Alþýðublaðið - 31.08.1995, Side 2

Alþýðublaðið - 31.08.1995, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 s k o ð a n MMDUBIMD 20977. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. R'rtstjórn, auglysingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Verkalýðshreyfingin og landflóttinn í Tímanum í fyrradag var rætt við Bjöm Grétar Sveinsson formann Verkamannasambands, þarsem hann sagði af ferð sinni til Danmerkur að ræða við brottflutta íslendinga. Niðurstöður Bjöms Grétars vom þessar: Verkafólk í fiskvinnslu fær þrisvar sinnum hærri laun í Dan- mörku en á íslandi, þar er fólki óhætt að festa kaup á húsnæði án þess að sökkva í botnlaust skuldafen og velferðarkerfið danska er öflugra og betur sniðið að þörfum fólks á öllum sviðum. Formaður Verkasam- bandsins kann ekki skýringar á þessum mikla mun á lífskjörum á ann- arsvegar íslandi og hinsvegar einu þeirra landa sem við bemm okkur oftast saman við. Hinsvegar kveðst hann hafa fullan hug á því, að beita sér af alefli ,4 næstu kjarasamningum“. Oddur Ólafsson gerir þessa frétt að umtalsefni í Tímanum í gær; sömuleiðis gamalkunnan tyllidagasöng fyrirfólks um að hvergi sé meiri og almennari velferð en á íslandi. Oddur segir: „Og rétt er það að hér ríkir velferð. Það er velferð nómenklatúrunnar, velferð eigenda lands, hlunninda og kvóta, velferð Qármagnseigenda og stóreignafólks, velferð stórfyrirtækja, háembættismanna og forstjóra og allra þeirra ábyrgðar- lausu sem fara með fjármuni annarra.“ Þetta era orð að sönnu. Vitanlega er hægt, með meðaltalsútreikningi, að komast að þeirri niðurstöðu að íslendingar hafi það ágætt. Ásmundur Stefánsson, þá forseti Alþýðusambands íslands, orðaði það svo, að manni sem stendur með annan fótinn í ísköldu vatni en hinn í sjóðandi heitu, líði að meðaltali vel. íslenska fiskverkunarfólkið sem unnvörpum hefúr flutt til Danmerkur uppá síðkastið er ekki að flýja besta velferðar- ríki heims. Það er að flýja húsnæðisbasl og vinnu, þarsem klukkustund- in er metin á 3-400 krónur. í Alþýðublaðinu í dag er grein eftir Helga Hjörvar þarsem hann fjallar um þetta mál og ástæður þess að íslending- ar fást ekki til að vinna í fiski. Ög ástæðan er borðliggjandi: sultarlaun og fátæklegar framtíðarvonir. Það er vel kunn en lítt rædd staðreynd að launamunur eykst með hveiju ári. ísland er ekki það stéttlausa þjóðfélag, sem margir vilja vera láta. Þessvegna vekur enga furðu þótt fólk taki sig í auknum mæh upp og flytji þangað sem betri skilyrði eru til að bæta lífskjör sín. Og það er fúll ástæða til að taka undir með Oddi Ólafssyni, þegar hann segir að at- gervisflóttinn verði ekki stöðvaður „með því að guma af velferð og stéttleysi og iáta nómenklatúruna komast upp með að ljúga því enda- laust að hvergi ríki eins mikill jöfnuður og á íslandi. Jöfnuðurinn er nefnilega einsog í dýraríki Orwells; sumir eru svo miklu jafnari en aðr- ir.“ Verkalýðshreyfingin, ef einhver töggur er eftir í henni, hlýtur að fara að rumska. Of lengi hafa verkalýðsforingjamir látið forstjóra á tuttugu- földu kaupi verkakonu segja sér, að íslensku samfélagi sé glötun búin ef hróflað er við töxtum láglaunafólks. Eina leiðin Það þurfti eitt blóðbað enn í Sarajevo til þess að Sameinuðu þjóðimar beittu flugvélum NATÓ gegn Serbum. Loftárásir NATÓ vom mjög umfangsmiklar og virðast hafa skila verulegum árangri. Reyndar er það svo, að Sameinuðu þjóðimar geta hvenær sem er rofið umsátur Serba um Sarajevo og aðrar borgir í Bosmu-Herzegóvinu. Póhtískan vilja og samstöðu hefur hinsvegar skort. Hemaðarmáttur Bosníu-Serba hefur alltaf verið orðum aukinn og „siðferðisþrek“ þeirra er nú mjög á þrotum, ekki síst eftir hrakfarir Serba í Krajnahéraði í Króatíu. Þótt Bosmu-Serbar eigi stórskolalið og skriðdreka langt umfram stjómarher Bosrnu getur NATÓ lamað serb- nesku vígvélina með víðtækum loftárásum. Þá fyrst er hægt að semja við Serba þegar losað hefur verið um kverkatak þeirra á Sarajevo og öðrum bosmskum borgum. Þeir hafa í þijú ár haldið í gíslingu hundruð- um þúsunda óbreyttra borgara. Á sama tíma hafa þeir skrifað undir óteljandi samninga sem ekki era pappírsins virði, í þeirri vissu að óein- ing og máttleysi leiðtoga heimsins gerði Serbum kleift að halda hemaði sínum áffam. Með loftárásunum í gærmorgun er búið að kenna Serbum lexíu. Þeirri lexíu þarf hinsvegar að fylgja eftir af ítrastu hörku. Aðeins á þann hátt er hægt að binda enda á stríðið - það verður ekki gert með því biðja Karadzic vinsamlega að hætta að slátra fólki. ■ Minnisblöð frá Sarajevo „Þegar þessu stríð lýkur - ef því lýkur nokk- urntíma - munum við aldrei geta minnst á það án þess að um okkur fari hrollur; hver draum- ur verður martröð. Tímabil er glatað, æskan eyðilögð. Og aldrei var sumarið svo fagurt." - Dr. Predrag Finci, Sarajevo, sumarið 1992. í gær var ég að grúska í ýmislegum pappírum sem ég var búinn að stein- gleyma, hafði einhvemtíma sett þá of- an í kassa, lokað kassanum og síðan farið að hugsa um eitthvað annað. En í gær opnaði ég þennan kassa af rælni, og sjá: Þarna var kveðskapur síra Bjöms r Sauðlauksdal og sömuleiðis Mikaels Mathiesens. (Sá síðamefndi var forfaðir minn og bjó austur á Mjóanesi sitthvoru megin við alda- mótin 1800. Nei, ég er ekkert skyldur þeim.) Fleira kom uppúr kafinu: bréf, margvíslegar orðsendingar, ljósmynd- ir. Minningar. Eg var orðinn þægilega nostalgískur þegar ég rakst á stórt, brúnt umslag. Á umslagið var skrifað: Samtal við dr. Predrag Finci. Saraje- vo, september 1992. Ég fór á sínum tíma til Sarajevo í því skyni að leita uppi dr. Predrag Finci. Eg hafði lesið grein eftir hann í The European þarsem hann skrifaði um lífið og dauðann í Sarajevo. Þetta var fjórum mánuðum eftir að umsátrið hófst: grein hans var, fyrirgefið kli- sjuna, einsog seiðmögnuð sálumessa - mrnus sáluhjálp og heilaga von. Það tók talsverðan tfma að finna dr. Finci. Jú, sögðu kunningjar mínir á sjónvarpsstöðinni í Sarajevo, við vit- um hver hann er, en nú um stundir er ekki hlaupið að þvi að hafa uppá fólki hér í borg. Mér Iá svosem ekkert á, og þar að auki höfðu einhveijir króatískir fólar skotið niður ftalska birgðaflugvél og þessvegna var ekkert flogið til Sarajevo næsta mánuðinn. Serbar, fyr- ir sitt leyti, voru ljón á vegi þeirra sem æduðu f spássitúr útúr borginni. Einn góðan veðurdag sagði Micho mér að dr. Finci væri kominn í leitim- ar. Dr. Predrag Finci reyndist vera pró- fessor í heimspeki við háskólann í Sarajevo, aukþess leiðtogi gyðinga í borginni. Þegar konungshjónin af Spáni gerðu gyðinga brottræka fyrir hálfu árþúsundi héldu sumir yfir þvera Evrópu, og settu sig niður í Bosníu. Það fylgir sögunni af spænsku gyðing- unum að þeir tóku með sér lykla að húsum sínum: sannfærðir um að einn góðan veðurdag myndu þeir snúa aft- ur. Það átti ekki fyrir þeim að liggja, en afkomendur þeirra urðu heimamenn í Bosmu. í þann tíð var landið hluti af Tyrkjaveldi: Vestur og Austur mættust á Balkanskaga. Tyrkir, einsog flestir múslimar fyrr og síðar, létu sig litlu skipta hvaða guð menn ákölluðu; þeir þröngvuðu Allah ekki uppá Bosníu- menn fremur en aðra. Ferðalangur í Sarajevo gat dáðst að tignarlegri mosku og farið svo og gefið sig á vald dulúðlegri rétttrúnaðarkirkju Serba, nema hann labbaði í næstu götu að skoða katólska kirkju þarsem voru Króatar að biðja til Maríu guðsmóður. Gyðingamir sem komu til borgarinnar reistu bænahús án þess að nokkrar at- hugasemdir væm gerðar: Sarajevo var í árhundruð tákn umburðarlyndis í Evrópu. Fram að heimsstyijöld númer tvö bjuggu mörgþúsund gyðingar í borginni og undu bærilega sfnum hag, rétt einsog katólskir, rétttrúaðir og múslimar. Gyðingamir í Sarajevo urðu flestir helförinni að bráð, enda Bosnfa þá innlimuð í fasfska Króatíu sem meira og minna var stjómað frá Berl- ín. Haustið 1992 bjuggu tvöhundruð gyðingar í Sarajevo. Hinn fomi og ægifagri grafreitur þeirra var nú skil- greindur sem fremsta víglína, og því vettvangur sprengjuregns. Kannski verður einhverntíma hægt að nota hann sem bílastæði. Predrag Finci: rúmlega fertugur, sýndist mér, dökkur yfirlitum, fágaður og alþýðlegur í senn. Glóð augna hans var ekki kulnuð einsog hjá svo mörg- um íbúum Sarajevo. í The European hafði hann skrifað: „Hér veit maður ekki hvaða dagur er, irnður eldist um heilt dr d einum degi, allt í kringum mann og innan í manni er að drepa rnann; maður veit að þennan tangó dansar maður við dauð- ann. Þegar þessu stríð lýkur - efþví lýk- ur nokkurntima - munum við aldrei gela minnst d það úin þess að um okk- ur fari hrollur; hver draumur verður martröð. Tímabil er glatað, œskan eyðilögð. Og aldrei var sumarið svo fagurt. Sumrinu var ekki lokið þennan septemberdag. Þetta var laust uppúr hádegi: Serbamir í hlíðunum umhverf- is borgina nývaknaðir, væntanlega búnir að fá sér fyrsta slivovitz- sjús- sinn. Bráðum myndi byija að rigna. Þremur árum síðar skoða ég minnis- blöð frá samtali okkar. ,J>ótt þessu strfði lyki f dag,“ sagði Finci blátt áffarn, „þá mun siðmenn- ingin aldrei, aldrei eiga afturkvæmt til Sarajevo. Of mikið hefúr gerst. Það er búið að drepa sjálfan anda Sarajevo. Við munum aldrei geta lifað eðhlegu h'fi í þessari borg, við getum ekki tekið upp þráðinn þarsem ffá var horfið." Mig langaði ekki til að trúa þessum orðum. Maldaði í móinn: En auðvitað lýkur stríðinu innan skamms, og þá verða menn að hefja daglegt líf af ein- hveiju tagi. Gróa ekki öll sár um síðir? ,J9ei,“ sagði dr. Finci, „ekki öll sár gróa um síðir. Þú verður að skilja hvað Sarajevo stóð fyrir. Lífið í Sarajevo var öðmvísi en annarsstaðar. Umburð- arlyndi, léttleiki, lífsgleði - þetta var Sarajevo. Héðan í frá getur borgin aldrei orðið annað en grafreitur alls þessa, viðurstyggilegt minnismerki um hatur og svik.“ Dr. Finci sagði mér að næstæðsti maður Bosníu-Serba hefði verið pró- fessor í enskum bókmenntum við há- skólann. Sérfræðingur í Shakespeare. ,Bg mun aldrei skilja - og ég vil ekki skilja það - hvað gerðist í huga hans, þegar hann tók þá ákvörðun að varpa sprengjum á borgina þarsem hann var alinn upp, þarsem hann hafði búið allt sitt h'f - þarsem var allt hans líf.“ Shakespeare hefði hinsvegar áreið- anlega verið áhugasamur um persónu- leika háskólaprófessorsins sem dag nokkum setti sér það takmark að afmá fæðingarborg sína af landakortinu og drepa vini síha. ■ Atburðir dagsins 1867 Franski skáldsnillingurinn Charles Baudelaire, 46 ára, deyr í fangi móöur sinnar í París. 1900 Byrjað að selja Kóka-kóla á Bretlandi. 1919 Fyrsta al- menna listsýningin hér á landi opnuð í barnaskólanum í Reykjavík. Sýnd voru 90 verk eftir 15 listamenn. 1919 Jóhann Siguijónsson skáld lést í Dan- mörku, 39 ára gamall. 1972 Sundkappinn Mark Spitz vinnur fimmtu gullverðlaun sín á Ólympíuleikunum í Munchen. 1980 Silfursjóður finnst við Miðhús á Fljótsdalshéraði. Afmælisbörn dagsins Caligula 12, geðsjúkur róm- verskur keisari. James Cobum 1928, bandarískur leikari. Van Morrison 1945, írskursöngvari. Annálsbrot dagsins Var drekkt í Húnavatnsþingi Guðrúnu Bjarnadóttur fyrir barnslaun og morð. Var upp- gralinn á Holti undir Eyjafjöll- um álta vetra gamall piltur. er í ófeiti dáið hafði. Sjávarborgarannáll. Lokaorð dagsins Eg býst við að þú hafir rétt fyrir þér, Wyatt: Eg sé ekki nokkum skapaðan hlul. Hinstu orö lögmannsins Morgans Earps (d. 1882). Á dánarbeöinum féllst hann loks á sjónarmiö bróöur síns um hvaö tæki viö eftir dauöann. Orð dagsins Bak við mig híður dauðinn, berlumn íhendi styrkri hyldjúpan nœturhimin heiltanfullan afmyrkri. Jóhann Sigurjónsson. Hann dó þennan dag fyrir 86 árum. ú s t Málsháttur dagsins Oft á Gyðingur gott bam. Skák dagsins Nú er eitt ár liðið sfðan Jóhann Hjartarson og Jón Garðar Viðarsson settu met: þeir tefidu lengstu skák sem íslensk skáksaga kann að greina frá. Þetta var á Skákþingi ísiands og þeir félagar tefldu 183 leiki - áðuren þeir sömdu um jafnt- efli! En við ætlum ekki að skoða þá langloku heldur vilj- um við fá úr því skorið hvemig tékkneski stórmeistarinn Vlas- timil Hort stýrði svörtu mönn- unum í annálaðri skák við Svisslendinginn Wemer Hug á Ólympíumótinu í Skopje (sem nú er höfuðborg Make- dóníu) árið 1972. Hort þykir yfirleitt fremur svifaseinn og traustur en nú skýtur hann flug- eldum. í gríð og erg. Svartur leikur og vinnur. 1.... Bxh4!! 2. gxh4 Hf3! 3. Re3 Hg3+! 4. Khl Hf2 Og Hug gafst upp: hann var einu sinni björt von, enda varð hann heimsmeist- ari tvítugra og yngri um þetta Ieyti, en hefur aldrei verið annað og meira en fallbyssufóður sterk- ustu meistaranna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.