Alþýðublaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 nmiiimmiii 20972. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Sigurður Tómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Davíð er mikið karlmenni Forsætisráðherra nær sér helst á flug þessa dagana þegar Evrópumál eru annars vegar. Og skynsamleg röksemdafærsla og djúpstæð þekking eru aðalsmerki Davíðs Oddssonar þegar kemur að umræðum um Evr- ópumál, eins og ungir sjálfstæðismenn fengu að reyna um síðustu helgi. Ilelst var á forsætisráðherra að skilja að stuðningsmenn aðildar íslands að Evrópusambandinu - en þeir eru fjölmargir innan Sjálfstæðisflokks- ins - væru haldnir einhverskonar vanmetakennd og vildu aðild til þess eins „að vera eins og hinir“. Sérstætt innsæi forsætisráðherrans hlýtur að vera einstakt meðal þjóðarleiðtoga á Vesturlöndum, enda er rökrétt að draga þá ályktun af málflutningi hans að Evrópusambandið sé byggt á þeim hrapallega misskilningi að „allir eigi að vera eins og gera bara eins og hinir“. Mikil er snilld Davíðs Oddssonar. Ekki tekur betra við þegar hinn mikli leiðtogi ræðir um stefnu Al- þýðuflokksins í Evrópumálum, en sú stefna fær þá einkunn hjá Davíð að hún sé máttlaus og aumingjaleg og aðeins ljósrit af stefnu annarra krataflokka. Það er nú eitthvað annað en hin karlmannlega og ofurþjóð- lega íhaldsstefna Sjálfstæðisflokksins sem ættuð er í beinan karllegg frá Jónasi Hallgrímssyni. Þar vantar nú ekki kraftinn og þorið til að takast á við framtíðina. Enga aumingjalega vantrú á þjóðinni er þar að frnna, enda vita þjóðlegir íhaldsmenn að Islendingar eru einstakir: svo einstak- ir að þeir verða að standa einir. Ljósritunarvélar duga skammt þegar fanga þarf innsta eðli íslendingsins, hagsmuni hans og tengsl hans við aðrar þjóðir. Þetta veit Davíð Oddsson. Hann er karlmenni. Á 17. júní varð forsætisráðherra tíðrætt um vankanta lýðræðisins. Og mikið var innsæi leiðtogans á þeim degi. Vankantar lýðræðisins gleym- ast þó snöggt þegar kostir lýðræðisins birtast jafn skýrt og í ræðu Dav- íðs Oddssonar á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna. Upplýst um- ræða, málefnaleg rökræða og framsýn stefnumótun eru þeir kostir lýð- ræðisins sem ræða Davíðs bar umfram annað vitni um. Ekkert máttleysi þar, enginn aumingjaskapur og sannarlega ekkert Ijósrit af ræðum ann- arra: bara nóg af testósteroni. Prófraun landbúnaðarráðherra Bændum mun fækka. Þetta er boðskapurinn sem landbúnaðarráðherra og foringjar bændasamtakanna boða landslýð þessa dagana. Það hefur verið ljóst um langt skeið að bændur eru of margir á íslandi og fram- leiða of h'tið hver um sig til að nauðsynleg hagkvæmni náist í ffam- leiðslunni. Tekjur bænda eru í fullu samræmi við þessa staðreynd og því almennt lægri en hjá viðmiðunarstéttum. Alþýðuflokkurinn hefúr um langt skeið boðað stefnu sem hefur það meðal annars að markmiði sínu að hjálpa bændum í erfiðleikum við að bregða búi um leið og ffamleiðsla og verðlagning á landbúnaðarvörum yrði gefin fijáls. Landbúnaðarkerfið er klafi á því fólki sem því var ætl- að að hjálpa, bændum í landinu, og því ber að leggja það af. Kostnaður neytenda og skattgreiðenda af þessu kerfi hefúr um langt árabil verið óþolandi, en talsmenn bænda hafa hingað til litið á slíkar aðfinnslur sem árásir á bændastéttina. Á næstu vikum mun koma í ljós hvemig stjómvöld vilja leysa vanda sauðljárbúskapar í landinu. Lausnin verður að vera fækkun bænda og aukið fijálsræði í ffamleiðslu og verðlagningu. Bændur verða einnig að skilja það að á næstu áram verða framlög ríkisins til landbúnaðar að lækka vemlega. Þjóðin hefur ekki efni á þessum fjáraustri lengur. Framsóknarstefnan í landbúnaðarmálum er gjaldþrota og það er því kannski við hæfi, að það kemur í hlut framsóknarmannsins Guðmundar Bjamasonar að gera upp þrotabúið. Landúnaðarráðherrann stendur nú þegar höllum fæti vegna endalausra klúðurmála við framkvæmd GATT. Vandi sauðfjárbúskapar er hins vegar mun stærra vandamál við að glíma. Málaflokkurinn er á hans ábyrgð. Hann getur ekki vísað ábyrgðinni annað. Mun Guðmundur Bjamason standast prófið? ■ I barbí með Helga Hjörvar I„Þess vegna tek ég undir med Helga Hjörvar og segi að fyrsta skrefið til sameiningar jafn- aðarmanna sé að ákveða að gera það. Og við sem tilheyrum þessari kynslóð sem er svo praktísk, að ekkert er gert nema það sé líklegt til að virka, höfum fullan vilja til þess að stíga þetta skref óhikað. Ég vil nebbla einn daginn geta leikið mér í barbí með Helga og öllum jafnaðarmönnunum í hinum smáflokknum." Fyrir um hálfum mánuði birtist í Alþýðublaðinu fróðlegt og skemmti- legt samtal Stefáns Hrafns Hagalín við Helga Hjörvar þar sem Helgi sagði ffá því að sér þætti skemmtilegt að leika sér í barbí með dóttur sinni. Auk þess ræddu þeir félagar mikið um óhjákvæmilega sameiningu smáflokk- anna á vinstri væng íslenskra stjóm- mála. Helgi hefur um árabil verið einn ötulasti talsmaður þess að við sem til- heyrum smáflokkunum á vinstri vængnum eigum að sameinast um það að starfa saman á stærri vettvangi. I Pallborðið | L M. Hreinn skrifar viðtalinu segir Helgi Hjörvar að við eigum að sameinast um óljós og óskil- greind markmið og láta málefni lönd og leið til þess eins að geta sameinast og þar er ég honum hjartanlega sam- mála. Við sem störfum innan þessara smáflokka þekkjum það að umburðar- lyndi er nauðsynlegt til þess að um- bera alla þá sem í floklöium eru og hafa aðrar skoðanir en við sjálf á ýms- um málum og útfærslum á þeim. Ef við höfum ekki umburðarlyndið end- um við uppi sem kverúlantar sem aldrei sætta sig við málamiðlanir; fólk sem rýkur burt úr flokknum um leið og nýr smáflokkur er stofnaður til þess eins að halda áfram að vera ósammála öllum sem þar eru. Smæð flokkanna beinlínis veldur því að umburðarlyndi meðlimanna minnkar þar sem stefnan verður sífellt þrengri og smáflokkamir þrífast á því að finna upp mál sem greina þá að og hægt er að benda á þegar stefnan er kynnt hugsanlegum kjósendum. En svo er eins og umburðarlyndið blossi alltaf upp þegar samið er um málefna- grunn ríkisstjóma: þá er allt í lagi að fóma homsteinum flokkastefnunnar til þess að geta sest að völdum. Þess vegna veltir maður því fýrir sér hver sé munurinn á því að sýna umburðar- lyndi utan eða innan ríkisstjómar. Sighvatur Björgvinsson hefur rétti- lega bent á að núverandi stjómarand- staða eigi það verk fyrir höndum að beijast saman gegn þeirri fhaldsríkis- stjóm sem nú situr. Stjómarandstaðan þarf að sameinast um þá málefhavinnu sem framundan er þvf ef allir ætla að húka áffam í sínu homi verður engum árangri náð. En þessi vilji til samstarfs sem nú birtist víða þarf að ná lengra en fram að næstu kosningabaráttu því ef menn ætla að beijast hver við annan þá er engin ástæða til þess að styrkja tengsl- in nú - særindin og níðið verða þá ein- ungis meira og skilur eftir sig dýpri sár. Þeir sem em í forsvari fyrir smá- flokkana núna em margir hveijir sárir eftir áralanga blóðuga baráttu og flest- ir eiga óuppgerðar sakir við félaga sína í núverandi stjómarandstöðu. Því er það, að mikilvægi þess að sýna umburðarlyndi verður enn meira hjá núverandi þingmönnum flókkanna enda er það vissulega deginum ljósara að sameining jafnaðarmanna verður illframkvæmanleg án tilstilli þeirra sem völdin hafa í smáflokkunum. Enda er tilgangur sameiningar ekki sá að losna við alla sem nú starfa heldur að sameina þá. Það hafa margar til- raunir verið gerðar til þess að samein- ast með því að kljúfa smáflokkana en þær tilraunir hafa allar strandað þar sem umburðarlyndi hefur sjaldnast verið með í för. Þegar sameiningu ber á góma hafa Alþýðuflokksmenn ungir sem aldnir sífellt lagt fram þau rök að sameining geti einungis orðið ef allir séu tilbúnir að sameinast um stefnu Alþýðuflokks- ins. Vissulega þætti höfundi það ánægjuleg þróun ef sú yrði raunin en raunveruleikaskyn mitt segir mér þó að eitthvað sé illa smíðað í þessari röksemdafærslu. Er það ekki svo að ef stefna Alþýðuflokksins og fram- kvæmd hennar í rfldsstjóm myndi höfða til allra jafnaðarmanna, væru auðvitað allir jafnaðarmenn fslands í Alþýðuflokknum - Jafnaðarmanna- Ú S t flokki íslands en þannig er raunveru- leikinn einmitt ekki. Valkostir Alþýðuflokksins eru því að vera trúr steftiu sinni á meðan hann starfar í stjórnarandstöðu og varpa henni síðan fyrir róða þegar gengið er til ríkisstjómarmyndunar. Eða að taka heiðarlega afstöðu til þess að ganga til sameiningar með hinum smáflokkun- um og sýna það umburðarlyndi sem nauðsynlegt er til þess að fólk með ólíkar skoðanir og bakgrunn geti fund- ið hugsjónum sínum sameiginlegan farveg. Þess vegna tek ég undir með Helga Hjörvar og segi að fyrsta skreftð til sameiningar jafnaðarmanna sé að ákveða að gera það. Og við sem til- heyrum þessari kynslóð sem er svo praktísk, að ekkert er gert nema það sé líklegt til að virka, höfum fullan vilja til þess að stíga þetta skref óhikað. Eg vil nebbla einn daginn geta leik- ið mér í barbí með Helga og öllum jafnaðarmönnunum í hinum smá- flokkunum. ■ Höfundur er félagsráðgjafi og jafnaðarmaður. 2 3 Atburðir dagsins 1305 Sir Walter Wallace, ein helsta þjóðhetja Skota, tekinn af lífi á viðurstyggilegan hátt í Lundúnum. 1926 Rudolph Va- lentino, hinn mikli elskhugi kvikmyndanna, deyr í New York, 31 árs að aldri. 1939 Sovétríkin og Þyskaland gera með sér griðasáttmála. 1940 Þýskar sprengjuflugvélar hefja árásir á Lundúnir. Afmælisbörn dagsins Lúðvík XVI 1754, konungur Frakklands. Edgar Lee Mast- ers 1869, bandarískur rithöf- undur. Gene Kelly 1912, bandarískur dansari og söngv- ari. Willy Russel 1947, enskt leikskáld, samdi meðal annars Educating Rita. Annálsbrot dagsins Varð maður bráðkvaddur við gröft í kirkjugarðinum á Hvammseyri, en eftir það hann var látinn, barðist hjartað um daginn og kvöldið lengi í bijóstinu, hvar fyrir menn ætl- uðu lífsanda með honum vera og opnuðu honum æðar, sem þó ekki vildu blæða. Ketilsstaðaannáil 1781. Máisháttur dagsins Aldrei er nauminginn ástsæll. Þjófur dagsins „Hann sá ekki andlit hennar fyrren það var orðið of seint.“ Ónefndur talsmaður lögreglunnar I Bari á Ítalíu um óheppinn tösku- þjóf sem rændi móöur sína óvart aftanfrá - og var samstundis handtekinn eftir að sú gamla kæröi son sinn. Orð dagsins Ég hrœðist ei þagnar helkyrrð, ne' húmið er dagurinn flýr, því söngdjúpur, heiðskýr . himinn í hjarta mínu býr. Jónas Guðlaugssón. Skák dagsins Við emm á söguslóðum í dag, og skoðum falleg tafllok síðan 1950. Heintz hefur hvítt og á leik gegn Marlov. Hvíti liðs- aflinn hefur komið sér fyrir til árásar, en menn Marlovs em illa fjarri góðu gamni. Einn snilldarleikur dugar. Hvað gerir hvítur? 1. Dxg4!! Marlov gafst upp enda blasir mát við: drepi hann drottninguna kemur Rg6+.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.