Alþýðublaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Furstinn í Allt frá því að forfeður okkar upp- götvuðu að það væri frekar ósmekk- legt að höggva mann og annan sér til dægrarstyttingar, hefUr búið friðsamt fólk á íslandi. Ólíkt öðrum þjóðum þá hafa íslendingar ekki háð mannskæð- ar styijaldir þó þeim hafi verið skipað að skipta um trúarbrögð á svona 500 ára fresti. Þá hafa íbúar þessa lands látið það gott heita þó útlendir kon- ungar hafi kúgað þá, arðrænt og svelt í margar aldir. Nægjusemin gagnvart yfirþoðurum var svo mikil að menn sættu sig við sjálfkrýnda Hundadaga- konunga þegar ekki var annað að hafa. Pallborðið Sigurður Tómas Björgvinsson skrifar Vopnaður friður Allt hefði þetta getað staðið áfram, ef ekki hefði komið til íhaldssamur og um leið herskár menntamálaráðherra á íslandi að nafni Bjöm Bjamason. Það hlýtur að vera ótrúlega djúp hugsun sem liggur að baki þeirri tillögu að stofnaðar verði íslenskar hersveitir þegar haft er í huga að nú er árið 1995. Kalda stríðinu hefur formlega verið aflýst og Bjöm og stuttbuxna- skæraliðar hans í Sjálfstæðisflokknum hafa unnið fullkominn sigur. Þetta gerist einnig í kjölfar þess að ákveðnar sögulegar sættir hafa náðst á milli stríðandi fylkinga í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, í Suður-Afríku, á Norður-írlandi og sumir sjá jafnvel fyrir endann á skólastríðinu í Skútu- staðahreppi í Mývatnssveit. Hvað er það þá sem rekur mennta- málaráðherra til þess að kynna svona nýstárlega hugmynd á tímum kærleiks og friðar? Ekki er það Smugudeilan, því sjálfstæðismenn hafa haft þá menntamálaráöuneytinu stefnu hingað til að íslenskir sjómenn væru fullfærir um að berjast einir og varnarlausir við norska sjóherinn í Norðurhöfum. Varla er jjað í ljósi þeirrar staðreyndar að 76% Islendinga trúa því að til séu álfar sem ráðist á vegagerðarmenn um land allt, því við höfum tekist á við tröll og vætti frá því að land byggðist. Það gæti hins vegar verið ákjósanlegt að hafa ís- lenskan her til þess áð bæla niður mót- mæli launafólks við „smávægilegum leiðréttingum" á launakjörum þing- manna, ráðherra og æðstu embættis- manna. Þá hafa trillukarlar gert sig heimakomna á þingpalla í seinni tíð og ógnað starfsfriði löggjafarsam- kundunar. í Helgarpóstinum í síðustu viku vom nokkrir sérfræðingar í pólitískri refskák fengnir til þess að glíma við þessa ráðgátu. Einhver nefndi að með hemaðarbröltinu væri Bjöm að ná sér niðri á framsóknarmönnum sem höfðu af honum utanríkisráðuneytið og ætl- aði með þessu að sýna hver hinn raun- verulegi utanríkisráðherra væri. Aðrir töldu að Bjöm hefði hlaupið á sig og hér væri um mistök að ræða og enn aðrir töldu að hér endurspeglaðist að- eins hin raunverulega og íhaldsama hugmyndafræði menntamálaráðherr- ans. Sjálfur telur Bjöm Bjamason að eigin her hverrar sjálfstæðrar þjóðar sé einn af homsteinum hvers lýðræðis- ríkis ‘og með herþjónustu megi kenna mönnum ákveðinn aga og ýmsa stjómunarþætti sem byggja á hemað- arlistinni. Þegar ég hafði lesið þetta var mér snöggvast litið á bókahilluna og sá þar fyrirmynd menntamálaráð- herrans - stjómunarspeki Machiavell- is frá 16. öld. Her(og)lög? Fram kemur í áðumefndri úttekt á stjómmálamanninum Birni Bjamasyni að hann þykir mjög kænn, slóttugur og metnaðargjam. Gefið er í skyn að hann muni ekki staðnæmast fyrr en hann verði orðinn formaður Sjálfstæð- isflokksins og forsætisráðherra, enda eigi hann til þess ættir og uppruna. Björn: Herlið Machiavelli - gegn álfum? lærifaðir Björns? Þetta fellur mjög vel að ímynd Furst- ans hjá Machiavelli og nauðsyn þess að búa yfir góðum her til þess einfald- lega að ná og halda völdum. Um þetta segir Machiavelli: „Aðalundirstöður hvers ríkis, hvort sem það er nýtt, gamalt eða hvort tveggja, er að hafa góð lög og góðan her. Og þar sem góð lög fá ekki staðist nema ríkið eigi sér góðan her, þá fer það saman að ef það hefur góðan her hlýtur það að eiga sér góð lög.“ Þessa speki Machiavellis hefur Bjöm Bjamason greinilega til- einkað sér, enda löglærður maður. Og í sama riti segir einnig: „Fursta ber að helga hug sinn allan því sem viðkemur hermálum og aga, ekki velja sér neitt annað hugðarefni - því að þetta er sú list er honum sem fursta ber að leggja alla rækt við.“ Þetta staðfestir Bjöm í áðumefndu viðtali þar sem hann segir að hugmyndinni um her og strangari aga á Islandi verði ekki ýtt til hliðar. Þá er það ennfremur forsendan fyrir því að hugmyndin um íslensku bardagasveitimar lifi að hinn sameiginlegi óvinur, kommúnisminn, sé ekki endanlega dauður heldur geti hann alltaf sprottið upp aftur og þá sé nú betra að hafa vamimar í lagi. Villtur í tíma og rúmi Viðureign Bjöms við hinn ímynd- aða óvin, kommúnismann, minnir einna helst á söguna um sænsku vík- inganna sem ég heyrði um árið. Sagan segir að sænsku víkingamir hafi heyrt um hið mikla Rómarveldi og þótt álit- legur kostur að leggja það undir sig. Þetta var í kringum árið 900 og komu þeir á þremur langskipum að litlu þorpi töluvert norðan við Rómarborg og lögðu það gjörsamlega í eyði. Hinir herskáu frændur okkar komu svo heim til Svíaríkis með þær fréttir að nú væri hið mikla Rómarveldi fallið. Það var svo ekki fyrr en háskólinn var stofnaður í Uppsölum á 13. öld og Svíar byijuðu sínar frægu samanburð- arrannsóknir og naflaskoðanir að þeir komust að því að Rómverska keisara- veldið hafði fallið talsvert fyrr. Svona vom víkingamir frá Svíþjóð gjörsam- lega villtir í tíma og rúmi að þeir komu 500 ámm of seint og réðust auk þess á saklausa fiskimenn norður af Róm. Þannig ætti Bjöm Bjamason að vita það að kommúnisminn hefur verið dauður í nokkur ár og hefur meðal annars verið bannaður með lögum í Rússlandi. Að auki hafa hinir íslensku liðsmenn Moskvu afneitað trúnni og segjast nú vera orðnir jafnaðarmenn. Það er í raun óskiljanlegt að þetta hafi getað farið framhjá menntamálaráð- herranum því hann hefur sjálfur verið útnefndur sigurvegari kalda stríðsins af einum virtasta hugmyndafræðingi Sjálfstæðisflokksins - Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni. Reyndar hefði maður í sakleysi sínu haldið að menntamálaráðherra hinnar fomu bókaþjóðar við heimskautsbaug ætti að hafa meiri trú á þeim vopnum sem sagan segir að hafi reynst okkur best - það er að segja pennanum og mælskulistinni. Þessi verkfæri em tal- in hafa dugað vel gegn útlendum kon- ungum, hafa fært okkur sjálfstæði og jafnvel verið mikilvægust í sigrum okkar í þorskastríðunum. Það kann hins vegar að vera að núverandi vald- hafar hafi ekki trú á að hægt sé að verja landið og halda völdum með rökhyggjuna eina að vopni og því dugi ekkert nema kúgun og ofbeldi? Höfundur er framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins - Jafnaðarmanna- flokks íslands. Ekki er vitað af hvaða fornkappa beinagrindin er sem fannst austur í Skriðdal. Norðmenn eru hins vegar ekki í vafa um að þarna hafi verið grafinn upp norskur landnáms- maður, samkvæmt frétta- skeytum frá Noregi. Það er ekki nóg með að Norð- menn eigni sér Leif Ei- ríksson heldur hafa þeir nú ákveðið að fornmaður- inn hafi verið norskur rík- isborgari... Iltaf fjölgar þeim rit- höfundum sem leita til Máls og menningar. Nú er Steinunn Sigurðardóttir komin í þann hóp en bæk- ur hennar hafa frá upphafi komið út hjá Iðunni. í haust er von á skáldsögu frá Steinunni og var ekki annað vitað en Iðunn gæfi bókina út. En Steinunn er semsagt kominn í hinn stóra hóp sem Mál og menning/Forlagið gefa út. Þar er fyrir mikið einvala- lið: Einar Már Guð- mundsson, Einar Kára- son, Friða Á. Sigurðar- dóttir, Álfrún Gunn- laugsdóttir, Gyrðir El- íasson, Kristín Omars- dóttir, Hannes Sigfús- son, Thor Vilhjálmsson, Hallgrímur Helgason, Guðmundur Andri Thorsson, Pétur Gunn- arsson, Þórarinn Eld- járn, Sigurður A. Magn- ússon, Sigurður Páls- son, Geirlaugur Magn- ússon, Helgi Hálfdanar- son, Sjón, Ólafur Gunn- arsson, Guðbergur Bergsson og fleiri og fleiri. Óneitanlega sigur- stranglegur framboðs- listi... Fótboltakappinn Arnar Gunnlaugsson kom, sá og sigraði í 1. deildinni, ásamt tvíburabróðurnum Bjarka. Arnar hefur líka notað tímann í sumar til að koma sér upp kærustu - engri annarri en ungrú ísland, Hrafnhildi Haf- steinsdóttur. Nú heyrum við að þetta glæsipar muni prýða forsíðu Mann- lífs, aukþess sem þau tjá sig væntanlega um eilífð- armálin. Þetta ætti að út- vega hinni svokölluðu X- kynslóð langþráð um- ræðuefni... Fimmtán sækja um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu, en Páll Sigurðsson lætur senn af embætti. Einn um- sækjandi óskar nafnleynd- ar og við heyrum getum að því leitt, að þar sé Guð- mundur G. Þórarinsson á ferðinni. Hann fékk fyrir löngu vilyrði hjá fram- sóknarmönnum fyrir góðri stöðu, og var til að mynda orðaður við Seðlabankann áðuren Steingrímur Her- mannsson tók banka- stjórastól þar fyrir sjálfan sig. Ekki er að efa að Guð- mundur G. yrði góður liðs- maður hjá Ingibjörgu Pálmadóttur - en sagan er að vísu óstaðfest... hinumegin "FarSide" eftir Gary Larson Þarsem Stefán Þröstur kunni ekki útlensku, var hann alveg grunlaus um hvað skýin höfðu í hyggju. Hvað heitirforseti Finnlands? Martti Ahtisaari Emil Borg rafvirki: Uhri Kekkonen. Guðrún Finnbogadóttir nemi: Það er Frank Pirola og við bjóðum hann hjartanlega velkominn! Sigurdís Hauksdóttir at- Jón Þór Ólason nemi: Artti vinnurekandi: Ég hef bara Ahtisaari. fyrsti forsetinn sem ekki hugmynd um það. kosinn er beinni kosningu. Óli Haukur Valtýsson þjónn: Ég hef ekki græna glóru því ég sef á daginn. Mér líst semsagt vel á hugmyndina að koma hér upp her, og þar að auki er það skemmtileg tilviljun að menn skuli fá svona góðar hugmyndir í sláturtíðinni. Benedikt Axelsson kennari. Kjallaragrein í DV í gaer. Þessir kjaradómar hafa nú yfirleitt verið skandall og mér finnst þeir versna eftir því sem á líður. Nú ættum við öll að hætta. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar. Timinn í gær. Hann er ný- kominn, búinn að vera lengi að heiman og langt í burtu. Björn Grétar Sveins- son verkalýðsforingi hæddist að Davíð Oddssyni vegna um- ræðna um kjaradóm og laun þingmanna. Tíminn í gær. Þjóðin hafnar ekki bara hugmynd menntamálaráðherra um íslenskt þjóðvarðlið, heldur einnig því, að hún sé yfirleitt til umræðu. Jónas Kristjánsson í forystugrein DV í gær. Skoðanakönnun DV sýndi að 90% voru á móti hugmyndum Björns Bjarnasonar. Þættirnir hafa verið teknir upp í bókaherbergi Solzhenítsyns og mörgum áhorfendum þykja þeir leiðinlegir, framkoman hrokafull og málin, sem hann tekur fyrir, lítt áhugaverð. Frétt Morgunblaðsins af þeirri ákvöröun rússneska ríkissjónvarpsins að leggja niður þætti Solzhenítsyns. fréttaskot úr fortíð Herilokkurinn íEyjum (Birt Birni Bjarnasyni til hugarhægðar.) Það em ekki nema 85 ár síðan stofn- aður var herflokkur í Vestmannaeyj- um. Flokk þennan stofnaði Kohl sýslumaður (kafteinn Kohl) 1854. Hafði hann daglega heræfingar, þar til Kohl andaðist 1860, en lagðist al- veg niður nokkmrn ámm síðar. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, 30. júlí 1939.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.