Alþýðublaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 s k o ð a n i r MMÐUBIÍÐIÐ 20985. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Utgefandi Ritstjórar Fréttastjóri Auglýsingastjóri Umbrot Prentun Alprent Hrafn Jökulsson Siguröur Tómas Björgvinsson Stefán Hrafn Hagalín Ámundi Ámundason Gagarín hf. ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Le Pen nemur land á Fróni Sigur Framfaraflokksins í nýafstöðnum sveitarstjómarkosningum í Noregi vekur óhug. Rugludallar á hægri væng stjómmálanna hafa á síðustu ámm sótt í sig veðrið víða í Evrópu. Frægastur þeirra allra er Frakkinn Le Pen, sem hefur náð miklum árangri í frönskum stjóm- málum. Óánægja með atvinnuleysi, slæmt ástand í stórborgum Evr- ópu, auk rótgróinna fordóma á útlendingum og öllu því fólki sem fjarlægt er í siðum og háttum, á hér hlut að máli. Reynsla Evrópubúa af millistríðsárunum hvetur eindregið til þess að Evrópuríki bregðist hart við þessari ógn og að lýðræðissinnaðir flokkar hafi ekkert sam- starf við flokka sem ala á kynþáttahatri og fordómum í garð útlend- inga. Le Pen hefur einnig numið land á Islandi. Ekki í hinni grófu mynd sem holdgerfist í hinum franska foringja, heldur í þumbaralega ras- isma að hætti hinna frægu ummæla Guðna Ágútssonar fyrir síðustu kosningar: Island fyrir Islendinga. Og Framsóknarflokkurinn í heild sinni er auðvitað holdgerfingur þessarar stefnu hér á landi. Hið nýja andlit flokksins reyndist vera fordómafullt, afturhaldssamt ög ljótt - ímynd stöðnunar og hnignunar í íslensku samfélagi. Fijálslýnt fólk verður að bregðast við þessari þróun af fullri hörku; það dugar ekki lengur að hrista höfuðið í forundran yfir þumbaraskapnum. I dag höfúm við Guðna Ágústsson og Pál Pétursson, á morgun gætum við haft íslenskan Carl Hagen og jafnvel Le Pen. Páll Pétursson hefur á síðustu vikum alið á þeirri hugsun að vandamál íslendinga séu útlendingar í fiskvinnslu hér á land. Þetta sjónarmið er auðvitað í góðu samræmi við þá einangrunar- og af- dalahyggju sem einkennt hefur stjómmálaferil félagsmálaráðherrans. Og það er því miður ennfremur í fullu samræmi við eðli Framsókn- arflokksins að gera slíkan mann að ráðherra, en varla er það ríkis- stjóm íslands til mikils sóma. Maðurinn sem misskildi GATT Framkvæmdastjóm Vinnuveitendasamband íslands hefur nú bæst í hóp þeirra sem mótmæla harðlega framkvæmd GATT-samningsins hér á landi. í ályktun framkvæmdastjómarinnar er á það bent að verðbólga hefur aukist mjög á síðustu þremur mánuðum og ógnar nú grundvelli kjarasamninga og stöðugleika í efnahagsmálum. Mest af þessari verðbólgu er heimatilbúin og stafai af hækkun landbúnaðar- afurða. GATT-klúður ríkisstjómarinnar er nú viðurkennt af öllum sem því máli tengjast og ekki verður komist hjá því að taka það mál til rækilegrar endurskoðunar á riæsta þingi. Markalínan milli hænunnar og refsins í íslenskum stjórnmálum „Hann semur söngva af hænum sem samein- ast gegn refnum og bera þannig af honum sigurorð. Söngvar García fara eins og eldur í sinu um landið og verða með öðru til þess að alþýðunni tekst að koma íhaldsöflunum frá völdum. Þessi saga rifjast upp fyrir mér nú þegar enn einn ganginn er hafin umræða um sameiningu. Sameiningu vinstri aflanna, félagshyggjufólks og/eða jafnaðarmanna. Það er nefnilega ekki á hreinu um hvað sameiningin á að snúast... Hver er refurinn?" I þeirri ágætu skáldsögu „Húsi and- anna“ eftir Isabellu Allende segir af alþýðusöngvaranum Pedros García yngri. Hann semur söngva af hænum sem sameinast gegn refnum og bera þannig af honum sigurorð. Söngvar García fara eins og eldur í sinu um landið og verða með öðru til þess að alþýðunni tekst að koma íhaldsöflun- um frá völdum. Þessi saga rifjast upp fyrir mér nú þegar enn einn ganginn er hafin um- ræða um sameiningu. Sameiningu, vinstri aflanna, félagshyggjufólks og/eða jaíhaðarmanna. Það er nefnilega ekki á hreinu um hvað sameiningin á að snúast: Hver er refurinn? Munurinn á því samfélagi sem García hrærist í og okkar felst í því að í hans tilfelli var alveg á hreinu hver refurinn væri. Svo var einnig þegar stjómarandstöðu flokkamir í Reykja- víkurborg tóku sig saman til að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins. En þegar litið er á stjórnmálin á landsvísu flækjast hlutimir nokkuð. Það er engan veginn á hreinu hver refurinn er í þeirri sögu og því dálítið á reiki gegn hverju á að sameinast. Eins og umræðan er að þróast virð- ist hún bera nokkum keim af forriðar- hyggju. Menn vísa til sögunnar og þess eilífa klofnings sem hrjáð hefur vinstri væng íslenskra stjórnmála í gegnum tíðina. Helst verður skilið að nú sé uppi sú tíð að yngra fólk verði að koma til og leiðrétta mistök forfeðranna. Málið er nú bara ekki svona einfalt. Stjómmálaflokkar em tæki sem fólk með svipaðar lífsskoðanir kemur sér upp til þess að hafa áhrif í lýðræðis- þjóðfélagi. Það er ekki hlutverk þess- ara flokka að viðhalda sjálfum sér. Þeim ber að kasta í glatkistuna er þeir hafa lokið hlutverki sínu. Pallborðið | Benónýsson Þar af leiðandi geta sameiningartil- raunir framtíðarinnar engan veginn snúist um það hvort Alþýðuflokkur- inn, Alþýðubandalag, Kvennalisti og Þjóðvaki skríði saman í eina sæng. Refinn vantar. Nei, það fólk sem nú er af alvöru að tala um sameiningu, hlýtur að verða að stíga skrefið til fúlls og viðurkenna að íslenska flokkaflóran er orðin úrelt. Stjómmálaflokkamir em þess ekki lengur umkomnir að spegla lífsskoð- anir og vonir þorra landsmanna. Af-» leiðing þessa ástands er sífellt stækk- andi hópur óánægðra kjósenda, sem sveiflast milli flokkanna frá kosning- um til kosninga. Er svo komið að hver sem er virðist geta boðið fram lista í kosningum og hirt upp óánægjufylgi upp á svona ftmm til tíu prósent. Skýrar línur em ekki lengur til stað- ar og kjósendum er aldrei ljóst hvaða stefnu þeir em að kalla yfir sig með atkvæði sínu. Hættum því að hlaupa um eins og ráðvilltur hænsnahópur þar sem ein talar aftur meðan önnur talar fram. Setjumst niður og byrjum að ræða grundvallaratriði. Fortíðinni verður ekki breytt, en framtíðin bíður; á hana er hægt að hafa áhrif. Hver á staða íslands að verða í sí- breytilegri heimsmynd? Eigum við að kúldrast í þröngu og hlykkjóttu öng- stræti fortíðar meðan aðrar þjóðir fylkja sér saman á hraðbrautum sem liggja til framtíðar? Geta menn náð saman um breytingar á kjördæma- skipulaginu frá því sem nú er? Hvem- ig eigum við að meðhöndla ftskveiði- auðlindina? Hvað með landbúnaðar- málin? Hvert á að stefna með eignar- hald og rekstrarform ríkisfyrirtækja? Hvenær eigum við að þora að horfast í augu við vandamál velferðarkerfisins? Svona mætti lengi telja, því innan þessara svokölluðu vinstri flokka eru skoðanir manna svo skiptar um þessi meginmál að samleiðin er ekki auð- séð. Það er raunar einnig svo um Sjálfstæðisflokkinn. Það er því alveg ljóst að markalínan milli hænunnar og refsins í íslenskum stjómmálum liggur ekki um þann far- veg sem skilur að stjóm og stjómar- andstöðu. Byrjum þess vegna á að skilgreina refinn og sameinumst síðan gegn honum. ■ Höfundur er leikari og situr í framkvæmdastjórn Alþýöuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. í ályktun VSÍ segir meðal annars: „Hækkanir á einstökum vöru- flokkum búvara skýrast einkum af takmarkaðri innlendri samkeppni framleiðenda og nýfenginni fullvissu þeirra um að innflutt matvara sem keppt geti við innlenda beri svo háa innflutningstolla að engin raunveruleg verðsamkeppni leiði af innflutningi. Sú leið sem Al- þingi valdi við fullgildingu Gatt samkomulagsins stuðlar þannig að óbreyttu að hækkandi matvælaverði, meiri verðbólgu og lakari lífs- kjörum". Síðar segir: „Það er því krafa VSÍ að núverandi tollaígildi samkvæmt Gatt-samkomulaginu verði tafarlaust lækkuð.“ Alþýðusamband Islands og Vinnuveitendasamband íslands eru því sammála í fordæmingu sinni á framkvæmd GATT-samningsins hér á landi. Davíð Oddsson getur bætt þessum áhrifamiklu samtök- um í hóp þeirra óábyrgu aðila sem ekki skilja út á hvað GATT-samn- ingurinn gengur og ali þar með á óraunhæfum væntingum um lægra verðlag í kjölfar innflutnings... Af almennum viðbrögðum í samfé- laginu að dæma virðist Davíð Oddsson þó vera sá sem misskildi GATT, enda mun það einsdæmi í veröldinni að samningur um frjálsa verslun Ieiði til hækkunar á verðlagi til neytenda. Einsdæmi. ■ t e m b e r Atburðir dagsins 1901 McKinley Bandaríkjafor- seti deyr af völdum skotsára. 1944 Marlene Dietrich hélt sýningu í Tripoli- leikhúsinu í Reykjavík ásamt leikflokki handaríska hersins. 1950 Flug- vélin Geysir brotlenti á Bárðar- bungu á Vatnajökli. Sex manna áhöfn komsl af. 1982 Kristján Eldjárn lést. Hann var þjóð- minjavörður í níma tvo áratugi og forseti 1968-80. 1982 Grace Kelly prinsessa af Mónakó og fyrrum kvikmyndastjama ferst í bílslysi. Afmælisbörn dagsins Baron von Humboldt 1769, þýskur v/sindamaður og land- könnuður. Charlcs Dana Gib- son 1867. bandarískur lista- maður. Sigurður Nordal 1886, prófessor og rithöfundur. einn mestur áhrifamaður sög- unnar í íslenskum fræðuni. Jack Hawkins 1910, breskur leikari. Jökull Jakobsson 1933, leikritaskáld. Annálsbrot dagsins Brann upp til ösku einn preslur á Christianshöfn, þar hann sat við eitt borð í sínu kamersi að stúdera, með undarlegum at- vikum, svo hann fannst allur uppbrunninn, en bókin og ljós- ið var kyrt og heilt eptir óskaddað. Eyrarannáll 1688 Ljóska dagsins Ég er alls ekkert móðguð því ég veit að ég er ekki heimsk ljóska. Ég veit líka að ég«r ekki Ijóska. Dolly Parton. Málsháttur dagsins Vond tíðindi hafa vængi. Lokaorð dagsins Góða nótt elskumar mínar. Við sjáumst í fyrramálið. Hinstu orö enska leikskáldsins og leikarans Sir Noel Coward, 1899-1973. Orð dagsins Hér nutu sólar sáHr tvær liinn sumarlanga dag. En fölnað lauf og þrotlaus - þögn varð þeirra kveðjulag. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Skák dagsins Howard Staunton (1810- 1874) var um sína daga fremsti skákmaður heims, og lagði drjúgan skerf til nútímaskák- listar. Nú skoðum við hand- bragð hans, í skák frá 1842, þarsem Cochranc, sem hefur hvítt, er grátt leikinn. Staunton hefur semsagt svart og á snjall- an leik. Cochrane var ágætur skákmað- ur og þurfti ekki að sjá meira. Mát er óumflýjanlegt: 3. hxg4 Dh2 mát!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.