Alþýðublaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 1
F
■ Miðstjórn Alþýðusambands Islands fordæmir launahækk-
anir ráðherra og þingmanna og hvetur til vinnustöðvunar eftir
hádegi í dag. - Mótmælafundir víðs vegar um landið
Gífurlega mikil
reiði launafólks
- segir Ingibjörg R. Guðn
„Það ríkir gífurlega mikil og al-
menn reiði meðal launafólks í landinu
og fólk lætur það mjög ótæpilega í
ljós. Þessar síðustu ráðstafanir um
launamál ráðherra, þingmanna og
helstu embættismanna em komið sem
fyllir mælirinn. Þetta er óeðlilegt og
siðlaust og persónulega er ég yfir mig
undrandi á að fólk skuli gera þetta,“
sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir,
varaforseti Alþýðusambands íslands, í
samtali við Alþýðublaðið í gær
Miðstjóm ASI samþykkti ályktun á
fundi sínum í gær þar sem ákvarðanir
um launamál ráðherra, þingmanna og
helstu embættismanna em fordæmdar.
„Þessar ákvarðanir em kjaftshögg fyr-
ir þá jafnlaunastefnu sem reynt var að
framfylgja með samningum landssam-
banda innan ASÍ í febrúar," segir í
ályktuninni. „Miðstjórnin hvetur
launafólk til þess sem fyrstu aðgerð
gegn þessu siðleysi að leggja niður
vinnu eftir hádegi fimmtudaginn 14.
september til að undirstrika mótmæli
sín. Jafhframt hvétur miðstjóm launa-
fólk til að íjölmenna á mótmælafundi,
indsdóttir, varaforseti ASI.
til dæmis á Ingólfstorgi í Reykjavík
klukkan 13:15 þennan sama dag,“
segir ennfremur. Miðstjórnin krefst
þess að ákvarðanir um kostnaðar-
greiðslur þingmanna verði felldar úr
gildi og alþingis- og embættismönn-
um verði úrskurðaðar 2.700 krónur í
launahækkun á mánuði.
„Þegar við gerðum kjarasamninga í
febrúar vom þessir aðilar að tala um
að þessi 2.700 króna launahækkun
væri alveg að setja þjóðfélagið fram af
brúninni. Við sjáum ekki hvemig þeir
geta síðan réttlætt það að fá allt að 60
þúsund króna hækkun á mánuði og
stórar ljárhæðir skattfijálsar. Þetta er
gert á sama tíma og okkar fólk sem er
ekið til og frá vinnu, er skattlagt fyrir
þennan akstur. Sum fyrirtæki hafa
verið með mat fyrir sitt starfsfólk og
fyrir það er launafólk skattlagt. Þetta
er því allt á sömu bókina lært,“ sagði
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir. Mið-
stjóm ASÍ segir ljóst að flestir kjara-
samningar sem gerðir hafa verið frá
því að landssambönd innan ASÍ
sömdu í febrúar hafi gefið mun meiri
launahækkanir. í því sambandi megi
benda á ýmsa hópa opinberra starfs-
manna sem kjaradómur segist taka
mið af. „Launahækkanir samkvæmt
kjaradómi og ákvörðun forsætisnefnd-
ar Alþingis eru margfaldar á við
hækkun lægstu launa. Það er gersam-
lega ólíðandi að forráðamenn þjóðar-
innar gangi fram fyrir skjöldu til að
bijóta niður þá stefnu að þeir tekju-
lægstu skuli fá mestu launahækkanim-
ar. Jafnlaunastefnan hefur þannig ver-
ið markvisst brotin niður og siðferði-
legar forsendur fyrir kjarasamningum
frá því í febrúar algerlega brostnar.
Þá hafa nýjar verðlagskannanir sýnt
meiri verðbólgu á undanfömum mán-
uðum en forsendur kjarasamninga
gera ráð fyrir og nýjar hækkanir dynja
yfir á hveijum degi, svo sem afleiðing
af framkvæmd stjómvalda á GATT-
samningum, hækkunar fargjalda SVR,
gjaldskrárhækkunum veitustofhana og
fleira. Þar með er þeim litla kaupmátt-
arbata sem almennt verkafólk hefur
sætt sig við stefnt í voða,“ segir í
ályktun miðstjómar ASÍ.
■ Könnun Frjálsrar verslunar
Ríkið ræður yfír
80% fyrirtækja á
fjármálamarkaði
-beint eða óbeint.
Tímaritið Frjdls verslun birtir nið-
urstöður könnunar sem það gerði á
tekjum á sjötta hundrað manns í 22
starfshópum. Þar kemur fram að tekj-
ur forstjóra í þekktum fyrirtækjum
hér á landi vom að meðaltali 588 þús-
und krónur á mánuði á síðasta ári.
Um er að ræða 3,3% hækkun frá
fyrra ári umfram launavísitölu.
Fijáls verslun segir það athyglis-
vert að stjómendur fjármálafyrirtækja
reyndust vera með umtalsvert hærri
tekjur að jafnaði en framkvæmda-
stjórar og athafnamenn, eða um 629
þúsund á mánuði. Bent er á að ríkið
eigi og ráði yfir, beint og óbeint, um
80% af öllum fyrirtækjum á fjármála-
markaðnum.
Stjómarmenn í fyrirtækjum virðast
komast bærilega af því meðallaun
þeirra reyndust vera 758 þúsund
krónur á mánuði í fyrra.
Af 93 forstjórum í könnuninni
reyndust 32 vera með tekjur yfir 588
þúsund á mánuði en hinir vom með
tekjur undir þessari upphæð. Flestir
forstjóranna voru með 500 til 800
þúsund króna mánaðartekjur að jafn-
aði. Fjórir voru með 900 þúsund til
eina milljón og fjórir með yfir milljón
á mánuði. Hins vegar voru 28 for-
stjórar með 300 til 500 þúsund í mán-
aðartekjur. Fram kemur að lítið sam-
hengi er á milli tekna framkvæmda-
stjóra og afkomu þeirra fyrirtækja
sem þeir stjóma.
- Siá haksíðu.
Áttrætt kennileiti á Húsavík Heiðurs-
maðurinn Hjálmar Theódórsson á Húsavík fagnaði áttræðisafmæli sínu
þriðjudaginn 12. september síðastliðinn. Hann er Húsvíkingur í húð og
hár og heimamenn segja Hjálmar eitt af kennileitum bæjarins, enda sér-
stæður persónuleiki sem sópar að. Einsog mynd Húsvíkingsins Einars
Ólasonar ber með sér er Hjálmar með afbrigðum hress og ávallt má
treysta á að hitta hann sposkan á svip þarsem hann röltir um hjartkæra
heimabyggð sína. Hann er margfaldur Norðurlandsmeistari í skák, titlar
sig skákmeistara í Símaskránni með rentu og fylgist grannt með atburð-
um í skákheiminum - í þeim málum er hvergi komið að tómum kofunum
hjá honum. Alþýðublaðið óskar þessum öðlingi hjartanlega til hamingju
með stórafmælið.
■ Forráðamenn héraðssjúkrahúsa finnst að sér vegið og boða til fundar um framtíð sjúkrahúsanna.
Fridfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahússins á Húsavík, er ómyrkur í máli
Sérfræðingar týna sér í haglíkönum
„Tilefni þessa fundar eru kjarn-
yrtar blaðagreinar sérfræðinga í
Reykjavík um að nú þurfi að for-
gangsraða í heilbrigðisþjónustunni.
Þeir segja það auðvelt því for-
gangsröðun felist í því að taka pen-
inga frá landsbyggðinni og færa þá
til Reykjavíkur. Málið sé ekki
flóknara en það,“ sagði Friðfinnur
Hermannsson, framkvæmdastjóri
Sjúkrahússins á Húsavík, í samtali
við Alþýðublaðið í gær.
Sjúkrahús á landsbyggðinni boða
til fundar um framtíð héraðssjúkra-
húsa á Húsavík laugardaginn 30.
september. Fundurinn verður öllum
opinn en sérstaklega eru boðaðir
fulltrúar sjúkrahúsa, ráðherra og
ráðuneytisfólk, landlæknir, þing-
menn og sveitarstjórnarmenn.
Friðfinnur: Þetta hefur verið um-
ræða hinna órökstuddu fullyrð-
inga. Við höfum hins vegar hug-
rekki til að ræða þetta af raunsæi.
„Þessir sérfræðingar í Reykjavfk
segja að það liggi fyrir svokölluð
gul skýrsla þar sem segi að flytja
eigi fjármagnið frá landsbyggðinni
til Reykjavíkur. Því sé eiginlega
óþarfi að ræða þetta frekar og það
sé bara aumingjaskapur stjórnmála-
manna sem ráði því að ekki hefur
verið hafist handa. Við erum ann-
arrar skoðunar og viljum ekki
sleppa mönnum við að ræða málin í
botn. Þetta hefur verið umræða
hinna órökstuddu fullyrðinga. Þau
héraðssjúkrahús sem eru með
skurðdeildir og fæðingardeildir
hafa hér sameiginlegra hagsmuna
að gæta því við viljum halda þess-
ari starfsemi. Við höfum hins vegar
hugrekki til að ræða þetta af raun-
sæi,“ sagði Friðfinnur.
„Þessir svokölluðu sérfræðingar
sem þykjast vita svo mikið um
rekstur sjúkrahúsa týna sér í ein-
hverjum haglíkönum sem þeir hafa
lært að búa til. Menn hafa verið að
fara eftir svona líkönum í kringum
okkur þar sem allt á að ganga upp
en hefur ekki gert það. Nýlegt
dæmi er frá Svíþjóð þar sem átti að
leggja niður tvö bráðasjúkrahús af
fjórum í 300 þúsund manna fylki.
Um 400 manns var sagt upp og
þetta átti að spara geysilegt fé og
gekk allt upp í líkaninu. Nú hefur
hins vegar komið í ljós að þjónust-
an hefur versnað en hún kostar
meira en áður. Samt belgja þessir
menn sig út. Þegar við spyrjum
hvers vegna við á landsbyggðinni
fáum ekki að vera með í einhverj-
um af þessum nefndum þá svara
þeir af einlægni: Ef það væri hægt
að finna einhvern á landsbyggðinni
sem hefði vit á sjúkrahúsrekstri þá
væri hann velkominn," sagði
Friðfinnur.
Hann sagði ennfremur að gjaman
væri litið svo á að í Reykjavík væru
allir hlutir í himnalagi en þar væri
margt ekki til fyrirmyndar. Framtíð
héraðssjúkrahúsanna væri stór pól-
itískt mál. Sérfræðingar í Reykjavík
vitnuðu í erlenda staðla eins og
ekkert væri og bentu á að upptöku-
svæði bráðasjúkrahúss þyrfti að
vera miðað við hundrað þúsund
manns. En þeir virtust ekki skilja
að upptökusvæði háskólasjúkrahúss
þyrfti að vera milljón manns «am-
kvæmt erlendum stöðlum.