Alþýðublaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 s k o ð a n i r MMVBUDU „Ef þingmenn nenntu að kynna sér kjör íslenskrar alþýðu mundu þeir komast að því að hin mánaðarlega skattlausa uppbót þeirra er einungis örlítið lægri en mánaðarlaun Sóknarkonu." 20987. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf«. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Straumhvörf í stríði Serbar eiga nú undir högg að sækja á nálega öllum vígstöðum Júgó- slavíu sálugu. Ófarir þeirra hófust þegar Króatar endurheimtu, án veru- legra eifiðismuna, hemumdu hémðin í Kranja sem verið höfðu á valdi Serba í fjögur ár. I kjölfarið fylgdu harðar árásir NATÓ á bækistöðvar Serba í Bosníu, að fmmkvæði og kröfú Bandaríkjanna. Stjómarher Bo- sníu, studdur herliði frá Króatíu, notaði tækifærið og hefur á fáum dög- um náð stómm landssvæðum úr kióm Serba. Allt þetta, ásamt gífúrleg- um straumi flóttamanna til Serbíu, hefur til muna aukið samningsvilja Serba enda fyrst og fremst þeirra hagur að endi verði bundinn á stríðið og Bosmu-Herzegóvinu skipt upp einsog hverju öðm góssi. Stjómarher Bosm'u hefur hinsvegar mátt bíða lengi eftir vemlegum hemaðarsigmm, og vill áreiðanlega láta kné fylgja kviði. Það er því of snemmt að spá því að friður sé senn í höfn á Balkanskaga, en eigi að síður er morgun- ljóst að merkileg straumhvörf hafa orðið. Þegar átök hófust í Júgóslavíu sálugu sumarið 1991 tilkynntu evr- ópskir ráðamenn að nú væri „stund Evrópu mnnin upp“ og frábáðu sér afskipti annarra - einkum Bandaríkjanna. Evrópska sjálfumgleðin reyndist dýrkeypt enda gerði hún Serbum kleift að leggja undir sig fjórðung Króatíu og 70% Bosm'u- Herzegóvinu. Máttlitlir og deigir leiðtogar Evrópu reyndust alls ófærir um að stöðva fjöldamorð og „þjóðhreinsanir“ Serba: en látið duga að hafi uppi innistæðulausar hót- anir og gert ótal samninga sem ekki reyndust pappírsins virði. Það var mjög vonum seinna að Bandaríkjamenn tækju af skarið á Balkanskaga. Lofitárásir NATÓ og sókn stjómarhersins hafa í einu vet- fangi svipt í burt blekkingum um að mörghundmð þúsund manna erlent herlið þurfi til að stilla til friðar. Staðreyndin er sú, að hemaðarvél Serba var tekin að hósta fyrir löngu en þeir hafa haldið vígstöðu sinni fyrst og fremst vegna vopnasölubannsins á Júgóslavíu sálugu. Serbar hafa átt í vaxandi erfiðleikum með að manna hersveitir sínar, auk þess sem „sið- ferðisþrek" þeirra er mjög á þrotum sem og stríðsvilji almennings. Flóttamannastraumur serbneskra borgara frá Krajna og nú Bosníu eykur enn þfystinginn á stjómvöld í Belgrad. Samkomulagið sem stríðandi fylkingar í Bosm'u em að ná felur í sér að landinu verður skipt í tvennt. Eftir stendur hinsvegar að alþjóðasam- félagið viðurkenndi sjálfstæði - og landamæri - Bosm'u-Herzegóvinu fyrir þremur ámm. Því er bfynt að koma í veg fyrir að sá helmingur landsins sem kemur í hlut Bosm'u-Serba verði innlimaður í Serbíu með beinum eða óbeinum hætti. Menn ættu líka að hafa í huga að vemlegur hluti Bosníu-Serba stendur með stjóminni í Sarajevo og deilir hugsjón- inni um fjölþjóðlega Bosníu. Enn er of snemmt að spá því að varanlegur friður sé á næsta leiti. Það veltur nú einkum á Bandaríkjamönnum: þeir þurfa að viðhalda því fmmkvæði sem þeir tóku loks og gera stríðsæsingamönnum Serba ljóst að þeir verða áfram beittir hörðu ef þeir ekki nunskast til að þagga niður í byssum sínum. Páll og slyðruorðið Alþýðublaðinu í dag kemur fram að Flóttamannaráð hefur sent Páli Péturssyni félagsmálaráðherra tillögu um íslendingar taki við allt að 30 flóttamönnum frá lýðveldum Júgóslavíu sálugu, eins fljótt og kostur er. Með tillögunni er komið til móts við óskir Flóttamannastofnunar Sam- einuðu þjóðanna, sem hefur farið fram á að íslendingar taki við 25 til 30 flóttamönnum frá Balkanskaga. Alþýðublaðið hefur síðustu vikur fjallað ítarlega um málefni flótta- manna og þá dapurlegu staðreynd að íslendingar hafa alls ekki rækt skyldur sínar í þessum efnum eða uppfyllt alþjóðasáttmála um flótta- menn. í hittifyrra tóku Norðurlönd við 68 þúsund flóttamönnum - með- an íslendingar skutu skjólshúsi yfir þrjá einstaklinga. Á síðasta ári - þegar Evrópa stóð frammi fyrir mesta flóttamannastraumi í hálfa öld - kom ekki einn einasti flóttamaður til íslands. Það er löngu tímabært að íslendingar reki af sérslyðruorðið. Málið er nú í höndum Páls Péturssonar og þess er vænst að hann geri tillögur Flóttamannaráðs að sínum. Jafnframt þarf að marka stefnu til næstu ára: Flóttamannaráð leggur til að árlega verði 15 til 25 flóttamönnum veitt landvist á íslandi. Það má eiginlega ekki minna vera. ■ Efnahagsbatinn kemur í leitirnar Efnahagsbaúnn er kominn í leitimar og samkvæmt enska spakmælinu „charity begins at home“ hafa ráða- menn þjóðarinnar ákveðið að útdeila honum meðal þingmanna. Þær greiðslur eru í formi mánaðarlegra miskabóta, þar sem reynt er að bæta þingmönnum upp þann fjárhagslega skaða sem þeir hafa beðið af því að sinna alþingissetu af hugsjónaástæð- um einum saman. Pallborðið | aKolbrún Bergþórsdóttir skrifar Hver þingmaðurinn af fætur öðrum mætir nú í fjölmiðla og vælir hástöf- um. Erindið er eitt: Það er ekki fyrir meðalmanninn að þrauka á þinglaun- um. Þrátt fyrir að þingmenn fái borg- aðan ferða- og dvalarkostnað, síma, tölvu, dagblöð, fundarferðir og svo framvegis, þá eru útgjöldin að verða þeim um megn. Það er bara „óendan- legur kostnaður sem fylgir þessu starfi", andvarpaði einn þingmanna. Þegar fjölmiðlar gengu á þingmenn og kröfðu þá svara við því hvaða útgjöld þeir þyrftu að inna af hendi, sem aðrar stéttir þyrftu ekki að bera, varð fátt um svör. Helst var á þingmönnunum að skilja að þeir þyrftu einstaka sinnum að kaupa með kaffinu og greiða þá snúða úr eigin vasa. Þingmenn hafa nú fengið nokkuð fyrir snúða sína. Al- þýða landsins mun hins vegar enn sem fyrr verða að borga fyrir sína. Það mun einnig koma í hennar hlut að taka á sig kostnað af snúðakaupum alþing- ismanna. Nú er nokkuð ljóst að alþýða lands- ins er ekki áfjáð í að taka að sér það fómfúsa starf. Þingmenn eru þjóðinni því bæði sárir og reiðir og senda frá sér yfirlýsingar sem bera vott um nokkra veruleikafirringu. Þannig halda framsóknarmenn áfram þeim sið sínum að tala tungum. Að þessu sinni stal Valgerður Sverris- dóttir senunni í þeim kostulega talkór þegar hún lét hafa eftir sér að launa- mál þingmanna ættu ekki að vera til umræðu! Sjálfstæðismaðurinn Geir H. Haar- de sagði að líklega hefði málið ekki verið nægilega vel kynnt. Og má svo sem vel vera að með miklum undir- búningi hefði mátt semja svo óskiljan- legan lagatexta um hina skattfríu launauppbót að almenningur hefði ekki áttað sig á því hvað þar væri á ferð. Þingmenn geta nú harmað að svo var ekki gert. Þjóðin harmar það ekki. Síðan kemur fram á sviðið þing- maðurinn Svavar Gestsson sem kallar sig jafnaðarmann og skrifað hefur heila bók um eðli jafnaðarstefnunnar. Og þá opinberast að hann skilur ekki grundvallaratriði þeirrar stefnu, sem felst í því að vinna á móti ójöfnuði. Hann leyfir sér að mæla ósómanum bót í máttleysislegri vöm og segir að þingmennskan sé „því miður allt öðm- vísi en flest önnur störf‘. Og það er reyndar orðið nokkuð ljóst að þingmennirnir eru að gera starf sitt að sérstöku fyrirbæri. Þeir virðast ekki sjá nokkuð athugavert við að taka sér rétt sem engir aðrir laun- þegar landsins hafa. Og okkur hinum á að þykja það sjálfsagt mál. Ef þingmenn nenntu að kynna sér kjör íslenskrar alþýðu mundu þeir komast að því að hin mánaðarlega skattlausa uppbót þeirra er einungis örlítið lægri en mánaðarlaun Sóknar- konu. Þeim skynugustu tækist ef til vill að átta sig á því að líf láglaunafólk byggist á „óendanlegum kostnaði" dag hvem. Og þar finnst engin skattfrí launauppbót. Ef þingmenn vilja að almenningur beri virðingu fyrir störfum þeirra þá verða þeir að vinna af viti. Almenn- ingur ætlast til þess að þeir viðurkenni að hin fjöratíu þúsund króna kostnað- argreiðala hafi verið vanhugsuð og þeir afsali sér henni, allir sem einn. Síðan eiga þeir að setjast í þingsæti sín og vinna vinnuna sína. Óg ef hags- munapotið hefur orðið til þess að al- þingismenn hafa misst sjónar á því í hverju vinna þeirra felst þá má upp- lýsa að markmiðið er að skapa mann- sæmandi lífskjör því fólki sem kaus þá á þing. ■ t e m b e r Atburðir dagsins 1667 „Gullskipið" Het Wapen van Amsterdam strandaði á Skeiðarársandi. 1783 Lúðvík XVI Frakkakóngur fylgist með þegar kind er send í flugferð í ioftbelg. Hana sakaði ekki. 1802 Kona í Rangárvallasýslu ól samvaxna tvíbura; stúlku- börn sem fæddust andvana. 1888 Fyrsta fegurðarsanr- keppni heims fer fram í Belgíu. 1955 Argentískir herforingjar steypa Juan Perón af stóli. 1985 Gríðarlegur jarðskjálfti, 8,1 á Richter, veldur miklu tjóni í Mexíkó. Þúsundir bíða bana. Afmælisbörn dagsins William Golding 1911, bresk- ur rithöfundur, kunnastur fyrir The Lord of the Flies. Jcremy Irons 1948, breskur leikari. Twiggy 1949. bresk fyrirsæta og leikkona. Annáisbrot dagsins Þá heyrðist, að kálfur gnísti tönnuni í kú þeirri, sem óborið hafði. Urðu og líka kýr bráð- dauðar á nælurtíma, 4 í Hrepp- um austur í Birtingaholti og aðrar 4 á nóttu einni í Káranesi íKjós. Setbergsannáll 1699. Málshattur dagsins Bófi, bóft, haf þig í hófi. Lokaorð dagsins Víst ætlar þú nú, frændi, níð- ingsverk að gera en miklu þyk- ir mér betra að þiggja banorð af þér, frændi, en veita þér það. Kjartan Ólafsson viö Bolla fóst- bróöur sinn, sem geröi honum fyrirsát ásamt fleirum. Réttur dagsins Hádegismatinn er unnt að hila upp. en ekki ástina. J.EIIefsen. Orð dagsins Efað kraftur orðsins þver ú andans huldu brautum: Gefa ’ d kjaftinn verðum vér vorum skuldunautum. K.N. Skák dagsins Skák dagsins er nokkuð tekin að reskjast: var tefid árið 1926 en er vilanlega ekkert lakari fyrir vikið. Sultanbajcw hefur hvítt og á leik gegn Colle. Hvítur er skiptamun yfir en þremur peðum fátækari og hrókurinn á f3 er í uppnámi. Sultanbajew leysir málið með einum hógværum leik sem knýr Colle til uppgjafar. Hvað gerir hvítur? 1. Hg2! Svartur gafst upp. Hvítur hótar að fórna drottn- ingunni á h7 og máta með hróki á h3: svartur má vila- skuld ekki drepa á f3, því þá fellur hrókurinn á f8.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.