Alþýðublaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 1
■ Hart deilt í Framsóknarflokknum um einkavæðingu ríkisbankanna Undra mig á orðum formannsins - segir Guðni Ágústsson alþingismaður og segir viðskiptaráðherra fara með rangt mál. ,JÉg vil nú að menn fari gætilega í þessu máli og það liggur ekkert fyrir ennþá um einkavæðingu ríkisbank- anna. Mér finnst viðskiptaráðherra ekki fara með rétt mál og undra mig auðvitað á orðum formanns míns. Þeir tala báðir eins og þetta sé afgert mál og það skuli háeffað í bönkun- um,“ sagði Guðni Ágústsson alþing- ismaður í samtali við Alþýðublaðið í gær. Guðni var þá staddur í Stykkis- hólmi þar sem þingflokkur Framsókn- arflokksins var að funda með lands- stjóm flokksins. Boðuð einkavæðing ríkisbankanna hafði ekki komið til umræðu þegar blaðið náði tali af Guðna. Finnur Ingólfsson viðskipta- ráðherra hefur lýst því yfir að búið sé að taka ákvörðun um að breyta Bún- aðarbankanum og Landsbankanum í hlutafélagabanka og Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins, tekur í sama streng. Guðni, sem á sæti í bankaráði Búnaðarbankans, segir þetta alrangt og er harður andstæðing- ur þess að gera umræddar breytingar. Hann segir að fleiri þingmenn Fram- sóknarflokksins séu sömu skoðunar. „Mér sýnist einsýnt að ef menn ætla að fara að háeffa ríkisbankana þá em menn að setja þá í sölubúning. Þá hrópa íhaldsstrákamir nú getum við og svo verða menn að selja. Ég sé ekki hvemig við ætlum að lifa í þessu þjóðfélagi ef við emm alltaf að fækka þeim sem ráða ferðinni og færa stærstu eignir og þjónustustofnanir landsins yfir á örfáar fjölskyldur, svona fjórtán talsins. Þrátt fyrir að viðskiptaráðherra og formaður minn tali eins og þetta hafi verið ákveðið þá liggur ekkert fyrir um það ennþá. Ekki frekar en í fýrri ríkisstjóm. Þá stóð skýmm stöfum að ríkisbönkum skyldi breytt í hlutafélög og síðan seldir. Þáverandi viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, reyndi mikið til að koma þessu í gegn en það var hvergi í þjóðfélaginu samstaða um að fara þessa leið. Á endanum sagði Davíð Oddsson af mikilli skynsemi: Málið er ekki Iengur á dagskrá. Það er ekki tímabært," sagði Guðni. Finnur Ingólfsson segir að búið sé að taka ákvörðun um að gera ríkis- bankana að hlutafélögum. Halldór: Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að háeffa, segir Guðni. „Það er rangt. Sú ákvörðun hefur ekki verið tekin og málið á eftir að fara í gegnum Alþingi. Maðurinn virðist ekki átta sig á leikreglunum. Hann þarf í íyrsta lagi að koma saman frumvarpi, hann þarf að ná samstöðu á öllum stöðum og það liggur ekkert fyrir um það. Hann þarf að fara með þetta gegnum báða flokka ríkisstjóm- arinnar og síðan þarf málið að fara í gegnum Alþingi, nefndastörf og þar fram eftir götunum. Ferillinn er því flókinn og engin ákvörðun hefur verið tekin. Það eina sem stendur í stjómar- sáttmálanum af miklu látleysi er að Guðni: Mér finnst önnur verkefni brýnni i bili en að standa í þessu. Finnur: Maðurinn virðist ekki átta sig á leikreglunum, segir Guðni. Davíð: Sagði af mikilli skynsemi: Málið er ekki á dag- skrá, segir Guðni. áhersla verði lögð á að breyta rekstr- arformi rfkisbankanna. Þetta er það eina sem þar stendur um málið og orðið áhersla er ekki stórt orð. Mér frnnst önnur verkefhi brýnni í bih heldur en að standa í þessu. Menn þurfa að ráða við skuldbreytingu heimilanna og endurreisn þeirra og það þarf að leysa atvinnuleysisvand- ann. Þetta er það sem liggur á en ekki að gefa þeim ríku tækifæri á að nota peninga sína fyrst og fremst í það að kaupa sterk ríkisfyrirtæki. Er ekki nær að skikka þá til að setja peningana í atvinnulífið?" sagði Guðni Ágústsson. ■ Bandarískur húmoristi í Loftkastalanum „Nei sko, þú hefur bæði brjóst og heila..." - segir Dorothea Coelho vera dæmigerð viðbrögð fólks þegar það uppgötvar hæfileika hennar til að skemmta fólki með gamanmálum. Bandaríski húmoristinn Dorothea Coelho skemmtir í Loftkastalanum klukkan tíu annað kvöld og á föstu- daginn, ásamt Radíusbræðrum, Hilmi Snæ Guðnasyni og Benedikt Erlingssyni. „Ég kom til að vera við brúðkaup vina minna - en fyrst ég var á leiðinni sendi ég á undan mér mynd- band sem vakti lukku, svo ég verð með tvær eða þijár sýningar. Eg hef verið í Los Angeles í fjögur ár og vinn að því að verða fræg... nú er ég með eigin atriði svo það gengur þó það gangi hægt,“ sagði Dorothea í samtali við Alþýðublaðið. „Ég vinn líka sem þjónustustúlka; þegar ég get hætt því veit ég að ég er orðin fræg. Fyrst eftir að ég kom til L.A. fékk ég hlutverk í míníseríu; ég var nýkomin til borgarinnar og mér leið eins og kvikmyndastjömu. En ég kann miklu betur við að vera með mína eigin gamandagskrá; nú er ekki lengur spuming um að sitja heima og bíða eftir að umboðsmaðurinn hringi til að segja mér að fara í áheymar- próf,“ sagði Dorothea hlæjandi. „Viðbrögðin em allt önnur þegar maður skapar sitt eigið efhi - Oh, þú hefur heila, en huggulegt... nei sko, þú hefur bæði brjóst og heila, frábœrt! - þetta er fáránlegt... án þess að ég ætli útí þá sálma. Starfið er dásamlegt; jafnvel þó enginn hlæi í salnum finnst mér ég svo fyndin að ég veltist um af hlátri á sviðinu... ég held ég gæti jafh- vel skemmt þar sem enginn talaði ensku því ég hef svo gaman af þessu.“ Dorothea Coelho: Starfið er dá- samlegt; jafnvel þó enginn hlæi í salnum finnst mér ég svo fyndin að ég veltist um af hlátri á sviðinu... A-mynd: E.ÓI. ■ Þýsk-íslenskt verslunarráð Rúmlega 60 stofnendur Nú hafa 32 þýsk fyrirtæki og fé- lög og 29 íslensk skráð sig stofnend- ur að Þýsk-íslenska verslunarráð- inu. Það liggur því ljóst fyrir að ráð- ið verður sett á laggimar í október og mun fljótlcga eftir það opna þjónustuskrifstofu hjá Verslunar- ráði íslands með sérstöku starfsliði. Þetta verður fyrsta gagnkvæma verslunarráðið sem íslendingar standa að með annarri þjóð og sem reka mun sjálfstæða skrifstofu. Ráðið mun einbeita sér að því að auka upplýsingar um viðskiptakosti á íslandi og í Þýskalandi. ■ Smábátaeigendur Fiskimiðin ekki fyrir norska banka „Stórútgerðaraðallinn hefur til margra ára átt sér þann draum æðstan að knésetja smábátaflotann og er sú umræða sem skotið hefur upp kollinum þess eðlis að eðlilegast sé að fiskvinnslan færist á haf út grein af þeim meiði. Slíkri þróun mótmælir stjórn Landssambands smábátaeigcnda harðlega og bendir á að íslensk fiskimið eru fyrir ís- lendinga en ekki norska banka.“ Svo segir meðal annars í ályktun stjórnar Landssambandsins frá fundi hennar í Stykkishólmi. Bent er á að nýsett lög um stjórn físk- veiða séu svo meingölluð að ekki verði við unað. Ekki verði umflúið að taka þau til endurskoðunar strax á haustdögum. ■ Formannskjör Alþýðubandalags Funda- einvígi um land allt Alþýðubandalagið efnir til 20 fúnda í öllum kjördæmum landsins með frambjóðendum til formanns- kjörs í fíokknum, þeim Margréti Frímannsdóttur og Steingrími J. Sigiússyni. Fyrsti fundurinn verður á Isafírði í kvöld og síðan verður fundur á Patreksflrði annað kvöld. Frambjóðendur munu kynna við- horf sín og svara fyrirspumum. ■ Úthluta á 12 tonna innflutningskvóta á smjöri Smurt á smjöríð - Lagður er 32% tollur á grunntaxta. Landbúnaðarráðuneytið hefur aug- lýst eftir umsóknum um tollkvóta til innflutnings á 12 tonnum af smjöri. Einn heildsali hafði áður sótt um kvóta til innflutnings á smjöri en þeirri umsókn var hafnað þar sem hún var ekki rétt útfyllt. Ekki er reiknað með að slegist verði um þennan smjörkvóta þar sem útsöluverð á smjöri er lágt hérlendis eða 336 krónur hvert kíló. Þau 12 tonn sem nú eru auglýst til- heyra 3% lágmarksaðgangi og bera því ekki magntoll en hins vegar er lagður 32% tollur á þetta smjör sam- kvæmt svokölluðum grunntaxta. Smjör sem flutt yrði til landsins um- ífam lágmarksaðgang bæri hins vegar 30% toll og magntoll sem nemur 623 krónum á kfló. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, sagðist í samtali við Alþýðublaðið reikna með að smjörkvótanum verði úthlutað í lok vikunnar en umsóknar- frestur rennur út á hádegi á fimmtu- dag. Guðmundur sagði að þessi smjör- kvóti væri raunar þegar opinn en síð- ast hefði aðeins borist ein umsókn en hún ekki verið rétt gerð. Hann taldi víst að sami heildsali og sótti um þá muni sækja um aftur núna. Guðmund- ur taldi ekki viðeigandi að gefa upp nafn heildsalans sem vill flytja inn smjörið. ■ Góð afkoma Póst og síma Hagnaður nam 1,5 milljarði Olafur Tómasson, Póst- og símamálastjóri, vill að fyrirtækið verði endurskipulagt. Rekstrartekjur Post og síma á síð- asta ári námu 10 milljörðum króna sem er 7% hækkun frá árinu áður. Hagnaður var 1.530 milljónir króna og af þeim hagnaði greiddi fyrirtækið 850 milljónir króna í ríkissjóð. Heildarfjárfestingar Póst og síma í fyrra námu 2,3 milljörðum króna. Þar af voru 730 milljónir vegna ljárfest- inga í sæstrengjum til útlanda en á árinu var lokið við að tengja CANT- AT 3 við íslenska fjarskiptanetið. Eigið fé Pósts og síma um síðustu áramót nam 13 milljörðum. Starfs- menn fyrirtækisins í lok síðasta árs voru 2.394 og hafði fækkað um 31 ffá fyrra ári. Fyrir skömmu var lokið við að koma staffænu símasambandi á um allt land og er ísland fyrsta landið sem nær þessum árangri. Reikna má með að á næstu misserum aukist verulega framboð af sérþjón- ustu í kerfinu. Dæmi um þjónustu sem fljótlega verður aðgengileg öll- um er símtalapöntun sem gerir not- enda mögulegt að panta símtal við síma sem er á tali og er sambandinu þá komið á þegar fyrra símtali er lok- ið. Annað dæmi er birting A-númera eða „Caller identification" en með þeirri þjónustu sér notandi hvaðan er hringt ef hann hefur til þess gerðan síma. Ólafur Tómasson póst- og síma- málastjóri segir í ársskýrslu stofnun- arinnar að samkeppni aukist stöðugt og þá ekki eingöngu við innlend fýr- irtæki heldur einnig alþjóðleg, bæði í póst- og fjarskiptaþjónustu. Því þurfi að endurskipuleggja Póst og síma og veita fyrirtækinu meira sjálfstæði. Stjómendur verði að fá meira svig- rúm og frelsi til að ákveða til að mynda fjárfestingar og launastefnu. Ákvarðanataka verði að geta verið hraðari ef fyrirtækið eigi ekki að verða undir í samkeppni við erlend stórfýrirtæki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.