Alþýðublaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 r ú s s I a n d Þingkosningar verða í Rússlandi í desember. Nú þegar hafa 250 stjórnmálaflokkar verið formlega skráðir- og þeim fjölgar stöðugt Rússnesk flóamarkaðshyggja Viktor Tsjernómýrdin, forsætis- ráðherra Rússlands, kvartaði einu sinni yfir því að í Rússlandi ríkti flóa- markaðskerfi. Þegar þrír mánuðir eru til næstu alþingiskosninga bendir ým- islegt til að flóamarkaðsstjómmál nái yfirhöndinni. Rúmlega 250 stjórnmálaflokkar hafa verið formlega skráðir - og þeim fjölgar stöðugt. Þar á meðal em flokk- ar fyrir bjórunnendur, múslima og herforingja. Kosningaloforðin eru margvísleg; það á leggja Alaska undir Rússland, lækka skatta og hækka hita- stig til samræmis við Miðjarðarhafs- lönd. Á síðustu þremur mánuðum hafa fjórir frægir stjómmálamenn stofnað sinn eigin flokk. Tsjemómýrdin stofn- aði flokk sem heitir því undarlega nafni Rússland er okkar heimili. Alex- ander Lebed, fyrrverandi herforingi sem er frægasta herfígúra Rússlands, gekk til liðs viðNý samtök rússneskra kommúnista. ívan Rybkin, forseti neðri deildar rússneska þmgsins hefur stofnað ívan-Rybkin-flokkinn (gríp- andi nafn!) og Nikolæ Rýzhkov, sem var forsætisráðherra Gorbatsjovs í fimm ár, hefur stofnað flokkinn Vald- ið til fólksins. Hvað varð um þá hug- mynd að einn góðan veðurdag þróað- ist almennilegt flokkakerfi í Rúss- landi? Hugmyndin er raunar enn til. Þessi flokka-offjölgun skiptir ekki miklu máli vegna þess að sófaflokkarnir (flokkar sem geta haldið flokksþing á venjulegum stofusófa) verða kæfðir af kosningalögunum. Flokkur sem ætlar að bjóða fram í kosningum verður að safna 200.000 undirskriftum. Og flokkurinn verður að fá 5% atkvæða til þess að tryggja sér eitt af 225 þing- sætum rússneska þingsins, Dúmunnar. Um það bil tíu flokkar eiga eftir að uppfylla þessi skilyrði. Það eru tvær ástæður fyrir því að kosningamar skipta máli. I fyrsta lagi hefur Dúman verið helsti vettvangur stjómmálaumræðu í Rússlandi síðustu tvö ár, og þó að vald hennar sé lítið í samanburði við vald forsetans, er lík- legt að hún haldi þessum eiginleika. Dúman verður líka að samþykkja fjár- lög og hefur því stjóm á opinberum fjárútlátum. Stjómmálamaður sem kemst ekki þama inn í Desember verður útí kuld- anum næstu fjögur árin. í öðru Iagi eru þingkosningarnar generalpmfa fyrir forsetakosningamar sem verða í júní 1996. Rússneskir stjómmálaflokkar em oft ekki mikið meira en frama-vagnar formanna þeirra; Yabloko-flokkurinn fyrir Gríg- orý Javlinský, Áfram Rússland fyrir Bóris Tedórov og Ný samtök rúss- neskra kommúnista fyrir Alexander Lebed. Rússan munu hafa tvenns konar at- kvæðisrétt. I fyrsta lagi kjósa þeir kjördæmakjörinn fulltrúa með meiri- hlutakosningu og í öðm lagi em flokk- ar kosnir með hlutfallskosningu. Hjá kjördæmakjörnu fulltrúunum 225 era það pólitísk völd - og pening- ar sem gera útslagið. Framboðsher- ferðin kostar þá líklega 200 til 300 þúsund dollara. Það er ekki mikið ef miðað er við Ameríku eða Japan, en þó nokkuð fyrir Rússa - ef undan em skildir tveir hópar; biznesmeni; við- skiptaspekúlantar sem geta keypt sér leið inná þing og stjórnkerfiselítur, það er að segja embættismenn og stjómendur stórra fyrirtækja, eins og einokunar-gasfyrirtækjsins Gazprom, sem Tsjemómýrdin stjómaði. Flokk- urinn Rússland er heimili okkar (oftar en ekki kallaður Gazprom er heimili okkar) er flokkur stjómkerfiselítunnar. Hann á eftir að geta notað opinbert fé, sambönd og ríkisrekið sjónvarpið til að styðja við bakið á sér í kosninga- baráttunni. Hin 225 sætin í Dúmunni skiptast á milli flokka sem hala inn meira en 5% atkvæða. Flokkaframbjóðendurnir þurfa á sigrast á Rússland er heimili okkar - í raun gengur flokknum þó ekki allt í haginn, hann varð fyrir áfalli þegar einn stofnandi flokksins, forsætisráðherraefnið Sergei Sjakharí gekk út 30. ágúst síðastliðinn. Tíu dögum áður féll kandídat flokksins í kosningu um landsstjóra- embætti Sverdlosk-héraðsins. Flokk- urinn gat þó huggað sig við það að frambjóðandinn, Strakhov, fékk 26% atkvæða í fyrstu umferð kosninganna - og frambjóðendurnir voru ekki nema sex. Næðist svona hátt hlutfall aftur fyrir alþingiskosningamar yrði flokkurinn vísast stærsti stjómmála- flokkur Rússlands. Um alla Austur-Evrópu hafa endur- reistir og endurbættir kommúnista- flokkar unnið aðrar kosningar eftir fall kommúnistakerfisins. Kosningamar í desember eru aðrar kosningar eftir hrun Sovétrfkjanna, svo rússneskir kommúnistar eru fullir bjartsýni. Kommúnistaflokkurinn var þriðji stærsti flokkurinn eftir kosningamar 1993, og miðað við það sem gengur og gerist í Rússlandi er hann samheld- inn og sameinaður. Hann á vísan bandámann þar sem Bændaflokkurinn er; þeir eiga dreifbýlið sameiginlegt. Báðir flokkamir tveir em aðeins hálf- endumýjaðir og eiga líklega erfitt með að ná til annarra en þeirra sem em nú þegar harðir stuðningsmenn þeirra - Kommúnistaflokkurinn horfir til 37 milljóna ellilífeyrisþega og Bænda- flokkurinn til bænda og verkamanna úr gamla Sovétkerfinu. Róttækir umbótasinnar fyrstu ríkis- stjómarinnar eftir hmn Sovétríkjanna virðast ekki ætla að bera barr sitt í þessum kosningum. Skoðanakannanir benda til að þeir njóti stuðnings 18% kjósenda; það er fólkið sem hefúr náð að fóta sig í nýju kerfi. Fræðilega ætti það að duga til þess að gefa þeim nokkur þingsæti. En í raun og vem em umbótasinnarnir þrasarar. Fimm helstu umbótasinnamir hafa stofnað fimm ólíka flokka. Þeirra á meðal em Yabloko-flokkur Javlinskis, Jegor Gædar stofnaði Val Rússlands og Fedórov Áfram Rússland. Líklegt þykir að hver þessara smáflokka fengi 3 til 4% atkvæða - þar fæm mörg at- kvæði til spillis. Ef, eins og allt virðist benda til, enginn stóru, traustu flokkanna fær meira en 20% atkvæða - eins og mál- in em á því þingi sem nú situr - verð- ur næsta þing alveg eins að því er varðar að enginn meirihluti verður fyrir nokkru. Verði það, hentar það Bórís Jeltsín og núverandi ríkisstjóm alveg hreint prýðilega: Helsta mark- mið þeirra er að koma í veg fyrir að stjómarandstaðan nái 2/3 þingsæta - það er fjöldinn sem þarf til þess að breyta stjómarskránni og koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. í síðustu kosningum var einn sem skar sig úr hópnum; ný- fasistinn Vladimír Zhírinovský. Núna á hann von á harðri samkeppni frá Lebed hershöfðingja. Hershöfðinginn sagði sig nýlega úr hernum og lét að sér kveða í stjórnmálum með því að ganga til liðs við Ný samtök rúss- neskra kommúnista. Stefnur þess flokks eru undarleg mixtúra. Hann stendur fyrir vömum Rússlands í „ná- lægum löndum," en er þó á móti sum- um nýlegum ævintýrum á þeim slóð- um (til dæmis í Tatsjikistan). Einn þáttur í stefnu þeirra er að endurreisa herinn, sem gæti þó þýtt að minnka hann. Hagfræðiráðgjafi þeirra er Sergei Glazíev, sem var ráðherra í ríkisstjóm Gædar, áður en hann varð talsmaður sósíalisma. Lebed vonar að hann geti notað þingkosningamar sem stökkpall fyrir forsetakosningaslaginn næsta sumar. ■ -gv / Byggt á The Economist „Viktor Tsjernómýrdin, forsætisráðherra Rússlands, kvartaði einu sinni yfir því að í Rússlandi ríkti flóamarkaðs- kerfi. Þegar þrír mánuðir eru til næstu alþingiskosninga bendir ýmislegt til að flóamarkaðsstjórnmál nái yfirhöndinni." „Rúmlega 250 stjórnmáia- flokkar hafa verið formlega skráðir - og þeim fjölgar stöðugt. Kosningaloforðin eru margvísleg; það á leggja Alaska undir Rússland, lækka skatta og hækka hitastig til samræmis við Miðjarðarhafslönd." Stjórnmálaflokkar í Rússlandi Rússland er okkar heimili Flokkur sameiningar og samstöðu Kommúnista- flokkurinn Bændaflokkurinn Ný samtök rússneskra kommúnista Mikil völd Frjálslyndir demókratar Valdið til fólksins Val Rússlands Jablokó Afram Rússland Konur Rússlands Formaður Viktor Tsjernómýrdin Sergei Sjakharí Gennadý Zjúganov Mikhail Lapshín Júrí Skókov og Alexander Lebed Alexander Rútskoj Vladimír Zhírinovský Nikolæ Rýzhkov og Sergei Babúrin Jegor Gædar og Sergei Kóvalev Grígorý Javlinský og Vladimír Lúkin Bóris Fedórov Alevtína Fedúlóva % atkvæða 1993 6,8 12.4 7,9 22,8 15,4 7,8 8,1 Kosningaloforð Stöðugleiki, góð afkoma og órofið samhengi Meiri sjálfstjórn héraða Meiri opinber fjórútlát Mótmæla nýjungum í sveitum Verndun Rússa á erlendri grundu Endurreisa rússneska heimsveldið Leggja Alaska undir Rússa, ókevpis vodka og skjóta glæpamenn á færi Endurreisn Sovétríkjanna Róttækar breytingar, frjálslynd, félagsleg markmið og ákveðin utanríkisstefna Frekari umbætur, ná- in samskipti við ná- grannaríki Lýðskrum og um- bætur Femínismi i anda Sovétríkjanna Aðalstuðnings- menn Embættismenn Átthagaunnendur Eftirlaunaþegar Bændur Þjóðernissinnar Karlrembur Verkamenn Fortíðarhyggju- sinnað fólk Umbótasinnar Umbótasinnar Þjóðernishyggju- og umbótasinnar Heimavinnandi hús- mæður Eiginleikar v» V5/ vs/ v» ®® r\ r\ v» v» Q © NAW WW Q © ww ww Q © ww ®® r^ v» VJ/ Q © ww ®®

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.