Alþýðublaðið - 19.09.1995, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 19.09.1995, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 5 ástin & dauðinn ■ Kolbrún Bergþórsdóttir var að lesa nýútkomna skáld- sögu hollenska rithöfundarins Cees Nooteboom. Kolbrún féll í stafi. Þegar hún var búin að jafna sig átti hún viðtal við Noote- boom. Um skáldskapinn, ástina og dauðann - hvað annað! til þess? „Mér er sagt að ég skrifi flóknar bækur en ég geri ekki mjög meðvitað- ar áætlanir. Eg hef reyndar ákaflega unun af atburðarás sem gengur í hring. Önnur skáldsaga mín fjallaði um rit- höfund sem ætlar að fyrirfara sér og skilur handrit að skáldsögu sinni eftir hjá öðrum rithöfundi og biður hann að ljúka við það því hann geti það ekki sjálfur. Sá tekur verkið og kemst að því að það fjallar um rithöfund sem fremur sjálfsmorð og skilur handrit sitt eftir hjá öðmm rithöfundi. Verkið fer því í hring.“ Mig langar að heyra svar þitt við því afhverju aðalpersónan í bók þinni gerir sér ekki grein fyrir því hver kon- an í lífl hans varfyrr en hann mœtir dauðanum. „Það er ráðgáta. Söguhetja mín fell- ur fyrir annarri konu sem virðist aug- ljósari kostur. Hin konan virðist of ósnertanleg. Hún er ung og hann er kennari hennar. Líklega vill hann ekki gera sér grein fyrir því að hún ber sterkar tilfmningar til hans. En hann er að vissu leyti heimskur. Hann afneitar þeirri fallegu ást sem ung kona býður Jón frá Pálmholti Ljóð Stjömur á flugi, leiítur frá ókunnum eldi um afkima hugans á þessu skuggsæla kveldi fjarri rótlausum ótta, regni og svita. En ríkið er aldrei fijálst einsog mennimir vita. Hrannir og björg og skuggar í skelhvítri fjöm, skaflar sem rísa og hníga í bijóstinu öm af þrá eftir ljósi og ffiði í farsælum heimi. En fjandinn er alltaf laus þótt mennina dreymi. Skuggar sem flökta um björg í brennandi huga berast um svala kvöldsins líkt og fluga rótlaus og ein í rökkri hins dýrlega friðar. En réttlætið leggja valdsmenn alltaf til hliðar. dyr ✓ „Astin er stórfengileg þegar hún birtist. Hún er gjöf sem um tíma, að minnsta kosti, virðist gera lífið þolanlegt.“ honum. Eg á eina mjög sérstæða reynslu af viðbrögðum lesanda við bókinni. Franskur lesandi skrifaði mér bréf og sagði að hann gæti ekki haldið áfram að lesa bókina ef hann fengi ekki að vita hvað hefði staðið í bréfinu sem aðalpersónan var óbeint þvinguð til að rífa. Ég skrifaði þessum lesanda mín- um og sagði: „Ég veit jafn lítið um innihaldið og þú. Bréfið var rifið. Enginn leyfði mér að lesa það.“ Þeir sem geta ekki sætt sig við skáldskap á þennan hátt eiga ekki að lesa skálsögur." Hvaða augum líturþú ástina? „Ah. Hún er stórfengileg þegar hún birtist. Hún er gjöf sem um tíma, að minnsta kosti, virðist gera lífið þolanlegt. Og eins og þú veist, þá birtist hún í margskonar myndum. Sem holdleg. Sem andleg. Sem sjónhverfing." Bókin þín fjallar ekki hvað síst um dauðann. Trúir þú á líf eftir dauðann ? „Þetta er góð spurning. Ég verð að svara henni neit- andi. En ég mundi vilja trúa. f verkinu nota ég tilvitnun eftir Nabokov þar sem hann talar um flutning írá einu til- verustig til annars. Það kom mér mjög á óvart þegar ég komst að því áð Nabokov var sannfærður um líf eftir dauðann. Aðalpersóna mín trúir ekki á framhaldslíf en undir lok verksins er sagt að efnið geti ekki horfið úr al- heimiríum. Það verði hiuti af umbreytingum.“ / lokin. Hvað viltu segja um nútímaskáldsöguna? „Þegar að því efni kemur þá er er sama þótt fólk hafi skoðanir alls ólíkar mínum, meðan ég þarf hvorki að skrifa þær skáldsögur né lesa þær. Ég er ekki sérlega áhugasamur um raunsæis- bókmenntir, en það er hið besta mál ef aðrir hafa áhuga á þeim. Ein bóka minna íjallar um tvo rithöf- unda sem ræða saman um skáldskap og annar þeirra skrifar skáldsögu til að til að sanna að hann geti það. Síð- an rífur hann handritið í tætlur. Persónur skáldsög- unnar halda samt áfram að lifa, þær finna einungis íyrir áköfum sársauka þegar rit- höfundurinn rífur handritið. Þú sérð af þessu um hvað ég vil skrifa. í upphafi var skáldsög- unni ætlað að lýsa lífinu eins og það er. Að mínu áliti eru það nú kvikmyndir og sjónvarp sem sjá nú um þá upplýsingu. Ég vil ganga einu skrefi lengra og lýsa lífinu eins og það er ekki - en er þó. í draumum okkar lifum við í heimi sem er ekki raunverulegur, en er það samt, því það að dreyma er staðreynd. Það er þessi sýn sem ég vil tjá.“ ■ Nú er mérekki lengur vísað á Einn eftirtektaverðasti rithöfundur bókmenntahá- tíðarinnar var hollenski rit- höfundurinn Cees Noote- boom. Hann hlaut Evr- ópsku bókmenntaverðlaun- in 1993 fyrir skáldsögu sína Sagan sem hér fer á eftir. Þessi undurgóða saga er nú komin út í íslenskri þýðingu hjá Vöku-Helgafelli. Hinn einstaklega geðþekki No- oteboom gaf sér tíma til að spjalla við Alþýðublaðið. Eg las að þú hefðir í cesku verið rekin fjórum sinnum úr skóla. ,3ara tvisvar." Nú, ég las að það hefði verið flórum sinnum. „Sjáðu til, eftir tíu ár verður sagt að ég hafi verið rekinn átta sinnum. En það var bara tvisvar." Varstu erfiður? „Vitaskuld. Hræðilega erfiður, en nú orðið auðvelt að eiga við mig. Nú er mér ekki lengur vísað á dyr heldur fæ ég stöðug heim- boð.“ Segðu mér hvað þú gerð- ir afþér. „Ég var mjög ungur. Þetta var í fortíð sem er mér nú mjög fjarlæg. Það voru stríðstímar og ég hafði misst föður minn. Ég var aðskilinn frá fjölskyldu minni. Svo hef ég líklega verið erfiður. Ég var sendur í skóla sem reknir voru af munkum. Nú tel ég það lán að hafa gengið í þá skóla því þar fékk ég klassíska menntun og þú sérð að ég notfæri mér þann lærdóm í sögu minni og þá líklega betur en nokkur þeirra nem- enda sem ekki var vísað úr skóla.“ Tókstu einhvern tíma tneðvitaða ákvörðun um að gerast rithöfundur? „Ég var einu sinni spurð- ur. Af hverju skrifarðu? Ég svaraði: Af hverju fellur regnið til jarðar? Fyrir mér er að það skrifa eðh- legt ástand. Þegar ég var um tvítugt og skrifaði fyrstu skáldsögu mína sögðu allir við mig að ég væri orðinn rithöfundur. Bókin kom út og ég hlaut lof. Smám saman gerði ég mér grein fyrir því hvað það raunverulega merkti að vera rithöfimdur. Það var þá sem ég varð að gera upp við mig hvort ég vildi vera í þessu starfi. Mér fannst það vera mun erfiðara en ég hafði gert mér í hugarlund. Út á við eru hátíðir, ferðalög og fundir við áhugavert fólk. Það er í góðu lagi. En svo er hin hlið- in. Að sitja einn inni í herbergi dag hvem og vinna að einu og sama verk- inu. Ég vil ekki að þetta hljómi harm- rænt, því mér finnst það ekki vera þannig, og ég vildi ekki gera neitt annað. En samt... Svo ég skrifaði aðra skáldsögu um vandann við að skrifa. Eftir það skrifaði ég ekki skáldsögu í sautján ár, því mér fannst ég ekki hafa nægilega mikið að segja í skáldsögu. Svo ég ferðaðist um heiminn og skrif- aði ferðabækur. - Segðu mér, hvað ertu komin langt í bókinni minni?“ Ég er að lesa hana í annað skipti. „Eg ætlaðist til þess.“ Mér datt það í hug. Endirinn á bók þinni er einhver sá fallegasti sem ég heflesið. ,3g vona að svo sé.“ Það er vegna þess endis sem ekki er hœgt annað en að byrja aftur á bók- inni. Gerðirðu þennan endi meðvitað Samlíf T.S. Eliot og (fyrrí) eigin- konu hans Háskólabíó: Tom & Viv Aðalhlutverk: Miranda Richard- ____son og Williem Dafoe_ ★ ★ ★ ★ „Ég er slæm á taugum í kvöld. Já, slæm. Vertu nú hjá mér. Talaðu við mig. Því segirðu ekkert? Segðu eitt- hvað. Hvað ertu að hugsa? Hugsa hvað? Hvað? Ég veit aldrei, hvað þú hugsar. Hugsaðu.“ Svo orti T.S Eliot í Eyðilandinu (í þýðingu Sverris Hólmarssonar. Hljómuðu slík orð eiginkonu skáldsins í eyrum þess - „Á fjólublámans stund, þegar bök og augu hefjast frá skrifborðinu og mann- vélin bíður eins og leigubíll tifar og bíður...“? Kvikmyndir | T.S. Eliot, eitt stórskálda og eitt dæmigerðasta skáld 20. aldar, var fæddur 1888 í St. Louis í Bandaríkj- unum, nam við Harvard-háskóla 1906 til 1910, bókmenntir, heimspeki og sögu, hélt síðan til Evrópu; Frakk- lands, Þýskaland og Bretlands, til rit- starfa og frekara náms. Með styrk frá Harvard-háskóla ákvað hann 1914 að rita doktors-ritgerð við Oxford-há- skóla um F.H. Bradley, enskan heim- speking, og þangað hraðaði hann sér frá Þýskalandi þegar fyrri heimstyij- öldin braust út. „Á þessu krossgötum ævi sinnar kynntist Eliot enskri konu, Vivien Ha- igh-Wood... Vivien var fjörmikil, glaðlynd og hafði yndi af að dansa, en á hinn bóginn var hún taugaspennt og hafði átt við ýmsa sjúkdóma að stríða, sem einkum lýstu sér í höfuðkvölum, krampa og óreglulegum tíðablæðing- um. Vafalítið hafa veikindi hennar stafað af hormónatruflunum, en vand- inn var að hún fékk aldrei rétta lækn- ismeðferð. - Vivien og Tom voru bæði 26 ára, þegar þau hittust. Þau hrifust hvort af öðru og nokkrum vik- um síðar giftu þau sig... Þetta skref, sem Eliot steig svona skyndilega, átti eftir að reynast honum örlagaríkt og verða uppspretta mikillar og langvar- andi óhamingju. Sambúð þeirra var erfið nánast ffá upphafi, kynlífið gekk hörmulega og veikindi Vivien ágerð- ust og ollu Eliot miklum erfiðleikum og útgjöldum... „Þau áttu sínar góðu stundir og hún hvatti hann mjög til að halda áffam að yrkja og var metnaðar- full fyrir hans hönd á því sviði. Hún hafði sjálf nokkra skáldskapargáfu, birti ljóð og smásögur cg tók virkan þátt í Ijóðagerð Eliots." Svo ritar Sverrir Hólmarsson í eftirmála Eyði- landsins. Margar dagbækur og bréf Vivien hafa varðveist og eru heimild um Uðlega tvo áratugi í lífi T.S Eliots. Mynd þessi hefur hlotið lof gagn- rýnenda, og verður undir það tekið. Mun Miranda Richarsson hafa sökkt sér ofan í tiltæk gögn um Vivien, sem hún leikur af sannfæringarkrafti. Túlk- un Williem Dafoe á T.S. EUot virðist sönn. Har.Jóh.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.