Alþýðublaðið - 31.08.1995, Síða 4

Alþýðublaðið - 31.08.1995, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐHD FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 ó r n m á I ■ Mikill áhugi var á fundi Jóns Baldvins Hannibalssonar og Svavars Gestssonar fyrr í vikunni. Alþýðublaðið var á fundinum og hér fara á eftir helstu atriðin ræðu Jóns Baldvins „Menn eigi ekki að þurfa að finna upp hjólið þegar búið er að finna það upp." Jón Baidvin i ræðustól og Svavar skemmtir sér hið besta. A-mynd: E.ÓI. Á mánudagskvöld boðaði Alþýðu- bandalagsfélag Reykjavíkur til fundar með Jóni Baldvin Hannibalssyni for- manni Alþýðuflokksins og Svavari Gestssyni þingmanni Alþýðubanda- lagsins á Kornhlöðuloftinu. Mikill áhugi var á fundinum og komust færri að en vildu. Til hans var boðað vegna bókar Svavars, Sjónarrönd - Jafnað- arstefnan, viðhorf, sem út kom fyrr í sumar. Að loknum inngangsorðum skipti Jón Baldvin ræðu sinn upp í nokkra megin kafla. Fyrst ræddi hann ’ um megininntak þess sem hann kallar sígilda jafnaðarstefnu á 20. öld. Síðan gerði hann grein fyrir um hvað gagn- rýni kommúnista á jafnaðarstefnuna hefur snúist, það er að segja höfnun kommúnista á lýðræði og skilyrðis- lausan stuðning við Sovétríkin. Því næst gerði Jón Baldvin grein fyrir því ólíkt þjóðfélagsskoðun kommúnista og jafhaðarmanna hefði leitt til ágreinings um stórmál á lýðveldistímanum. Hann nefndi þar til sögunnar þrennt, utanrík- is- og alþjóðamál, deilur um markaðs- kerfi eða ríkisforsjá og átök milli vemdarstefnu og fríverslunar í utanrík- isviðskiptum. Þessi stóru ágreinings- mál hafa gengið aftur í stjómmálaátök- um aldarinnar. Þessir tveir flokkar ná ekki saman nema þeir nái saman um þessa stóm málaflokka. Því næst íjall- aði Jón Baldvin um bók Svavars. Hann taldi að Svavar lýsti vandamál- um mannkyns að mörgu leyti réttilega en rataði ekki á réttar leiðir til lausnar. Hann nefndi tvennt til. I fyrsta lagi óskhyggju Svavars um þijá alheims- sáttmála á vegum Sameinuðu þjóð- anna sem ættu að tryggja náttúmvemd, frið og efnahagslegan jöfnuð. Þetta væri helber óskhyggja, nema því væri fylgt eftir með framsali framkvæmda- valds frá þjóðríkjum til nýrrar heims- stjórnar. Hitt var tilraun Svavars til þess að koma á „sósíalisma í einu landi“, þarsem Svavar gerir ráð fyrir 35 milljarða aukinni skattlagningu, einkum af fjármagnstekjum. Þetta væri óraunsætt af mörgum ástæðum. í fyrsta lagi vegna þess að slík skattlagn- ing í opnu fjánnagnskerfi myndi leiða til fjárflótta, draga úr fjárfestingu og ýta undir atvinnuleysi og lakari lífs- kjör. Hinsvegar vegna þess, að miðað við neikvæðan hagvöxt og skuldabyrði þjóðarinnar, þá væmm við komin að endimörkum skattlagningar. Þetta væm dæmi um að Svavar lýsd alþjóð- legum vandamálum en fyndi aðeins þjóðlegar lausnir, sem dygðu ekki til. Því næst vék Jón Baldvin að vanda- málum jafnaðarstefnunnar á 21. öld. Hann færði rök fyrir því að sterk öfl, sem stuðla að auknum ójöfnuði á heimsvísu væm að verki og að þjóð- ríkið væri á hröðu undanhaldi, og lausnir innan ramma þess dygðu ekki lengur. Sem dæmi um þetta nefndi hann hinn alþjóðlega fjármagnsmark- að og fjölþjóðafyrirtæki, sem hefðu vaxið þjóðríkinu yfir höfuð. Ef þjóð- ríkið skapaði þessum fyrirtækjum ekki samkeppnisfær skilyrði, með lágum sköttum, viðskiptafrelsi og lágum velferðarkostnaði flyttu þau sig annað. Þetta, ásamt tæknibylt- ingunni, væri stærsta skýringin á at- vinnuleysisvanda iðnrfkjanna. Auk þess blasti við að ný stéttaskipting væri að festa sig í sessi, annarsvegar væri alþjóðlegur úrvalshópur þekkingar- samfélagsins, sem nyti alþjóðlegra of- urkjara, hinsvegar staðbundnir starfs- menn iðnaðar og þjónustugreina, en lífskjör þeirra fæm stöðugt versnandi. Annarsvegar vegna offramboðs ómenntaðs og ófaglærðs verkafólks og hinsvegar vegna þess að vélmennið leysir mannshöndina af hólmi við færi- bandið. Helsta tekjujöfnunartæki jafn- aðarmanna, ríkisvald þjóðríkisins, dygði ekki til þess að leiðrétta þessi markaðskjor og stuðla að jöfnuði. Þessvegna væri Evrópusambandið svar-við því. Fjölþjóðleg vandamál kölluðu á fjölþjóðlegar lausnir, enda megintilgangur Evrópusambandsins inná við að jaftia kjör milli norðurs og suðurs, og á næstunni milli austurs og vesturs við stækkun bandalagsins til Austur-Evrópu. Jón Baldvin tíundaði margar þversagnir í málflutningi Svav- ars Gestssonar, sem bentu til þess, að hann hefði ekki hugsað til enda þau vandamái sem hann væri að íjalla um. Meginþversögnin væri þó sú, að hann skildi alþjóðlegt eðli vandamálanna en væri bundinn í báða skó af þjóðemis- hyggju sinni og hafnaði ijölþjóðlegum lausnum. Þannig virtist Svavar reyndar ekki vera marxisti, varla kommúnisti en heldur ekki jafnaðarmaður, hann virtist vera draumóra- sósíalisti og þjóðemissinni en kannski einna helst andófsmaður sem byggði á óskhyggju. I lokakaflanum fjallaði Jón Baldvin um helstu veikleika íslensks þjóðfélags í ljósi alþjóðlegrar þróunar og þeirrar tæknibyltingar sem geisaði í löndunum umhverfis okkur. ísland væri að drag- ast aftur úr, núverandi ríkisstjóm væri innsiglun á óbreyttu ástandi, þegar við þyrftum á að halda róttækum umbót- um til þess eins að standa í stað. Hann taldi upp tíu verkefni og spurði: Geta nútímalegir jafnaðarmenn á íslandi sameinast um að hrinda þessum stóm umbótamálum í framkvæmd? Það yrði að lokum prófsteinn á vilja manna í verki. Hér á eftir fara nokkrir kaflar úr ræðu Jóns Baldvins. Takk fyrir síðast „Ég vil byija á því að þakka fundar- boðendum fyrir þetta kurteislega boð að mæta hingað og ræða sameiginiegt áhugamál: jafhaðarstefnuna hér og nú og í ffamtíðinni. Ég kemst ekki hjá því að hugsa til þess, að ef mig ekki misminnir þeim mun herfilegar, þá er þetta sennilega í fýrsta sinn sem ég mæti á fundi hjá Al- þýðubandalaginu í Reykjavík síðan á fundi sem kenndur var við Tónabíó, árið 1967 - og ekki seinna vænna að maður segi takk fyrir síðast," sagði Jón Baldvin við upphaf ræðu sinnar, en á fundinum mátti meðal annars sjá nokkra sem höfðu tekið þátt í hinum örlagaríka og sögufræga fundi fyrir tæpum þremur áratugum. Síðan sagði Jón Baldvin: „Ég ætla ekki að flytja ritdóm um bókina hans Svavars, heldur taka þessu góða boði, að ræða jafnaðarstefnuna hér og nú og í framtíðinni, en með nokkurri tilvísun til bókarinnar. Fyrir áhugamenn um efnið skal áréttað það sem fundarstjóri sagði, að ég hef hrip- að þrjár greinar í bókmenntatímarit sem gefið er út, og heitir Alþýðublað- ið, af þessu tilefni og nefni ,3ak við sjónarrönd". Ég bendi á þær, máli mínu til stuðnings. Við Svavar hittumst stuttlega í morgun í útvarpsþætti, og til þess að spara fjölmiðlamönnum verkið var ég í hlutverki spyrilsins. Fyrsta spuming mín til Svavars var um nafngift bókar- innar. Ég skil sjónarrönd og ég skil jafnaðarstefnuna og ég skil viðhorf, en ég spurði Svavar: Hversvegna kennir þú þessa bók við jafnaðarstefnuna? Af þeirri einfóldu ástæðu, að ég hef kom- ist að þeirri niðurstöðu við vandlegan lestur og íhugun, að bókin fjalli að vísu ekki um jafnaðarstefnuna. Svavar svaraði því til, að víst væri titillinn vel til fundinn, vegna þess að hann væri nú engu að síður jafnaðarsinni. Og ég skildi það svo, að hann væri eitthvað að tregðast við að segja , jafnaðarmað- ur“. En auðvitað var ég of seinn að hugsa þá til að svara: Já, já, það er nú svo einsog það er, meira að segja Stalín sjálfur hefði þóst vera jafhaðar- sinni, enda jafnaði hann allt við jörðu og gerði alla jafha í örbirgðinni, og það á náttúrlega ekkert skylt við jafhaðar- stefnu. Ég var auðvitað ekki svona fljótur að svara í morgun." Ér eftir nokkru að bíða? „Til eru þeir, sem hefðu reynt að setja sig í spor Svavars og sagt sem svo: Jæja, góðir hálsar, nú er svo kom- ið, að þetta sem hefur verið okkur jafn- aðarmönnum, kommúnistum, sósíalist- um að ágreiningsefhi á öldinni er fyrir bí. Rauði Lenín fallinn, kommúnism- inn búinn, Sovétríkin heyra sögunni til. Er í raun og veru ekki hægt að h'ta svo á, að þetta allt saman - frá rússnesku byltingunni til endaloka Sovétríkjanna - megi skoða sem einskonar risavax- inn útúrdúr sögunnar? Gleymum þessu, látum hina dauðu grafa hina dauðu. Getum við ekki tekið upp þráð- inn aflur, þarsem frá var horfið og snú- ið okkur að því að sameina jafnaðar- menn, þessa hreyfingu sem til var stofnað í árdaga með Alþýðuflokki/Al- þýðusambandi. Er það ekki svo, þegar þetta allt er frá, að það éru stór og viðamikil mál sem sameina okkur sem lýðræðissinnaða jafnaðarmenn - er eft- ir nokkru að bíða? Aðrir kunna að vera algerlega ósam- mála þessu, og ég skil bókarhöfund þannig, að um sé að ræða bókarrýni sem ekki eigi við, því þetta hafi ekki vakað fyrir honum, hann hafi ekkert ætlað að fjalla um sígilda jafnaðar- stefnu, og hann gerir það ekki. Og það er auðvitað allt í lagi með það, útaf fyr- ir sig, ég ætla ekki að segja honum fýr- ir um bókarefhi. Svavar gaf sér til dæmis ekki tíma til að fjalla um hinn sögulega ágrein- ing, gera grein fýrir því um hvað hann snerist: hver er hin sígilda jafnaðar- stefna, hver var gagnrýni pólitískra forvera Svavars sem tilheyrðu hinum arminum - kommúnistum, sósíalistum - eða neitt þessháttar. Hann fjailar ekki um reynsluna af starfi lýðræðisjafhað- armanna, hið norræna módel eða vel- ferðarríki Evrópukrata. Hann fjallar sérstaklega alls ekkert um hinn raun- verulega vanda jafnaðarmanna í breyttum heimi; á þeirri öld sem ég tel raunar þegar runna upp, 21. öldina, sem ég tel, til hægðarauka, að hafi mnnið upp 9. nóvember 1989 við fall Berlínarmúrsins og lok seinni heims- styijaldarinnar. Þessvegna vil ég biðja ykkur um, að umbera mér það, að ég þarf að fara ör- fáum orðum um þessa sígildu, hefð- bundnu jafhaðarstefnu, það er að segja þessa „vegahandbók" sem Alþýðu- flokkurinn er fulltrúi fyrir í íslenski póhtík. Og ég geri það með því hugar- fari að menn eigi ekki að þurfa að finna upp hjólið þegar búið er að finna það upp.“ Lýðræði versus bylting „Við skulum fara hratt yfir sögu. Við vitum það öll, sem hér emm inni, að sósíalisminn - jafhaðarstefnan - er afsprengi iðnaðarsamfélagsins. Jafhað- armannaflokkamir urðu til á seinustu áratugum liðinnar aldar. Útgangs- punktur lýðræðisjafnaðarmanna, það er að segja jafnaðarstefnunnar sem sjálfstæðrar þjóðfélagsskoðunar er ein- faldlega að menn höfnuðu bæði Marx og síðar Lem'n. Marxisminn var ekki þjóðfélagsvísindi, hann hafði ekki fram að færa frambærilega, nothæfa forsögn um þróun iðnaðarsamfélags- ins. Hin dramatíska lýsing Marx gamla á hinu óhjákvæmilega lögmáli, að þjóðfélagið myndi umskautast f auð- drottna og arðrænda, eignalausa ör- eiga, var ekki að rætast, sagði Bern- stein. Þvert á móti: Millistéttinni óx fiskur um hrygg, hagur manna fór heldur batnandi og þar kom að menn sögðu sem svo: Bylting er ekki óhjá- kvæmileg, það má nota lýðræði og þingræði, og þessir flokkar og þessi verkalýðshreyfing vom stofhuð til að beita þessum tækjum til þess að breyta óbeisluðum kapítalisma í það sem seinna varð velferðarríki. Útgangspunkturinn var þessvegna: Lýðræði og þingræði versus bylting. Seinna, þegar rússneska byltingin kom til sögunnar, höfnuðu jafnaðarmenn lfka hugsun og aðferðafræði Leníns; þeir höfhuðu byltingunni, þeir höfnuðu alræði öreiganna, þeir höfhuðu flokks- kenningu hans - það er að segja hinum hervædda flokki þarsem valdið var firá toppnum og niður úr.“ Eitt atkvæði árið 1931 Þá emm við þangað komin, að ég get sagt að sígild, hefðbundin jafnaðar- stefna fór að taka á sig mynd út frá tveimur megin viðfangsefnum þegar líða tók á öldina. Ég get reyndar tíma- sett það. Árið 1931, að hausti til, sam- þykkti sænski krataflokkurinn, með eins atkvæðismeirihluta á flokksþingi, að fara ekki þjóðnýtingarleiðina, að kjami málsins væri ekki að lögfesta eignarhald ríkisins á framleiðslutækj- unum, heldur hitt, að viðurkenna hlut- verk markaðarins en nota lýðræðislega fengið vald þjóðríkisins til þess að leiðrétta ójafna eigna- og tekjuskipt- ingu í gegnum tæki velferðarríkisins; skattakerfið, almannatryggingar og svo framvegis. Með öðmm orðum: Menn svömðu spumingunni um verðmæta- sköpunina á þennan veg: Samkeppni á markaði er kerfi sem skilar vömnum, sem er hagkvæmt, sem er líklegt til að Mikill áhugi var á fundi Jóns Baldvins og Svavars og komust færri að en vildu. A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.