Alþýðublaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 1
■ Sunnlenskir sauðfjárbændur vilja afnema kvóta og gefa verðlagningu frjálsa Kerfið færir okkur tómar hörmungar -segir Bergur Pálsson formaður Búnaðarsambands Suðurlands. „Við höfum haft núverandi kerfi í 10 ár og það hefur fært okkur tómar hörmungar. Ég hefði svo sannarlega óskað þess að menn hefðu tekið á sig rögg og snúið blaðinu alveg við. Því miður sýnist mér sem menn hafi ekki kjark í sér til að gera það,“ sagði Bergur Pálsson formaður Búnaðar- sambands Suðurlands í samtali við Alþýðublaðið. Hópur bænda á Suðurlandi vinnur að tillögum um að afnema skuli með öllu kvótakerfi og framleiðslustýringu í sauðfjárrækt strax í haust. Bein- greiðslum verði breytt í byggðastyrki óháð framleiðslu og öll verðlagning á kjöti og slátrun verði gefin fijáls. „Ég hygg að þessar tillögur séu á nákvæmlega sömu nótum og ég hef verið að benda á en ég hef ekki tekið þátt í þessari vinnu. Að mínu mati er þetta leið sem verður að skoða. Við- ræður ríkisins og Bændasamtakanna hafa tekið alltof langan tíma og geng- ið alltof hægt. Sláturtíðin er komin vel á veg og menn verða að fá að vita hvað á að gera. Margir bændur eru að hugsa um að hætta sauðfjárbúskap en bíða þess að samningar takist," sagði Bergur Pálsson. „Þeir bændur á Suðurlandi sem standa að þessum tillögum eru öllu röskari en við. Hins vegar er þetta ekki langt frá því sem við erum að síga í áttina til en menn greinir á um hversu stór og hröð skref á að taka,“ sagði Ari Teitsson formaður Bænda- samtakanna. Hann var spurður hvort samningaviðræður um gerð nýs bú- vörusamnings væru komnar í hnút. „Þær ganga hvorki hratt né greið- lega en það er ekkert nýtt með samn- ingaviðræður. Það eru ekki allir með sömu skoðanir á þeim drögum sem fyrir liggja og það er vel. En ég vona að samningar takist. Raunar hefði samningur þurft að vera klár í ágúst en það varð ekki. Hins vegar gætu menn hugsanlega náð markmiðunum að einhverju leyti í sambandi við fækkun og ákvörðun greiðslumarks næsta árs þó að það yrði ekki fyrr en fyrstu dagana í október. En eftir því sem nýjum samningi seinkar verður erfiðara fyrir bændur að taka ákvarð- anir í samræmi við hann á þessu hausti," sagði Ari Teitsson. Sunnlensku bændurnir vilja að gerður verði nýr búvörusamningur sem gildi til aldamóta. Þeir vilja að umframbirgðir verði strax seldar úr landi og sláturtfð verði lengd sam- hliða breyttu verklagi. Hætt verði að frysta skrokka í heilu lagi en það hef- ur þótt hagkvæmt þar sem ríkissjóður hefur greitt geymslugjöld til slátur- leyfishafa. Tillögumar gera ráð fyrir að strax í vetur megi hver sem er framleiða eins mikið dilkakjöt og honum sýnist og selja á því verði sem hann telur hag- kvæmt, samkvæmt því sem fram kemur í Sunnlenska fréttablaðinu. Framleiðandi semur beint við slátur- leyfishafa sem ekki hefði lengur opin- bera verðlagningu til að styðjast við þegar sláturkostnaður er reiknaður út. Samkvæmt því miðstýrða kerfi sem nú er við lýði er sláturkoslnaður 150 krónur á hvert kfló dilkakjöts. Það er opinber verðlagsnefnd sem reiknar út þennan kostnað. Hins vegar er verð- lagning og slátrnn svínakjöts fijáls og þar er sláturkostnaður 35 krónur á kfló. Tugir sjómanna geta átt von á upp- sagnarbréfum - okkur finnst þetta ekki vera atvinnustefnan sem boð- uð hefur verið, segja sjómenn í skeytinu til Þorsteins Pálssonar. ■ Sjómenn á Flæmingjagrunni Mótmæla- skeyti til Þorsteins íslenskir sjómenn á Flæmingja- grunni hafa brugðist hart við áformum Þorsteins Pálssonar um að takmarka veiðar íslenskra skipa á svæðinu. Sjávarútvegsráðherra barst svohljóð- andi skeyti frá áhöfnum fimm skipa síðdegis: Við undirritaðir skipveijar á rækju- veiðiskipunt sem, stunda veiðar á Flæmingjagrunni viljum koma á fram- færi eftirfarandi. Við mótmælum harðlega þeirri gerræðislegu aðgerð að setja fyrirvaralaust á veiðistjórnun sem kippir undan okkur atvinnu og lífsafkomu. Við teljum algerlega óhugsandi að hægt sé að standa þann- ig að samningamálum fyrir okkar hönd að ekki sé haft samráð við þá sem hafa mestra hagsmuna að gæta, það er sjómanna og útvegsmanna sem stundað hafa þessar veiðar og tekið áhættu í að fjárfesta í skipum og veið- arfærum til þessara veiða. Það er al- veg ljóst að nú geta tugir sjómanna átt von á uppsagnarbréfum vegna verk- efna hjá skipum þeim sem stunda veiðar á þessu svæði, og finnst okkur það ekki vera atvinnpstefnan sem boð- uð hefur verið. Þar af leiðandi krefj- umst við þess að ekki verði skrifað undir samþykkt þessa fyrr en við höf- um fengið fullvissu fyir því að okkur sé tryggður fullnægjandi veiðréttur og lífsafkoma." Skeytið er sent frá áhöfnum Klöru Sveinsdóttur SU, Dalborgar EA, And- vara VE, Amamess SI og Ottos Wat- hnes NS. Bryndís Hlöðversdóttir um Vigdísi forseta, Kína og Alþýðublaðið Meðan konan skundar áfram með framtíðina í höndum sér, snúa karlarn- ir í hana baki og stara blindum augum í tómið ■ A-mynd: E.ÓI. ■ Framkvæmda- stjóri þingflokks Alþýðuflokksins Starfið leggst vel imig - segir Pröstur Olafs- son hagfræðingur. „Það leggst vel í mig að taka við þessu starfi. Það er fólgið í því að sinna upplýsingaþjónustu og vinna að greinargerðum og undirbúningi þingmála fyrir þingmenn og þing- flokkinn,“ sagði Þröstur Ólafsson hagfræðingur í spjalli við blaðið. Þröstur var í lok síðustu viku ráð- inn framkvæmdastjóri þingflokks Alþýðuflokksins og hefur þegar haf- ið störf. ■ Benedikt Davíðsson forseti ASÍ varar við „meiriháttar slysi" ef úrskurður Kjaradóms verður látinn standa Nýtt stríð um allt þjóðfélagið - segir forseti ASÍ. „Menn munu reyna að knýja fram breytingar á vinnustöðum fyrir hvern og einn." Fundur með Davíð Oddssyni í dag. „Ef félögin sem sömdu í febrúar telja að forsendur samninganna séu brostnar, efnahagslega og siðferð- islega, þá er auðvitað mjög líklegt að forystumenn félaganna reyni að ná fram leiðréttingum fyrir sitt fólk,“ sagði Benedikt Davíðsson forseti Alþýðusambands íslands (ASÍ) í samtali við Alþýðublaðið í gær. Mikil ólga er innan verka- lýðshreyfingarinnar vegna ákvörð- unar Kjaradóms um laun þing- manna og embættismanna, og fyrir hádegi í dag munu verkalýðsfor- ingjar eiga fund með Davíð Odds- Leiðarinn um manndómsvígslu Steingríms J. syni forsætisráðherra. Benedikt kvaðst vænta þess að fá haldgóðar skýringar hjá Davíð, og varaði við „meiriháttar slysi" ef úrskurður Kjaradóms um launahækkanir þingmanna og skattfríðindi þing- manna verður látinn standa. Verkalýðsfélögin munu þá, að sögn Benedikts, leita eftir „leið- réttingum“ fyrir sitt fólk. Hann sagði: „Leiðréttingin gæti verið í því fólgin að menn reyndu að knýja fram breytingar á vinnustöð- um fyrir hvern og einn. Þannig væri komið upp nýtt stríð útum allt Opnan um misskildu snillingana Sæmundur Guðvinsson um Þrek og tár - skin og skúri þjóðfélagið, þó kjarasamningar séu enn lögformlega í gildi. Ég held að þetta sé ekki það sem við þurfum, þegar við erum að tala um að byggja upp atvinnulífið og skapa stöðugleika til að geta fjölgað störfum. Stjórnvöld, sem ekki gera sér grein fyrir þessari hættu, eru ekki nógu náinni snertingu við þjóðlífið. Það er hættulegt." Benedikt: Stjórnvöld sem gera sér ekki grein fyrir hættunni eru ekki í snertingu við þjóðlífið. Það er hættulegt. Spurt er um allt mögulegt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.