Alþýðublaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995
s k o ð a n i r
tmeiiÐiB
20991. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
Sigurður Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Skynsemisraddir
á Suðurlandi
Sunnlenska fréttablaðið hefur skýrt frá því, að hópur bænda á Suður-
landi hafi mótað nýjar tillögur um stjóm sauðfjárframieiðslunnar. Sam-
kvæmt frétt blaðsins er gert ráð fyrir því að kvótakerfið verði afnumið,
hætt verði að miða beingreiðslur við magn ffamleiðslunnar en bændur
fái greiðslur í fimm ár, óháð því hvað þeir framleiða mikið og - síðast
en ekki síst -verðlagning verði gefin ftjáls.
Tillögur sunnlensku bændanna em í öllum atriðum í samræmi við þá
stefnu sem Alþýðuflokkurinn kynnti fyrir kosningar. Þá mku sjálfskip-
aðir „vinir“ bænda upp til handa og fóta til þess að veija hið heilaga
kvótakerfi - sem hneppt hefur mikinn meirihluta bænda í íjötra skipu-
lagðrar fátæktar. Æ fleiri bændur afþakka hinsvegar leiðsögn framsókn-
armanna allra flokka enda eru afleiðingar helstefnu síðustu áratuga
skelfilegar: Sauðfjárbúskapur er í rúst, fjöldi bænda er langt undir fá-
tæktarmörkum. Neysla á landbúnaðarvörum dregst saman, framleiðni
minnkar og framleiðslan er óhagkvæm, bæði fýrir bændur og neytend-
Það flokkast undir mannréttindamál að losa bændur úr sovétkerfi
miðstýringar og ofstjómar, og í öllu falli er tímabært að nútíminn haldi
innreið sína í íslenskan landbúnað. Sunnlensku bændumir segja óhjá-
kvæmilegt að bændum muni fækka við uppstokkun kerfisins. Reyndar
er svo komið, að meðalaldur íslenskra bænda er kominn yfir fimmtíu ár
og í sumum sýslum er meðalaldurinn um sextugt. Ástæðan er einföld:
Ungt fólk treystir sér í fæstúm tilvikum til að hefja búskap, en eldri
bændum er ókleift að bregða búi. Alþýðuflokkurinn hefur lagt áherslu
á, að veija þurfi vemlegum fjármunum til að þess að aðstoða þá bændur
sem vilja hætta að búa.
Áratugum saman hafa framsóknarmenn allra flokka haldið því fram
að Alþýðuflokkurinn væri skelfilegasti óvinur bænda. Nú er hinsvegar
svo komið, að bændur eru unnvörpum að taka upp stefnu Alþýðu-
flokksins - enda fullreynt með hjálpræðið frá Seljavöllum.
Manndómsvígsla
boxarans
Steingrímur J. Sigfússon formannsframbjóðandi í Alþýðubandalaginu
virðist illa haldinn af ákveðinni þráhyggju þessa daga. Þannig er mál
með vexti að jafnt í fjölmiðlum sem á kosningafúndum í flokki sínum
er Steingrími fyrirmunað að tjá sig um pólitík af nokkru tagi - öll orka
hans fer í að tala um Alþýðublaðið!
Eðlilega hefur auglýsingaherferð Steingríms í þágu Alþýðublaðsins
vakið nokkra athygli en mönnum er ekki fyllilega ljóst hvað vakir fyrir
ffambjóðandanum. Tíminn skýrir frá því að á fundi Alþýðubandalags-
ins í Vestmannaeyjum hafi Steingrímur verið spurður að því hvort ekki
færi alltof mikið púður í að svara Alþýðublaðinu. Steingrímur svaraði:
„Ég læt ekki Alþýðublaðið andskotast á mér heilt sumar án þess að
boxa pínulítið til baka. Ég væri ekki heppilegur formaður ef ég sæti
þegjandi undir svona skítaskrifum heilt sumar án þess að svara ein-
hveiju fyrir mig.“
Þama lá semsagt hundurinn grafinn. Steingrímur virðist'líta á það
sem einskonar manndómsvígslu - sönnun þess að hann sé í reynd verð-
ugur formaður - að svara Alþýðublaðinu fullum hálsi. Þetta væri auð-
vitað gott og blessað ef Steingrímur gæti útskýrt hvemig Alþýðublaðið
hefur „andskotast" á honum heilt sumar, eða tilgreint „skítaskrif ‘ blaðs-
ins í hans garð. Það hefur Steingrímur J. Sigfússon ekki gert. Hin nötur-
lega staðreynd er nefnilega sú, að ekki einasta er formannsframbjóðand-
inn illa haldinn af þráhyggju, heldur virðist ímyndunarveiki vera að ná á
honum æ sterkari tökum. Þannig les Steingrímur J. Sigfússon eitthvað
allt annað í Alþýðublaðinu en annað fólk: alltjent hefur þetta blað
hvorki andskotast í Steingrími né staðið í skítkasti á hann. Það em hug-
arórar í Steingrími J. Sigfússyni.
Því miður mun ekki vera til nein einföld lækning á þráhyggju á háu
stigi. Samkvæmt kenningum sálfræðinnar er ekki nema eitt fyrir Stein-
grím að gera: hann verður að einbeita sér að því lesa Alþýðublaðið bet-
ur. Aðeins með því að ganga á hólm við órana getur Steingrímur gert
sér vonir um að uppræta þá. Þangað til hefur hinn nýi boxari íslenskra
stjómmála löggilta afsökun til að slá pólitísk vindhögg. ■
Um Kína, forsetann
og fjölmiðlana
Nýafstaðin för íslenskra kvenna á
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína
hefur valdið miklu fjaðrafoki hér á
landi. Fyrir skömmu var ferðalagið til-
efni sjónvarpsumræðu, þar sem Kína-
förunum var gert að svara til saka um
það hvað þær vom að gera í Kína og
hvers vegna í ósköpunum þær hefðu
látið til leiðast að taka þátt í umræðu
um konur á þessum ógurlega stað.
Með kynningu þáttarins vom sýndar
myndir frá grimmdarverkunum á
Torgi hins himneska friðar í júní 1989
og var engu líkara en skilaboðin væm
þau að Kínafararnir bæru óskipta
ábyrgð með kínverskum stjómvöldum
á ógnarverkunum sem þar vom fram-
in.
Bryndís
Hlöðversdóttir
skrifar
í þætti þessum var ritstjóra Alþýðu-
blaðsins, Hrafni Jökulssyni, gert að
sauma að konunum, en ritstjórinn
hafði áður tjáð sig um siðleysi þess að
ræða málefni kvenna í Kína. Ef frá er
talið DV með Jónas Kristjánsson rit-
stjóra í fararbroddi, þá hefur Alþýðu-
blaðið farið fremst í flokki þeirra sem
gagnrýnt hafa umrædda Kínaferð.
Áskorun tekið
I áðurnefndum sjónvarpsþætti
gagnrýndi undirrituð ritstjóra Alþýðu-
blaðsins fyrir skort á málefnalegri um-
fjöllun í blaðinu um Kínaferðina og
brást hann við með þvf að bjóða henni
að skrifa pistil í blaðið. Þótt segja
megi með sanni að það væri að bera í
bakkafullan lækinn að skrífa meira en
orðið er um hina frægu Kínaför, þá
var áskomninni þegar tekið, þótt ekki
væri nema til að rétta umræðuna af.
Staðreyndin er nefnilega sú að allt of
lítið hefur verið skrifað um það sem
eiginlega átti sér stað í Kína, umræðan
hefur öll snúist um vafasamt staðarval
Sameinuðu þjóðanna og siðleysi kín-
verskra stjómvalda í gegnum tíðina.
Minna hefúr farið fyrir umræðu um
málefni kvenna um allan heim, sem
þó var tilefni ráðstefnanna, og um-
fjöllun um ráðstefnu óháðra félaga-
samtaka hefur verið sáralítil í fjölmiðl-
um. Þess í stað hefur mest umfjöllun
farið í gagnrýni á forsetann fyrir að
segja sumt en ekki annað og fram-
haldssögu af einni ágætri þingkonu,
sem ekki fékk lesið pistilinn sinn í
Kína.
Forsetinn og forsetafrúin
Þær konur sem ekki fengu viðtal hjá
Li Peng og sögðu honum til syndanna
hafa verið lágt skrifaðar í fjölmiðla-
heiminum síðustu vikur. Títt er vitnað
í ektakvinnu bandaríska forsetans og
hetjulega framgöngu hennar á ráð-
stefhu óháðra félagasamtaka, til marks
um það hvað hægt sé að gera á svona
ráðstefnum. Hefúr forseti Islands ver-
Vigdís forseti hefði eflaust getað sagt meira
hér og minna þar í samtölum sínum við kín-
verska ráðamenn, en það er kannski annað
um að tala en í að komast.
ið gagnrýnd harðlega fyrir að gera
ekki slíkt hið sama. Virðist það alfarið
gleymast að önnur þessara kvenna er
þjóðhöfðingi en hin ekki. Staða hinnar
fyrmefndu er því mun þrengri til mót-
mælaaðgerða, auk þess sem báðar
þessar konur töluðu fyllilega í anda
þeirrar stefnu sem stjórnvöld þjóða
þeirra hafa verið að móta á umliðnum
árum. Við skulum ekki gleyma því að
ríkisstjóm Islands (núverandi og fyrr-
verandi) hefur lagt á það mikla áherslu
að byggja upp efnahagleg og menn-
ingarleg tengsl við kínversk stjómvöld
á sfðustu áram. Það hefði því hljómað
ankannalega að mínu mati ef forseti
fslands hefði hafið mótmælaaðgerðir í
opinberri heimsókn við slfkar aðstæð-
ur. Hitt er annað mál að hún hefði ef-
laust getað sagt rneira hér og minna
þar í samtölum sínum við kínverska
ráðamenn, en það er kannski annað
um að tala en í að komast.
Tvær ráðstefnur
Það er rétt að geta þess fyrir þá sem
ekki vita, að um var að ræða tvær ráð-
stefnur. Annars vegar ráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna sem haldin var í Pek-
ing og hins vegar ráðstefnu óháðra fé-
lagasamtaka sem haldin var í Huairou,
en þangað er um það bil eins og hálfs
tíma akstur frá höfuðborginni. Nokk-
uð fjölmenn sendinefnd fór héðan á
fyrrnefndu ráðstefnuna, en hin við-
kvæma staðsetning hennar var ákveð-
in á vettvangi Sameinuðu þjóðanna
fyrir nokkrum árum. Á síðarnefndu
ráðstefnuna fór hópur fólks frá íslandi
eða alls 18 manns, þar á meðal undir-
rituð sem fór á vegum Kvenréttindafé-
lags íslands. Hópinn skipaði fólk frá
ýmsum félagasamtökum en sumir
fóru "á eigin vegum. Nokkrir höfðu
undirbúin verkefni í farteskinu og má
þar nefna framlag Stígamótakvenna,
framlög Kvenréttindafélags fslands1
um konur í pólitík og um framkvæmd
samnings Sameinuðu þjóðanna um af-
nám allrar mismununar gegn konum,
erindi Kolbrúnar Oddsdóttur lands-
lagsarkitekts um leikvelli og einnig
unnu þrír fslendingar að gerð heim-
ildakvikmyndar um ráðstefnuna sem
vonandi lítur dagsins ljós fljótlega. Þá
er rétt að geta þess að Rannsóknar-
stofa í kvennafræðum mun halda mál-
þing um ráðstefnumar í lok október,
þar sem fjallað verður um það sem þar
gerðist og árangurinn metinn.
Kraftmikil ráðstefna óháðra
félagasamtaka
Á ráðstefnu óháðra félagasamtaka
var mikil ólga og kraftur allan tímann.
Verður þar að segjast eins og er að
framlag Hilary Clinton bar ekki hæst,
enda var það flutt í 1000 manna lok-
uðum sal og þeir sem stóðu vonsvikn-
ir fyrir utan heyrðu ekki orð. Af þess-
um 1000 sem inn komust vora reynd-
ar fjölmiðlafólk stór hluti, en hinir
30.000 ráðstefnugestirnir fundu sér
eitthvað annað af fjölbreyttri dag-
skránni til að hlusta á. Þriðjaheims-
konur vora áberandi allan tímann og
mikið fór fyrir aðgerðum asískra
kvenna sem vora misnotaðar kynferð-
islega af Japönum í síðari heimstyrj-
öldinni. Konur þessar, sem að stærst-
um hluta koma frá Kóreu, voru
hnepptar í búðir á unglingsáram, þar
sem þær vora látnar þjóna 50-100 Jap-
önskum hermönnum á dag til sængur.
Þetta var hluti af hemaðarlegri upp-
byggingu Japana og því miður segir
sagan okkur að svona hlutir gerast enn
í dag.
Hvað sem sagt verður um staðarval
og ógnarverk kínverskra stjómvalda í
gegnum tíðina, þá var ráðstefna
óháðra félagasamtaka hin kröftugasta
í alla staði. Tíminn á svo eftir að leiða
í ljós hvort þær hugmyndir og sá
kraftur sem þar var, eigi eftir að skila
sér út í samfélög heimsins. ■
Höfundur er alþingismaður
fyrir Alþýðubandalagið.
t e m b e r
Mistök gærdagsins
Vegna uppfinningasamrar
tölvu birtist vitlaust dagatal í
gær, einsog glöggir lesendur
tóku eftir. Gerðar hafa verið
viðeigandi ráðstafanir til að
lækka rostann í téðri tölvu.
Atburðir dagsins
1791 Gyðingar fá ríkisborgara-
rétt í Frakklandi. 1888 Frétta-
stofa í Lundúnum fær bréf und-
irritað ,Jack the Ripper" í kjöl-
far hryllilegra morða á vændis-
konum. 1922 Konstantín I
Grikkjakonungur afsalar sér
völdum í kjölfar hemaðarósig-
urs í Tyrklandi. 1922 íslensk
mynt fór í dreiftngu í Reykja-
vík. 1981 Pétur Sigurgeirsson
settur í embætti biskups ís-
lands.
Afmæiisbörn dagsins
Santuel Adams 1722, banda-
rískur byltingarmaður. Louis
Botha 1862, suður-afrískur
forsætisráðherra. Vincent
Youmans 1898, bandarískur
lagahöfundur.
Annáisbrot dagsins
Maður í Víðidal kyrkti bam sitt
til bana. Hann var, að gengnum
dómum yfir honum, klipinn
glóandi járnum og aftekinn á
Sveinsstöðum eftir þeirri for-
ordning, er svo býður um
morðingja.
Höskuldsstaöaannáll 1758.
Máisháttur dagsins
Oft etur tófa talda sauði.
Raunir dagsins
Konan mín svaraði í símann og
þegar hún var spurð hver hún
væri svaraði hún réttilega að
hún væri hertogaynjan af Nor,
folk. „Hvað er það?“ var spurt,
„er það krá?“ Svona er staða
okkar hertoganna í nútímanum.
Hertoginn af Norfolk, 1977.
Virðing dagsins
Við emm að öðlast alþjóðlega
virðingu. Adolf Hitler, 1934.
Orð dagsins
BilHngs mey
egfann beðjum á
sólhvíta sofa;
jarls yndi
þótti mér ekki vera
nema við það lík að lifa.
Úr Hávamálum.
Skák dagsins
Skoðum nú hvernig hinn
danski Höi er grátt leikinn af
sókndjörfum From, sem hefur
hvítt og á leik. Svartur á frípeð
en staðan virðist ekki bjóða
uppá mikil tilþrif. From var á
öðm máli og knúði fram sætan
sigur.
Hvítur leikur og vinnur.
1. Rf5+! gxf5 2. Dxd8+ Kxd8
3. h6 Þama lá hundurinn graf-
inn. Hvíta h-peðið rennur uppí
borð. Höi gafst upp.