Alþýðublaðið - 31.08.1995, Page 1
Fimmtudagur 31. ágúst 1995 Stofnað 1919 131. tölublað - 76. árgangur
■ Miðstjórn ASÍ krefst breytinga á útfærslu íslenskra stjórnvalda á GATT-samningnum
Hljótum að endurskoða
setu okkar í þessu kerf i
- segir Gylfi Ambjörnsson
hagfræðingur Alþýðusam-
bandsins.
„Við sættum okkur ekki við það
hvemig GATT-samninguriim er fram-
kvæmdur hér á landi. Þetta er ekki leið
sem skynsamlegt er að fara og kemur
til með að sljóvga bændur og leiða til
beinna verðhækkana eins og þegar eru
dæmi um með grænmetið," sagði
Gylfl Arnbjörnsson, hagfræðingur
Alþýðusambands íslands, í samtali við
Alþýðublaðið.
Miðstjórn ASI hefur samþykkt
ályktun þar sem krafist er breytinga á
stefnumörkun stjómvalda hvað varðar
útfærslu þeirra á GATT-samningnum.
Með þeirri útfærslu á samningnum
sem ákveðin var sé verið að tefla í tví-
sýnu þeim árangri sem náðst hafi
varðandi verðlag á landbúnaðarafurð-
um á síðustu árum.
,JMeð þjóðarsáttarsamningunum ár-
ið 1990 var mótuð ný nálgun í land-
búnaðarmálum þegar Alþýðusam-
bandið samþykkti að tilnefna aftur
fulltrúa í neftidir landbúnaðarins. Skil-
yrði fyrir því var að það yrði unnið við
að hagræða í landbúnaði og ná niður
verðlagi. Okkur þykir þessi fram-
kvæmd Gatt-samningsins í rauninni
kollsteypa þeirri stefnu og móti nýja
nálgun sem gengur þvert á það sem
menn hafa verið að gera á undanföm-
um ámm. Með GAtt-samningnum sáu
menn fyrir sér að það kæmi fram
verðlagsaðhald og þrýstingur um frek-
ari hagræðingu í greininni. Það er
landbúnaðinum sjálfum líka mjög
mikilvægt og í sjö manna nefndinni
hafa bændur verið sammála því að
það beri að hagræða í landbúnaði og
þeim greinum sem tengjast honum tfl
þess að ná verðinu niður. Við teljum
að hagsmunir bænda og neytenda fari
saman að þessu leyti og þar sé ekki
um grundvallarágreining að ræða,“
sagði Gylfi.
Kemur til greina að ASÍ dragi sig
út úr sjö manna nefndinni ef stjóm-
völd breyta ekki um stefnu?
„Það er kannski ekki tímabært að
koma fram með hótanir um að hætta
þessu. Ef það verður hins vegar þann-
ig að menn ætla að nálgast þetta út ffá
eldri sjónarmiðum hljóta fulltrúar
verkalýðshreyfingarinnar að endur-
skoða setu sína í þessu kerfi, það er ef
menn eru ekki að vinna út frá þeim
forsendum sem þeir gáfú sér 1990,“
sagði Gylfi Ambjömsson.
I ályktun miðstjórnar ASÍ segir
meðal annars að með GATT- samn-
ingnum hafi verið vænst nýrra að-
haldsaðgerða til hagræðingar og lækk-
unar á kostnaði í fslenskum landbún-
aði. Raunin hafi hins vegar orðið sú að
augljóslega sé stefht að því að tryggja
landbúnaðinum aukna vemd. Að búa
strax til 30% verðmismun milli inn-
flutnings og innlendrar ffamleiðslu sé
langt frá því að vera í samræmi við
þær væntingar sem uppi vom. Með
GATT-samningnum hafi auk þess
verið stefnt að 36% tollalækkun á inn-
fluttum vömm á næstu sex ámm en
samkvæmt íslensku útfærslunni verði
ekki um neina slíka lækkun að ræða.
Það sé því augljóst að innlend land-
búnaðarframleiðsla verði ekki fyrir
neinu aðhaldi vegna GATT-samnings-
ins. íslenskum landbúnaði verði ein-
ungis bjargað sé framleiðslan sam-
keppnishæf gagnvart innfluttum vör-
um.
■ Uppistand
í Kaffileikhúsinu
„Það er
skemmtileg-
ast að jarða
Framsóknar-
mennina"
- segir Hallgrímur Helga-
son rithöfundur um nýja
starfsferilinn.
„Ég held þessu áfram á meðan ein-
hver kemur. Þriðjudagskvöldið var
frábært, ég held að það sé besta kvöld-
ið hingað til. Eins og venjulega vom
konur í meirihluta og þær hlæja svo
hátt. Ég held þó að karlamir skemmti
sér ekkert síður. Konurnar em bara
flinkari að feika það,“ sagði Hall-
grímur Helgason í samtali við Al-
þýðublaðið.
Hallgrímur Helgason sá um að
skipuleggja kvöldstund í Kaffileikhús-
inu í Hlaðvarpanum fyrir hálfum mán-
uði. Dagskráin vakti mikla lukku og
hefur verið endurtekin fyrir fullu húsi
nokkur kvöld. Sjötta sýningin verður í
kvöld og sú sjöunda á sunnudags-
kvöldið.
„Dagskráin hefur breyst, fyrsta
kvöldið fékk ég til mín gesti, en nú
hafa mín atriði lengst," sagði Hall-
grímur. „Eftir hlé er klukkustundar
uppistand - þá bæti ég inn nýjum sög-
um, svona eftir því sem kemur úr fé-
lagsmálaráðuneytinu. Við búum við
óskaríkisstjóm grínaranna, maður þarf
sagði, það er svo gaman að heyra þá
dunka. Svo er ég á leiðinni til Vopna-
fjarðar; Sigríður Dóra á Vopnafirði
er alltaf svo fljót að grípa gæsina,
mikill forkólfur og snögg að átta sig,
hún talaði við mig um að koma þang-
að með dagskrána.
Það er of sterkt til orða tekið að
segja að ég sé haldinn sviðsskrekk -
en svona spennu jú. Ég kann ágætlega
við þetta nýja hlutverk sem mig óraði
reyndar ekki fyrir að ég ætti eftir að
leika. Ég kem sjálfum mér dálítið á
óvart, en er bara nokkuð hrifinn af
þessu. Þetta er auðvitað hið fullkomna
listform.“
Hallgrímur Helgason: Við
búum við óskaríkisstjórn
grínaranna, maður þarf eig-
inlega bara að fara með
frasana þeirra orðrétt og
salurinn liggur. A-mynd: E.ÓI.
eiginlega bara að fara með frasana
þeirra orðrétt og salurinn liggur.
Ég er búinn að slípa dagskrána það
vel að hún rennur vel í gegn; það virk-
ar allt saman, misvel þó; auðvitað
slæðist inn einstaka framsóknarmaður.
En það er skemmtilegast að jarða þá,
eins og séra Baldur í Vatnsfirði
■ Sameining jafnaðarmanna
„Ég held að það þurfi talsvert að ger-
ast svo að af sameiningu geti orðið.
Mér fannst á síðasta kjörtímabili að það
væri meira en örh'til lækjarspræna sem
skildi þessa flokka, en ef menn ná sam-
an um málefhi er auðvitað kominn ein-
hver grunnur að sameiningu,“ sagði
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Al-
þýðuflokksins.
„Menn þurfa að setjast niður og
kanna hvort það er flötur á sameiningu.
En í slíkum sameiningarflokki verða
menn vitaskuld aldrei sammála um alla
hluti firekar en í öðmm flokkum. Hins
vegar þurfa menn að vera sammála um
ákveðin grundvallaratriði og sameinast
um þau. Fyrr en það næst er enginn
flötur á sameiningu," sagði Lúðvík
ennfremur.
„Ef við skoðum tímabilið 1991 til
1995, stjórnartíma Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks, og þann málflutning
sem hafður var uppi á því tímabiU, þá
sést að það er meira en htið sem skilur
vinstri flokkana að. Það er talsvert fljót
sem þarf að brúa en ef menn ná saman
í grundvallaratriðum ætti þetta ekki að
taka mjög langan tíma. Hins vegar sé
ég þetta ekki gerast í nánusm framtíð.
Menn eru alltaf að tala um einhver
söguleg mistök í þessu sainbandi og
fara jafnvel aftur til ársins 1938 í því
skyni. Ég held að sá klofningur sem þá
varð hafi gert það að verkum að þessir
flokkar hafa þróast í sitt hvora áttina og
tel að það sé engin söguleg nauðsyn á
einhverri sameiningu," sagði Lúðvík
Bergvinsson.
Lúðvík: Menn eru alltaf
að tala um einhver söguieg
mistök í þessu sambandi
og fara jafnvel aftur til
ársins 1938 í því skyni.
■ Sameining
jafnaðarmanna
Verður
ekki gert
ofanfrá
- segir Margrét Frí-
mannsdóttir þingkona
Alþýðubandalagsins.
,JÉg er hrædd um að Jón Baldvin
þurfi aðeins að hægja á í utanríkis-
málunum og hann þarf ekki síst að
tala við sinn flokk og sitt fólk um
það hvort það er sammála því að
gera hann að ljós-
móður. Ég er ekki
viss um að svo
sé,“ sagði
Margrét Frí-
mannsdóttir,
þingkona Al-
þýðubandalags-
ins, um samein-
ingarmálin.
„Það sem
skiptir máh er að
fólkið í þessum
flokkum sam-
þykki það að
menn ræði saman
og um hvað er rætt og á hvaða nót-
um. Ekki það að einhveijir tveir for-
ystumenn hittist og haldi fund og
segi svona viljum við hafa það. En
það er nú ekki langt síðan að þessir
tveir menn, Svavar Gestsson og
Jón Baldvin, skrifuðu greinar og þar
voru þeir ekki að undirbúa að fara í
neinn ljósmæðraskóla. Annar skrif-
aði í Vikublaðið og hinn í Alþýðu-
blaðið,“ sagði Margrét. „Mér finnst
hins vegar gott ef þessir forystu-
menn, sem hafa verið til margra ára,
byrja á að ræða málin sín á milli.
Hins vegar er það sem skiptir máli
að fólkið sem er í þessum flokkmn
ræði saman líka, fari í gegnum
stefnumál og það sé ljóst hver sé
vilji þess. Við föllum alltaf í þá
gryfju að einhverjir forystumenn
fara í fjölmiðla og tala saman í
gegnum fjölmiðla og halda að málin
séu búin ef þeir geta náð saman þar.
Það er ekki hægt að gera þetta svona
ofanffá. Jarðvegurinn er til staðar en
ég er bara ekki viss um að fólkið sé
tilbúið til að afhenda þessum mönn-
um umboð til að fylgja því eftir,“
sagði Margrét Frímannsdóttir.
Margrét: Ég er
ekki viss um að
fólkið sé tilbúið
til að afhenda
þessum mönn-
um umboð.