Alþýðublaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 s k o ð a n i r MMDIBIMD 20993. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á manuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Er nauðgun ekki glæpur? í Alþýðublaðinu í gær var sagt frá ítarlegri grein í nýju tölublaði tíma- ritsins Mannlífs um viðhorf réttarkerfisins til nauðgana. Umfjöllun tímaritsins er þungur áfellisdómur, bæði yfir réttarkerfinu og ekki síður þeim viðhorfum - eða fordómum öllu heldur - sem fómarlömb nauðg- ana verða fyrir. Það er átakanlegt að lesa það sem haft er eftir einu fóm- arlambanna: ,JEftir þá reynslu sem ég upplifði í réttarsalnum myndi ég hinsvegar aldrei hvetja neina konu til að kæra nauðgun. Ég upplifði nauðgun númer tvö í dómssalnum." Lengi hefur legið fyrir að margar konur veigra sér við að kæra nauðg- un. I úttekt Mannlífs kemur þannig fram, að 116 konur leituðu til Neyð- armóttöku fyrir fómarlömb nauðgara fyrstu tvö árin sem hún var starf- rækt en á sama tíma bámst aðeins 49 kærur um nauðgun til Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Það er eitthvað mikið að í þessu kerfi. En vart er við öðm að búast miðað við viðhorf ýmissa þeirra sem fjalla um þessi viðkvæmu mál. Blaðamaður Mannlífs segir: ,,Nauðgun er nefnilega innbrot í það dýr- mætasta sem hver maður á - líkamann, svo ekki sé talað um oft óbætan- legt skemmdarverk á sálinni. Samt sem áður líkir fyrrverandi fulltrúi hjá Ríkissaksóknara þeim glæp við þjófnað á dauðum hlut sem í flestum til- fellum sé hægt að bæta. Ef það er tónninn sem gefinn er hjá hinu opin- bera er ef til vill ekki hægt að ætlast til að viðhorf almennings sé mild- ara.“ Á síðustu ámm hefur þagnarhulunm verið svipt af kynferðisglæpum, einkum fyrir tilstuðlan óháðra félagasamtaka á borð við Stígamót. Þær opinbem stofnanir sem um þessi mál fjalla virðast hinsvegar ennþá óra- langt á eftir tímanum: það er vitaskuld algerlega óverjandi að fómar- lömb svívirðilegra glæpa skuli nánast meðhöndluð einsog sakbomingar. Sú er raunin, miðað við frásagnir þolenda kynferðislegs ofbeldis. Þetta verður að breytast - ella geta Islendingar ekki kinnroðalaust haldið því fram að þeir búi í réttarríki. Stakkaskipti í Hafnarfírði í samtali Alþýðublaðsins í dag við Ingvar Viktorsson bæjarstjóra í Hafnarfirði kemur glögglega fram að stakkaskipti hafa orðið í bænum við valdatöku nýs meirihluta fyrr á árinu. Hinn lánlitli meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags fann sér ekkert annað að iðja í heilt ár en semja skýrslur og álit um alla skapaða hluti. Á meðan sátu verklegar framkvæmdir á hakanum, engin stefna var mótuð en eitt stærsta bæjar- félag landsins látið reka á reiðanum. Ekki lengur. Hafnfirðingar hafa góða reynslu af stjóm Alþýðuflokksins. Eftir að flokkurinn náði aftur völdum á síðasta áratug hófst eitt mesta uppbyggingar- og blómaskeið í sögu bæjarins. Fólki fjölgaði, félagsleg þjónusta var byggð upp og at- vinnulífið eflt. Þrátt fyrir að nú séu um margt erfiðari aðstæður bendir allt til þess að alþýðuflokksmönnum muni takast að láta hjólin snúast aftur í Hafnarfirði. Hörmungasaga meirihluta Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags annarsvegar og traust stjóm og uppbygging Alþýðu- flokksins hinsvegar, sýnir svo ekki verður um villst að það skiptir máli hveijir stjóma. Ógeðfellt bergmál Plága þjóðemisofstækis fer nú einsog eldur í sinu um Evrópu austan- verða. Afleiðingamar em hvergi ömurlegri en í Júgóslavíu sálugu þar- sem stríðsæsingamönnum tókst að telja fólki trú um að nánar frænd- þjóðir, sem deilt höfðu kjömm í áratugi, væm í reynd erfðaíjendur. Þjóðemisofstæki er forheimskandi og höfðar til lægstu hvata mannsins; það nærist á ótta og elur á fyrirlitningu. Hér uppi á Islandi höfum við verið að mestu laus við einkenni þessar- ar plágu. Ekki alveg. Einsog fram kemur í forsíðufrétt Alþýðublaðsins í dag hefur félagsskapurinn „Norrænt mannkyrí1 það á stefnuskrá sinni að flæma burtu útlendinga sem ekki em af norrænu bergi brotnir. Til em þeir menn sem opinberlega flytja þetta fagnaðarerindi heimskunnar og hrokans, og halda því jafnvel fram að „áhrifamenn" í þjóðfélaginu séu með í ráðum. Þær skoðanir sem formaður „Norræns mannkyns" lætur í ljós em vitanlega fyrst og fremst einsog ógeðfellt bergmál frá nasistahyski íjórða áratugarins. Sumum kann að finnast að menn eigi að láta slíkt gaspur sem vind um eyru þjóta. Það er röng afstaða. Útum alla Evrópu hefur skoðanabræðmm hinna kynhreinu forsprakka „Nórræns mannkyns" tekist að sá fræum haturs, tortryggni og óvildar. Því skulum við halda vöku okkar - jafnvel þótt þessir boðberar heimsku og þröng- sýni virðist ekki líklegir til stórræða. ■ Hafa ellefuþúsund Reykvfkingar áhuga á strætó? Ég held að Reykvíkingar líti almennt svo á að almenningssamgöngur séu fátækrahjálp - þjónusta fyrst og fremst við öryrkja og gamal- menni, fátæklinga og fólk sem orðið hefur undir í lífsbaráttunni og er á einhverjum endalausum allsherjar biðlista eftir lífinu. Duglegum mönnum hefur nú tekist að hafa uppi á ellefuþúsund Reykvík- ingum sem hafa áhuga á málefnum Strætó. Fólk hefur áhyggjur af hækk- unum á farmiðaverði. Hækkunum: Ekki hefur gengið á öðm í sumar en hækkunum, nýlega á bensíni um sömu mundir og greint var frá ævin- týralegum gróða olíufélaganna sem sögðu rétt einn ganginn að staðan væri óhagstæð á innkaupareikningsjafn- ingnum - hækkunum: í allt sumar á mnfluttri matvöm, og púrrur og jökla- salat tollað í tilefni Gatt-samkomulags eins og um munaðarvöm væri að ræða og forsætisráðherra landsins kemur í sjónvarpið og segir, án þess að depla augunum, að markmið Gatt-sam- komulagsins hafi verið að stuðla al- mennt að hækkunum vöruverðs á matvöru og yfirleitt að reyna að sporna sem mest við milliríkjavið- skiptum, og allir láta sér það vel lflca nema nokkrir kratar sem malda í mó- inn og missa enn fleiri atkvæði fyrir vikið; fólk borgar meira fyrir matinn. sem stóð til að lækkaði verðið á, með bros á vör og trúir þvælunni um inn- kaupajöfnunarreikninginn; en þegar fargjaldið í strætó - sem fólkið notar aldrei - hækkar um tuttugu krónur, skrifa ellefu þúsund manns undir mót- mælaskjal. Vikupiltar | \ ^ Jmh Æ skrifar Freistandi að segja: Dauft er í hverfum, stúpid þjóð í vanda. En ég veit það ekki. Ég held að Reykvíking- ar líti almennt svo á að almennings- samgöngur séu fátækrahjálp - þjón- usta fyrst og fremst við öryrkja og gamalmenni, fátæklinga og fólk sem orðið hefur undir í lífsbaráttunni og er á einhverjum endalausum allsherjar biðlista eftir lífinu. Og vitaskuld er fallegt að mótmæla auknum álögum á slíkt fólk; jafnvel þótt forráðamenn SVR reyni að útskýra baki brotnu að fargjaldið hækkar alls ekkert að ráði hjá gömlu fólki og örvasa virðist það ekki ná í gegn hjá fólki vegna þess að það ímyndar sér engan fullfrískan, heilbrigðan mann taka strætó - eiga ekki allir bfl? Fólk virðist telja að það að taka strætó sé algert neyðarúiræði og verulega illa sé komið fyrir þeim sem neyðist til að lúta svo lágt í lífmu, meðan í öðrum löndum þar sem eru alvöru borgir er almennt samkomulag þegnanna um að notfæra sér sem mest almenningssamgöngur, vegna þess að það er einfaldlega þægilegra og ódýr- ara. Fargjaldahækkun SVR er kannski eina vitlega hækkunin á þessu ári. Þjónusta þessa nauðsynjafarartækis hefur verið látin grotna svo gersam- lega niður á umliðnum árum að ábyrg borgaryfirvöld geta ekki látið þetta danka svona öllu lengur. Ef peningun- um sem koma inn fyrir þessa hækkun verður varið í það að koma á almenni- legu leiðakerfi, skýlum á næðings- sömum stöðum hér og þar á þessari túndru sem við köllum borg og í aðra uppbyggingu þessara rústa sem kenndar eru við almenningssamgöng- ur hér í Reykjavfk eins og lofað er að gerist á næsta ári, þá skal ég glaður reyna að öngla saman tveim tíköllum til viðbótar við hundraðkallinn sem ég treð ofan í kassann hjá bflstjóranum - ég myndi sá meira eftir peningum sem fæm í bensín ef ég ætti bíl, og fæm í það að bensínfélög stjómarflokkanna reistu enn fleiri af sínum forljótu og rándým bensínstöðvum. Vandamál SVR er einn anginn af taumlausri eyðslu Islendinga í prí- vatgræjur. Þjóðarauðnum sem safnast hefur á lýðveldistímanum hefur verið sóað í drasl sem mölur og ryð em að granda um allt land. Það er með hrein- um ólíkindum hve íslendingum hefur verið ósýnt um það á Iýðveldistíman- um að byggja upp almannaþjónustu af ýmsu tagi, með allan þennan auð; samneysla er hér nokkurs konar skammaryrði eins og slíkt hafi eitt- hvað með kommúnisma að gera. Þessi taumlausa einstaklingshyggja á röng- um stöðum veldur því að um allan bæ loga fjölbýlishús af illdeilum um út- færslur á nauðapraktískum málum, lit á húsinu, viðgerðir á tröppunum, lög- un á handriðinu. Heilbrigðiskerfið er að hrynja út af umbúðakostnaði, tryggingakerfið er í einokunarhöndum stjómarflokkanna - almenningssam- göngur em naumast til. Og þar er ekki við stjóm Sjálfstæð- isflokksins á borginni að sakast í sjálfu sér. Vandamál Strætisvagna Reykjavíkur eru allt eins sprottin af því þegar verkalýðshreyfingin knúði það fram í samningum hér um árið - var það ekki skattlausa árið? - að felldir yrðu niður tollar á bflum. Af- leiðingin varð sú að keyptir vom tveir og þrír og fjórir bflar á hvert heimili, götumar fylltust af kolvitlausum strák- um á Turbobílum, bílastæði við menntaskólana vom yfirfull af rándýr- um dellubílum, svo sá sem átti leið um hélt kannski að hann ætti leið hjá heildsalamóti. Fólki snarfækkaði í strætó og þar var fækkað ferðum sem varð til þess að fólki fækkaði sem varð til þess að fækkaði ferðum sem varð til þess að fólk hvarf úr strætó, sem varð til þess að menn ákváðu að snúa þessari þróun við. Það eina sem getur bjargað Strætó er að almenningur snúi þangað aftur. Um leið og fólkinu fjölgar kallar það á tíðari ferðir, meiri peningur verður til þess að hægt er að lækka aftur far- gjöldin. Og svo framvegis. Einhvers staðar verður að byrja, því hinn taum- lausi einkabílaakstur er skaðlegur, óhagkvæmur og hvimleiður hvemig sem á það er litið. Það er ekki verra en hvað annað að reyna að byija á því að bæta þjónustuna. Hins vegar held ég að forráðamenn SVR eigi að auka muninn á því að kaupa sér kort og svo því að staðgreiða. Það á að umbuna á einhvem hátt þeim sem taka strætó að staðaldri, en láta hina sem gera það bara þegar bfllinn bilar blæða og finna til þess að nær væri að fá sér kort og fara að stunda strætó. ég held að ekk- ert gerist til viðreisnar strætisvagna- kerfisins fyrr en kortin eru orðin vem- lega vænlegur kostur, en að það sé ekki eins og núna er, að fólk spari óverulega smáupphæð á því að nota kortið tvisvar á dag, alla daga vikunn- ar. Alla daga dynur á manni þessi setn- ing: maður verður að eiga bíl í Reykjavík! Þetta er íslenska einstak- lingshyggjan sem reynir að gera alla eins - og mætti orða: „Ég áskil mér allan rétt til að gera það sama og allir hinir. Félagslegur þrýstingur og óhag- ræði við útréttingar á strætó veldur þvf að maður virðist dæmdur til að kaupa sér bíl hér í höfuðborginni sem er hörmulegt því það er hundleiðinlegt að eiga og reka bíl, það er leiðinlegt að keyra bíl, það er leiðinlegt að skipta um dekk, það er leiðinlegt að fara með hann í skoðun - kallið mig pervert en ég fær ekkert út úr því að þvo bfl. Það er blóðugt að borga af bfl óg hægt að gera svo margt og svo margt og svo margt við peningana sem fara í hann, eins og til dæmis að fara til Martinique eða fá sér bát, safna sjald- gæfum bókum, koma sér upp rauðvín- skjallara, fá sér flygil... ■ 29. september Atburðir dagsins 480 f.Kr. Grikkir gersigra Persi í sjóorrustunni við Salain- is. 1902 Franski rithöfundurinn Emile Zola deyr. 1938 Munc- hen-ráðstefnan hefst. Þar funda Hitler, Chamberlain, Daladier og Mussolini. 1974 Eiður Eir Vilhjálmsdóttir tók prestvígslu, fyrst íslenskra kvenna. Afmælisbörn dagsins Tintoretto 1518, ítalskur list- málari. Miguel de Cervantes 1547, spænskur rithöfundur og Ieikskáld, höfundur Don Kík- óta. Nelson 1758, breskur flotaforingi og stríðshetja. Jcrry Lec Lewis 1935, banda- rísk rokkstjarna. Ólafur Örn Haraldsson 1947, alþingis- maður. Annálsbrot dagsins Raunaár. Það fyrst þann 14. Januarii sálaðist úr langsömum veikleika vor sannkallaði allra- náðugasti kongur og herra, Fridrich 5. (sem fslandi vildi allt gott, hvað hann sýndi með sinni margfaldri geðgæzku og gjafmildi), á hans aldurs ári 43., ríkisstjórnar 19. Það var voru fátæka föðurlandi mesti missir, stærsta sorg og skaði. Höskuldsstaðaannáll 1766. Morð dagsins Árlega eru framin um það bil tuttugu morð í Lundúnum og þau eru ekki öll alvarleg - stundum eru það bara eigin- menn að drepa eiginkonur sín- ar. G.H. Hatherill yfirmaður Scotland Yard, 1954. Sórfræði dagsins Eg var sérfræðingur í fólks- flutningavandamálum. Stríðsglæpamaðurinn Adolf Eich- mann , 1961. Máisháttur dagsins Margur syngur vísuna eftir annarra nótum. Orð dagsins Spennti eg miðjci spjcildagná, spriklaði sál á vörum; stillingin, sem oss er á, œtlaði að verða áförum. Benedikt Jónsson Gröndal, 1762 1825. Skék dagsins Skákþraut dagsins er létt og löðurmannleg. Lukacs hefur hvítt og á leik gegn Flesch í skák sem tefld var árið 1975. Lukacs finnur einfalda leið til að vinna lið af svörtum. Hvttur leikur og vinnur. 1. Rxf7! Hxf7 2. Dxe7 Meira þurfti ekki til, enda er hrókur- inn á 17 leppur. Flesch gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.