Alþýðublaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 m e n n i n c BÆKSJR UMSJÓN: GUDRÚN VILMUNDARDÓTTIR ■ Þriðja bindi íslenskrar bókmenntasögu er væntanlegt í nóvember „Hin opin- bera mynd af bók mennta- sögunni ruglast aðeins" - „sem betur fer," segir Halldór Guðmundsson rit- stjóri verksins. „Þriðja bindi Bókmenntasögunnar nær frá miðri 18. öld - og kannski örlítið fyrr, óhjákvæmilega er svo- lítil skörun við annað bindi - og fram til 1918,“ sagði Halldór Guð- mundsson ritstjóri þriðja bindis ís- lenskrar bókmenntasögu í samtali við Alþýðublaðið. Mál og menning gefur Bókmenntasöguna út og von er á þriðja bindinu í nóvember. „Bindið er stórt og að því eru margir höfundar. Matthías Viðar Sæmundsson skrifar urn prósa, Páll Valsson og Silja Aðalsteinsdóttir skrifa um ljóðlistina og Gísli Sig- urðsson skrifar um þjóðsögur. Að auki skrifar Arni Ibsen kafla um ís- lenska leikritun, og Viðar Finnsson skrifar forvitnilegan kafla um ís- lenskt bókmenntalíf í Vesturheimi. Við gleymum því stundum að Winnipeg skipti ekki minna máli en Reykjavík hvað varðar útgáfustarf- semi seint á 19röld. Af liverju er tímabilinu skipt svona; mið 18. öld til 1918? „Síðasta bindi lauk á átjándu öld, og þetta bindi hefst með Upplýsing- unni. Þegar gengið er á Heklu 1750 og menn horfa af þeim tindi til margra átta og sjá að þar er ekki víti, þá hefst nýtt tímabil £ íslenskri hugmyndasögu. Bókmenntasagan og hugmyndasagan eru auðvitað samanfléttaðar, ég tala nú ekki um á átakatímum sem þessum. Tímabil- inu lýkur svo með fullveldinu, það er skipting sem er oft notuð. En tímabilin skorast auðvitað þó viss lógík sé í tímabilaskiptingunni í þriðja bindi. Það var erfiðara að fylgja strangri tímabilaskiptingu á milli fyrsta og annars bindis Bók- menntasögunnar, en þar verður skiptingin um 1300. íslendingasög- Markmiðið er að glæða áhuga fólks á bókmennturrpo - segir Sigþrúdur Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar 1995. ■ Bókmenntahátíð 1995 - segir Bragi Ólafsson í samtali við Alþýðublaðið. „Bókin er ekki alveg ífágengin, en ég hef þó aðeins lesið upp úr henni. Yfirleitt prófa ég ljóðin fljótt eftir að ég skrifa þau og les þau upp, en svo eiga þau kannski eftir að breytast." Þúprófar Ijóðin á hlustendum? „Já - án þess að ég fái einhver ákveðin svör... það er oft gott að lesa þau upp til þess að finna hvemig þau virka. Núna er ég kominn með óþarf- lega mikið af ljóðum, svo ég er helst að skera niður. Ég þarf að skila hand- ritinu seint í þessum mánuði.“ Þú hefur gefið út þrjár Ijóðabækur. Ætlarðu að halda þe'r alveg við Ijóða- gerðina? „Ég hef reyndar verið að skrifa leik- rit og sögu... Ég hætti samt aldrei að skrifa ljóð, því mér þykir vænst um það. Ég er á þeirri hræðilegu skoðun að ljóðin komi einhvers staðar að og að ég sjái bara um að fanga þau. A meðan þau halda áfram að koma skrifa ég ljóð. Það er ekkert mystískt við það hvemig þau koma - en stund- um skil ég ekki hvers vegna þau koma, svo þau hljóta að koma ein- hvers staðar að. Annað hvort djúpt innan úr hausnum, eða utan að.“ Hvenœr koma þau helst? „Yfirleitt koma þau þegar ég sest niður til þess að skrifa. Þá kemur eitt- hvað sem ég vinn svo úr seinna. Ég skrifa ekki ósjálfrátt - en svolítið svona fríhendis, af fmgmm fram. Ég skrifa þá eitthvað niður og sumt af því lifir áfram. Annars kemur þetta yfir mig öllum stundum; setningar sem síðan teygja úr sér.“ Finnurðu svo hvenær setningamar eru orðnar aðfidlgerðu Ijóði? „Ég finn yfirleitt hvenær ljóðið er tilbúið, þegar ég sé það á blaðinu sé ég að svona á það að vera. En það kemur fyrir að maður setur í bók ljóð sem maður er ekki alveg fullkomlega ömggur með. Annað hvort virkar það þá þegar það er komið í bókina - eða að það virkar aldrei. Þetta er eins og happdrætti. Sumum ljóðum er hins vegar ekki hægt að breyta; þau koma kannski alsköpuð og það þýðir ekkert að eiga við þau.“ Ferðu yfir gömlu Ijóðabœkumar og leiðréttir þœr? „Nei, ég hef aldrei fundið hjá mér þörf fyrir að leiðrétta gömul ljóð. Mér dettur í hug saga sem ég heyrði af dönsku miðaldra skáldi: Hann bað les- endur sína um að benda sér á galla í gömlum ljóðum og tók við ábending- unum bréfleiðis. Svo lagaði hann ljóð- in eftir ábendingum lesendanna. Mér finnst þetta svoh'tið undarleg aðferð, þetta er fullmikil málamiðlun...“ ■ Bókaútgáfan Bjartur ætlar að gefa út tvær Ijóðabækur í lok október. Óskar Árni Óskarsson hefur þýtt hækuljóð eftir 18. aldar skáldið Basso. Þá er von á bók eftir Sigfús Bjartmarsson og má þarfinna bæði Ijóð og sögur... Fjölvaútgáfan hefur gefið út Ijóða- bókina Samfella eftir Steinþór Jóhannsson. Þetta er fimmta Ijóða- bók skáldsins og er hún að mestu samin á Spáni þar sem skáldið dvaldist haustið 1993. í bókinni eru 36 Ijóð sem eru að mestu leyti tengd Spánardvöl og samvistum við konu undir suðrænni sól... urnar lentu til dæmis í öðru bindi. Upphaflega átti Bókmenntasagan ekki að verða svona stórt verk. En það er sáralítið til af vönduðum yfirlitsritum um bókmenntasögu, flest taka skemmri tímabil fyrir og eru auk þess gömul. Það eru til stutt yfirlitsrit fyrir framhaldsskóla - en þetta er miklu metnaðarmeira en svo.“ Hver eru efnistökin í þriðja bindinu? „Við reynum að halda miklu efni til haga. Það er kannski ofmælt að kalla þetta frumrannsóknir, en um sumt hefur mjög lítið verið skrifað fyrir almenning. Til dæmis um alla bókmenntasköpun Upplýsingar- manna. Þar eru teknir fyrir höfundar sem frekar lítið hefur verið fjallað um. Menn sem skrifuðu margar skáldsögur, Jón Hjaltalín hét einn - og við getum sagt að hin opinbera mynd af bókmenntasögunni ruglist aðeins. Sem betur fer. Piltur og stúlka er kannski ein fyrsta útgefna skáldsagan, í nútímamerkingu, en það kemur í ljós að miklar frásagna- bókmenntir höfðu verið skrifaðar áður og höfðu gengið manna á milli í uppskriftum og handritum. íslend- ingar héldu þeim hætti mjög lengi - prentverk kemst ekki úr höndum kirkjunnar fyrr en með Hrappseyjar- prentsmiðju 1773. í Bókmenntasög- unni er reynt að taka mið af þessu og grafa upp ýmsa svona hluti - sumt skiptir máli, annað er kannski meira fyrir forvitni sakir; eins og það er vitað um 120 hagyrðinga í Vesturheimi seint á 19. öld. Af þessum sökum hefur verkið auðvit- að vaxið; þriðja bindið er um það bil 800 síður. Fjórða bindið verður svo um bók- menntir 20. aldar, og kemur það út á næsta ári - eða þarnæsta.“B Halldór Guðmundsson: Þegar gengið er á Heklu 1750 og menn horfa af þeim tindi til margra átta og sjá að þar er ekki víti, þá hefst nýtt tímabil í íslenskri hugmynda- sögu. A-mynd: E.ÓI. ■ Þri^ja Ijóðabók Braga Ólafssonar „Eg erá þeirri hræðilegu skoðun að Ijóðin komi ein- hvers staðar að" Forlagið hefur gefið úttvær Ijóða- bækur á árinu: bækur séra Rögn- valdar Finnbogasonar og Diddu. í haust er væntanleg ný Ijóðabók eftir Sigurð Pálsson og safn Ijóðaþýð- inga Sigurðar A. Magnússonar... Þorgrímur Þráinsson ætlar að senda frá sér nýja unglingabók, sem Fróði gefur út. Þetta verður ní- unda bók Þorgrims, sem geystist inn á markaðinn árið 1989 með bókina Med fiðring í tánum og sló öll sölu- met... Bókaútgáfan Bjartur ætlar í haust að gefa út bók Jórunnar Sig- urðardóttur um Kristbjörgu Kjeld leikkonu. Hörpuútgáfan á Akranesi mun son, Arafat, Einstein og sjálfsævisögu Nelson Mandela... gefa út Ævisögu og endurminn- ingar Ragnars í Skaftafelli, sem Helga Einars- dóttir hefur skráð og Fjölva- útgáfan ætlar að senda frá sér þýðingar á ævi- sögum merkra manna, eins og Michael Jack- „Það er venja að bókmenntahátíð- in hafi einhvers konar þema. Þema fyrstu hátíðarinnar var ljóð, í fyrra voru það barnabækur," sagði Sig- þrúður Gunnarsdóttir fram- kvæmdastjóri Bókmenntahátíðar 1995 í samtali við Alþýðublaðið. Bókmenntahátíðin ber í ár einkunn- arorðin „skáldskapur og sannfræði". „Hluti rithöfundanna - ekki allir - eru valdir út frá þemanu. Á þessari hátíð eru margir rithöfundar sem hafa skrifað eitthvað tengt vísindum eða heimspeki. Nokkrir umræðu- fundir verða tengdir þemanu; til dæmis verður talað um það að nota sögulegar staðreyndir í skáldsögu- formi rætt um heimspeki og heims- mynd nútímans. Að þessum umræð- um standa rithöfundar sem hafa skrifað vinsælar fræðibækur; Josteen Garder sem skrifaði Ver- öld Soffíu og Daninn Tor Nprretr- anders. Sá hefur ekki verið þýddur á íslensku en hann hefur skrifað tvær bækur sem fjalla um vísinda- sögu og urðu alveg fáránlega vin- sælar í Danmörku. Annar áhersluþáttur á hátíðinni er bókaútgáfa og bókmenntakynning. Síðasta dag hátfðarinnar verða tvær umræður um þessi efni, annars veg- ar um möguleika Norrænna bók- mennta á heimsmarkaði og hins vegar um afdrif bókmennta í bóka- útgáfu samtíðar. Þessi áhersla er í tengslum við þau áform að setja upp hér á íslandi það sem kallað er bók- menntakynningastofa; svona stofur eru á öllum Norðurlöndum og víðar. Þær gegna því hlutverki að flytja út bókmenntir landsins, fá þær þýddar og kynna þær á erlendum vett- vangi." Hvernig er dagskrd hdtfðarinnar? „Á daginn eru umræður og fyrir- lestrar og á kvöldin upplestrar. Fyrsti upplesturinn verður í Nor- ræna Húsinu á sunnudagskvöldið og næstu fjögur kvöld verða þeir í Þjóðleikhúskjallaranum. Þetta er það sem hefur verið vinsælast á undanfömum hátíðum. Sex höfund- ar lesa upp úr verkum sínum hvert kvöld og yfirleitt er lesin stutt £s- lensk þýðing á eftir. íslenskir rithöf- undar sem taka þátt £ upplestrunum eru Steinunn Sigurðardóttir, Ein- ar Már Guðmundsson, Friðrik Erlingsson, Vigdís Grímsdóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir: Á daginn eru umræður og fyrirlestrar og á kvöldin upplestrar. A-mynd E.ÓI. Ólafur Jóhann Ólafsson. Enn fleiri taka þátt £ umræðum." Hvert er markmið hátíðarinnar? „Markmiðið er að glæða áhuga fólks á bókmenntum og kynna fs- lenskum almenningi hvað er að ger- ást £ heimsbókmenntunum. Hátfðin þjónar auðvitað lfka þeim tilgangi að styrkja tengsl á milli Norrænna rithöfunda og kynna Norrænar bók- menntir fyrir restinni af heiminum. Á háti'ðinni verða 1T rithöfundar og enn fleiri fulltrúar frá ýmsum horn- um veraldar, sem fá að kynnast fs- lenskum og Norrænum bókmennt- um.“ Bókmenntahátfðin er styrkt af Norræna menningarmálasjóðnum, Reykjavfkurborg, menntamálaráðu- neytinu, islenskum fyrirtækjum og erlendum sendiráðum. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.