Alþýðublaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 7
FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 s k i I a b o ð Handritin heim var slagorð allrar þjóðarinnar í den tid og við feng- um handritin. „Minjarnar heim" er nýjasta baráttumál Austlendinga. Beinagrind fornmannsins og mun- irnir sem fundust í kumlinu í Skriðdal eru nú til rannsóknar á Þjóð- minjasafn- inu. En fyrir austan er hafin bar- áttu fyrir að endur- heimta fundinn. „Við róum að því öllum árum að þessum forn- minjum verði skilað til okkar aftur og verði í framtíðinni búin staður hér á Minjasafninu," hefur Austri eftir Steinunni Kristjánsdóttur minja- verði á Egilsstöðum... Heimdallur félag ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík hélt aðal- fund sinn 27. september. Þar var kjörinn nýr formaður Glúmur Jón Björnsson efnafræðingur. Glúmur Jón hefur vakið athygli fyrir greina- skrif í DV, en þar hefur hann haldið fram vægast sagt róttækum skoðun- um í anda frjálshyggjunnar. Ekki verður þó sagt að stjórnmálaályktun fundarins geisli af róttækni. Þetta eru gamlir standardar eins og: „Heimdallur styður áframhaldandi varnarsamstarf við Bandaríkin og aðild að Atlandshafsbandalaginu. Þátttaka íslendinga í tollabandalagi á borð við Evrópusambandið sam- ræmist ekki markmiðum um aukið viðskiptafrelsi við sem flest ríki heims. Að svo stöddu er því hægt að útiloka aðild Islendinga að Evr- ópusambandinu." Athygli vekur að konur eru aðeins 30% af nýkjörinni stjórn, en það eru þær: Vala Ingi- marsdóttir, Steinunn Þórðardótt- ir, Soffía Kristín Þórðardóttir og Elsa Björk Valsdóttir. Er þetta kannski yfirlýsing um að ungir sjálf- stæðismenn telji, að þriðjungur af ábyrgðastöðum flokksins sé hæfi- legur skammtur til handa konum... Miklar hræringar eru nú í kring- um iið íslandsmeistara ÍA i knattspyrnu. Eins og Alþýdublaðid hefur áður skýrt frá bendir nú allt til þess að Guðjón Þórðarson taki við þjálfun liðsins næsta keppnistímabil. Þá er reiknað með því að einhverjir lykilmenn liðsins hverfi á braut. Nöfn þeirra tvíburabræðrff Arnars og Bjarka Gunnlaugssona eru oft nefnd í því sambandi. Eins er talið liklegt að Sigurður Jónsson leiti á önnur mið. Nú gengur sú saga fjöll- unum hærra í knattspyrnuheiminum að Skagamenn hyggist bæta sér skaðann með því að kaupa sóknar- par KR- inga þá Guðmund Bene- diktsson og Mihajlo Bibercic... ölvunotendur ættu að hafa í huga að vírusfaraldur virðist vera í gangi. Talið er að Internetið eigi þar nokkra sök þar sem algengt er að forrit séu flutt á milli tölva. Einnig berast vírusar á milli tölva með leikj- um og öðrum hugbúnaði sem geng- ur milli manna. Setjið öryggið á odd- inn... Jörðin væri enn flöt eins og pönnukaka, ef enginn hefði séð út fyrir sjóndeildarhringinn Líttu viö í bás okkar á tölvusýningunni í Laugardalshöll og kynntu þér hvernig viö notum nýjustu tækni í þína þágu. j ÞJÓNUSTUSÍMALEIKUR í Oancall GSM farsími frá Radiomiöun og margt fleira í verðlaun. EINK0BANK, ÞJÓNUSTU k™-3 /i^4^ mmm mmmmm S ítYl I tM tt varða EiNKAv' Internetib bökhaídib Einkajíf snn II E I M \ S í B A Landsbanki íslands Banki allra landsmanna arinnar KYIKMYNDASJÓÐUR ÍSLANDS HÁTÍÐ UM LAND ALLT í september og október Seyðisfjörður, Egilsstaðir, Eskifjörður, Neskaupsstaður, Sauðárkrókur, Dalvík, Akureyri, Húsavík, Vestmannaeyjar, Keflavík, Vesturbyggð, ísafjörður, Plúðir, Akranes, Borgarbyggð, Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.