Alþýðublaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 9
FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 ■ Ámi Ibsen hættir hjá Þjóðleikhúsinu til að gerast leikritahöfundur Góðir dómar koma mér alltaf á óvart Leikrit Áma Ibsen Himnaríki hefur fengið einstaklega góðar viðtökur, jafiit gagnrýnenda sem almennra leikhús- gesta. Alþýðublaðinu þótti ástæða til að forvitnast um framtíðaráform leikrita- skáldsins og sló á þráðinn til hans. Þú hefur fengið mjög góða dóma fyrir þetta leikrit, koma viðtökumar þe'r á óvart? „Góðir dómar koma mér alltaf á óvart. En það er mjög skemmtilegt þegar alþýðan og intelligensían hafa gaman af sama verki. Það gerist alit of sjaldan. Annars er ég alveg hættur að gera mér hugmyndir um það íýrirfram hvort verk fái góðar viðtökur eða ekki. Ég hef nefnilega oft orðið svo hissa. En það er skrítið að þegar nær dregur frumsýningu þá veit maður ekkert. Maður er gjörsamlega dómgreindar- laus. Síðan kemur frumsýningin eins og holskefla. Og einhvem veginn skol- ar manni á land.“ Ertuþá aldrei kvíðinn? „Auðvitað skipta viðbrögð mig máli, en ég fmn ekki fýrir miklum kvíða. Það er ffekar að ég finni fyrir eftirvæntingu. Og eins og segir í leikritinu þá fer þetta einhvem veginn." Varstu lengi að skrifa Himnaríki? : JVNei, það vannst mjög hratt, kannski of hratt, ég veit það ekki. Kannski fór ég ffam úr mér. Mig minnir að ég hafi skrifað megnið af því leikriti í júlí.“ Ertu orðinn leikritahöfiuuiur að lífs- starfi? „Þú grípur mig einmitt á síðasta degi í vinnunni minni. Ég er að hætta hjá Þjóðleikhúsinu eftir sautján ár þar sem ég hef síðustu árin starfað sem leiklist- ar- og bókmenntaráðunautur. Á þeim tíma hef ég sent frá mér þýðingar í stómm stíl og sjö leikrit. Nú ætla ég að einbeita mér að því að skrifa fýrir al- vöm.“ Og hvenœr kemur nœsta verk? „Þegar ég skrifaði Himnaríki ýtti ég til hliðar verki sem ég er nú að leggja síðustu hönd á. Það er leikrit sem Borg- arleikhúsið er búið að kaupa og verður væntanlega og vonandi sett upp á næsta vetri.“ Um hvað snýstþað leikrit? ,J>að er farsi úr íslenskum veruleika, að franskri fýrirmynd." Og þú œtlar að einbeita þe'r að leik- ritagerð, ekki fara út í skáldsagna- gerð? ,JÉg veit það ekki. Ég hef sent frá mér ljóðabækur og er einmitt með í burðarliðnum ljóðahandrit, sem kemur kannski út á næsta ári. En það hefur annan takt. Ég hef ekki skrifað mikið, fyrir utan greinar, ritgerðir og annað slíkt. Reyndar einhveijar smásögur en ég hef ekki birt þær. Við sjáum bara hvað setur." Háskóli Islands Endurmenntunarstofnun Yið bjóðum ykkur velkomin á síðaegis og kvöldnámskeið Skráning og nánari upplýsingar um efni, tíma og verð í síma 525 4923, fax 525 4080. Þrjár Borgfírðingasögur Gunnlaugssaga Ormstungu, Hæíisna-Þórissaga og Bjamarsaga Hítdælakappa í samstarfi við Tómstundaskólann • Hænsna-Þórissaga er sakamálasaga sem lýsir skuggahliðum mannlífs skýr- lega, s.s. illgimi, öfiind og lygum og telst merk heimild um lögff æði og rétt- arfar á þjóðveldisöld. Gunnlaugssaga er ástarsaga. Skáld- mælt ungmenni beijast um hylli glæsi- konu og láta báðir lífið í einvígi. Bjam- arsaga Hítdælakappa sýnist efhislík við skjóta sýn en greina má napurt háð í frásögn um litríkan feril keppinauta í víkingasamfélagi utan landsteina og síðan í sveitum við Hítará. • Jón Böðvarsson cand.mag. • Þrið. 3. okt.-5.des. (lOx) eða mið. 4. okt.-6.des. (lOx). Kínverskur samtími Villtra svana • Villtir svanir, saga þriggja kynslóða kínverskra kvenna, eftir Jung Chang verður höfð til hliðsjónar umfjöllun um samtímasögu Kína, einkum tímabilið frá valdatöku kommmúnista árið 1949 til loka menningarbyltingarinnar. Stjómarfar, þjóðfélagshættir og mann- líf en menningin fær sinn skerf, sér- staklega kínverska kvikmyndavorið sem þykir miðla ófegraðri sýn á þjóð- félag kommúnismans. • Hjörleifur Sveinbjömsson þýðandi bókarinnar Villtir svanir. • Þriðjud. 17.okt.-7.nóv. (4x). Vöðvabúnt og veimiltítur ímynd kvenna í kvikmyndum • Kvenhetjur kvikmyndatjaldsins í dag. Er ímynd kvenna einsleit eða em fleiri en einn túlkunarmöguleiki fyrir hendi? íslendingar sjá mest af verkum úr bandarísku draumaverksmiðjunni, því verður sjónum helst beint að kvik- myndum þaðan. Skilaboð frá kvenper- sónum þessara mynda, „góðu“ og „- vondu“ konumar. Finnst annars konar kvemmynd í evrópskum og svokölluð- um listrænum kvikmyndum? ímynd kvenna í kvikmynda-fræðilegu og sögulegu ljósi með eldri og nýrri kvik- myndadæmum. • Anna Sveinbjamardóttir kvik- myndafræðingur. • Fim. 12.okt.-16.nóv. (6x). Jósef, Jónas og Jesús Biblían sem bókmenntir og biblíuleg þemu í bókmenntum og listum sam- tímans. • Lesnir þekktir textar úr biblíunni og þeim fylgt eftir í bókmenntum, mynd- list og kvikmyndum. M.a. saga Jósefs og bræðra hans og spádómsbók Jónas- ar. Síðasta kvöldmáltíðin könnuð í ljósi myndverka og kvikmynda. • Dr. Gunnar Kristjánsson prestur á Reynivöllum í Kjós. • Miðvikud. 18.okt.-29.nóv. (7x). Austur- og Suðaustur-Asía Saga, trúarbrögð, lífsviðhorf • Sagan, m.a. mótun samfélaganna og samskipti við EvrópuAfesturlönd. Helstu trúarbrögðÆiugmyndakeríi, með hliðsjón af samtímanum, en efnahags- þensla er nú mest í þessum heimshlut- um. Er skýringa á þessum uppgangi að leita í trúarbrögðunum? Áhrif trúar- bragða á lífsviðhorf og þjóðfélagsgerð. • Dagur Þorleifsson sagn- og trúar- bragðafr., stundak. HÍ. • Fim. 12. okt.-30.nóv. (8x). Heimspeki, tilfinningar og valdabarátta • Gerð verður tilraun til að greina (á heimspekilegan hátt) samband tilfinn- inga og valds. Spurt verður hvemig endurspegla tilfinningar valdatengsl; em þær til marks um vanmátt eða styrk; og mótar valdabarátta allar til- finningar. • Róbert H. Haraldsson heimspeking- ur og stundakenn. HÍ • Þrið. 17.okt.-21.nóv. (6x). Fjölskyldulíf okkar tíma Samskipti foreldra og bama/hjóna • Einkum ætlað feðmm og mæðmm í bamaijölskyldum og sambúðar- fólki/hjónum. • Breytingar á fjölskyldunni síðustu áratugum og áhrif þeirra á hjónaband, uppeldi, kynslóðasamskipti. Lífsskeið fjölskyldunnar, tjáskipti, náin tengsl og uppbyggilegar leiðir í gleði og sorg. • Nanna K. Sigurðardóttir MSW og dr. Sigrún Júlíusdóttir báðar fjölskyldu- fræð. og félagsráðgjafar • Mán. 16.okt.-20.nóv. (6x). Tónar og töfrar Vínar og Austurríkis • Habsborgarar og stórveldistími þeirra. Einkenni austum'ska keisara- dæmisins sem fjölþjóðlegs ríkis. Kynn- ing á Vínartónlist og Vínarskólanum í málaralist. • Gunnar Þór Bjamason sagnfræðing- ur, Ólafur Gíslason blaðamaður, Dr. Lisa Fischer sem kemur í boði austur- ríska menntamálaráðuneytisins o.fl. • Miðvikud. 18.okt.-15.nóv. (5x).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.