Alþýðublaðið - 11.08.1995, Side 9

Alþýðublaðið - 11.08.1995, Side 9
HELGIN 11.-13. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ s n 9 í I I a i* Hann sagði rétta hluti, en kallaði þá röngum nöfnum. Robert Browning, 1812-1889 Maðurinn er í eðli sínu trúað villidýr. Edmund Burke, 1729-1797 Því hefur verið haldið fram, að ást á peningum sé rót alls hins illa. Skortur á peningum er það sömuleiðis. Samuel Butler, 1835-1902 Hinn heilbrigði magi er ekkert nema íhaldssamur. Fáir róttæklingar geta státað afgóðri meltingarstarfsemi. Samuel Butler, 1835-1902 Lífið er of skammvinnt fyrir skák. Henry J. Byron, 1834-1884 Hversvegna er hjarta- kóngurinn sá eini sem ekki hefur yfirskegg? James Branch Cabell, 1879-1958 Þegar manni hefur ekki verið ógnað með miklu óréttlæti, þiggur maður smávegis óréttlæti sem greiða. Jane Welsh Carlyle, 1801-1866 Einu góðu ríkisstjórnirn- ar... eru vondar ríkis- stjórnir í algjöru skelfingarlosti. Joyce Cary, 1888-1957 Ef bækur mínar hefðu verið öllu verri þá hefðu þeir ekki boðið mér til Hollywood. Ef þær hefðu hinsvegar verið öllu skárri þá hefði ég náttúr- lega ekki komið. Raymond Chandler, 1888-1959 Ekki ganga í hjónaband ef þú hræðist einmana- leikann. Anton Tsjékov, 1860-1904 Vertu vitrari en annað ef fólk ef þú mögulega getur, en ekki tilkynna þeim það. Jarlinn af Chesterfield, 1692-1773 Það er ekkert bjánalegra en bjánalegur hlátur. Catullus, 87-54 fyrir Krist Ég er þess fullviss að þar- sem ég hef haft fullt vald á skynseminni hefur eng- inn heyrt mig hlæja. Jarlinn af Chesterfield, 1692-1773 Góð skáldsaga segir okkur sannleikann um söguhetjuna; en slæm skáldsaga segir okkur sannleikann um höfund hennar. G.K. Chesterton, 1874-1936 Ef maður þarf að vera nógu snjall til öðlast alla þessa peninga, þá þarf maður sömuleiðis að vera nógu heimskur til að vilja þá. G.K. Chesterton, 1874-1936 Herra Shaw er - grunar mig - eini maðurinn í ver- öldinni sem aldrei nokk- urn tíma hefur ort Ijóð. G.K. Chesterton, 1874-1936 Blaðamennska saman- stendur mestmegnis af því að segja „Jones lá- varður látinn" við fólk sem aldrei vissi að Jones lávarður væri á lífi. G.K. Chesterton, 1874-1936 Ekkert er svo fjarstæðu- kennt að einhver heim- spekingurinn hafi ekki þegar sagt það. Marcus Tullius Cicero, 106-43 fyrir Krist Menn eru til í að játa á sig föðurlandssvik, morð, íkveikju, falskar tennur og hárkollur... En hversu margir þora að viður- kenna skort á skopskyni? Frank Colby, 1865-1925 Ég er ekki andvígur skyndigiftingum þegar ástarblossa brúðhjón- anna er haldið vakandi af viðunandi tekjum. Wilkie Collins, 1824-1889 Ég gæti vel hugsað mér að kvænast yður ein- ungis til þess að vera laus við yður. William Congreve, 1670-1729 Mér verður óglatt á göngu - ég hef viðbjóð á göngutúrum; að ganga er dreifbýlisdægradvöl og ég fyrirlít dreifbýlið. William Congreve, 1670-1729 Ég hef alltaf kunnað illa við sjálfan mig á hvaða tiltekna augnabliki sem er; summa þessara augnablika er líf mitt. Cyril Connolly, 1903-1974 Engin borg skyldi vera svo stór að maður geti ekki gengið útúr henni á morgunstund. Cyril Connolly, 1903-1974 Raunveruleg innsýn í per- sónuleika hvers manns er heilsa eiginkonu hans. Cyril Connolly, 1903-1974 Enginn maður er hetja í augum einkaþjóns síns. Anne Bigot de Cornuel, 1605-1694 Ákveðnar konur ætti að löðrunga reglulega. Noél Coward, 1899-1973 Óðir hundar og Englendingar fara út í síðdegissólina. Noél Coward, 1899-1973 Ég hefverið fimm mínút- um ofsein allt mitt líf. Hannah Cowley, 1743-1809 „Leikurinn," sagði hann, „er aldrei tapaður fyrren sigur næst." George Crabbe, 1754-1832 Stjórnmálamaður er rass- gat sem allir hafa setið á - nema manneskja. e.e. cummings, 1894-1962 Dúdú-fuglinn átti aldrei nokkurn einasta mögu- leika. Hann virðist hafa verið fundinn upp til þess eins að verða útdauður og var ekki til nokkurs annars nýtur. Will Cuppy, 1884-1949 H Ég tala spænsku við guð, ítölsku við konur, frönsku við karlmenn og þýsku við hestinn minn. Charles V, 1500-1558 Menningarsjóður útvarpsstöðva auglýsir Samkvæmt útvarpslögum og reglugerð um Menning- arsjóð útvarpsstöðva er hlutverk sjóðsins m.a. að veita styrki til eflingar innlendri dagskrárgerð fyrir hljóðvarp og sjónvarp, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu. Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Til úthlutunar eru u.þ.b. kr. 30.000.000. í umsóknum skulu eftirfarandi upplýsingar komarfram: 1. Nafn umsækjanda, kennitala og heimilisfang, ásamt upplýsingum um aðstandendur verkefnis og sam- starfsaðila og skriflegum staðfestingum allra aðila um þátttöku í verkefninu. 2. Heiti verkefnis og megininntak. 3. ítarleg og sundurliðuð kostnaðaráætlun ásamt grein- argerð um fjármögnun, þ.m.t. um framlög og styrki frá öðrum aðilum, sem fengist hafa eða sótt hefur verið um, eða fyrirhugað er að sækja um. 4. Fjárhæð styrks sem sótt er um. 5. Nákvæm áætlun um framvindu verkefnis og greinar- gerð um það til hvaða verkþátta sótt er um styrk til. 6. Handrit eða nákvæm lýsing verkefnis. 7. Yfirlýsing útvarpsstöðvar um að fyrirhugað sé að taka dagskrárefni, sem sótt er um styrk til, á dagskrá. Umsóknum og öllum fylgigögnum ber að skila í þríriti á skrifstofu ritara stjórnar, Bjarna Þórs Óskarssonar hdl., Laugavegi 97, 101 Reykjavík, eigi síðar en 30. ág- úst nk. Úthlutunarreglur sjóðsins og umsóknareyðu- blöð fást afhent á sama stað. Þeir aðilar sem sóttu um styrk sumarið 1994 og vilja að tillit verði tekið til umsókna þeirra við úthlutun nú ber að senda viljayfirlýsingu þar um, á sama stað og um- sóknir, fyrir lok umsóknarfrests. Ekki verður tekið tillit til umsókna sem ekki uppfyllla öll framangrein skilyrði, né eldri umsókna, nema framan- greind viljayfirlýsing berist. Farþegaflufningar með hópbifreiðum Að gefnu tilefni vill samgönguráðuneytið vekja athygli á því að til að stunda fólksflutninga í atvinnuskyni með hópbifreiðum sem rúma níu farþega eða fleiri þarf lög- um samkvæmt hópferðaleyfi. Jafnframt þarf hópbif- reiðin að vera tryggð til fólksflutninga og bifreiðastjóri hennar að hafa tilskilin ökuréttindi. Til að öðlast hópferðaleyfi þarf að uppfylla skilyrði laga um óflekkað mannorð, fullnægjandi starfshæfni og fjár- hagsstöðu. Samgönguráðuneytid, 9. ágúst 1995

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.