Alþýðublaðið - 31.08.1995, Page 8
\V\WEVfW
4 - 8 farþega og hjólastólabílar
5 88 55 22
Fimmtudagur 31. ágúst 1995
131. tölublað - 76. árgangur
* *
'míWILl/
4 - 8 farþega og hjólastólabílar
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
■ Bændasamtökin leita
leiða til sparnaðar
Ihuga
að flytja
af Hótel
Sögu
Stjórn Bændasamtakanna hef-
ur ákveðið að kanna hagkvæmni
þess að flytja alla sína starfsemi
frá Hótel Sögu og leita eftir sam-
vinnu við aðra aðila sem tengjast
iandbúnaðarkerfinu um sameig-
inlegt húsnæði. Bændasamtökin
eru nú í einu dýrasta húsnæði
borgarinnar.
Þetta kemur fram í málgagni
samtakanna, Bændablaðinu. Á
stjórnarfundi Bændasamtakanna
á dögunum var samþykkt tillaga
frá Hrafnkatli Karlssyni um að
kanna hvort ekki væri hagkvæmt
að flytja alla starfsemina í hent-
ugra og ódýrara húsnæði. í grein-
argerð með tillögunni segir að nú-
verandi húsnæði samtakanna sé
eitt hið dýrasta í Reykjavík.
„Framboð af skrifstofuhúsnæði
er talsvert og verð fremur lágt og
því eðlilegt að velta fyrir sér hvort
hægt sé að spara með flutningi. Ef
starfsemin á að vera áfram í
Bændahöllinni verður ekki hjá
því komist að gera talsverðar
breytingar á því. Lögun þess og
innkoma gerir allt skipulag erfitt
og verður ekki séð hvernig það
verður leyst nema með æmum til-
kostiiaði,“ segir í greinargerð
Hrafnkels.
Gert er ráð fyrir að leitað verði
til Framleiðsluráðs og annarra
sem lcigja í Bændahöllinni um að
taka þátt í að kanna möguleika á
flutningi. Ennfremur er ráðgert
að leita til Skógræktar ríkisins og
Landgræðslunnar og kanna
möguleika á samnýtingu á öðru
húsnæði. Samkvæmt tillögunni á
ennfremur að kanna hvort hag-
kvæmt sé að flytja starfsemi
Bændasamtakanna út á land.
Alþýðublaðinu tókst ekki að ná
tali af framkvæmdastjóra Bænda-
samtakanna í gær til að afla frek-
ari upplýsinga um málið.
r
Ikvöld verða síðustu tónleikar Lista-
sumars '95 í Deiglunni á Akureyri. í
Klúbbnum, sem rekinn er í Deiglunni
í samstarfi við Kaffi Karólínu, spila
þeir Karl Olgeírsson á píanó, Örv-
ar Atli Örvarsson á Hammondorg-
el, Jón Rafnsson á kontrabassa og
Karl Petersen á trommur. Tónleik-
arnir hefjast klukkan 22:00 og þeirfé-
lagar ætla að spila djasstónlist úr
ýmsum áttum...
r
Asunnudaginn lýkursýningum á
verkum Doris Halfmann, Mark
de Weijer, Birgittu Silfverhielm
og Baldurs Helgasonar í Nýlista-
safninu, Vatnsstíg 3b. Doris vinnur
með tímahugtakið, Mark dvaldi á
Snæfellsnesi í fyrrasumar og sýnir
vinnu sína þaðan, Birgitta hefur ís-
lenskt landslag að viðfangsefni og
Baldur sýnir Myndir aftilfinning-
um...
Sýning á verkum Sigurborgar
Jóhannsdóttur verður opnuð á
laugardaginn klukkan 15:00, í List-
húsi 39, Strandgötu 39 í Hafnarfirði.
Þetta er önnur einkasýning Sigur-
borgar sem sýnir nú olíumálverk
unnin á þessu ári. Sýningin stendur
til 25. september...
Frá og með laugardeginum hefst
vetraropnun Listasafns Sigurjóns
Ólafssonar. Safnið er opið á laugar-
dögum og sunnudögum milli klukk-
an 14:00 og 17:00 og kaffistofan er
opin á sama tíma. Nú stendur yfir
sýning á verkum norsku textíllistak-
onunnar Grete Borgersrud sem og
sýning á völdum andlitsmyndum
eftir Sigurjón Ólafsson...
Örvar Atli Örvarsson, Akureyring-
urinn knái, sýnir snilli sína á
Hammondorgel í kvöld á Kaffi Kar-
ólínu þegar haldnir verða þar síð-
ustu tónleikar Listsumars '95 á Ak-
ureyri. A- mynd: E.ÓI.
Fimmfaldur risalottópottur í annað sinn
i sogunni „Lottópotturinn hefur einungis einu sinni áður verið
fimmfaldur, en það var í desember 1994. Síðastliðinn laugardag endaði
fjórfaldi potturinn í 13,5 milljónum og við áætlum að þegar sölustöðum
lokar á laugardaginn verði hann kominn uppí 20 til 22 milljónir króna.
Þetta kemur allt í Ijós," sagði starfsmaður íslenskrar Getspár i stuttu
spjalli við Alþýðublaðið í gær. Að sögn sama starfsmanns hefur íslensk
getspá gert tæplega 370 íslendinga að milljónamæringum frá stofnun ár-
ið 1986 og um 610 manns hafa fengið fimm rétta. „Það er alltaf mjög
ánægjulegt að tala við fólk eftir að það hefur unnið svona háar upphæðir.
Flestir skjálfa nú dálítið. Neinei, það er ekki brottrekstrarsök ef maður
spilar ekki í lottóinu - en ég held nú að flestir hérna spili samt."
Meðfylgjandi mynd var tekin í gær í höfuðstöðvum íslenskrar getspár í
Laugardalnum. A- mynd: ÓI.Þ.
■ Tár úrsteini, dramatísk mynd um líf tónskáldsins Jóns Leifs, verður frumsýnd 22. september
Vid erum að boða fagnaðarerindið
- segir Hilmar Oddsson leik-
stjóri í samtali við Guðrúnu Vil-
mundardóttur.
Tár úr steinum hefur verið sex ár í
smíðum. Hvað tók allan þennan
tíma?
„Upphaflega var meiningin að
gera heimildarmynd fyrir sjónvarp,
um líf og starf Jóns Leifs, í sam-
vinnu við Ríkissjónvarpið. Þá ætl-
uðum við að gera fræðilega úttekt
en samt í leiknu formi; leikna
heimildarmynd. Við Hjálmar H.
Ragnarsson, handritshöfundarnir,
fengum aðgang að persónulegum
gögnum Jóns, sem höfðu ekki leg-
ið á lausu fyrr. Þá komumst við að
því að líf hans var miklu dramat-
ískara en gengur og gerist. Þannig
að ég hugsaði með mér að ég fengi
ekki betra efni í leikna bíómynd.
Þetta var þá bara spurning um að
stíga skrefið til fulls.
Svo kemur það til að sannleikur-
inn er svo afstæður í þessu öllu
saman; við gerð heimildarmyndar
er hægt að velja og hafna og raða
hlutunum í það samhengi sem þyk-
ir henta, og ég held ekki að ég sé
fjær svonefndum sannleika þó ég
geri kvikmynd en ekki heimildar-
mynd. Þetta er alla vega mín túlk-
un á sannleikanum."
„Fóruð þið þrír handritshöf-
undarnir saman af stað í upphafi,
þegar til stóð að gera heimildar-
mynd?
„Við Hjálmar ætluðum að gera
heimildarmyndina, en þegar við
ákváðum að stíga skrefið til fulls
bættist einn handritshöfundur í
hópinn, Sveinbjörn I. Baldvins-
son. Ætli það hafi ekki verið árið
1992 sem við tókum þessa ákvörð-
un. Við höfum ekki talið það sam-
an nákvæmlega, en við giskum á
að við eigum um það bil 17 hand-
ritsgerðir - sem eru 40-100 síður
hver. Það tók lengri tíma en við
höfðum gert ráð fyrir að skrifa sig
frá staðreyndutn. Maður vissi svo
mikið um líf Jóns og var alltaf að
taka tillit til þess - það fer illa
saman að ætla að byggja upp sögu
dramatískt og þurfa að taka tillit til
einhvers sem gerðist akkúrat svona
en ekki hinsegin og í einhverri
ákveðinni röð.
Við tökum okkur visst skálda-
leyfi í handritinu. Ef nauðsynlegt
var að færa atburði til um eitt eða
tvö ár, hikuðum við ekki við að
gera það. Spurningin er hversu ná-
lægt sannleikanum heildarsögn
myndarinnar er. Og ég held satt að
segja að hún sé merkilega nálægt
sannleikanum."
Takið þið fyrir ákveðið tímabil í
lífi tónskáldsins?
„Þegar við ákváðum að gera
leikna mynd sáum við í hendi okk-
ar að það þýddi ekki að ætla að
gína við öllu lífi Jóns. Flestar
myndir sem fjalla um heilt lífs-
Hilmar Oddsson: Þetta eru ástir og örlög, líf og dauði. Þetta er drama.
hlaup mistakast. Þannig að við ein-
beittum okkur að tíu árum í lífi
hans. Við miðuðum í rauninni við
árin frá .1932 til 1942. Ég nota ekki
ártöl í myndinni, viðmiðunin er
bara spurning um innri byggingu
hennar, sem ég nota til að gera mér
grein fyrir hvað er að gerast. Fyrir
mér endar myndin árið 1942 - á
atburði sem gerðist í rauninni
tveimur árum seinna. En þetta er
eitt af þeim skáldaleyfum sem ég
tek mér.“
En þrátt fyrir skáldaleyfi er
þetta mynd um líf Jóns?
„Persónurnar sem koma við
sögu heita allar sínum réttu nöfn-
um; kona hans og dætur - annað
væri bara hallærislegt. Við erum
ekkert að fela það að þessi mynd
var meðal annars gerð til þess að
heiðra Jón Leifs. Það er mitt tak-
mark; ég lít þannig á að við séum
að breiða út fagnaðarerindið. Það
er mjög mikilvægt að fólk tengi
tónlist Jóns Leifs alveg ákveðið
við þessa mynd. Tónlistin er mikið
notuð í myndinni og hún er svo
sterk að ég nálgast hana eins og
um persónu væri að ræða. Ég lít
þannig á að það sé ekki hægt að
skilja persónu Jóns Leifs til fulls
nema maður heyri tónlistina. Þann-
ig fást víddir í karakterinn og í allt
tilfinningalíf, sem fást ekki í gegn-
um orð og athafnir. Ég held að
tónlistin hjálpi áhorfendum til að
skilja gjörðir hans í myndinni.
Tónlistin er afl í myndinni, hún er
ekki bara bakgrunnur.
Sinfónfuhljómsveit íslands flyt-
ur tónlistina í myndinni og rétt fyr-
ir frumsýningu kemur út geisla-
diskur með kvikmyndatónlistinni.
Hann mun þjóna hlutverki sem
innvígsla í heim Jóns. Hjálmar er
tónlistarstjóri myndarinnar, en ég
skipti mér mikið af þeim málum,
því fyrir mér er það leikstjórn; það
er verið að búa til stemmningu.“
Er myndin mjög dramatísk?
„Þetta eru ástir og örlög, líf og
dauði. Þetta er drama. Og ég held
að ég sé að fylla upp í eyðu í ís-
lenskri kvikmyndagerð. Atómstöð-
in er eina tilraun til að gera drama,
sem ég man eftir í fljótu bragði.
Og ég held að margir hafi saknað
þess að sjá ekki mynd af þessari
tegund.
Ég er búinn að sýna myndina
svona fimm sinnum - bara vinum
og vandamönnum. Frumsýningin
verður í Stjörnubíói 22. september
- það er of snemmt að segja hvar
hún verður sýnd næst.“
Og ertu hamingjusamur yfir
henni?
„Ég er mjög hamingjusamur."
Tár úr steini
Handritið skrifuðu Hilmar
Oddsson, sem einnig er leikstjóri,
Hjálmar H. Ragnarsson, sem
jafnframt er tónlistarstjóri, og‘
Sveinbjörn I. Baldvinsson. Fram-
leiðandi myndarinnar er Jóna
Finnsdóttir
Kvikmyndataka var í höndum
Sigurðar Sverris Pálssonar,
nema hvað útitökur á íslandi voru í
höndum pólska tökumannsins
Slawomir Idziac. Leikmyndahöf-
undar voru Sigurjón Jóhannsson
og Andreas Olshausen og bún-
inga gerði Helga Stefánsdóttir.
Kjartan Kjartansson sá um
hljóðhönnun og Kerstin Eriks-
dotter um klippingu.
Tónlist Jóns Leifs í myndinni er
flutt af Sinfóníuhljómsveit íslands
og er hún væntanleg á geisladiski
frá íslenskri tónverkamiðstöð.
Leikarar myndarinnar eru:
Þröstur Leó Gunnarsson sem
leikur Jón Leifs, Ruth Ólafsdótt-
ir, Annie Riethof. Bergþóra Ara-
dóttir, Sigrún Lilliendahl, Heinz
Bennent, Ingrid Andrce, Jóhann
Sigurjónsson Ulrich Tukur,
Thomas Brasch og Benedikt Er-
lingsson.
Tár úr steini er önnur bíómynd
Hilmars Oddssonar í fullri lengd -
sú fyrri var Eins og skepnan deyr
árið 1986 Myndin er íslensk-
sænsk-þýsk samframleiðsla Tóna-
bíós hf. Idé Film, Peter Rommel
Productions og íslensku Kvik-
myndasamsteypunnar. Myndin er
framleidd með styrkjum frá evr-
ópska kvikmyndasjóðnum Eurima-
ges, evrópska handritasjóðnum
European Script Fund, Norræna
kvikmynda og sjónvarpssjóðnum
og Kvikmyndasjóði íslands.
A-mynd: ÓI.Þ.