Alþýðublaðið - 19.09.1995, Page 8

Alþýðublaðið - 19.09.1995, Page 8
v<r 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Þriðjudagur 19. september 1995 141. tölublað - 76. árgangur > * 'mmiLi/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar I 5 88 55 22 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Kauphækkun þingmanna samkvæmt úrskurði Kjaradóms er 9,5%. Kjör þingmanna hafa verið óbreytt frá 1989 og ef tekið er mið af kauphækkunum annarra starfsstétta síðustu sex ár er Ijóst að launahækkunin er ekki meiri en aðrir hafa fengið. En svonefndur starfskostnaður þingmanna, 40.000 skattfrjálsar krónur á mánuði, hefur sætt mikilli gagnrýni landsmanna. Alþýðublaðid talaði við alþýðuflokksfólk vítt og breitt um landið og innti það álits á launahækkuninni. Nær einróma gagnrýni á skattleysi Tryggvi Skjaldarson: Af hverju er verið að hækka þessi laun eins og menn^ækjast eftir starfinu - yfir fjögur- hundruð sóttu um síðast en 63 komust að. Anna M. Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi í Keflavík Óeðlilegt að 40 þús- undin seu skattlaus „Mér finnst mjög eðlilegt að laun alþingismanna séu afgreidd í gegnum Kjaradóm. Það sem mér finnst rangt í þessu máli er að það sé ekki greiddur skattur af þessum fjörutíuþúsund króna greiðslum eins og öðrum. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um mál- ið.“ Guðmundur Oddsson bæjarfulltrúi í Kópavogi Þingmenn þurfa að taka á móti fólki ,JÉg held að þingmönnum veiti ekk- ert af þessum peningum. Ég hef ákveðnar skoðanir á því að þingmenn eigi að hafa ágætis laun. En ég vil auðvitað að þeir lúti sömu lögmálum og aðrir varðandi skatta og fleira. Skárra væri það nú. En ég er ekkert inni í þessu og segi ekki annað en það að þeir þurfa auðvitað að taka á móti fólki, og gefa þeim kaffi og mat og fleira - og það á að launa þingmenn þannig að þeir hafi þokkaleg laun og lúti samskonar reglum og annað fólk. Það er kjarni málsins." Hlín Daníelsdóttir formaöur Alþýöuflokksfélags Reykjavíkur 90% þjóðarinnar á oflágum launum „Mér finnst alveg skelfilegt að þingmenn fái einhveijar greiðslur sem ekki þurfi að gefa upp til skatts, það er að segja að frá og með ákveðnum degi séu þeir undanþegnir því að þurfa að leggja fram reikninga fyrir kostnaði sínum. Ég veit ekki hvað þeir ætla að gera þegar einhverjir aðrir biðja um að fá kostnaðargreiðslur án þess að leggja fram reikninga. Það er skelfi- legast af öllu skelfilegu að setja sér- stök lög sem taka skattalögin af. Þing- menn eiga sjálfsagt að vera á háum launum, en ég held að það sé sérstak- lega erfitt núna að hækka launin mik- ið. Sjálfsagt eru þingmenn, einsog 90% þjóðarinnar, á of lágum launum. En við vitum að víða er þröngt í búi núna, og því er erfitt fyrir fólk sem hefur yfir 150.000 krónur í laun að biðja um hækkun. A síðasta auka- flokksþingi Alþýðuflokksins var sam- þykkt að í næstu kjarasamningum fengju einungis þeir launahækkanir sem væru undir 150.000 krónunum. Aðrir fengju ekki neitt. A þinginu sátu þingmenn og þáverandi ráðherrar - ég hefði viljað að mínir þingmenn hefðu látið í sér heyra á negatívu nótunum í þessu máli.“ Eiríkur Stefánsson verkalýðsformaður á Fáskrúðsfirði Svik við verkalýðs- hreyfinguna „Þetta mál virðist vera margþætt. Það er bæði um beinar launahækkanir að ræða og kostnaðarmálið. Það sem mér finnst setja verkalýðshreyfinguna niður í þessu máli er að fleiri en þing- menn hafa fengið launahækkanir; kennarar, fóstrur og fleiri og svo kem- ur þetta í ofanálag. Þetta eru algjör svik við hreyfinguna. Útfrá því á að losa samninginn skilyrðislaust um ára- mótin. Afkomubati fyrirtækja er að auki svo mikill að hann skiptir tugum ef ekki hundruðum milljóna á hvert fyrirtæki, en við erum fastir inni í samningi til áramótanna 1996-7 og það gengur ekki upp. Það er til hábor- innar skammar að alþingismenn hafi ekki haldið að sér höndum einsog þeir vildu að aðrir gerðu. Það sýnir hvemig þeir hugsa, þegar þeir segja alþýðunni að hún verði að sýna þolinmæði á erf- iðum tímum, biðlund og samstöðu um að halda stöðugleika. Svo taka þeir sér hækkanir í gegnum Kjaradóm. Það er svo margt sem segir að okkar samn- ingi skuli segja upp um næstu áramót; en það er ekki vfst að forsendumar sem eru í samningnum verði fyrir hendi; aukin verðbólga, hærri vextir og þvíumlfkt. Það er óréttlátt að fólk þurfi að lifa af 80.000 krónum og und- ir. Það er til háborinnar skammar.“ Vilhjálmur Þorsteinsson stjórnarmaður í FFJ Sömu reglur fyrir þingmenn og aðra „Ég hef sterkastar meiningar á þess- um skattfrjálsu kostnaðargreiðslum. Mér finnst þeir með þessu vera að segja að það eigi að gilda aðrar reglur um þá heldur en aðra. Sambærileg til- felli em til víða í þjóðfélaginu; í fyrir- tækjum og hjá starfsmönnum ríkis- stofnana þarsem ýmis starfstengdur kostnaður er fyrir hendi. Skattyfirvöld hafa verið mjög hörð, menn fá ekki að telja sem kostnað til frádráttar frá tekj- um nema hluti sem eru pottþéttir og skotheldir. Reglumar eru óþægilegar, en menn hafa sætt sig við þær í nafni þess að þeir vilja ekki svíkja undan skatti. Ég held að þingmenn verði að framvísa pappírum einsog hveijir aðr- ir og skattyfirvöld verða að setja regl- ur og fara yfir það sem telst frádráttar- bær kostnaður. Útaf fyrir sig virðast laun þingmanna ekki vera há miðað við þær tölur sem maður heyrir af einkamarkaðnum. Spumingin er hins- vegar hvemig launatölur þingmanna era skoðaðar; hvort lífeyrisréttindin era tekin með og svo framvegis. En ég hef samt aðallega skoðanir á skatt- frjálsa launakostnaðinum, sem mér finnst vont mál. Þar held ég að þing- menn hafi misstigið sig. Tryggvi Skjaldarson bóndi í Norður-Nýjabæ Það á að hætta feluleiknum „Ég get gert orð nágranna míns að mínum; hann skilur ekki af hveiju er verið að hækka þessi laun eins og menn sækjast eftir starfinu. Yfir fjög- urhundrað sóttu um síðast, en bara 63 komust að. f sjálfu sér hef ég þá skoð- un að þingmenn eigi að vera á mjög góðu kaupi. Það á ekki bara við þing- menn, að það er löngu orðið tímabært að taka allan geirann í gegn og taka launin einfölduð uppá borð. Hætta öllu sporslukjaftæði. Það á að liggja ljóst fýrir hvað menn era með í laun. Þessi feluleikur sem tíðkast hér á ís- landi er alveg óþolandi; hann er bara til þess að halda niðri launum kvenna og þeirra sem eru lægri í stiganum, það er ósköp einfalt." Snorri Hermannsson kennari á ísafirði Skilaboðin eru skýr „Þingmenn hafa nú þegar fengið skýr skilaboð frá þjóðinni. Nú er þeirra að vinna farsællega úr málinu svo sátt náist." Bergsteinn Einarsson iðnrekandi á Selfossi Sérréttindi í skattamál- um fylltu mælinn „Mér finnst í sjálfu sér ekki óeðli- legt að laun þingmanna og ráðherra fylgi almennri launaþróun í landinu að dómi Kjaradóms. En mér finnst kostn- aðargreiðsla til þingmanna og sérrétt- indi hvað varðar skattgreiðslur ekki gott mál. Ég tel að það sé það sem hafi íýrst og fremst fýllt mælinn. Ekki síst ef Kjaradómur telur sig ekki hafa haft vitneskju um málið." Helga E. Jónsdóttir formaður Landssambands Alþýðukvenna Sjálftakan er gagnrýniverð „Mér finnast launahækkanirnar í sjálfu sér réttlætanlegar. Ég veit að þetta er mikið starf og mér finnst að forystufólk á Alþingi og háttsettir embættismenn þjóðfélagsins eigi að hafa góð laun. Forseti Islands þará meðal. En mér finnst þessi sjálftaka, sem kölluð er, á 40.000 krónum á mánuði - sem gera tæpa hálfa milljón á ári - gagnrýniverð. Það er ekki trú- verðugt gagnvart fólkinu í landinu að þeir sem setji lögin taki sér þetta vald.“ ■ ■ Atvinnuleysið heldur áfram að aukast Aldrei fleiri án vinnu í ágúst Atvinnuleysisdagar í ágústmánuði hafa aldrei verið fleiri en nú í ár. Þá vora að meðaltali 5.880 manns á at- vinnuleysisskrá sem er 1.038 fleiri en í ágústmánuði í fyrra. Atvinnu- lausum fjölgaði í heild að meðaltali um 8,2% frá júlímánuði en hefur íjölgað um 21,5% frá ágúst í fyrra. I ágúst var 4,3% af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði án atvinnu en var 3,9% í júlí. Þessar upplýsingar koma fram í yfirliti vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins. Þar segir að meira atvinnuleysi nú en í ágúst í fýrra skýrist meðal annars af minni fiskafla og færri átaksverk- efnum en þá. Atvinnuleysið eykst alls staðar á landinu frá júlí nema á Vestíjörðum. Mest fjölgar á höfuð- borgarsvæðinu en hlutfallslega er aukningin mest á Austurlandi og Vesturlandi. Hlutfallslegt atvinnu- leysi er nú mest á höfuðborgarsvæð- inu. Atvinnuleysið er nú minna á Norðurlandi eystra og Vestfjörðum en í ágúst í fyrra en meira annars staðar á landinu. Búist er við að at- vinnuleysi minnki nokkuð f septem- bermánuði víðast hvar á landinu og geti orðið á bilinu 3,6% til 4% f mánuðinum. ■ Mannabreytingar á Alþýðublaðinu Kolbrún kemur, Stefán fer Stefán Hrafn Hagalín, fréttastjóri Alþýðublaðsins, hefur sagt starfi sínu lausu. Hann hefur verið ráðinn rit- stjómarfulltrúi Helgarpóstsins og tók við hinu nýja starfi í síðustu viku. Al- þýðublaðið þakkar Stefáni Hrafni fyrir vel unnin störf síðustu ár og óskar honum heilla á nýjum vettvangi. Kolbrún Bergþórsdóttir bókmennta- fræðingur og gagnrýnandi hefur verið ráðin sem blaðamaður að Alþýðublað- inu, og hóf hún störf í gær. Vart þarf að kynna Kolbrúnu fyrir lesendum blaðsins, enda hefur hún látið að sér kveða með pistlaskrifum sem eftir er tekið. Þá er hún að góðu kunn fyrir bókagagnrýni og mun stýra umfjöllun Alþýðublaðsins um bókmenntir. Baráttan harðnar... Margrét Frímannsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, formannsframbjóðendur í Alþýðubandalaginu, eru nú að búa sig undir endasprettinn. Þau eru á mikilli fundaherferð um landið, en í Reykjavík eru höfuðstöðvar beggja. Á föstudagskvöldið opnaði Margrét kosninga- miðstöð við Hverfisgötu, en þá hafði Steingrímur starfrækt kosningaskrifstofu um nokkurra vikna skeið. Fjölmenni kom fyrsta kvöldið og virðist talsverð sigur- vissa vera í herbúðum beggja. Atkvæðagreiðsla hefst um mánaðamótin, en úrslit verða tilkynnt á landsfundi - föstudaginn 13. október... A-mVnd: e.ói.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.