Alþýðublaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 V ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Cézanne var aldrei ánægður: „Fjandinn hafi það, en hár mitt og skegg ná lengra en hæfileikar mínir." Samt veit hann hvað hann vill: „Að mála er eins og að skrá litaða skynjun... Það er að fanga sam- ræmið milli fjölda hluta, það er að flytja sneið af sjálfum sér og fella hana inn í nýtt og frumlegt samhengi..." ljósmyndastofu Nadars, en þar komu saman þijátíu listamenn, er allir höfðu verið skensaðir og svívirtir. Þama sýnir Cézanne Nútíma Olympiu, Manet til napurs heiðurs, en er fyrir vikið kallað- ur „truflaður bijálæðingur sem málar í delerium tremens,,. Hann er særður, en þótt undarlegt megi virðast lætur hann ekki telja úr sér kjark. „Mér finnst ég orðinn sterkari en þeir sem í kringum mig eru,“ skrifar hann móður sinni. „Ég held alltaf áfram að vinna, ekki til að ná einhverjum árangri sem þessir bjánar munu dást að, heldur fyrir ánægju sem það veitir mér að mála sannar og af aukinni þekkingu....“ Upp frá þessu dvelur hann ýmist í Aix og Estaque eða í París, auk þess sem hann heimsækir stundum Zola í Médan. Þetta er tími stóru andlits- myndanna, þar á meðal myndarinnar af Victor Chocquet, en hann var fyrsti listaverkasafnarinn til að kaupa af hon- um málverk (ef frá er talinn Tanguy, litakaupmaðurinn frægi sem eignaðist mörg verk fyrir lítinn pening á þessum tíma, þar á meðal myndir eftir van Gogh). Flest málverkin eru af karl- mönnum. Nema þau sem em af Hort- ense, eini kvenmaðurinn sem sam- þykkti möglunarlaust langar fyrirsetur sem hann krafðist af viðfangsefnum sínum. Hann þurfti 150 skipti til að ljúka einni andlitsmynd! Hvort það er þess vegna sem hann hefúr fengið orð á sig fyrir að vera önugur og hijúfur vitum við ekki. En á þessum árum mál- ar hann líka frábærar kyrralífsmyndir, þar sem hann kemur sér upp heillangri skrá „formslysa“, af sultukrukkum og flöskum í ójafnvægi, limlausum hús- gögnurn og ávaxtakörfum í röngum hlutföllum. Þung og holdleg eplin ættu strangt til tekið að velta niður af hall- andi borðinu og skekja kryddpottána. Flóttalínan er ekki virt, og hlutimir em afskræmdir af því hin hefðbundna fjar- vfddarregla er sniðgengin. Cézanne snýst í kringum ávextina og könnumar þannig að þau séu máluð framan ffá, jafhvel þótt þau séu staðsett á ská eða úti í homi. Kúbistamir lærðu sína lexfu af þessari aðferð. Hann gerði útlínumar kúptari, blandaði saman htum og marg- vísleg sjónarhom þar sem horft var á hlutina ofan frá, bám með sér að nýja tfma. Kyrralíf í körfu, með eggaldin- um, eplum og appelsínum, vom ótrú- legar uppstillingar þar sem samsetning hlutanna var túlkuð í þéttu rými er virt- ist tákna eilífðina. Á sama tíma gerði hann röð lands- lagsmynda. Hann gerir þær í Estaque sem heillar hann. .jdéma em fallegustu sjónarhornin....“ í þessum myndum lætur hann fjarvíddina líka eiga sig, og fletur út húsin, kremur sjóinn í einn stóran og sléttan flöt, og býr þannig til einstakt rými þar sem hann tengir byggingarkubbana, við óreglulega bletti hjánna, við óendanlegan og stillt- an bláan vatnsflötinn. „Sum mótíf krefjast þriggja eða fjögurra mánaða vinnu... Ég leitast við að túlka fjar- víddina með litnum. Ég mála eins og ég skynja og skynjanir mínar em sterk- ar.“ Braque og Picasso láta ekki undir höfuð leggjast að grandskoða þetta sama landslag fáum áratugum síðar. En Cézanne er ekki aðeins upptek- inn af Estaque. Hann málar fjallið Sa- inte-Victoire og umhverfi þess: Svarta kastala, Bibémus klettana, veginn til Tholonet, þá staði sem geyma minn- ingar um frelsi æskuáranna. Hann vildi ná sömu áhrifum og Poussin, en úti í náttúrunni. Nema hvað Cézanne málar mannlausa þögula náttúm, ósnerta af augnaráði annarra en hans. Það er logn í grænu og bláu landslaginu, það er þurrt og stórgrýtt undir stöðugu og hörðu ljósinu, það er ekki hægt að komast að því. „Landslagið hallar sér að mér,“ var hann vanur að segja. ,,Ég er samviska þess. - Heill heimur fer ffarn hjá á einni mínútu og það verður að fanga hann eins og hann er.“ Hann málar sama fjalhð, aftur og aftur. Það jafhvel birtist í felhngum borðdúkanna í kyrrah'fsmyndunum. En Cézanne er aldrei ánægður: „Fjandinn hafi það, en hár mitt og skegg ná lengra en hæfileikar mínir.“ Samt veit hann hvað hann vill: „Að mála er eins og að skrá litaða skynj- un. .. Það er að fanga samræmið milli Qölda hluta, það er að flytja sneið af sjálfum sér og feha hana inn í nýtt og frumlegt samhengi..." Og víst var hann nógu hugaður til að finna upp sín eigin lögmál og nota þau. Ekkert gat lengur stöðvað hann, „hinn ógurlega Cézanne", í hægri þróun sköpunarinn- ar. Hvorki smáborgaramir í Aix sem tortryggðu hann, né fjölskylda hans sem skildi ekki það sem hann var að fást við. Né Hortense, konan hans sem ekki var hrifin af neinu öðru en Sviss og limonaði eftir því sem hann sjálfúr sagði. Ekki einu sinni Zola skildi það sem hann var að gera og notaði Paul vini sinn sem fyrirmynd að misheppn- aða snihingnum í sjálfsmorðshugleið- ingunum í bók sinni „Verkið". „Ég hét þess að deyja málandi," skrifaði hann syni sínum Paul í bréfi dagsettu 21. september 1906. Þann 15. október lenti hann í miklu þrumu- veðri er hann var að mála úti. Hann var fluttur meðvitundarlaus til Aix, í kaldri rigningunni, á vagni efnalaugaeigand- ans. Viku síðar, þann 22. október lést hann úr lungnablóðsótt. Cézanne er djúpt særður og bindur endi á vináttu sína við Zola í þurrorðu bréfi. Árið er 1886 og þeir eiga aldrei eftir að hittast aftur. Myndlistamaður- inn dregur sig í hlé til Miðjarðarhafs- ins. Hann tekur engu að síður glaður á móti heimsókn frá Renoir og Monet. Nokkrum árum síðar, 1894, endurgeld- ur hann hana með heimsókn til Gi- verny. Mary Cassatt á seint eftir að gleyma þefrri komu: „þessi skelfilegi „slátrari", rauðeygður, skeggjaður og hávaðasamur, slafraði í sig súpunni, borðaði með puttunum eða hnífnum og talaði með höndunum, en var samt sem áður hið mesta ljúfmenni." Árið 1896 fær Hortense hann niður að Annecy-vatni þar sem hann málar alveg frábært málverk, baðað í grænu og bláu. Hann er búinn að fá viður- kenningu. Árið áður hafði Ambroise Vollard skipulagt fyrstu einkasýning- una hans þar sem hann seldi heilmikið (kaupendurnir voru Monet, Degas, Renoir, Pissarro...). Og nú tekur hann elskulegur á móti ungum listamönnum sem koma til Aix að votta honum virð- ingu sína. í hópnum eru Charles Camoin, Emilc Bernard, Maurice Denis. Tvö verk eftir hann fá inni á Luxemborgar safninu, þökk sé arfi Caillebottes og þijósku Renoir, því það gekk ekki þrautalaust fyrir sig að fá þau þangað. Upp frá þessu taka við flóknari sam- setningar og stórar myndir eins og Spilamennirnir og Drengur í rauðu vesti sem hann málaði margar útgáfur af. Hann hefur heldur ekki sagt skilið við nektina og gerir röð af myndum af fólki við vatnsbakka, þar sem hann rað- ar nöktum líkömunum upp í fúllkomnu samræmi og málar þá með gagnsæjum blágráum og ljósgrænum Utum, líkt og um vatnslitamynd væri að tæða. Hann syðst hvorki við goðsögumar né aðrar frásagnir. Myndirnar eru sífellt stærri og geómetrían mefra áberandi. Líkamamir em fúllgerðir, andlitin óljós. Hann vill fella mjúkar lfkamslínur konunnar við hæðarásinn eins og Poussin. Myndir af hamingju mannsins í sátt við náttúruna verða sífellt ljóðrænni og erótískari. Samt notar hann ekki fyrirsætur. Finnst hann vera orðinn of gamall til að af- klæða konu: ,JÉg nota minnið, og þama er það allt,“ sagði hann og klappaði á ennið á sér. Komandi kynslóðir áttu eftir að minnast þessara lostafullu draumsýna Cézannes. En Cézanne er tekinn að eldast og sykursýkin dregur úr honum máttinn. En vegna ástar á listinni heldur hann áfram að mála hvíldarlaust, með sól- brunnið andlitið í nýrri vinnustofú sem hann hefur látið byggja skammt fyrir utan Aix, við veginn til Lauves, í olífú- og lárviðarlundi. Ofstækisfúlli einfar- inn, sem er að springa af tilfinningum, sér loksins landslagið sem hann hélt að væri kyrrt, sindra fyrir augum sér. Hann lofar Emile Bernard árið 1905, að segja heiminum sannleikann í mál- verki. Og hann segir honum að fara með landslagið eins og sívalninga, kúl- ur og keilur og setja þau öll saman í fjarvídd. „Samsíða láréttar línur sýna flatneskjuna, en lóðréttu línumar dýpt- ina.“ Og hann sagði lfka við Emile Bemard: „Teikningin er alltaf óhlut- bundin. Svo um leið og maður málar, er maður að teikna. Og því mefra sem samræmið er á milli litanna, því betur kemur teikningin í ljós. Þegar búið er að ná litnum, er formið fullkomnað." í síðustu myndunum em útlínumar og formin brotin. Hann lætur sér nægja eina stroku og myndin gefur aðeins til kynna fjallið sem gægist fram úr blá- leitu mistrinu. Andrúmsloftið er gagn- sætt, alheimslegt, uppleyst: öll nútíma- listin fæddist af þessum myndum. „Ég hét þess að deyja málandi," skrifaði hann syni sínum Paul í bréfi dagsettu 21. september 1906. Þann 15. október lenti hann í miklu þmmuveðri er hann var að mála úti. Hann var flutt- ur meðvitundarlaus til Aix, í kaldri rigningunni, á vagni efhalaugareigand- ans. Viku síðar, þann 22. október lést hann úr lungnablóðsótt. Vanmetni ræf- ilinn var tekinn í tölu ódauðlegra með 900 oh'umálverk og 400 vatnslitamynd- ir. Nokkrum dögum síðar kom Braque til Estaque og Picasso byrjaði á Stúlk- unutn frá Avignon. Það var Cézanne sem kenndi þeim að „myndlistin væri ekki atvinna heldur örlög." ■ moó Stéttin erfyrsta skrefið inn... MiMðúrval afhellum og steinum. Mjög gott verð. SIÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700 -FAX 577 1701

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.