Alþýðublaðið - 19.09.1995, Síða 7

Alþýðublaðið - 19.09.1995, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ ■ Amnesty International hefur sent frá sér yfirlit yfir mannréttindabrot í Kína og þar er að finna ófagrar sögur. Kolbrún Bergþórsdóttir kynnti sér yfirlitið Sofia Polgar tefldi vel á Friöriks- mótinu og stóð sig best útlend- inga. r Okeypis skákæfingar Skákæflngar Tynr börn og unglinga, 14 ára og yngri, hotust í byrjun september hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Æfingarnar eru haldnar í félags- heimilinu, Faxafcni 12, alla laugardaga klukkan 14. Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin. Æfingarnar hafa verið vel sóttar og þar mæta jafn- an bestu skákmenn landsins af yngri kynslóð ekki síður en þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref í skákinni. Vegna þess hversu mikill styrkleika- munur er á þátttakendum eru veitt sérstök verðlaun til þeirra sem standa sig best og hafa ekki skákstig. Þannig geta byrjendur jafnt sem lengra komnir átt von á verðlaunum á æfingunni. Allir sem kunna mannganginn eiga erindi á æfingarnar og vel er tekið á móti nýjum þátt- takendum, bæði drengjum og stúlkum. opinberar heimildir segja að hún sé yfirheyrð vegna meintrar fjármála- óreiðu. Þeir sem þekkja til mannrétt- indabaráttu í Kína telja fullvíst að Zil- in hafi verið handtekin til að koma í veg fyrir að hún gæfi út opinbera yfir- lýsingu eða næði fundi við erlendar konur á kvennaráðstefnunni. Pyntingar í fangelsum Amnesty Intemational hefur rnjög beitt sér í baráttu fyrir frelsun þessara kínversku einstaklinga og fjölmargra annarra. Einn þeirra skal nefndur til sögu í lokin. Það er Liu Gang, fyrr- verandi stúdentaleiðtogi og samvisku- fangi, sem 1. september var settur í fimmtán daga stofufangelsi á heimili sínu. Ástæðan var sú að hann neitaði að mæta til lögregiu og „skýra frá hugsunum sínum“ eftir að hann var laus úr fangelsi í júní 1995. Krafan um að hann skýrði frá hugsunum sínum var eitt af þrettán skilyrðum fyrir „sakamppgjöf* hans. Hann hafði þó að fullu afplánað sex ára fangelsisdóm sem hann hlaut vegna þátttöku sinnar í stúdentamótmælunum 1989. Meðan Li Gang sat í fangelsisvist tókst að smygla úr fangelsinu skjali þar sem Li Gang sagðist vera beittur pyntingum og greindi hann í smáatriðum frá þeirri illu meðferð sem hann sætti. Eftir fangelsisdvöl sína var Gang und- ir stöðugu eftirliti lögreglu. Hann gerði tilraun til að stefna lögreglunni vegna áreitni hennar og fá felld úr gildi þau þrettán skilyrði sem honum var gert að sæta eftir afplánun sína. Vart er hægt að segja að niðurstaðan hafi komið á óvart, en Liu Gang tap- aði málinu í ágústlok. Handtökur mannrétt- indafrömuða í Kína ■ Evrópukeppni taflfélaga Fimasterk íslensk sveit Taflfélag Reykjavikur (TR) send- ir fimasterka sveit í undanrásir Evr- ópukeppni taflfélaga sem fram fer í frönsku borginni Clichy í næstu viku, 22.-24. september. Lið TR er skipað Jóhanni Hjartairsyni, Hannesi Hlífari Stefánssyni, Jóni L. Árna- syni, Karli Þorsteins, Helga Áss Grétarssyni og Þresti Þórhallssyni. Benedikt Jónasson er varamaður. Is- lendingar munu etja kappi við ýmsa af sterkustu skákmönnum heims. Af kunnum köppum í öðrum skáksveit- um má nefna Vladimir Kramnik, Alexei Shirov, Kiril Georgiev, Mikael Gurevich, Oliver Renet, Ke- vin Spraggett og Igor Glek. Jóhann Hjartarson. Leiðir sveit Taflfélags Reykjavikur. Vitneskja liggur fyrir um ættingja samviskufanga og andófsmanna sem lögregla í Beijing og annars staðar í Kína hefur tekið til fanga, áreitt og beitt þvingunum síðustu þrjár vikur, að því er virðist í þeim tilgangi að koma í veg fyrir samskipti milli þeirra og erlendra gesta og blaðamanna á kvennaráðstefnunni í Kína. Meðal þess fólks sem búsett er í Bejing og orðið hefúr fyrir ofsóknum er Wang Zhihong, eiginkona hins þekkta andófsmanns og samvisku- fanga Chen Ziming. f ágústmánuði 1995 skipuðu yfirvöld henni að flytja í fangelsið þar sem maður hennar er í haldi og henni var sagt að „búa“ þar þar til frekari fyrirmæli bærust. Hún mun enn „búa“ í fangelsinu. Eigin- maður hennar var handtekinn árið 1989 þegar hópur stúdenta krafðist mannréttindaumbóta í Kína. Hann var dæmdur í þrettán ára fangelsi en látinn laus árið 1994 vegna heilsubrests. f júní 1995 kom lögregla á heimili hans og flutti hann aftur til fangelsisins þar sem honum var gert að afplána það sem eftir var af fangelsisdómnum. Sök hans var sú að hafa skrifaði undir áskorun til kínverksra yfirvalda þar sem þau voru hvött til að beita sér fyr- ir réttarbótum og umbótum í mann- réttindamálum. Chen Ziming er sagð- ur vera við bága heilsu. Undir smásjá lögreglunnar Wang Lingyun, móðir fyrrum stúdentaleiðtoga og samviskufanga Wang Dan hefur verið undir stöðugri smásjá lögreglu síðan 26. ágúst. Til- gangurinn virðist hafa verið sá að koma í veg fyrir að hún næði sam- bandi við erlenda aðila á kvennaráð- stefnunni. Síðan hafa öryggisverðir fylgt henni eftir hvert sem hún fer, einnig á vinnustað hennar. Sonur hennar, Wang Dan, sat í nokkur ár í fangelsi eftir að hafa tekið þátt í mót- mælunum 1989. Hann var handtekinn að nýju í maí 1995 eftir að hafa undir- ritað bænaskjal þar sem yfirvöld voru Hvernig framtíð? Á hverju ári er fjöldi stúlkubarna í Kína bor- in út. Þessi hnáta, sem fæddist í Bejing 20. ágúst síðastliðinn, slapp við þau ömur- legu örlög. En framtíð hennar í ríki kúgunar og misréttis er óráðin. beðin um að virða mannréttindi. Hann er enn í haldi en ekki hefur verið lögð fram formleg ákæra á hendur honum. Zhu Hainan eiginkona samvisku- fangans Liu Nianchun hefur einnig verið undir smásjá lögreglu allan sól- arhringinn og henni er fyrirskipað að tilkynna öll símtöl sín til lögreglu. Eiginmaður hennar var handtekinn seint í maí eftir að hafa undirritað bænaskrá þar sem farið var fram á að yfirvöld virtu mannréttindi. „Endurhæfing" í vinnubúðum Listinn heldur áfram. í Shanghai sagði lögreglan Yan Huili, eiginkonu samviskufangans Zhang Xianliang, sem haldið hefur verið í vinnubúðum síðan 1993, að yfirgefa borgina og flytja til vinnubúðanna þar sem maður hennar er í haldi. Eiginmanni hennar var á sínum tíma gert að fara í þriggja ára „endurhæfingu" í vinnubúðunum. Engin ákæra var birt á hendur honum og ekki var réttað í máli hans. Ding Zilin, kennari við háskólanum í Beijing var handtekin í ágústmánuði ásamt eiginmanni sínum. Sonur þeirra var einn þeirra fjölmörgu stúdenta sem myrtir voru á Torgi hins him- neska friðar árið 1989. Síðan hefur Zilin látið mjög til sín taka í mannrétt- indabaráttu við lítinn fögnuð kín- verskra stjórnvalda. Þau hafa enga skýringu gefið á handtöku hennar, en efstu sætum i Friðriksmótið Íslendingar í fjórum Sofia Polgar efst útlendinga. Hannes Hlífar Stefánsson sigraði örugglega á Friðriksmótinu sem lauk á laugardaginn. Hann hlaut 8 vinninga af 11 og tapaði ekki skák. Margeir Pétursson kom næstur, með sjö og hálfan vinning og var eini keppandin'n auk Hannesar sem slapp taplaus. Stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartar- son komu næstir en í Sofia Polgar hafnaði í fimmta sæti með sex vinn- inga. Friðrik Ólafsson byrjaði illa á mótinu, hlaut aðeins einn og hálfan vinning í fyrstu sex umferðunum. Eftir það tapaði afmælisbarnið ekki skák, sigraði Gligoric sannfærandi og endaði með fjóra og hálfan vinn- ing - einsog „gömlu mennirnir“ Gligoric og Larsen. Vassily Smyslov stóð sig best öldunga, hlaut fimni og hálfan vinning einsog Jón L. Árna- son. Lestina ráku Helgi Áss Grétars- son og Þröstur Þórhallsson, hlutu aðeins þrjá og hálfan vinning hvor. Árangur Þrastar veldur nokkrum vonbrigðum, enda stóðu vonir til að hann gæti halað inn tilskilin skák- stig til að fá stórmeistaratitil sinn staðfestan. Mótið lukkaðist afar vel í hcild, enda skemmtileg blanda yngri og eldri meistara. Og Friðrik Ólafsson þarf alltjent ekkert að skammast sín fyrir árangurinn, sérstaklega í ljósi þess að hartnær tíu ár eru síð- an hann keppti síðast á alvöru móti. Jafningjar. Friörik og Larsen, gömlu keppinautarnir, komu hníf- jafnir í mark. ■ Taflfélag Reykjavíkur Keppendur 1 2 •' 3 4 5 6 7 s 9 10 11 12 V 1 Hannes H Stefánsson w 1 1 >/2 ‘/2 v2 1 Vi 1 '/2 1 8 2 Helgi Ólafsson Vt ‘/2 1 V2 V2 v2 1 1 Vt '/2 0 6 Vz 3 Jóhann Hjartarson 0 Vt '/2 0 1 V2 1 V2 1 1 ‘/2 6 Vi 4 Friðrik Ólafsson 0 0 'h ■/2 1 'h 'h 'h 0 '/2 '/2 4 h 5 Sofia Polgar 'h 'h 1 V2. V2 0 V2 v2 1 0 1 6 6 Svetozar Gligoric 'h v2 0 0 ‘/2 V2 V2 v2 Vz v2 ‘/2 4h 7 Margeir Pétursson 'h V2 ‘/2 '/2 1 Vi 1 1 1 'h 'h n 8 Helgi Áss Grétarsson 0 0 0 '/2 'h 'h 0 16 0 1 'h 3 h 9 Þröstur Þórhalisson Vx 0 '/2 /2 ''h v2 0 'h 0 0 'h 3'h 10 Bent Larsen 0 >/2 0 1 0 'h 0 1 1 ‘/2 0 4'h 11 Vasilij Smyslov V* 'h 0 'h 1 'h 'h 0 1 h 'h 5‘h 12 Jón L. Árnason 0 1 v2 v2 0 V2 h '/2 '/2 1 ‘h 5V2

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.