Alþýðublaðið - 27.09.1995, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐHD
7
áleitnar spurningar
■ Vísbendingaleikur Alþýðublaðsins
Spurt
■ Þekkirt
__ _ er
Þekkirðu manninn?
Alþýðublaðið heldur í dag áfram með laufléttan spumingaleik, þarsem reynir á hversu mannglöggir lesendur eru. Spurt
er um menn úr öllum áttum, íslendinga jafnt sem útlendinga, h'fs og liðna. Spumingamar em 10 og em gefnar þijár vís-
bendingar með hverri spumingu. Sá sem svarar rétt eftir fyrstu vísbendingu fær þrjú stig, tvö stig fást fyrir rétt svar eftir
aðra vísbendingu og eitt stig ef svarið kemur eftir þriðju vísbendingu. Lesendur geta mælt þekkingu sína við svör keppend-
anna og Friðriks Þórs Guðmundssonar og Egils Helgasonar, hér að neðan.
FYRSTA VÍSBENDING ÖNNUR VÍSBENDING ÞRIÐJA VÍSBENDING
1 Hann fæddist 1911, varð varaforseti Iands síns en féll í ónáð og sat lengi í fangelsi. Hann var ættaður frá Svartfjalialandi, skrifaði fjölda bóka, meðal annars Samrœður við Stalín. Frægasta bók hans er þó Hin nýja stétt þarsem hann gerði upp við kommúnismann.
2 Hann fæddist árið 1927 og var þingmaður Alþýðu- bandalagsins 1979-87. Ómar Valdimarsson hefur skráð endurminningar hans í tveimur bindum. Hann er verkalýðsleiðtogi með kjarngóðan orðaforða.
co Hún fæddist 11. desember 1940 á Hesteyri í Sléttuhreppi, Norður-ísafjarðarsýslu. Hún er systir Jakobínu heitinnar Sigurðardóttur rithöfundar. Sjálf er hún eina íslenska konan sem hlotið hefur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.
4 fslenskur leikari sem stundaði um skeið nám í tannlækningum í Þýskalandi. Hann bjó til nýyrðið „þorstaheftur“. Hann skrifaði um árabil vikulega pistla í Þjóðviljann, Alþýðublaðið og Pressuna.
5 Hann var tónskáld, 1833-97, sem hafnaði straumum samtím- ans og leitaði fyrirmynda hjá eldri tónskáidum á borð við Haydn og Bach. Hann varð mikill vinur Schu- manns og átti síðar í ástarsam- bandi við Clöru, ekkju hans. Meðal verka hans eru German Requiem og Ungverskir dansar.
(D Hún var uppi á árunum 1763-1814. Fyrri eiginmaður hennar var eitt af fórnarlömb- um frönsku byltingarinnar. Eftir að eiginmaður hennar var tekinn af lífi var hún áber- andi í samkvæmislífi Parísar. Seinni maður hennar var hermaður frá Korsíku. Seinni maður hennar krýndi sjálfan sig keisara Frakklands og hún var keisaraynja í fimm ár.
7 Hann sagði: Nú eru sólarlitlir dagar. Hann var tekinn af lífi eftir að hafa játað á sig níu morð. Líklegt er talið að fórnariömb hans hafi verið helmingi fleiri. Megas og Úlfar Þormóðsson hafa skrifað skáldsögur þar sem hann er í aðalhlutverki.
00 Hann er sagður hafa myrt tvíburabróður sinn. Þeir bræður eru sagðir synir prinsessunnar Rhea Silvia. Þeir voru hinsvegar fóstraðir af úlfynju. Heiti höfuðborgar Miðjarðarhafsríkis er dregið af nafni hans.
CD Hún er þjóðhöfðingi, fædd árið 1938. Maður hennar heitir Claus von Amsberg. Vilhjálmur Alexander sonur þeirra mun erfa ríkið. Hún er drottning Hollands.
10 Hann var íslenskt skáld, kallaður Krummi af vinum sínum, reyndi fyrir sér sem uppfinningamaður - með litlum árangri. Hann gerði samning við Gunnar Gunnarsson um að þeir skiptu með sér verðlaunafénu ef annar þeirra fengi Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir. Hann orti nokkur undurfögur ljóð en sló í gegn fyrir leikrit, einkum Fjalla-Eyvind.
Oruggur
sigur Egils
Egill Helgason hélt áfram sigur-
göngu sinni í spumingaleik Alþýðu-
blaðsins þegar hann mætti Friðrik Þór
Guðmundssyni, blaðamanni á Viku-
blaðinu. Egill hlaut 21 stig, og heldur
áfram keppni, en Friðrik Þór fékk 12
stig. En lítum á hvernig viðureign
þeirra gekk fyrir sig.
1. spurning Egill fékk 3 stig en Frið-
rik gataði. Staðan var því orðin 3-0 í
upphafi.
2. spuming Báðir vissu svarið eftir
aðra vísbendingu og fengu 2 stig hvor.
Egill: 21 stig. Friðrik: 12 stig.
Staðan: Egill 5: Friðrik 2.
3. spurning Egill fékk fullt hús, 3
stig, en Friðrik Þór fékk 1 stig. Stað-
an: Egill 8 stig: Friðrik 3.
4. spurning Egill fékk 2 stig en Frið-
rik 1. Staðan: Egill 10 stig: Friðrik 4.
5. spurning En jókst munurinn, Egill
fékk 2 stig en Friðrik ekkert. Röskleg-
ur endasprettur þess síðamefnda dugði
ekki til. Staðan: Egill 12: Friðrik 4.
6. spurning Báðir fengu 2 stig. Stað-
an: Egill 14: Friðrik 6.
7. spurning Egill nældi í 3 stig en
Friðrik fékk 2. Staðan: Egill 17: Frið-
rik 8.
8. spurning Báðir fengu 2 stig. Stað-
an: Egill 19: Friðrik 10.
9. spurning Nú fékk Friðrik Þór 2 stig
en Egill bara 1. Staðan: Egill 20:
Friðrik 12.
10. spurning Síðasta spumingin
reyndist báðum erfið. Friðrik Þór gat-
aði en Egill náði einu stigi.
Lokastaða: Egill 21 stig
Friðrik Þór 12 stig.
Heimsendir
lengdur ofurlítið
- þareð hann var helstil stuttur
Alþýðublaðið komst yfir gamlan
reikning frá dönskum málara vegna
vinnu hans í kirkjunni í Skrave á því
herrans ári 1790.
Tveimur boðorðum breytt og öll tíu
boðorðin olíuborin: 2,24 kr.
Nýtt nef sett á ræningjann og hann
gerðurfmgralengri: 1,02 kr.
Pílatus hreinsaður og olíuborinn aft-
an og framan. Loðkraginn endumýj-
aður: 17,09 kr.
Gabríel hreinsaður og settir á hann
nýir vængir: 3,00 kr.
Nýjar tennur settar í mun Sankti
Pétri og lagaðar á honurn fjaðrimar:
1,30 kr.
Himinninn víkkaður, sett upp tals-
vert af nýjum stjömum. Hreinsunar-
eldurinn endurbættur og ásjóna Djöf-
ulsins lagfærð: 1,09 kr.
Heilög Magdalena (sem var hreint
ónýt) gerð upp: 5,00 kr.
Silfurpeningar Júdasar húðaðir. Far-
ið yfir forsjálu meyjamar og dittað að
þeim á nauðsynlegustu stöðum: 1,08
kr.
Hárið á jómfrú Súsönnu endumýjað
ásamt skeifunum á hesti Elíasar. Mjói
vegurinn breikkaður smávegis: 3,24
kr.
Gáfulegri svipur settur á Jósef.
Kona Pótífars olíuborin. Heimsendir
lengdur ofurlítið, þareð hann var hels-
til stuttur: 3,19 kr.
Allur flugnaskítur hreinsaðúr úr
Rauðahafmu: 3,07 kr.
Samtals: 41,32 kr.
Greitt 13. mars 1790.
OlufLarsen
Málarameistari í Skrave.
Félagsmálaráðuneytið vekur athygli á því að fyrirhugað er
að halda próf til réttinda leigumiðlunar, miðvikudaginn 18.
október nk. frá kl. 14.00 til 17.00.
Þeir, sem huga hafa á að sækja um leyfi til leigumiðlunar
eru hvattirtil þess að leggja inn umsókn, á eyðublöðum er
liggja frammi í félagsmálaráðuneytinu, fyrir 12. október
nk.
Prófgjald er 10.000,- kr. og leyfisgjald 5.000,- kr.
§Vetrarstarf Alþýðu-
flokksins í Kópavogi
Vetrarstarf Alþýðuflokks Kópavogs hefst formlega mánudag-
inn 2. október næstkomandi með almennum fundi í félagsað-
stöðu félagsins, Hamraborg 14a, Kópavogi, 2. hæð til hægri,
klukkan 20.30.
Allirfélagsmenn velkomnir.
Heitt á könnunni.
uossuofjn6is uuenop ót xuteeg 6 sn|nuioy -g ujpfa-JE|xv 'L suoa|odeN e[uÁejes!0>( 'eui i
-jasop '9 siui|ejg sauuepop -g uossjeio iso|j J!HopjeQjn6]S 'V ep.uj •£ uosspunuuQno -p jnpunuuQno z senfa ubaohiai ’t joas uay i
Stjórn Alþýðuflokks Kópavogs