Alþýðublaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 3
FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ ] Hvað er það besta við Hafnarfjörð? Spurt í Hafnarfirði. Kristín Bjarnadóttir hús- íris Björk Gylfadóttir hús- Ingvar Þór Björgvinsson Aðalsteinn Jónsson heild- Klara Guðmundsdóttir móðir: Það er bara allt svo móðir: Það er svo gott að búa nemi: Þetta er lítill og snotur sali: Er eitthvað sérstakt við veitingamaður: Fallegur bær fallegtíHafnarfirði. hér, þetta er svo ólíkt stórborg- bær, og svo þekkir maður alla. Hafnarfjörð? í fallegu bæjarstæði þarsem býr inni. gott fók. Hundalífí Ungveijalandi Sjötugur jarðeignamaður í Ungveijalandi hefur arfleitt hundana sína að öllum sínum auði. Hann hefur einnig skipað herbergis- þjón sinn fyrir fjárráðamann þeirra. Þegar síðasti hundurinn er látinn verður fjárráðamaðurinn einkaerfingi þeirra. Hann var heppinn að herra- maðurinn arfleiddi ekki sjcjaldbök- umar sínar, því þær verða einsog kunnugt er 300 ára gamlar. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, 5. apríl 1936. Þjófsnautur? HVAÐ er það sem flestir em sam- mála um að sé stærsta vandamál þjóð- arinnar í núinu, sem Alþingi og rflds- stjóm verði að leysa á fyrstu dögum þings? Atvinnuleysið? Lágu launin? Matarverðið? Skuldasúpan? Vextim- ir? Ofurtollamir? Ekkert af þessu. Fjölmiðlaffldar vita betur en svo. Stærsta vandamálið - og það sem vekur ástríðuþrungnar tilfinn- ingar - er Alþingi sjálft. Sérstaklega meint þjófseðli og siðblinda þing- manna. Sannleiksleitandi fjölmiðlar hafa greypt ímynd Alþingis í vitund þjóðarinnar svo ekki þarf um að binda. Ritstjóri DV, þingmannsmak- inn Jónas Kristjánsson, fór þar ffemst- ur í flokki: Þjófar á þingi, sagði hann pent. Hann má væntanlega gerst til þekkja. Háborðið | BJón Baldvin Hannibalsson skrifar Ég geri mér satt að segja ekki mikl- ar væntingar um að fjölmiðlaímynd Alþingis verði breytt með vísan til einhverra staðreynda. Til þessu em til- fmningaviðbrögðin við umfjöllun fjöl- miðla of sterk. Þau viðbrögð vakna af innibyrgðri reiði og vonbrigðum vegna versnandi kjara og vaxandi misrétti. Ekki síst vegná skattsvikanna sem hreykja sér í garði grannans, sam- anber nýlegar fréttir úr Kópavogi og víðar. LESENDUR þessa blaðs eiga engu að síður rétt á að fá að vita, hvemig það má vera að þingflokkur Alþýðu- flokksins samþykkti á voéþingi laga- ákvæði um skattfijálsan starfskostnað þingmanna, allt að 40 þúsund krónur á mánuði. Var þingflokkurinn blekktur? Eða voru menn vísvitandi að sam- þykkja lög, sem ívilnuðu þingmönn- um umfram aðra launþega varðandi skattlagningu? Málið var lagt fyrir þarmig í þing- flokkum að fyrir forystu þingsins vekti að afnema úrelt og afar umdeild fyrirkomulag varðandi sérstakar greiðslur til sumra landsbyggðarþing- manna. Þetta fyrirkomulag gerði allt í senn: Mismunaði þingmönnum, bauð upp á misnotkun á reglum og hafði sætt harðri gagnrýni og réttmætri, að flestra mati. Reykjavíkurþingmenn hafa sem kunnugt er alla tíð haft miklu lægri laun en þingmenn kosnir í lands- byggðarkjördæmum, þótt búsettir séu í Reykjavík. Þingmenn Reykvíkinga fá einfaldlega greidd þingfararkaup plús ferðakostnað. Landsbyggðarþing- menn hafa hins vegar fengið ýmsar aukagreiðslur þessu til viðbótar. Sem dæmi um þetta má neftia: Húsnæðis- styrk (nú 53 þúsund krónur á mánuði), dag- eða fæðispeninga, meðan þingið starfar og hærri greiðslur en Reykja- vflcurþingmenn, vegna ferðakostnað- ar. Þessar aukagreiðslur til lands- byggðarþingmanna geta numið frá 104 -120 þúsund króna á mánuði. Þessar aukagreiðslur til landsbyggð- arþingmanna hafa alla tíð verið skatt- frjálsar. Skattfrelsið var ekki ákvörð- un þingsins heldur úrskurður ríkis- skattanefndar að sögn frá árinu 1988, það er eftir að staðgreiðslukerfið var tekið upp. Skattfrelsi kostnaðar- greiðslna til sumra þingmanna er því ekki nýtt. Það er einfaldlega ósatt að Alþingi hafi verið að samþykkja sér til handa skattfrelsi, sem ekki var áður við lýði. Rök ríkisskattanefndar fyrir skattffelsi þessara kostnaðargreiðslna em væntanlega hin sömu og gilda um skattfrelsi dagpeningagreiðslna til launþega almennt. ÞAÐ SEM hefur þótt sérstaklega ámælisvert við þetta fyrirkomulag var sú staðreynd að allmargir þingmenn hafa misnotað það á undanfömum ár- um. Sumir landsbyggðarþingmenn, sem sannanlega hafa ekki rekið tvö heimili, hafa engu að síður látið skrá sig til heimilis í kjördæmi sínu, til dæmis hjá venslafólki eða vinum og þannig tryggt sér skattfrjálsar auka- greiðslur, sem þeir ella hefðu ekki notið. Dæmi em um það í þingflokki Alþýðuflokksins að landsbyggðar- þingmenn, sem ekki hafa notfært sér þessar reglur, hafi þannig sparað vinnuveitanda sínum (ríkissjóði) yfir 20 milljónir króna, reiknað til núvirðis en án vaxta, á þingferli sínum. TILLAGA forsætisnefndar var um að leggja þetta fyrirkomulag niður. Framvegis skipti ekki máh, hvar þing- menn skráðu sig til heimilis, þannig að lokað væri fyrir misnotkun á slfk- um reglum. Skattfrjálsir dagpening- ar/fæðispeningar landsbyggðarþing- manna skyldu afnumdir. Þannig átti að stíga skref í þá átt að jafna kjör þingmanna innbyrðis. Loks skyldi sett þak á viðurkennd mánaðarleg útgjöld þingmanna (40 þúsund krónur) sem var lægra en þær skattfijálsu greiðslur til hluta þingmanna gátu áður verið að hámarki. Ef einfaldlega hefði verið látið við það sitja af afnema skatt- fijálsar greiðslur samkvæmt eldri regl- um, hefði það þýtt ákvörðun um veru- lega kjaraskerðingu meirihluta þing- manna (af landsbyggðinni). Forsætisnefnd og formenn þing- flokka töldu sig með öðrum orðum vera að leggja til hreingemingu á úr- eltu og umdeildu fyrirkomulagi og að koma til móts við þráláta gagnrýni á misnotkun á reglum. En hvað með skattfrelsið? Nefndin var ekki að leggja til nýmæli um skattffelsi því að hinar fyrri kostnaðargreiðslur - þar með talið þær sem verið var að leggja af - voru skattfijálsar, samkvæmt úr- skurði rfldsskattanefndar. Samkvæmt eldri reglum mun ekki hafa verið kraf- ist reikninga um kostnað á móti dag- peningum/fæðispeningum til þess að þær væm viðurkenndar frádráttarbær- ar ffá skatti. Og studdist við þau rök að dagpeningagreiðslur til launþega almennt væm skattftjálsar. Forsætis- nefnd boðaði að hún myndi í fram- haldinu setja reglur um það, hvaða út- gjöld skrifstofa þingsins viðurkenndi sem frádráttarbæran starfskostnað. Það átti síðan að vera hveijum þing- manni í sjálfsvald sett hvort hann legði fram reikninga á móti. Loks fylgdi það sögunni, þegar málið var lagt fyrir, að samráð hefði verið haft við skattayfirvöld, án athugasemda af þeirra hálfu um framkvæmdina. Á þessum forsendum var málið til dæm- is samþykkt í þingflokki Alþýðu- flokksins. „ ÉG VIÐURKENNI að ég tók þessi rök á sínum tíma sem góð og gild. Ég mat það nokkurs að verið var að af- nema umdeild fyrirkomulag sem sannarlega hafði boðið upp á misnotk- un. Mér þótti það stefha í rétta átt að draga úr launamun þingmanna inn- byrðis. Það væri til of mikils mælst að landsbyggðarmenn samþykktu um- talsverða kjaraskerðingu, án þess að fá hana bætta að hluta. Að því er varðaði skattfrelsið vó það þungt, að það var ekki nýtt og að það studdist við úr- skurð ríkisskattanefndar. Eftir stendur samt sem áður, að sú leið sem þingið valdi stenst ekki rétt- mæta gagnrýni að einu leyti: Eftir að staðgreiðslan var tekin upp 1988 eru dagpeningagreiðslur einu greiðslumar til almennra launþega, sem skattyfir- völd viðurkenna frádráttarbær frá skatti - fýrir utan skattffelsi sjómanna. Það er óumdeilanlegt að við eigum öll að vera jöfn fýrir lögum. Alþingi get- ur ekki sett aðrar skattareglur fyrir þingmenn en gilda um launþega al- mennt. Þess vegna ber að viðurkenna að sú leið sem meirihluti þingsins valdi var misráðin. Þá var tveggja kosta völ: Að taka aftur upp gömlu reglumar og þar með skattffelsi sumra þingmanna, sem var sambærilegt við skattfrelsi annarra launþega. Eða að afnema skattfrelsið á þessar starfs- kosmaðargreiðslur til þingmanna. Það var gert. Fyrir hinu hef ég ekki heyrt haldbær rök að þingið hefði átt að af- nema starfskostnaðargreiðsluna til viðbótar við afnám skattftjálsra dag- peninga meirihluta þingmanna. Það þýddi að sjálfsögðu umtalsverða kjaraskerðingu sumra þingmanna. Slíkar kröfur styðjast ekki við rök nema krafan snúist um það að Alþingi beiti lagasetningu til þess að lækka öll laun í landinu með sama hætti. Varla ýr það krafa verkalýðsforystunnar - eða hvað? ■ Höfundur er formaður Alþýðuflokksins og alþingismaður. IÞad er einfaldlega ósatt að Alþingi hafi verið að samþykkja sér til handa skattfrelsi, sem ekki var áður við lýði. Rök ríkisskattanefndar fyrir skattfrelsi þessara kostnaðargreiðslna eru vænt- anlega hin sömu og gilda um skattfreisi dagpeningagreiðslna til launþega almennt. Íslendíngar eru geysilega öfundssjúkir og það er mikill löstur á þjóðinni. Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, ungfrú ísland, aö sálgreina íslensku þjóöina í viötali viö Mannlíf. Það versta, sem getur komið fyrir mann er að verða háður fólki. Þurfa kannski að sleikja það upp og svona. Arnar Gunnlaugsson fótboltakappi í viðtali við Mannlíf. Að sögn lögreglu komu mennimir ókunnuglega fyrir sem bruggarar en hafa þó áður komist í kast við lögin. Hvernig menn skyldu koma kunnuglega fyrir sem bruggarar? DV í gær. Einkennilegt hve á Alþingi safnast saman margir sem hugsa mest um eigin hag og gefa lítið fyrír aðstæður almennings. Þó greiðir almenningur laun þeirra. Lesendabréf i DV. Þeir höfðu ekki ráð. Við höfðum ekki ráð á þessari stundu, en báðir aðilar iýstu sig fúsa til að ræða málið á ný. Bara algert ráðleysi. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra í Morgunblaðinu í gær. Sem borgarí þessa láglaunalands vil ég samt að gjaldheimtustjóri svari: Hver er meiningin með þess- um fíflalátum? Hvaða þörf er á því að senda mér þessa áskorun í rán- dýrum ábyrgðar- og expresspósti þegar eins vel er hægt að senda mér hana í almennum pósti? Hafliði Vilhelmsson kennir gjaldheimtustjóra sparnað. Lesendabréf í Mogganum. fréttaskot úr fortíð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.