Alþýðublaðið - 14.09.1995, Page 8
* 4-
'm'ÍVFILL/
4 - 8 farþega og hjólastólabílar
5 88 55 22
MIYÐUBLM9
t> *
'mtVFILL/
4 - 8 farþega og hjólastólabílar
5
Fimmtudagur 14. september 1995
139. tölublað - 76. árgangur
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Könnun Frjálsrar verslunará meðaltekjum ýmissa starfshópa á síðasta ári
Meðallaun forstióra 588 þúsund
Þingmenn og ráðherrar lækkuðu um 11,7% í tekjum milli ára
Tímaritið Frjáls verslun birtir nið-
urstöður könnunar sem það gerði á
tekjum á sjötta hundrað manns í 22
starfshópum. Þar kemur fram að tekj-
ur forstjóra í þekktum fyrirtækjum hér
á landi voru að meðaltali 588 þúsund
krónur á mánuði á síðasta ári. Um er
að ræða 3,3% hækkun frá fyrra ári
umfram launavísitölu. Athygli vekur
að meðallaun ráðherra og þingmanna
voru á sama tíma 325 þúsund og
höfðu lækkað um 11,7% að raungildi
frá árinu áður.
Af 93 forstjórum í könnuninni
reyndust 32 vera með tekjur yfir 588
þúsund á mánuði en hinir voru með
tekjur undir þessari upphæð. Flestir
forstjóranna voru með 500 til 800 þús-
und króna mánaðartekjur að jafnaði.
Fjórir voru með 900 þúsund til eina
milljón og fjórir með yfir milljón á
mánuði. Hins vegar voru 28 forstjórar
með 300 til 500 þúsund í mánaðar-
tekjur. Fram kemur að lítið samhengi
er á milli tekna ífamkvæmdastjóra og
afkomu þeirra fyrirtækja sem þeir
stjóma. Frjáls verslun segir það at-
hyglisvert að stjómendur fjármálafyr-
irtækja reyndust vera með umtalsvert
hærri tekjur að jafnaði en fram-
kvæmdastjórar og athafnamenn, eða
um 629 þúsund á mánuði. Bent er á að
ríkið eigi og ráði yfir, beint og óbeint,
um 80% af öllum fyrirtækjum á fjár-
málamarkaðnum.
Stjómarmenn í lyrirtækjum virðast
komast bærilega af því meðallaun
þeirra reyndust vera 758 þúsund krón-
ur á mánuði í fyrra.
Tekjur tannlækna í tannréttingum
lækkuðu verulega á síðasta ári eða um
28%. í úrtakinu eru allir þekktustu
tannréttarar á höfuðborgarsvæðinu.
Meðaltekjur þeirra lækkuðu úr 923
þúsund krónur á mánuði 1993 í 673
þúsund krónur í fyrra, enda var komið
böndum á greiðslur til þeirra úr ríkis-
sjóði. Tannlæknar hafa einnig misst
spón úr aski sínum og lækkað um 9%
í tekjum milli ára. Meðaltekjur þeirra í
fyrra voru 329 þúsund á mánuði. Lyf-
salar náðu hins vegar að auka tekjur
sínar um tæp 19% á mánuði að jafnaði
og slefa yfir eina milljón. Lyfsalar
reka apótekin undir eigin nafni og þvf
kemur hagnaður fyrirtækjanna fram
sem tekjur lyfsalanna sjálífa.
Meðaltekjur 45 lögfræðinga reynd-
ust vera hálf milljón á mánuði í fyrra
og höfðu rauntekjur þeirra lækkað um
8,4% frá árinu á undan. Kannaðar
voru tekjur 24 endurskoðenda og vom
þær 465 þúsund krónur á mánuði að
jafnaði. Þeir lækkuðu um 7,6% frá
fyrra ári. Kannaðar voru tekjur níu
stjómenda ríkisfyrirtækja og reyndust
meðallaun þeirra vera 454 þúsund
krónur á mánuði. Meðaltekjur 27 op-
inberra embættismanna námu 378
þúsund á mánuði í fyrra og höfðu
hækkað um 2,4% milli ára. Þegar litið
er til lækna kemur í ljós að meðaltekj-
ur 28 úr þeirri starfsstétt vom 452 þús-
und á mánuði.
Laun þingmanna og ráðherra hafa
verið mjög til umræðu að undanfömu.
Frjáls verslún kannaði tekjur 21 ráð-
herra og þingmanna og reyndust með-
allaun á mánuði í fyrra vera 325 þús-
und krónur. Arið áður vom meðallaun
þeirra 364 þúsund og höfðu því lækk-
að um 11,7% að raungildi. Af þeim 22
starfshópum sem könnunin náði til
reyndust þingmenn og ráðherrar vera í
18. sæti. Þeir hópar sem em neðar í
meðallaunum em aðilar vinnumarkað-
arins með 318 þúsund, verkfræðingar
og arkitektar með 293 þúsund, prestar
með 292 þúsund og í 22. sæti eru
listamenn með 279 þúsund krónur í
meðallaun.
Könnun Fijálsrar verslunar byggir á
upplýsingum úr álagningarskrám
skattyfirvalda á meðan skrámar liggja
ffammi. Tímaritið segist ekki geta birt
nöfn einstaklinga í könnuninni vegna
úrskurðar Tölvunefndar um að fjöl-
miðlum sé aðeins heimilt að birta slík-
ar upplýsingar þær tvær vikur sem
álagningarskrá liggur frammi. Frjáls
verslun gagnrýnir þennan úrskurð
nefhdarinnar harðlega.
■ Kennsludeildir Háskóla íslands fóru 37
milljónirfram úrfjárveitingum á síðasta ári
Mestur halli á félagsvísindadeild
Kennsludeildir Háskóla íslands
fóm liðlega 37 milljónir króna framúr
fjárveitingum á síðasta ári. Mestur var
halli félagsvísindadeildar eða 11,2
milljónir króna og halli heimspeki-
deildar nam nær níu milljónum króna.
Þetta kemur fram í nýútkominni
ársskýrslu Háskóla fslands fyrir síð-
asta ár. Fjárveitingar til kennslu vom
óbreyttar en nemendum hélt áfram að
Qölga. Þrátt fyrir aðhald varð kostnað-
ur við kennslu vemlega meiri en nam
fjárveitingum. Bókfærður kosmaður á
kennsludeildir nam 988 milljónum
króna en fjárveiting 951 milljón. Þrátt
fyrir vemlegan niðurskurð á kennslu
varð halli á rekstri flestra deilda. Halli
á raunvísindadeild var 6,7 milljónir, á
viðskipta- og hagfræðideild var hall-
Háskóli íslands: Kennsludeildir Háskóla íslands fóru liðlega 37 milljónir
króna framúr fjárveitingum á síðasta ári. Mestur var halli félagsvísinda-
deildar eða 11,2 milljónir króna og halli heimspekideildar nam naer níu
milljónum króna.
inn fimm milljónir og 3,6 milljónir á
verkfræðideild. Einnig var umtals-
verður halli á guðfræðideild og laga-
deild. Læknadeild, tannlæknadeild,
lyfjafræði lyfsala, námsbraut í sjúkra-
þjálfun og hjúkrunarfræði tókst að
halda innan fjárveitinga. Alls hafði
Háskóli íslands 2.448 milljónir króna
til ráðstöfunar í fyrra en útgjöld skól-
ans námu alls 2.478 milljónum.
Ljóst er að Gullnáman malar Há-
skólanum gull. Framlög frá Happ-
drætti Háskólans til viðhalds bygg-
inga, framkvæmda og tækjakaupa
jukust vemlega í fyrra sem var fyrsta
heila starfsár Gullnámunnar. Fram-
lögin námu 280 milljónum króna
samanborið við 188 milljónir árið á
undan.
Nú eru að hefjast aftur sýningar á
breska gamanleikritinu Taktu
lagid, Lóa, eftir Jim
Cartwright, sem var
sýnt við miklarvin-
sældir á síðasta leikári.
Leikendur eru Ólafía
Hrönn Jónsdóttir,
Kristbjörg Kjeld,
Pálmi Gestsson,
Ragnheiður Stein-
dórsdóttir, Hilmar
Jónsson og Róbert
Arnfinnsson. Leik-
stjóri er Hávar Sigur-
jónsson. Fyrstu sýn-
ingarverða um helgina...
Hljómsveitin Unun heldurtónleika
í Rósenbergkjallaranum á laug-
ardagskvöldið. Unun, sem leggur í
sex vikna tónleikaferð um Evrópu
seinna í september, mun kynna tón-
leikaprógrammið - og verður þetta í
fyrsta og eina sinn sem hljómsveitin
syngur eigin lög á ensku á íslandi.
Ásamt Unun kemur hljómsveitin Be-
atrixfram...
Fyrstu tónleikar Kammermúsik-
klúbbsins verða á sunnudags-
kvöld, klukkan 20:30 í
Bústaðarkirkju. Sigrún
Eðvaldsdóttir, Sigurlaug
Eðvaldsdóttir, Helga
Þórarinsdóttir og Richard
Talkowsky ætla að leika
verk eftir Beethoven,
Schubert og Brahms...
Ragna Fróðadóttir fata-
og textílhönnuður og
Hulda B. Ágústsdóttir
skartgripahönnuður halda
tískusýningu í anddyri Loft-
kastalans, Héðinshúsi, í kvöld klukk-
an 21:00. Fatnaðurinn og skartgrip-
irnir á sýningunni verða til sýnis í
versluninni Kirsuberjatrénu, Vestur-
götu 4, frá föstudegi til miðviku-
dags...
Sýningunni Ljós úr norðri
- norræn aldamótalist lýkur ann-
an sunnudag, svo nú fer hver að
verða síðastur að skoða þessa far-
andsýningu. Héðan fer sýningin,
sem samanstendur af 81 málverki
sem eru máluð á árunum 1880 til
1910, til Þjóðlista-
safnsins í Stokk-
hólmi...
Sýningum á verk-
um norsku lista-
konunnar Grete
Borgersrud í Lista-
safni Sigurjóns Ólafs-
sonar lýkur á sunnu-
daginn. í verkum sín-
um sameinar Grete
handavinnu og lista-
verk því hún „málar"
myndir sínar með efn-
isbútum og útsaumi...
Sigríður Júlía
Bjarnadóttir opnar á laugardag-
inn sýningu á verkum sínum í sýn-
ingarsalnum Við Hamarinn, Strand-
götu 50, Hafnarfirði. Yfirskrift sýn-
ingarinnar er Renningar...
Sigurbjörn Eldon Logason opn-
aði 2. september sýningu á
vatnslitamyndum sínum í hinu
ágæta kaffihúsi Við Fjöruborðið á
Stokkseyri. Nú er síð-
asta sýningarhelgin
framundan, en henni
lýkur 23. september.
Sýningin er opin alla
daga frá klukkan 13:00
til 23:00. Þetta er 8.
einkasýning Sigur-
björns Eldons...
Idag klukkan
17:00 heimsækir
Helga Arnalds
Ævintýra-Kringluna
með brúðuleikhús
sitt Tíu fingur.
Hún flytur brúðu-
leiksýninguna Englaspil, en hún
hefur sjálf samið þáttinn og
hannað brúðurnar. Leikstjóri er
Ása Hlín Svavarsdóttir.
Leikritið er ætlað 2ja til 8 ára
börnum og eru þau látin
taka virkan þátt í
sýningunni...
Hörgur, 1995. Verkið er unnið í
blikk og gjall.
■ Sýning Ingu Ragnars-
dóttur í Gerðubergi
Hett upp í
ímyndun-
araflinu
Inga Ragnarsdóttir opnar á laug-
ardaginn sýningu á skúlptúrum í
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Inga er fædd í Reykjavík árið 1955 en
hefur undanfarin ár starfað mestmegn-
is í Þýskalandi þó hún dvelji alltaf
drjúgan hluta ársins á Islandi.
Sýningin í Gerðubergi ber yfirskriftina
Hörgur.
í sýningarskrá bendir Hannes Sig-
urðsson listfræðingur á að Hörgur sé
ekki nýgerving sem listakonan hafi
skáldað upp til að veita verkum sínum
háleitt inntak, heldur úrelt samheiti
fyrir blóthús, gróðursnautt landslag,
fjallstind eða grjóthól sem sérstakur
átrúnaður fylgir. Nafnið kemur
ankannalega fyrir sjónir og ýtir þarm-
eð undir að hluturinn sé skoðaður á
allskyns vegu.
,,Það er þó ekki meiningin að áhorf-
andinn finni sér orðabók til að fá botn
í verkin, heldur að hann fletti upp í
ímyndunaraflinu. Sú heilastarfsemi
getur leitt okkur í ólíkar áttir. En
kveikjan að því ferðalagi, upphaf þess
og endir, er samt alltaf form og litur,“
segir Hannes - skorinorður að vanda.