Alþýðublaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995
r ú s s I a n d
ALÞÝÐUFLOKKURINN
- JAFNAÐARMANNAFLOKKUR ÍSLANDS
Flokksstjórnarfundur
Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands - heldur
flokksstjórnarfund laugardaginn 23. september.
Fundurinn hefst klukkan 10:15 og verður í fundarsal á
Hótel Loftleiðum.
Dagskrá:
1. Framtíð jafnaðarstefnunnar í íslenskum stjórnmálum.
2. Almennar umræður.
3. Önnur mál.
Dagskráin verður nánar auglýst síðar.
Formaður
ALÞÝÐUFLOKKURINN Á VESTFJÖRÐUM
Aðalfundur
kjördæmisráðs
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vestfjörðum
verður haldinn að Núpi í Dýrafirði hinn 15. og 16. septem-
ber næstkomandi.
Fundurinn hefst með sameiginlegu borðhaldi klukkan
20:00 á föstudagskvöld og síðar um kvöldið verða rædd
málefni Alþýðuflokksins í kjördæminu.
Fundur hefst að nýju klukkan 10:00 á laugardag og verður
þar - auk venjulegra aðalfundarstarfa - meðal annars rætt
um stjórnmálaviðhorfið, atvinnu- qg sjávarútvegsmál og
önnur mál.
Gestir fundarins verða alþingismennirnir Sighvatur
Björgvinsson og Rannveig Guðmundsdóttir.
Allt Alþýðuflokksfólk er velkomið á staðinn.
(Athugið: Boðið verður upp á ódýra gistingu.)
Stjórn kjördæmisráðsins.
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR
Jón Baldvin á fundi
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur opinn fund um
stjórnmálaástandið, mánudaginn 25. september næst-
komandi.
Fundurinn verður haldinn á Kornhlöðuloftinu við Banka-
stræti og hefst klukkan 20:30.
Frummælandi verður Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands.
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur.
Alþýðublaðið
-fyrir geníin
■ Rússneski rithöfundurinn Vladimír Vojnovitsj
„Sovétkerfið i inrlir lr\|x on i er liðið OA\ /Óol/O
Ul lUli IC/K tíf 1 þjóðin er em bUVtíoKcl i til"
Vladimír Vojnovitsj: Áður lugu Sovét-fjölmiðlarnir - en þeir lugu allir á
sama hátt. Núna lýgur hver á sinn hátt.
Vladimír Vojnovitsj er best þekkti
háðsádeilurithöfundur Rússlands. Á
meðal verka hans eru The Life and
Extraordinary Times of Privat Ivan
Chonkin, The Fur Hat og Moskva
2042. Vladimír var sviptur sovéskum
ríkisborgararétti sínum árið 1980 en
boðinn velkominn aftur heim níu ár-
um seinna. Árið 1990 endurheimti
hann ríkisborgararéttinn og hefur síð-
an þá dvalist til skiptis í Moskvu og
Míinchen. Sem stendur er hann að
skrifa skemmtiþættina Nýir Rússar
fyrir rússneskt sjónvarp. Viðtalið sem
hér fer á eftir var tekið fyrir skemmstu
í Moskvu.
Hver er helsti munurinn d því Rúss-
landi sem þú yfirgafst árið 1980 og
því Rússlandi sem þú þekkir núna?
„Þegar ég kom aftur árið 1989 hafði
ekki margt breyst. Sömu bílamir voru
á götunum, og almennt voru reglur og
venjur þær sömu. Það átti víst að ríkja
mun meira frelsi. En þegar ég fór á
skrifstofur Fnnoít-tímaritsins vegna
þess að mig vantaði ljósrit af einni
stuttri grein og fékk svarið: „Allt í
lagi, við förum í Rithöfúndasamband-
ið og tölum við félaga Vertsjenkó,
hann skrifar undir rétt plögg og setur
stimpil á greinina og svo getum við
afritað hana,“ sá ég að flest var við
það sama. En mikið hefur breyst síðan
þá“
Hvað hefur ekki breyst?
„Sovétkerfið er liðið undir lok, en
sovéska þjóðin er enn til. Fólkið á göt-
unum er sovéskt og það verður það
lengi til; það er þeirra eðli.“
Hvemig kemur sovéska eðlið
fram?
„Það er skortur á getu til að
halda loforð. Ef einhver segist
ætla að líta við á ákveðnum
tíma á morgun, þýðir það ekki
endilega að hann ætli að koma.
Það þýðir ekki neitt. Það er
ómögulega hægt að treysta
fólki. Áður lugu Sovét-fjölmiðl-
amir - en þeir lugu allir á sama
hátt, svo maður vissi hvar mað-
ur hafði þá. Núna lýgur hver á
sinn hátt. Blöðin birta nákvæm-
lega það sem þeim hentar. Þegar
ég hiingdi á eitt dagblað til þess
að biðja þá um að birta leiðrétt-
ingu var mér svarað á þá leið að
þetta blað birti ekki leiðrétting-
ar.“
Er erfiðara að vera háðs-
ádeiluhöfundur núna en það var
á valdatíma kommúnista?
„Eg vil sýna framá að það er
það ekki. Áður fyrr var Sovétkerfið
eina viðfangsefni háðsádeilunnar. Nú
þegar það er farið, segir hver það sem
honum sýnist og allir eru miklu
skemmtilegri en þeir vom. Ég hef í
nokkur ár verið að skrifa skáldsögu en
ákvað að snúa mér að sjónvarpsþátta-
gerð vegna þess að það er svo erfitt að
endurspegla lífið í dag í skáldsögu.
Frá 1990 hefur þetta líf breyst með
hverjum deginum. Það er afskaplega
erfitt að skrifa skáldsögu um skipbrot
þegar þú ert um borð í skipinu. Það er
miklu einfaldara að taka myndir -
þess vegna held ég að sjónvarpið sé
eini miðillinn sem getur endurspeglað
lífið eins og það er núna.“
Sumir hafa sagt að sjónvarpsþátta-
raðir séu merki um vond vestrœn áhrif
á rússneskt líf.
,,Ég er ekki að skrifa vestræna sápu-
ópem. Ég er kannski ekki mjög hóg-
vær - en ég ætla að skrifa almennilega
gamanþætti, listræna en sem höfða til
fjöldans á sama tíma - eins og bókin
mín um Chonkin gerði. Ég hef ekki
áhuga á ómerkilegum sápuóperum.
Auðvitað hafa vestræn áhrif markað
líf og menningu í Rússlandi og al-
mennt em áhrif sjónvarpsins vond. En
sjónvarpið er óumflýjanlegt, það þýðir
ekki að fordæma það eða beijast gegn
því.“
Með nýfengnu frelsi œtti menning-
arlif að blómstra - en það virðist
ekki hafa gerst í Rússlandi.
„Frelsið býður upp á öðmvísi
líf og annarskonar afþreyingu.
Fijálst fólk er uppteknara. Nú hef-
ur enginn tíma til þess að lesa
bækur eða eltast við menningar-
viðburði. Áður fór fólk í leikhús
til þess að finna vísanir \ rikjandi
ástand. Þegar kom að setningunni
’Það er eitthvað rotið í ríki Dana’ í
Hamlet klappaði fólk og hló
vegna þess að Danmörk stóð fyrir
Sovétríkin. Nú þarf enginn lengur
á óbeinum vísunum að halda;
Danmörk er Danmörk. Á þessum
tíma gekk saga af leikstjóra sem
hafði verið beðinn um að skil-
greina vísun. Hann svaraði: Það er
þegar þú ferð í bíó og sérð ský,
skóg eða himin á tjaldinu og þú
hugsar með þér: ’Hvernig sem
það nú er, þá er Brésnev asni.’“
Hvenœr verður Rússland byggt
nýjum Rússum?
„Ég átti nýlega tal við mann sem
sagði að það myndi aldrei verða,
Rússland myndi alltaf vera eins og
það væri vegna þess að Rússar væm
latir og myndu aldrei laga sig að vest-
rænu lífi. Én ég held að þeir muni gera
það. Japanir em ólíkir Ýesturlandabú-
um, en þeir lifa á vestrænan hátt, þó
að japanskir eiginleikar haldist. Þegar
kapítalismi og lýðræði þróast í Rúss-
landi verða Rússar að læra að vinna
og lifa á Vestrænan hátt.“ ■
-gv/Byggt á Newsweek
Samkvæmt skýrslu Húsaleigubóta-
deildar Félagsmálastofnunar fá nú
2160 manns húsaleigubætur hér í
borginni. Þetta segir að enn fer fjöldi
þeirra sem rétt eiga á bótum á mis við
þær. Mér sýnist meginástæðumar vera
tvær: 1. Slæm kynning laganna. 2.
Húseigendur neita að gera réttan lög-
giltan leigusamning, þótt þeir fái 80%
af leigunni skattfrjálst. Mér finnst
ástæða vera fyrir stjórnvöld að gefa
þessu gaum, ekki síst í tengslum við
opinbera aðstoð við húseigendur. ■
Höfundur er formaður
Leigjendasamtakanna.
Húsaleigubætur í Reykjavík
Samkvæmt áfangaskýrslu Samráðs-
nefndar um greiðsluvanda heimilanna,
(útgefandi: Félagsmálaráðuneytið
1995), búa 74% Islendinga í „eigin
húsnæði," það er húsnæði sem þeir
eiga sjálfir. Þetta er byggt á úrtaki
fólks 18 til 75 ára af öllu landinu.
Samkvæmt þessu búa þá 26% í hús-
næði sem aðrir eiga. Trúlega búa sum-
ir í húsnæði ættingjá og eiga því ekki
rétt á húsaleigubótum. Ef maður gefúr
sér að helmingur eða 13% búi í al-
méhnum leiguíbúðum og að leigjend-
ur séu hlutfallslega flestir í Reykjavík,
einsog kannanir hafa bent til, má ætla
að um 15 þúsund heimili í Reykjavík
séu rekin í leiguíbúðum. Ef frá eru
Leigan
J
Jón Kjartansson
frá Pálmholti
skrifar
dregnir þeir sem ekki eiga rétt á húsa-
leigubótum (leigjendur sveitarfélaga
til dæmis) hljóta 12 þúsund heimili í
Reykjavík að eiga rétt á þessum bót-
Ég vil sýna framá að
það er ekki erfiðara að
vera háðsádeiluhöfund-
ur eftir hrun kommún-
ismans. Áður fyrr var
Sovétkerfið eina við-
fangsefni háðsádeilunn-
ar. Nú þegar það er far-
ið, segir hver það sem
honum sýnist og allir
eru miklu skemmtilegri
en þeir voru.