Alþýðublaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 11.-13. ÁGÚST 1995 MÞYÐUBllBIÐ 20966. töiublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SiguröurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun (safoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverö kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Húrra. Fyrir Thor Alþýðublaðið í dag hefur óvæntar fréttir fram að færa: Thor Vilhjálmsson verður sjötugur laugardaginn 12. ágúst. Trúlega þarf að segja mörgum þessi tíðindi að minnsta kosti þrisvar, því fáir menn íslenskir virðast fjær því að verða nokkurskonar elli að bráð. Þvert á móti. Það er líktog Thor vaxi ásmegin með hveiju ári - síðasti áratugur hefur verið mestur blómatími hans sem rit- höfundar. Hvert snilldarverkið hefur rekið annað, skáldsögur, endurminningar, þættir, ljóð. Allar götur síðan 1950, þegar fyrsta skáldverk Thors kom út, Maðurinn er alltaf einn, hefur hann haldið áfram að ausa af gnægtabrunni; algerlega óháður tísku- straumum, sveiflum, ólundarlegu nöldri. Thor hefur sýnt dirfsku og heiðarleika, ævinlega farið sínu fram af því hann vissi hvert ferðinni var heitið. í dálitlum leiðarastúf er ekki tóm til að gera Thor Vilhjálmssyni viðhlítandi skil en athygli lesenda er vakin á ritgerðum Sigurðar Pálssonar og Kolbrúnar Bergþórsdóttur sem birtast hér í blaðinu í dag. Þó er enn meiri ástæða til að örva þá til dáða sem ekki hafa kynnst verkum Thors Vilhjálmssonar, eða í mesta lagi fengið nasasjón; þeir sem eru þegnar í skáldríki hans eru menn auðugir. Alþýðublaðið óskar Thor Vilhjálmssyni til hamingju með af- mælið. Þó er enn meiri ástæða til óska unnendum skáldskapar til hamingju með Thor. Gott ár fyrir samviskuna, ’56 íslendingar hafa tekið á móti þremur flóttamönnum frá lýð- veldum fynum Júgóslavíu. Skálmöldin hefur staðið í ijögur ár og milljónir eru landflótta. Þrátt fyrir að Evrópuríkjunum hafi farist vesældarlega í svokölluðum friðarumleitunum sínum hafa þau, hvert og eitt einasta, tekið við flóttafólki. Nema íslendingar. í Alþýðublaðinu í dag er rætt við þijá þingmenn um afstöðu ís- lands til viðtöku flóttamanna. í máli Láru Margrétar Ragnarsdótt- ur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, kemur fram að hún hefur ekki (ffemur en þingmenn upp til hópa) hugleitt málið að nokkm marki, en telur sjálfsagt að ljá því nokkra þanka og kannski gera eitthvað í framhaldi af því. Lára Margrét rifjar upp að árið 1956 tóku íslendingar við flóttamönnum frá Ungveijalandi og fmnst greinilega að það sé nokkur búningsbót. Þeir íslendingar sem kjósa að taka mark á þeim alþjóðasamn- ingum sem við höfum undirritað hafa bent á, að okkur ber skylda til þess að skjóta skjólshúsi yfir að minnsta kosti 25 flóttamenn á ári. Við höfum bmgðist þeirri skyldu. Þessvegna ætti nú, án tafar, að bæta fyrir þær vanrækslusyndir. Fyrsta skrefið gæti verið fólg- ið í því að bjóða hingað ekki færri en eitthundrað landflótta íbú- um Júgóslavíu sálugu. Þá gæti 1995 orðið álíka gott ár fyrir sam- visku þjóðarinnar og ’56. Milli fjalls og fjöru Á morgun, laugardaginn 12. ágúst, er skógræktardagur og þá mun mörg plantan skjóta rótum á hrjóstmgu berangri. Hvorki fleiri né færri en 51 skógræktarfélag er á Islandi og em félags- menn sjö þúsund. Miklu fleiri leggja vitaskuld þeim góða mál- stað lið að klæða landið gróðri, enda hefur orðið ánægjuleg vakn- ing í þessum efnum hin síðari ár. Með skógræktardeginum vilja félögin sem að honum standa vekja athygli á því sem áunnist hef- ur, og glæða enn áhuga landsmanna á þessum málum. Framtakið er lofsvert og vonandi munu sem flestir leggja sitt af mörkum. ■ s k o ð a n i r r Island: Fyndnasta land heims íslendingar eru séní. Skemmtileg- asta þjóð heims. I ríkinu á föstudegi hitti ég kunn- ingja austan af fjörðum, grannleitan grínara og lúmskan snilling sem þegið hefur laun á flestum af merkustu vinnustöðum heimsins: Smugunni, Bylgjunni, Roskilde, Lagarfossi og ljósmyndastúdíóum Parísar. Við emm að ræða verðlagningu á bjór þegar ég spyr hann hvemig hann haldi að helg- in verði. „Helgin verður ein Ragnheiður, kannski tvær...“ svarar hann og fatt- laus við kassann fuðra ég upp í eitt spumingamerki. Ragnheiður = 5000 kall útskýrir hann. Og svo er hann þot- inn í apótekið að útvega sér „standar- dútbúnað" fyrir kvöldið. Itar | Hallgrímur Helgason skrifar Af nokkuð óskiljanlegum orsökum hefur mér 12 tímum síðar skolað inn í litla eldhúskompu baksviðs á Kaffi Reykjavík eftir að staðnum hefur verið lokað og sit þar í einhverskonar eftir- partýi ásamt nokkrum stórsnillingum að norðan; gömlum og góðum Skrið- jöklum í bland sem nýlokið hafa spila- mennsku. Ég spyr hvernig kvöldið hafi verið - og reyni að flagga mínum fínasta norðan-frasa með tilheyrandi framburði - ég spyr hvort þetta hafi ekki verið „algjör Toyota“? Þetta finnst þeim fyndið en samt ekki nógu fyndið, þetta er gamalt. „Þetta var algjört steisjon“ segja þeir. Bílunnandi Akureyringar sækja gjaman líkingar sínar og lýsingarorð í eða aftur í skott á bflum. Nokkm síðar er ég staddur á ættar- móti á Fljótsbökkum austur á Héraði þar sem Skógargerðisættin hittist á sfnu ættaróðali og þar er farið með vís- ur og þar em sagðar sögur og þar em haldnar ræður. Eina flámælisvísu lærði ég þar: Magnast élin mjög í ár margan kelur smáfuglinn. Nú er elur ruesta smár nú er belur drengur minn. Ekki er víst að öðmm þjóðum sé gefinn sá sálarhúmor að sjá glitta í grínið í miðri norðanstórhríð. Undir kvöldverði í Valaskjálf flutti Dagný Marinósdóttir á Sauðanesi stór- snjalla ræðu þar sem hún reifaði helstu einkenni á talsmáta ættarinnar, þó einkum rammíslenskri kúnst hennar að segja sem minnst þegar mest liggur við. Understatement heitir það. Seinir til vandræða og latir til orða lauma Skógargerðismenn útúr sér að lokinni langri ræðu viðmælanda sem hefur hreinlega ofboðið þeim með málæðandi vitleysu: „Þetta er speki“. Þegar enn æstari viðmælandinn hef- ur í löngu orði hvatt þá til dáða, til „að drífa sig“ og „gera eitthvað í þessu" og fara nú „að ákveða sig“, „áður en það verður of seint" (allt þetta sem Skógar- gerðismenn telja með hvað mestum Vikupi óþarfa) þá svara þeir með hægð og stillingu: ^Já, það er sjálfsagt." I liðinni viku var óg fenginn ásamt fleiri höfundum til að lesa upp á kvöldvöku hjá Norræna Sumarháskól- anum á Nesjavöllum, fýrir formennt- aða skandínava, alkvörulesið fólk sem drekkur til að huggheita sig og hefúr orðið „roligt" yfir skemmtun. Við Steinunn Sig, Didda og Einar Már fór- um að sjálfsögðu á kostum. Salurinn átti erfitt með að halda bjómum í glös- unum og sprakk svo endanlega þegar ungmennahljómsveitin Kósí (þrátt fýr- ir meint skoðanaleysi í pólitík) steig á svið. Norrænir gestir áttu ekki von á því að „kulturprogram" gæti verið svona morsamt. Þeir hefðu betur einnig verið við- staddir hagyrðingamótið á Vopnafirði þar sem Hákon Aðalsteinsson og fé- lagar voru ennþá fyndnari, í þeirri íþrótt þar sem íslensk menning rís hæst: Að botna vísur og kasta fram nýjum á staðnum. Er ekki kominn U'mi á það að skemmtun þessi sé leidd írarn í vikulegum sjónarpsþætti? Hvers vegna erum við Islendingar svona skemmilegir? Jú, við búum í gamansömu landi. Sjálft nafn þess er hálfgert öfugmæli, gamall brandari sagður á Glámu á einhveijum sunnu- dagsmorgninum þegar menn voru að leika sér að nefna lönd og allt var fýndið eins og jafhan verðu í þynnku. ,JJey! Eigum við ekki bara að kalla þetta þama Grænland strákar?" Og yfir jtetta land okkar dæla grín- aktugir veðurguðir í sífellu nýjum bröndurum. Hálendið alhvítt í júh'. 17 gráður á Seyðisfirði í janúar. Haust- veður í byrjun ágúst. Brumhnappar birtast í mars og segja svo: Nei, bara að grínast. Hér er engu hægt að treysta. ísland stendur vel undir nafni sem fyndnasta land heims. Til jarðfræði- legra skemmtiatriða má telja hin ár- vissu landris og sig. Af og til glotta virknisvæðin upp úr sér hraunglettum, búa jafnvel til ný fjöll eins og til að stríða Landmælingum eða rísa með eyjar úr sæ. Annað slagið sleppa sprungusvæðin upp úr sé innibyrgðum hlátursstunum sem koma svo fram á jarðskjálftamælum, í dag fýrir sunnan, fyrir norðan á morgun, og engin skýr- anleg ástæða; enginn veit að hverju verið er að hlæja. Húmorinn liggur svo djúpt í þessu landi. Og jöklamir springa reglulega af hlátri og og gusa útúr sér aurskríðandi hlaupum niður á sandana. Af sértakri hótfyndni er Geysir gamli hættur að troða upp nema hann fái vænan skammt af sápu, lflct og aldurhniginn poppari sem ekki fæst á svið án þess að fá skammtinn sinn. Er hægt að taka slfkt land alvarlega? Nei. Og það vita íslendigar, og vita það einnig að ekkert fer þeim jafh illa og taka sjálfa sig alvarlga. Slíkt hendir menn helst hér á mölinni, í þessu ,Jiagsmunaástandi“ sem hér ríkir. Líkt og sést af framansönnuðu lifir íslensk- ur húmor best á landsbyggðinni þar sem fólk er enn að kljást við þetta háð- glettna land. Helst em það ftalir sem slaga uppí okkur á grínskalanum; þeir em næst skemmtilegasta þjóð í heimi, enda land þeirra að mörgu leyti líkt okkar, tijálaust og eldfjallað. Að vísu skortir þá hið stöðuga skemmtiprógramm verðurguðanna en á móti hafa þeir kaþólsku kirkjuna, páfann og allt það absúrdleikhús. Kæm landar. Gemm okkurt grein fyrir því að við munum aldrei verða „teknir alvarlega í samfélagi þjóð- anna“ wegna þess að við búum ekki í „alvarlegu" landi. Gemm oss grein fýrir því og gemm útá það. Við emm ekkert annað en kolbrjálaðir vitleys- ingar og djókarar sem byggjum ffíkað eyland sem rís eins og hver annar brandari úr húmorslausu úthafinu. En gleymum því ekki að einmitt þess vegna emm við sém'. ■ Atburðir dagsins 1519 Johann Tetzel erkibiskup í Leipzig deyr: hann átti hug- myndina að því að selja afláLs- bréf til að safna fé til byggingu Péturskirkju í Róm. 1919 Iðn- jöfurinn og mannvinurinn Andrew Carnigie deyr. Hann var kallaður „stálbarón með hjarta úr gulli“. 1938 Skátafor- inginn Baden-Powell kemur í heimsókn til fslands. 1956 Listmálarinn, drykkjurúturinn og snillingurinn Jackson Pollock deyr í bílslysi. 1962 Chad öðlast sjálfstæði frá Frakklandi. Afmælisbörn dagsins Hugh MasDiurmid skoskt ljóðskáld og stofnandi Skoska þjóðemisflokkins, 1892. Enid Blyton enskur höfundur bama- bóka, 1897. Alex Haily banda- rískur rithöfundur, skrifaði meðal annars Rætur um kjör svertingja sem fluttir voru nauðugir frá Afrfku og gerðir að þrælum í Bandaríkjunum, 1921. Annálsbrot dagsins Stór tíðindi spurðust úr Múla- sýslu að austan, að einn maður hafði átt barn með sinni eigin holdlegri dóttur, og síðan, er brotið opinberaðist, sér sjálfum tortíml og að bana orðið. Þetta skeði með því móti, að þessi hans dóttir vildi frá föður sín- um víkja og fékk ei íýrir presú og hreppstjóram, því faðirinn sagði henni óhlýðni valda og viljaleysi sér að þjóna. Eyrarannáll 1671 Málsháttur dagsins Kvíð ei fyrr en á dettur. Orð dagsins Ég hefi reynt í éljum nauða jafnvel meira þér. Á landamerkjum lífs og dauða leikur enginn sér. Snæbjörn Krlstjánsson. Snilld dagsins Þetta virtist allra huggulegasti staður. Warren Christpher utanríkisráð- herra Bandaríkjanna eftir heim- sókn í höll soldánsins á Brúnei. Höllin er lögö gulli og marmara, herbergin eru 1788 og bíl"skúr- inn" rúmar 800 bifreiðar. Skák dagsins Englendingurinn John Nunn er stærðfræðingur og mikill heiðursmaður. Hann hefur síð- asta áratuginn verið í hópi öfl- ugustu meistara og lætur ekki bilbug á sér flnna. I skák dags- ins er hann að vísu í hlutverki fómarlambsins: Rajkovic hef- ur hvítt og á leik. 1. Hxf5! Hxf5 2. Re6 g5 3. Dg4 Da5 4. b4! Rxb4 5. RxdS h5 6. He8+ og nú hafði Nunn reiknað dæmið til enda og gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.