmannanna; annað er nú af greinarhöfundi og það er ein ástæðan fyrir því að Norræna kvennatímaritið hafnaði greininni. Þetta er dáh'tið und- arleg fræðimennska, mér finnst grein- arhöfundar tefla fræðimannsheiðri sínum á tæpasta vað. Hitt dæmið var erfitt að því leyti að sem eiginkona bar konan fjárhagslega ábyrgð í erfiðu máli. Hún hefúr sjálf gagnrýnt hvem- ig var brugðist við en hún er enn í Kvennalistanum. Maður veit auðvitað ekki hvað sá upphfir sem á í hlut og það er erfitt í þessu tilfelli af því að Sign'ður Dúna er að skrifa um sjálfa sig. Ég veit ekki betur en að við höfum gengið á eftir henni með grasið í skónum til að fá hana til að vera í ýmsum stjómum og nefndum fyrir okkur og þetta var margra ára gamalt mál þegar hún hætti í Kvennalistanum f fyrra. Ég kannast ekki við að henni hafi verið hafnað, hvað sem hún hefúr upplifað sjálf. 1990 var staða bamlausra kvenna tekin til umræðu í Kvennalistanum, og síðan þá hafa áherslur breyst mjög mikið. Við leggjum meiri áherslu á konur sem einstaklinga, þeirra frelsi til að vera eins og þær vilja. Frá 1970 hefur hópur útivinnandi mæðra verið kjaminn í kvennahreyfmgunni og það hefur kannski komið fram f stefnu- mótun, en hafi einhvem tímann verið einhver móðurdýrkun er það liðin tíð. Það hefur reyndar komið ffam í grein eftir Auði Styrkársdóttur að ef ein- hver var talsmaður mæðrahyggjunnar svokölluðu var það Sign'ður Dúna, en hafi það verið er það hðin tíð. Hugmyndir eðlishyggjunnar um að konur séu betri, friðsamari og um- hyggjusamari en karlar, sem em 19. aldar hugmyndir karla um konur, em gamlar og löngu úreltar. Kvenna- menning sú sem við tölum um kemur eðlinu ekkert við, heldur er mótúð af aðstæðum, menningu og verkaskipt- ingu.“ ■ Maður hringdi, hann var að flytja úr íbúð og annar að flytja inn. Sá sem flytur út hafði samið við eiganda um að fara áður en uppsagnarfrestur er liðinn. Þar sem nýr leigjandi (ekki „eigandi") er kominn strax er um tvennt að ræða; nýr leigjandi tekur við samningi þess sem fór, en það er svo- kölluð framleiga, eða eigandi gerir upp málin við þann sem fer og af- hendir honum tryggingafé eða leggur ffam kröfúr, ef einhverjar em. Síðan gerir eigandi nýjan samning við þann sem kemur. Sem maðurinn er að ljúka ffágangi íbúðarinnar er hann flytur úr, er hringt til hans frá leigumiðlun og honum til- kynnt að hann eigi að greiða fyrir samningsgerð hins nýja leigjanda og eigandans. Því neitaði hann vitaskuld. f 1. málsgrein 77. greinar húsaleigu- laga segir: „Leigumiðlara ber þóknun úr hendi leigusala fyrir að koma á leigusamningi." Og síðar í 2. máls.- grein: „Óheimilt er leigumiðlara að taka þóknun af leigjanda (tvö orð sem féllu út) fyrir miðlunina og gerð leigu- samnings." Telji eigandi sig eiga eitthvað óupp- gert við ffáfarandi leigjanda, ber hon- um að snúa sér til hans því leigumiðl- ari getur ekki krafið leigjanda um greiðslu. ■ Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna. Vinningstölur 5. ágúst 1995 | VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING H 5 af 5 0 2.017.272 PH +4af 5 2 149.320 1R1 4 af 5 76 6.770 □ 3 af 5 2.388 500 Aðaltölur: 3^(4 11 22 35 BÓNUSTALA; @ Heildarupphasð þessa viku: kr. 4.024.432 UPPLVSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 UJKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.