Alþýðublaðið - 19.09.1995, Side 6

Alþýðublaðið - 19.09.1995, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 I e i k I i s t ®Lóðaúthlutun í Reykjavík Til úthlutunar eru neðangreindar lóðir vij> Vættaborgir í Borgarhverfi: • 33 lóðir fyrir einbýlishús, • 5 raðhúsalóðir (samtals 29 íbúðir) • 7 parhúsalóðir (samtals 14 íbúðir) • 22 keðjuhúsalóðir (samtals 44 íbúðir) Gert er ráð fyrir að flestar lóðirnar (a.m.k. 75 íbúðir) verði byggingahæfar sumarið 1996, en aðrar ekki fyrir en haust- ið 1996 eða vorið 1997. Tekið verður við umsóknum um lóðirnar frá og með föstu- deginum 22. september nk. kl. 8.20 á skrifstofu borgarverk- fræðings. Borgarstjórinn í Reykjavík ik Auglýsing [Jf um kosningarétt íslenskra ríkisborgara ****** sem b^gettjr eru erlendis. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis hafa íslend- ingar sem flust hafa af landi brott og sest að erlendis kosn- ingarétt hér í átt ár frá því þeir fluttu lögheimili sitt, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Þeir eru því sjálfkrafa á kjörskrá þann tíma. Að þessum átta árum liðnum falla menn af kjörskrá nema sérstaklega sé sótt um að fá að halda kosningarétti. Því þurfa þeir, sem vilja vera á kjörskrá, en fluttu af landi brott fyrir 1. desember 1987 og hafa verið búsettir erlendis síðan, að senda umsókn til Hagstofu íslands fyrir 1. des- ember 1995, tii þess að halda kosningarétti. Kosningarétt- urinn gildir þá til 1. desember 1999, en endurnýja þarf hann með nýrri umsókn til Hagstofunnar eftir 1. desember 1998. Umsókn skal senda Hagstofu íslands en eyðublöð fást í sendiráðum íslands, sendiræðisskrifstofum, skrifstofum kjörræðismanna og hjá fastanefndum við alþjóðastofnan- ir. Einnig er hægt að fá eyðublöðin á afgreiðslu Hagstof- unnar. Umsækjandi verður sjálfur að undirrita umsókn sína. Einungis þeir sem einhvern tíma hafa átt lögheimili á ís- landi geta haft kosningarétt hér. Kosningaréttur fellur nið- ur ef Islendingur gerist ríkisborgari í öðru ríki. Kosninga- réttur miðast við 18 ára aldur. Reglur þessar gilda með sama hætti um kjör forseta íslands en ekki um kosningar til sveitarstjórnar. Sé umsókn fullnægjandi verður umsækjandi tekinn á kjör- skrá í því sveitarfélagi þar sem hann seinast átti lögheimili á íslandi samkvæmt þjóðskrá. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 12. september 1995. ALÞÝÐUFLOKKURINN - JAFNAÐARMANNAFLOKKUR ÍSLANDS Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands - heldur flokksstjórnarfund laugardaginn 23. september. Fundurinn hefst klukkan 10:15 og verður í fundarsal á Hótel Loftleiðum. Dagskrá: 1. Framtíð jafnaðarstefnunnar í íslenskum stjórnmálum. 2. Almennar umræður. 3. Önnur mál. Dagskráin verður nánar auglýst síðar. Formaður. Ungir jafnaðarmenn Næ tkomandi miðvikudagskvöld verður haldinn opinn fun ur í málstofu SUJ um atvinnu- og efnahagsmál. Nán- ar; glýst í Alþýðublaðinu á morgun. „Takið hinnikostulegu kveðju" Verkefni: Himnaríki Höfundur: Ámi Ibsen Leikstjóri: Hilmar Jónsson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Lýsing: Bjöm Bergsteinn Guðmundsson Aðstoðarleikstjóri: Hafliði Helgason Sýningarstaður: Hafnarfjarðarleikhúsið. Hermóður og Háðvör Það vekur alltaf nokkra eftirvænt- ingu í huga manns þegar ný íslensk verk em frumsýnd. Og ekki minnkar hún þegar um er að ræða nýtt leikhús í nýju húsnæði. Öllu þessu var til að dreifa hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu á fimmtudaginn var. Verkið „Himna- ríki“ eftir Áma Ibsen og fymtm hús- næði Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar pússað upp til nýrra nota. En það er nú svo með eftirvæntinguna að hún getur verið viðsjáll fömnautur í leik- húsið og oftar en ekki uppspretta von- brigða. Leiklist Arnór Benónýsson skrifar Óþarfi að orðlengja nokkuð um það, að svo var ekki að þessu sinni. Gamla fiskvinnslustöðin þjónar sínu nýja hlutverki með prýði, leiksalurinn auðvitað nokkuð lágur til loftsins en rúmgóður, og með útsjónarsemi hefur leikhópnum tekist að koma sér þar fyrir og vel fer um áhorfendur á gömlu bekkjunum úr Iðnó. Fyrrum kaffistofu starfsfólks hefur síðan verið breytt í hlýlegt og aðlaðandi veitinga- rými leikhússins. Ámi Ibsen hefur þegar getið sér gott orð sem leikskáld. Kannski ekki með þeim afkastamestu, en vand- virkni og fagmennska hafa verið hans aðal. Og svo er enn. Að þessu sinni hefur hann valið sér farsaformið til að glíma við. 1 því nýtist honum vel sá hæfileiki að leika sér að tungumálinu, gefa orðum og hugtökum nýja, óvænta merkinu og skapa ný ef svo ber undir. Og það er ekki bara tungu- málið sem Árni leikur sér með að þessu sinni heldur einnig leikrýmið. Verkið segir frá helgarferð sex ung- menna í sumarbústað, þriggja para vel að merkja. Salnum er skipt til helm- inga með framhlið bústaðarins, með verönd, heimm potti og öðru því sem tilheyrir. Helmingur áhorfanda fylgist með því sem þar gerist íyrir hlé. Hinn helmingurinn situr hinum meginn við þilið og sér hvað gerist inn í bústaðn- um. Síöan er leikið samtímis bæði úti og inni. Eftir hlé skipta áhorfendur um sæti, þannig að þeir sem úti voru fara inn og öfugt. Verkið byrjar að nýju og er leikið óbreytt, aðeins sjónarhorn ic spoon in my mouth e Who:Substitude. ólfum dapur..." irmundur Valtýsson. here..." Ikine Heads. §ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR Jón Baldvin á fundi Alþýðuflokksfélag Reykjavík- ur heldur opinn fund um stjórnmálaástandið, mánu- daginn 25. september næst- komandi. Fundurinn verður haldinn á Kornhlöðuloftinu við Banka- stræti og hefst klukkan 20:30. Frummælandi verður Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks ís- lands. „Árni Ibsen hefur með þessu verki skapað al- íslenskan ærslaleik, þar sem fer saman fersk- ur og bráðfyndinn texti og hröð, fljótandi at- burðarás, full af óvæntum uppákomum." Alþýðuflokksfélag Reykja- víkur. áhorfenda hefur breyst. Nú er það svo að ekkert er nýtt und- ir sólinni. En ég minnist þess ekki að íslenskir áhorfendur hafi fyrr átt þess kost að horfa á leiksýningu með þessu formi. Og satt best að segja hafði ég nokkrar efasemdir um þessa tilraun. En sjón er sögu ríkari. Tilraunin geng- ur fullkomlega upp og jafnvel ekki laust við að það auki manni eftirvænt- ingu að heyra hinum megin við þilið hlátrasköll og gleðilæti. Ami hefur með þessu verki skapað alíslenskan ærslaleik, þar sem fer sam- an ferskur og bráðfyndinn texti og hröð, fljótandi atburðarás, full af óvæntum uppákomum svo sem vera ber. Hilmar Jónsson verður að teljast til byrjenda í leikstjórn. Vinna hans á þessari sýningu ber þess þó lítil merki. Þannig er stíllinn vissulega ærsla- kenndur, en þó agaður og listavel tekst að þræða einstigið milli ærsla og of- leiks. Hrynjandi og hraðabreytingum er beitt af smekkvísi. Þó leikgleðin og krafturinn séu vissulega hreyfiaflið í persónusköpuninni og stundum farið fram á bjargbrúnina í þeim efnum, missir leikstjórinn aldrei tökin. Ut- koman er því þétt, kraftmikil og lif- andi sýning, sem nær fullkomlega þeim tilgangi sínum að skemmta áhorfendum. Leikararnir njóta þess að vera að vinna með þjálan og vel skrifaðan texta, undir öruggri leikstjóm. Þannig skapar Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir trúverðuga og bráðíyndna persónu úr Unni. Sýnir að hún er leikari sem hef- ur á valdi sínu hið erfiða form gaman- leiksins. Sérstaklega var gaman að fylgjast með hversu tilfinning hennar fyrir tímasetningu var örugg. Það er hæfileiki sem oft skilur á milli feigs og ófeigs þegar gamanleikurinn er annars vegar. Þórhallur Gunnarsson virtist örlítið stífur og óöruggur í upphafi, sem hinn kvensarrú töffari Beggi. En óx ásmeg- in og skilaði vel byggðri og heil- steyptri persónu. Tryggvi er frá höfundarins hendi hlédrægur og hikandi lúser. Erling Jó- hannessyni tekst vel að byggja á þeim grunni og skilar persónu sem hvað helst kallar á samúð áhorfenda. Jóna Guðrún Jónsdóttir leikur Anítu og tekst vel að koma til skila bams- legu hrekkleysi, sem gerir hana að kjömum leiksoppi. Gunnar Helgason skapar hinn of- virka Gaua og gerir það vel. Þó var það helst hann sem mátti vara sig á því að falla ekki í gryfju ofleiksins. Steinunn er frá hendi höfundar veikasta persónan, stjómsöm frekju- tófa. Eða, svo alls velsæmis sé gætt, ákveðna konan í verkinu. Björk Jak- obsdóttir nýtti þó vel það sem hún fékk til að moða úr og verður ekki sökuð um að Steinunn verður manni síst eftirminnileg af persónum verks- ins. Leikmynd Finns Amars er raunsæ- isleg og þjónar sýningunni vel. Lýsing Bjöms Bergsteins og bún- ingar Þómnnar Elísabetar vom hvort tveggja fagmannlega unnin verk, án allra stæla studdu þau og ýttu undir vinnu leikara og leikstjóra. Niðurstaða: Glœsileg frumraun hjá nýju leikhúsi, þar sem saman fer vel skrifað verk, vönduð leikstjórn og kraftmikill, agaður leikur. ■

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.