Alþýðublaðið - 14.09.1995, Side 4

Alþýðublaðið - 14.09.1995, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 m e n n i n c Þungur Stepnen King Regnboginn: Doiores Claiborn Leikstjóri: Taylor Hackford Aðalhlutverk: Kathy Baker, Cristopher Plummer og Jennifer Jason-Leigh ★ ★ Kvikmynd þessi er gerð eftir sögu Stephens King. Og ógnþrungin er hún svq sannarlega. Ekkja, sem í mörg ár hefur verið ráðskona roskinn- ar auðkonu, er sökuð um dauða henn- Kvikmyndir Haraldur Jóhannsson hagfræðingur skrifar ar. Grunsemdir um sekt hennar styrk- ir, að fyrr á árum var hún vænd, og sökuð, um að vera völd að dauða eig- inmanns síns, en var þá sýknuð. Að dauða eiginmanns síns hafði hún þó óbeinlínis stuðlað. A köflum er svo þungt yfir kvikmynd þessari, að ýms- um áhorfendum mun þykja meira en nóg um. Hins vegar er hún afburða vel leikin og tekin. -Har.Jóh. Velheppn- aður frum- skógartryllir Háskólabíó: Kongó (Congo) Aðalhlutverk: Dylan Walsh og _______Laura Linney____ ★ ★ ★ Michael Crichton á það sameigin- legt með Stephen King, að hann mun einna vinsælastur höfunda skemmti- sagna í Bandaríkjunum. Hinum fyrr- nefnda eru furður hugleiknar, ógnir hinum síðamefnda. Eftir einni fræg- ustu (og bestu) sögum Crichtons er mynd þessi gerð, en þráður hennar er aðeins lauslega rakinn. Vangaveltum um gáfnafar mannapa (þótt ekki „bell curve“) er sleppt, en „náma Salóm- ons“ í Kongó ber því hærra. Allt um það, er hér á ferðinni fjörleg, jafnvel ævintýraleg, spennumynd frá Afríku miðri. Um það að minnsta kosti tekst leikstjóranum, Frank Marshall, vel Upp. -Har.Jóh. Bókmennta- hátíðin í dag Norræna húsiö 12:15 Heimsmynd nútímans - vís- indaleg sýn. Tor Nprretranders og Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor ræðast við á dönsku. 13:30 Bók- menntir og raunveruleiki. Martha Tikkanen, Sigrid Combuchen, Kjell Askildsen, Solvej Balle og Einar Kárason ræða málin. Tor- ben Rasmusen stýrir umræðunum. 15:00 Samræður um heimspeki. Josten Gaarder og Páll Skúlason prófessor ræða saman á ensku. 16:15 Jason Epstein bókmenntarit- stjóri hjá Random House flytur fyr- irlestur um útgáfumál. Kynnir er Pétur Már Ólafsson. Þjóðleikhúskjallarinn 20:30 Bókmenntakvöld. Sigrid Combiichen, Tor Nprretranders, Patrick Chamoiseau, Michael Kriiger, Desmond O’Grady, William Styron og Ólafur Jóhann Ólafsson lesa upp úr verkum sínum. Nauðsynleg samviskulesning Taslima Nasrin: Skömmin Mál og menning 1995 239 blaðsíður Einn gesta Bókmenntahátíðarinnar er læknirinn og rithöfundurinn Tasl- ima Nasrin. Hin fræga bók hennar Skömmin er nú 'komin út í ágæúi þýð- ingu Silju Aðalsteinsdóttur. Bókin var bönnuð í Bangladesh, heimalandi höf- undar, vakti reiði múslimskra öfga- manna sem hótuðu Nasrin lífláti og svo fór að hún hrökklaðist úr landi. Bækur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar Nasrin segir í formála bókarinnar: „Ég fyrirlít bókstafstrú og trúarof- stæki. Þess vegna skrifaði ég Skömm- ina ... Það er skylda mín að vemda rnitt fallega land fyrir þessum mönn- um. Ég er viss um að eina leiðin til að vinna bug á bókstafstrúnni er að við tökum höndum saman, við öll sem virðum hugsjónir mannúðar og trú- frelsis, og berjumst gegn illum áhrif- um hennar. Ég læt að minnsta kosti ekki þagga niður í mér.“ Þama er kona sem býr yfir aðdáun- arverðu hugrekki. Kona sem tilbúin er að leggja líf sitt að veði vegna sann- færingar sinnar. Bók hennar er ástríðuþrungin, skrifuð af heilagri vandlætingu og óþoli. Hún er rétt- lætisákall þar sem því er beint til þeirra brotlegu að þeir láti af ofstæki og ofsóknum og verði aftur að mann- eskjum. Bókin er í senn skáldsaga og heim- ildarrit. Þar er fjallað um hindúafjöl- skyldu, sem er ekki sérlega trúhneigð, en ástundar að lifa í sátt við alla menn. Til þess gefst henni hvorki svigrúm né frelsi í landi þar sem múslimar of- sækja hindúa. Líf Qölskyldunnar verð- ur loks að harmleik. Inn í hina skáld- uðu frásögn, sem á sér örugglega fjölda fyrirmynda í Bangladesh, er of- ið alls kyns upplýsingum um mann- réttindabrot og ofsóknir gegn hindú- um. Skömmin er afar áhrifaríkt verk þó það sé um margt gallað. Ef eingöngu á að dæma út frá listrænu gildi þá má segja að bókin sé skrifúð af einlægum eldmóði en ekki nægilegri list. Hins vegar er Skömmin ekki eiginleg skáldsaga. Hún er að stórum hluta heimildaverk og réttlætisákall. Og í þeim þáttum felst styrkur hennar. Og um leið og veikleikar hinnar skálduðu sögu eru augljósir þá er ekki hægt að afneita þeim mætti sem býr í heim- ildaþáttum verksins. Nasrin tekst ekki að blása lífi í hinar skálduðu persónur. Hinar eftirminnilegu persónur bók- arinnar eru raunverulegu fómarlömb- „Nasrin tekst ekki að blása lífi í hinar skáld- uðu persónur. Hinar eftirminnilegu persón- ur bókarinnar eru raunverulegu fórnar- lömbin, sem ekki tjá sig á síðum bókarinnar ... Textinn er oft fjálg- legur, eins og baráttu- boðskapur reynist oft ... Ég hefði kosið að listræn nákvæmni og ögun hefðu slegist í hópinn. En þrátt fyrir skort á þeirri liðveislu hefur Nasrin tekist að skrifa verk sem er nauðsynleg samvisku- lesning og kjarkmikið innlegg í baráttu gegn öfgaöflum heimsins." in, sem ekki tjá sig á síðum bókarinn- ar, en er getið vegna þess að þau vora hrakin, auðmýkt og smáð, eingöngu vegna trúar sinnar. Það er vart hægt að lesa þær frásagnir án þess að finna til. Og þegar svo er þá hefúr bók sannað gildi sitt. Ég gæti dundað við það hér að Uría til eitt og annað sem betur hefði mátt fara í stíl og framsetningu höfundar. Textinn er oft Ijálglegur, eins og bar- áttuboðskapur reynist oft, kannski liggur það einfaldlega í eðli hans. Bókin nær aldrei listrænu flugi þótt pólitíska erindið sé beitt. Nasrin ætlaði sér að snerta samvisku heimsins og stugga við hinu illa. Vopn hennar vora ástríðan og réttlætiskenndin, og er það ekki ónýtt fylgdarlið. Ég hefði kosið að listræn nákvæmni og ögun hefðu slegist í hópinn. En þrátt fyrir skort á þeirri liðveislu hefur Nasrin tekist að skrifa verk sem er nauðsynleg sam- viskulesning og kjarkmikið innlegg í baráttu gegn öfgaöflum heimsins. ■ Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverki sínu sem Jón Leifs í kvikmyndinni Tár úr steini eftir Hilmar Oddsson sem verður frumsýnd á morgun í Stjörnubíói ■ Nýjasta kvikmynd Hilmars Oddssonar verður frumsýnd á morgun. „Ákaflega falleg mynd," segir fréttamaður bandaríska tímaritsins Hollywood Reporter Tár úr steini ástarsaga tónskálds á framabraut Tár úr steini, hin nýja kvikmynd Hiimars Oddssonar um átakasögu Jóns Leifs tónskálds í Þýskalandi Qórða áratugarins, verður fhimsýnd í Stjömubíói á morgun. Almennar sýn- ingar hefjast að frumsýningu lokinni. Tár úr steini er dramatísk ástarsaga ís- lensks tónskálds á framabraut og ungrar konu af gyðingaættum í landi sem er óðfluga að breytast í helvíti á jörð. Jón Leifs stendur frammi fyrir því að þurfa velja milli ástar sinnar á tónlist og ástar á fjölskyldu sinni - val sem kostar baráttu uppá líf og dauða. Tár úr steini var opnunarmynd í keppninni um Amandaverðlaunin á norrænu kvikmyndahátíðinni í Hauga- sundi f síðasta mánuði og hlaut mjög góðar viðtökur. Keith Keller, frétta- maður bandaríska tímaritsins Holly- wood Reporter, sagði þannig meðal annars í grein sinni um hátíðina að Tár úr steini væri „ákaflega falleg mynd“. Keller bætir við að Hilmari Oddssyni takist „að kanna kröftuglega það sem leikstjórum flestra kvikmynda sem Qalla um tónskáld hefúr mistekist að kanna, þeúra á meðal Milos Forman (Amadeus), það er hugarheim tón- skálds og hvemig tónverkin verða til í raun og veru.“ í lok greinar sinnar segir Keith Keller: „Þegar ég lít um öxl til hátíðarinnar leiftra sterkar og fagrar myndir á tjaldi hugans, við und- irleik hinna áhrifamiklu sinfónía Jóns Leifs (Tár úr steini) sem kallast á við djasshljóðrás Lennie Niehaus (The Bridges of Madison County) - ef til vill með örlitlu innskoti frá æskulýðs- hljómsveit Haugasunds." Tár úr steini hefur verið sex ár í smíðum og á þeim tíma þróast úr formi heimildarmyndar í leikna bíó- mynd í fullri lengd. Myndin er ís- lensk-sænsk-þýsk samframleiðsla Tónabíós hf., Islensku kvikmynda- samsteypunnar hf„ Ide Film og Peter Rommel Productions og tekin í Þýskalandi og á íslandi. Handritið skrifuðu Hilmar Oddsson og Hjálmar H. Ragnarsson sem jafnffamt er tón- listarstjóri og Sveinbjöm I. Baldvins- son. Framleiðandi er Jóna Finns- dóttir. Kvikmyndataka var í höndum Sigurðar Sverris Pálssonar ef und- anskildar eru útitökur á íslandi sem hinn heimsþekkti pólski tökumaður Slawomir Idziak (Tvöfalt lif Ver- óniku og Blár eftir Kieslowski) ann- aðist um. Leikmyndahönnuður va Sig- urjón Jóhannsson og búninga sá Helga Stefánsdóttir um. Hljóðhönn- un var á könnu Kjartans Kjartans- sonar og klipping sá Kerstin Eriks- dotter um. Tónlist Jóns Leifs í mynd- inni er að mestu flutt af Sinfóníu- hljómsveit íslands og er hún væntan- leg á geisladiski frá íslenskri tón- verkamiðstöð. f aðalhlutverkum eru Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur Jón Leifs, Ruth Ólafsdóttir (hálfíslensk leik- kona af gyðingaættum, búsett í Los Angeles) leikur Annie Riethof eigin- konu Jóns. Bergþóra Aradóttir leik- ur Líf yngri dóttur þeirra, og Sigrún Lilliendahl þá eldri, Snót. Einn þekktasti leikari Þjóðverja, Heinz Bennent, fer með hlutverk tengdaföð- ur Jóns og Ingrid Andree tengda- móðurinnar. Jóhann Sigurðarson leikur Pál Isólfsson tónskáld og í öðr- um hlutverkum eru Ulrich Tukur, Thomas Brasch og Benedikt Er- iingsson. Tár úr steini er önnur kvik- mynd Hilmars Oddssonar í fullri lengd, en sú fyni var Eins og skepnan deyr árið 1986. Hann hefur einnig gert fjölda sjónvarpsþátta og sjónvarps- leikrita. Tár úr steini er framleidd með styrkjum frá evrópska kvikmynda- sjóðnum Eurimages, evrópska hand- ritasjóðnum European Script Fund, Norræna kvikmynda- og sjónvarps- sjóðnum og Kvikmyndasjóði íslands.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.