Alþýðublaðið - 27.09.1995, Side 8

Alþýðublaðið - 27.09.1995, Side 8
> * 'ms.mu/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 MDUBUÐIO K\ v X. mWFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Miðvikudagur 27. september 1995 146. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Breytingar á vímuefnameðferð Landspítalans Ný dagdeild fyrir fíkla opnuð Áhersla lögð á göngudeildarþjónustu í stað innlagnar. I dag verður opnuð ný göngudag- deild fyrir drykkjusjúka við Flóka- götu og lítið sjúkraheimili. Jafnframt hefur meðferðardeildinni að Vífils- stöðum verið lokað, eins og Alþýðu- blaðið hefur áður greint frá. Þetta er gert í framhaldi af nýjum spamaðar- kröfum en lögð verður rík áhersla á aukna þjónustu við þá sjúklinga sem hafa fleiri sjúkdómsgreiningar en alkohólismann einan. Auk þess verð- ur sköpuð sérstök aðstaða fyrir aðra fíkia svo sem spilafíkla og sjúklinga með ýmsa átsjúkdóma. f frétt frá Ríkisspítölum segir að þrátt fyrir miklar breytingar á ýmsum sviðum heilbrigðismála hafi yfirbragð og stefnumótun íslenskrar áfengis- meðferðar h'tið breyst síðustu áratugi. Langflestir sem leiti sér aðstoðar leggist inn á sjúkrahús og dvelji þar í 10 til 40 daga. Gildi þá einu hvort menn eru að koma í fyrsta sinn eða ekki, eru illa haldnir af fráhvörfum eða ekki, eru illa staddir félagslega eða ekki. f fjölþjóðlegri könnun sem Hildi- gunnur Olafsdóttir gerði ásamt fleir- um á starfi AA-samtakanna í nokkr- urn þjóðlöndum kom fram algjör sér- staða á þessu sviði. Langstærstur hluti íslenskra alkohólista hafði legið nokkrum sinnum inni á einhverri sjúkrastofnun en slíkt heyrði annars staðar til undantekninga. I Bandaríkj- unum hafa menn að mestu horfið ffá þeirri innlagnarstefnu sem fylgt var um tíma og leitað annarra ódýrari val- kosta. Margs konar dag-göngudeild- arúrræði ásamt AA- leiðinni og öðr- um sjálfshjálparlausnum virðast oft gagnast ekki síður en sjúkrahúsvistun í lengri eða skemmri tíma. Þegar um inniliggjandi meðferð er að ræða er sjúklingur tekinn úr öllum tengslum við umhverfi sitt og lifir í einangrun meðferðarstofnunar í nokkrar vikur. En áfengisvandi allra alkohólista tengist því samfélagi þar sem hann býr og drekkur. Það skiptir miklu að tengja meðferðina fjöl- skyldu, vinnustað og áhugamálum. Erfitt hefur reynst að einstaklings- binda venjulega inniliggjandi með- ferð. Þetta hefur í för með sér að ýms- um sérþörfum sjúklinga með geðræn eða félagsleg vandamál er ekki sinnt nægjanlega. Auk þess er hægt að gera meiri kröfur til sjúklinganna og koma þannig í veg fyrir endurteknar inn- lagnir. Líkamlega veikir alkohólistar og fólk í miklum félagslegum vanda þarfnast að sjálfsögðu áffam innlagn- ar en slíkt verður að vega og meta í hveiju tilviki. Að Flókagötu verður sérstök starf- semi fyrir yngra fólk. Sérstakir hópar verða fyrir fólk á aldrinum 16 til 19 ára undir stjórn ráðgjafa sem áður störfuðu að Tindum. Rík áhersla verður lögð á fjölskyldumeðferð á öll- um stigum þessarar meðferðar með einstaklingsviðtölum, hópmeðferð og námskeiðum þar sem þáttur fjölskyld- unnar verður ræddur og kynntur. Deildin verður undir stjóm Jóhann- esar Bergsveinssonar yfirlæknis en Óttar Guðmundsson sérfræðingur í geðsjúkdómum mun hafa umsjón með daglegum rekstri hennar. Atriði úr Stakkaskiptum, sem aftur verður tekið til sýninga í Þjóðleikleik- húsinu um næstu helgi Stakkaskipti í Þjóðleikhúsinu Um næstu helgi hefjast sýningar á ný á leikritinu Stakkaskipti eftir Guð- mund Steinsson, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í lok síðasta leikárs. Sýnt var átta sinnum við góða aðsókn og er þráðurinn nú tekinn upp að nýju. Stakkaskipti er nýjasta verk Guð- mundar og segir frá fjölskyldunni úr Stundarfriði, en skyggnst er inn í líf hennar nú, fimmtán árum síðar. Sam- félagið hefur tekið breytingum og margt gerst í lífi fjölskyldunnar. Stakkaskipti er gráglettin og bein- skeytt lýsing á nútímafólki í nútíma- samfélagi með öllum sínum fylgifisk- um; skilnaðir, eiturlyfjaneysla, sam- skiptavandamál, lífsgæðakapphlaup og atvinnuleysi - allt kemur þetta við sögu hjá fjölskyldunni f Stakkaskipt- um. Leikendur er Helgi Skúiason, Kristbjörg Kjeld, Elva Ósk Ólafs- dóttir, Guðrún Gísladóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Arni Tryggvason, Randver Þorláksson og Edda Arn- ljótsdóttir. Leikmynd og búninga hannaði Þórunn S. Þorgrímsdóttir og lýsingu annast Páil Ragnarsson. Leikstjóri er Stefán Baldursson. Fyrstu sýningar á Stakkaskiptum verða á föstudagskvöldið 29. septem- ber og laugardaginn 7. október. \ Arnór Benónýsson var á fjölsóttum fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í fyrrakvöld Þorsteinn Pálsson ■ Starf ráðuneytisstjóra laust Fimmtán vilja í stólinn Starf ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu var nýverið auglýst laust til umsóknar. Umsóknar- frestur er runnin út og bárust 15 um- sóknir. Þeir sem sækja um eru Amór Pétursson, Arni Njálsson, Davíð A. Gunnarsson, Dögg Pálsdóttir, Guð- jón Magnússon, Guðmundur Ein- arsson, Haukur Ingibergsson, Jó- hann Einvarðsson, Ragnheiður Har- aldsdóttir, Sigríður Snæbjömsdóttir, Sigurður Snævarr, Skúli Bjamason, Sólveig Guðmundsdóttir og Valgerð- ur Gunnarsdóttir. Einn umsækjandi óskaði nafnleyndar. Heilbrigðisráð- herra mun á næstunni ákveða hver hreppir stöðuna. Tveir nýir Séra Guðmundur Óli Ólafsson sókn- arprestur í Skálholtsprestakalli hefur verið skipaður prófastur í Ámespró- fastsdæmi frá 1. október. Þá hefur séra Bjöm Jónsson sóknarprestur á Akra- nesi verið settur prófastur í Borgar- fjarðarprófastsdæmi. Kynfræði- ráðstefna í Hveragerði I kvöld hefst í Hveragerði árleg ráð- stefna norrænu kynfræðifélaganna og er þetta í íyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi. Ymsir þekktir fyrir- lesarar frá Norðurlöndum og megin- landi Evrópu halda erindi á ráðstefn- unni auk íslenskra fyrirlesara. A ráð- stefhunni verður fjallað um rannsóknir, meðferð og menntun í kynfræðum. Flutt verða fjölmörg erindi um þau við- fangsefni sem fagfólk í fremstu röð í kynffæðum er að fást við á okkar tím- um. Kynfræðifélag íslands, sem starf- að hefur í 10 ár, hefiir veg og vanda að undirbúningi ráðstefhunnar. Kynfræði- félagið er skipað fagfólki í heilbrigðis- og félagsmálaþjónustu með það að markmiði að efla fræðigreinina kyn- fræði og stuðla að samstarfi fagfólks á því sviði. Ráðstefnan er opin öllu fag- fólki og stendur hún til 1. október. samþykkir veiðileyfi á neytend -sagði Jón Baldvin Hannibalsson og gagnrýndi sjávarútvegsráðherra harðlega fyrir tvískinnung. „Ef núverandi ríkisstjórn hefði raunverulega verið sjálfri sér sam- kvæm í sjávarútvegsmálum og inn- flutningi á landbúnaðarvörum þá hefði hún að sjálfsögðu lagt á veiði- leyfagjald," sagði Jón Baidvin Hannibalsson í ræðu á fjölsóttum fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavík- ur á Komhlöðuloftinu í fyrrakvöld. Jafnframt sagði Jón Baldvin: „Ef ríkisstjómin hefði haft einhvem skiln- ing á nauðsyn þess að koma til móts við hart keyrða launþega eftir langt erfiðleikatímabil þá hefði hún fram- kvæmt GATT-samninginn með allt öðmm hætti en hún hefur gert. En það sem þessi ríkisstjóm hefur gert talar sínu máli. Þessi ríkisstjóm er gengin til baka f sögunni, aftur í gamla hafta- kerfið, en þessi ríkisstjóm stendur svo dyggan vörð um sérhagsmunina að það hvarflar ekki að henni að gæta hagsmuna almennings í því stríði. Þess vegna skiljum við vel hið dular- fulla bros Þorsteins Pálssonar þegar hann segir: guði sé lof að við höfum nú náð saman með hinum framsóknar- mönnunum og nú er ekki að óttast að, kratamir raski ró okkar í hagsmuna- vörslunni í þessari ríkisstjóm." Jón Baldvin rakti ennfremur í ræðu sinni þann tvískinnung sem fram kæmi í afstöðu ríkisstjómarflokkanna til annars vegar útboða á innflutnings- leyfum á matvælum samkvæmt GATT- samningnum og upptöku veiðileyfagjalds fyrir aðgang að hinni sameiginlegu auðlind þjóðarinnar, fiskimiðunum, hins vegar. I báðum til- fellum væri um að ræða eftirsóttan að- gang að takmarkaðri auðlind, í sam- eign þjóðarinnar, sem stjórnvöld hefðu úthlutunarvald yfir. Þannig tal- aði Þorsteinn Pálsson um að veiði- leyfagjald væri skattlagning á útgerð- ina sem myndi ríða henni á slig, auk þess sem slíkir skattar væm illa fallnir til útflutnings. Hins vegar hefði sjáv- Jón Baldvin: Nú skiljum við vel hið dularfulla bros Þorsteins Pálssonar þegar hann segir: guöi sé lof að við höfum nú náð saman með hinum framsóknarmönnunum. Hátt í hundrað manns sóttu fund Alþýðuflokksfélagsins í fyrrakvöld. A-myndir: E.ÓI. arútvegsráðherra verið einn þeirra sem samþykkti að leggja samskonar skatta á neysluvöm almennings. Þannig væri Þorsteinn samþykkur gjaldtöku fyrir veiðileyfi á neytendur, en andvígur gjaldtöku fyrir samskonar aðgang að fiskistofnunum, uppsprettu auðsins á Islandi. I báðum tilfellum væri eigand- inn hinn sami og ætti rétt á gjaldi fyrir eign sína. Jón benti einnig á að í raun væri veiðileyfagjald þegar komið í gagnið, en í stað þess að það rynni í sameigin- legan sjóð landsmanna gengi það frá einum útgerðarmanni til annars. Ef það hinsvegar væri greitt í ríkissjóð mætti nota það annað hvort til að grynnka á fjárlagahallanum, eða ein- faldlega til að minnka skattbyrði al- mennings. Nokkrar umræður spunnust um launamál þingmanna, og af því tilefni sagði Jón Baldvin meðal annars: „Menn kvarta oft yfir skorti á upplýs- ingum í þessu svokallaða upplýsinga- þjóðfélagi. Hvemig stendur á því að kjaradómur og kjaranefnd birta ekki almenningi staðreyndirnar sem þeir gengu út frá? Eg leyfi mér að óska eft- ir því, sem almennur þingmaður, að þessi gögn verði lögð á borðið. Ég leyfi mér að spyija: Er það rétt, að eft- ir að kjaradómi um laun þingmanna var hnekkt 1992, hafi einstakir starfs- hópar, sem kjaradómur og kjaranefnd fjalla um, hækkað í launum á bilinu 38 til 61%? Er þetta rétt?“

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.