Alþýðublaðið - 31.08.1995, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 31.08.1995, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ó r n m á I og í framkvæmd undir Viðreisn, af hálfu Alþýðuflokksins, Þetta olli mikl- um ágreiningi vegna þess að mér er ekki kunnugt um það, að Sósíalista- flokkurinn og Alþýðubandalagið hafi gert þá spurningu upp. Yfirleitt eru þeir þama með erfðagóss um eigna- hald rfkisins, forræði ríkisins, og það er hver málaflokkurinn á fætur öðmm sem sker í milli.“ Nýtt að heyra „Éitt af því sem ég tel jákvætt við bók Svavars, er að hann viðurkennir vanda okkar sem skuldugrar þjóðar og segir: Við þurfum að komast að ein- hverri niðurstöðu um það, hvað opin- beri geirinn má vera stór hluti af þjóð- arffamleiðslunni, en Svavar nefnir að vísu ekki hlutfallið. Eg myndi svara þessu svona: Svíar og sumar Norður- landaþjóðir fóm langt yfir strikið, við emm að nálgast hin eðlilegu mörk. - En þetta er nýtt að heyra af vörum for- ystumanna Alþýðubandalagsins." Prófsteinn á samstöðu „Það er auðvitað mjög sérstakt að þessir tveir flokkar, þrátt fyrir allan sögulegan ágreining, skuli ekki hafa náð samstöðu um auðlindastefhu, sam- eign þjóðarinnar á landi og náttúmauð- lindum, utan eignaréttar bújarða,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að mál- ið snerist ekki bara um sameign þjóð- arinnar á sjávarauðlindinni, heldur „- kröfu um afnotagjald til þjóðarinnar fyrir úthlutun af afnotarétt á auðlind- inni. Þetta er reyndar svo stórt mál í Is- landi samtímans, að það er það ótrú- legt að fulltrúar almannahagsmunu, einsog þessir tveir flokkar, skuli ekki hafa náð samstöðu. Ég h't á þetta mál sem prófstein, hvort stjómarandstöðu- flokkarnir ná saman í þessu stóra máli.“ Jón Baldvin sagði að mikil togstreita hefði verið milli fríverslunarsjónar- miða, sem jafhaðarmenn hefðu haldið fram, og vemdarsjónarmiða sem Al- þýðubandalagið hefði oft einkennst af. „Það er út fra hagsmunum útflutnings þjóðarinnar, sem við höfum sagt: Við eigum að fylgja fram frfverslunar- pólitik, það er okkar hagur. Þessvegna studdum við EFTA, þessvegna studd- um við EES. Alþýðubandalagið var á móti báðum." Hefðum ekki myndað stjórn með Davíð ef - „Ég spyr ykkur, sem emð alþýðu- bandalagsmenn hér á fundinum," sagði Jón Baldvin, „haldið þið að við hefðum myndað ríkisstjóm með Davíð Oddssyni árið 1991 ef Alþýðubanda- lagið hefði verið búið að hugsa til enda afstöðu sína til þessara mála [EES]? Ég býð ekki í stöðu íslensks þjóðarbús núna ef okkur hefði ekki tekist að ná EES-samningnum fram. En ríkisstjóm hefðum við aldrei myndað með Davíð Oddssyni, ef við hefðum þóst geta haft það tryggt í samvinnu við flokkana, Alþýðubandalag, Framsóknarflokki og Kvennalista, að það mál (ásamt álmál- inu) hefði hlotið tryggan framgang í áframhaldandi stjómarsamstarfi." Byrjun á samtali .JDraumurinn um meiri áhrif jafhað- armannahreyfingarinnar á íslandi, draumurinn um stóran jafhaðarmanna- flokk - sem ég leyfi mér að slá föstu að við deilum - hann mun ekki rætast nema við ræðum til enda þau stóm viðfangsefni sem við þurfum að af- greiða og útkljá, og sem við berum ábyrgð á gagnvart okkar þjóð. Ef við erum ósammála í gmndvallaratriðum munum við ekki ná saman. Ef þessi fundur er byijun að samtali um mál- efni, og gæti leitt til þess að ágrein- ingsefhum yrði fækkað, þá hefur þessi fundur auðvitað náð tilgangi sínum.“ Ný hreyfing ,JVIeðan við deilum um markmið og leiðir sitja dauflyndir, sauðþráir firam- sóknarmenn uppi í stjómarráði og að- hafast ekkert í aðdraganda nýrrar ald- ar. Hvemig getum við réttlætt það, að sitja á fundum og þrasa?“ spurði Jón Baldvin. Hann lagði mikla áherslu á að stjómarandstöðuflokkamir fjórir ættu að freista þess að ná saman í mikil- vægustu málaflokkunum. Þá sagði Jón Baldvin: „f Ráðhúsinu í Reykjavík simr kona sem ég ber virð- ingu fyrir, vegna þess að hún hefur sýnt það í verki að hún er ábyrgur stjórnmálamaður og raunsær stjórn- málamaður. Hún vann það afrek að vinna Reykjavík úr höndum íhalds- ins.“ Hann kvaðst vel geta hugsað sér Jón Baldvin Hannibalsson: „Ég sagði að ég væri alveg tiibúinn að eyða því sem ég á eftir í pólitík - ég er búinn að eyða mannsævi í hana hvort sem er - í Ijósmóðurhlutverk við slíka hreyfingu." A-mynd: E.ÓI. bæta lífskjör fólks, og hefur að auki þann kost að stuðla að valddreifmgu sem fremur stuðlar að lýðræði. Gallinn á því á kerfi er hinsvegar ójöfri skipú, og þau ójöfnu skipti leiðréttum við, vegna þess að meginkjami hinnar sið- ferðilegu skoðunar lýðræðisjafnaðar- manna er jöfhun lífskjara - tækin em skattakerfið, velferðarkerfið. Og nota bene: það var ekki til að gera allt jafht, heldur til þess að tryggja jöfhun tæki- færa allra einstaklinga, hversu ólíkir sem þeir væm. Við höfum aldrei geng- ið þess duldir, að við getum aldrei tryggt fullkominn jöfnuð og teljum það reyndar, samkvæmt okkar mannskilningi, ógjöming. Hinn klass- íski vandi jafhaðarmanna, ef litið er á hið noiræna módel eða velferðarríkið, er einfaldlega þessi: Hvað á að ganga langt, í nafni hagkvæmninnar, í því að láta markaðinn ráða - eða hvað á að leyfa sér að ganga langt í nafhi fhlut- unar til þess að jafna kjörin í formi skatta eða almannatrygginga, án þess að það lami framleiðsluvélina eða dragi úr hvatningu manna til verð- mætasköpunar? Síðan segi ég nú ekki meira um þessa mjög einfoldu lýsingu en þetta: Tæki lýðræðisjafnaðarmanna til þess á tímabili iðnvæðingar að byggja upp velferðarkerfi var lýðræð- islegt vald þjóðríkisins. Vegna þess að menn sögðu sem svo: Með skírskotun til almannahagsmuna, með atbeina fjöldahreyfinga sem nær lýðræðisleg- um meirihluta, er þetta okkar tæki, tæki þjóðríkisins til þess tryggja hvort- tveggja, hagkvæmni og jöfhuð. Kommúnistar voru ekki sáttir við þessa vegahandbók. Á íslandi, einsog menn vita, fór það svo að lokum að ár- ið 1930 var stofnaður sérstakur komm- únistaflokkur: Hann var meðlimur í Komintem, alþjóðasambandi komm- únista, hann hafnaði með formlegum hætti lýðræði sem aðferð og hann gerði skilyrðislausan stuðning við Sov- étríkin að prófsteini á hollustu manna við málstaðinn. Þegar við spyrjum okkur sjálf, hversvegna er það að jafii- aðarmannaflokkur á íslandi hefur aldrei náð sama styrk og annarsstaðar á Norðurlöndum og víðast hvar í Evr- ópu, þá eru auðvitað margvíslegar sögulegar skýringar á því. Alþýðu- flokkurinn, Álþýðusambandið eru stofnuð á sama tíma og rússneska bylt- ingin verður. Sósíademókrataflokkur- inn er ekki orðinn myndugur að eigin hugmyndafræði þegar það vandamál rís, að taka afstöðu til byltingarinnar. Það eru margar skýringar á því hvers vegna kommúnistahreyfingin hér - Kommúnistaflokkurinn, síðar Sósíal- istaflokkurinn - er öflugri á fslandi en víðast hvar í grannlöndum okkar. Ég nefni þetta til skýringar vegna þess að við erum svo oft spurð: Hvemig stend- ur á því að jafnaðarmannahreyfingin hér er jafh sundruð og veik, þar með talin verkalýðshreyfmgin, efth hálfrar aldar borgarastyrjöld milli þessara afla? Þeim ber auðvitað fyrst og fremst að svara því sem töldu sig ekki geta starfað eftir þessari vegahandbók og sáu sérstakt tilefni til að efla hér hreyf- ingu kommúnista, síðar sósíahsta, sem gerðu grundvallarágreining um þessi atriði. Nú spyrja margir: Eru þessi grundvallarágreiningsefni ekki raun- verulega úr sögunni? Er ástæða til að dvelja lengur við þessa sögu? Lítum nú aðeins á það, vegna þess að hér er- um við ekki að tala um sögu, við erum að tala um þjóðfélagskenningar, lífs- viðhorf, sem leiddu af sér ágreining á mörgum sviðum og hafa einkennt stjómmálaátökin á íslandi og reyndar með tilvísun til annarra landa. Ég vil nefna þrennt. • Utanríkis- og alþjóðamál á lýð- veldistímanum. • Efnahagsmál út frá spumingunni um markaðskerfi eða hlutverk ríkis- valdsins, ríkisforsjá. • Utanríkisviðskipti útflutnings- þjóðarinnar íslands, - fríverslunar- stefna eða vemdarstefna. Við getum farið hratt yfir þessa sögu. Það er á grundvelh þessara ólíku lífsviðhorfa og ólíka skilnings á þjóð- félaginu sem ágreiningur á milli sósíal- demókrata á Islandi og kommúnista- sósíalista varð jafn heiftúðlegur og raun ber vimi um þessi mál. Við sósí- aldemókratar litum á Atlantshafs- bandalagið og aðild okkar að því sem ákaflega jákvætt skref. Hversvegna? Vegna þess að við litum svo á að það væri nauðsynlegt, með vfsan til reynsl- untuu af ahæðisríki nasista, að lýðræð- isríkin kæmu sér upp sameiginlegu ör- yggiskerfi. Vegna þess skilnings okkar á Sovétríkjunum að þau væri alræðis- ríki, hervætt, hættulegt heimsbyggð- inni. Kommúnistar/sósíalistar höfðu allt annan skilning á NATÓ, þeir litu á Atlantshafsbandalagið sem vígbúnað- arkerfi gömlu nýlenduveldanna, bandaríska auðvaldsins, sem Sovétríkj- unum, sem væm jákvætt framfaraafl, stæðu ógn af. Kommúnistar studdu lágmarkskröfur sínar um hlutleysi, þjóðemissinnuðum rökum. Þetta væri sjálfstæðismál - þjóðfrelsisbarátta. NATÓ, vamarsamningurinn og spum- ingin um þjóðffelsi út frá hlutleysi eða þátttöku í samstarfi með lýðræðisríkj- um Evrópu og Vesturlanda - þetta vom spumingar sem skiptu sköpum um hvar með skipuðu sér í fylkingu. Næsta mál, sem ævinlega hefur ver- ið togstreitumál milli þessara tveggja hreyfinga, varðar eftiahagsskipunina. Við getum sagt að fyrh og um miðja öldina em sósíaldemókrataflokkamir yfirleitt allh búnir að fallast á yfirburði markaðsskipulagsins. Á Islandi gerist það ekki fyrr en í lok sjötta áratugarins að gegna „ljósmóðurhlutverki" ásamt Svavari, Ólafi Ragnari Grímssyni og öðmm forystumönnum Alþýðubanda- lagsins um það, „að næst þegar gengið verður til alþingiskosninga á fslandi, þá verðum við búin að vinna heima- vinnuna okkar, í þeim skilningi að við látum á það reyna hvort það getur orð- ið málefnaleg samstaða um stórmál, sem geti skipt sköpum um þróun ís- lensks þjóðfélags; sem er hvorttveggja í senn framsýn og róttæk, sem er í stór- um dráttum á nótum klassískrar jafn- aðarstefnu sem ég held að eigi víðtæka skírskotun til þorra fólks. Það gæti ris- ið héma öflugur jafhaðarmannaflokk- ur. Ég sagði að ég væri alveg tilbúinn að eyða því sem ég á eftir í pólitfk - ég er búinn að eyða mannsævi í hana hvort sem er - í ljósmóðurhlutverk við slíka hréyfingu,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Stéttin erfyrsta skre&ö inn... Mikiðúrval afhellum og steinum. Mjöggottverð. STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.