Alþýðublaðið - 19.10.1995, Page 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995
t
A-mynd: E. Ól.
Kjarvalsstöðum
einlægur í listinni
■ Benjamín HJ. Eiríksson 85 ára í dag
Hagfræðinc
sem ætlar i
verða koni
Auður: Þetta er mjög litrík sýning.
■ Unga kynslóðin á
Að vera
Kjarvalsstaðir hafa tekið upp þann
sið að bjóða gestasýningarstjórum að
setja upp sýningu um sjálfvalið efni.
Auður Ólafsdóttir ríður á vaðið og
hún valdi sextán manna hóp ungra
myndlistarmanna sem sýna á Kjar-
valsstöðum á samsýningu sem nefnist
Einskonar hversdagsrómantík. Sýn-
ingin verður opnuð klukkan 16 á Kjar-
valsstöðum.
Alþýðublaðið náði tali af Auði Ósk-
arsdóttur sem valdi sýningarhópinn og
sþurði hvað hún hefði einkum haft í
huga við valið.
Auður svarar á þennan veg: „Lista-
mennimir eru allir fæddir á sjöunda
áratugnum, þeir yngstu 1970. Þeir
hafa allir lokið myndlistamámi og
starfa í dag sem myndlistarmenn, en
em hins vegar mis sjóaðir í sýningar-
haldi. Ég tók þá stefnu að velja ekki
verk eftir jafnaldra þeirra, ef þeir em
orðnir mjög þekktir og hafa kannski
haldið einkasýningar í þessum sama
sal. Af þeim sextán manna hóp sem ég
valdi hafa þrettán lokið framhalds-
námi sínu erlendis, eftir nám í MHÍ.
Hugmyndin með vali þessara lista-
manna og þessara verka var súð að
gera sýnilegar vissar áherslubreytingar
sem hafa orðið í myndhstarheiminum
og hafa verið í geijun síðustu ár og em
í deiglunni í dag. Heitið á þessari sýn-
ingu er Einskonar hversdagsrómantík,
og það er þannig til komið að mjög
fljótlega, þegar ég var að vinna að
þessari sýningu, þá komu fram tveir
mjög áberandi þræðir, bæði í samtöl-
um við listamennina og í verkunum.
Það var annars vegar eitthvað í ætt við
rómantík, í anda 19. aldar, og við get-
um kennt við aldarlokarrómatík. Þessi
rómantík kemur fram í hugmyndum
þessa unga listafólks um listina sem
galdur. Hún kemur fram í mjög sterkri
einstaklingshyggju og kemur fram í
spumingum um hlutverk listamanns-
ins og hlutverk áhorfanda í sköpunar-
ferlinu og í spumingu sem virðist vera
mjög brennandi í dag hjá ungu mynd-
listarfólki, og kannski listafólki al-
mennt, og það er spumingin um það
hvort enn sé hægt að vera einlægur í
listinni eftir allt það sem á undan hefur
gengið. Það er leitin að því að vera
maður sjálfur og tjáningin í listinni
sem ég kenni þama við rómantík. Og
vera maður sjálfur getur alveg eins
þýtt að vinna úr annarra manna áhrif-
um, en á frumlegan og persónulegan
hátt.
Svo er það hinn þráður sýningarinn-
ar, sem er hversdagsleikinn. Mjög
margir þátttakendanna tala um og
skírskota til hversdagsleikans. Það
finnst mér mjög merkilegt. Þeirra
hversdagsleiki þarf ekki að vera neitt
hversdagslegur. Litur hans er ekki
endilega grár. Alls ekki. Þetta er mjög
litrík sýning. Listamennimir nota þetta
hugtak á alla mögulega vem. Þeir nota
það á mjög ólíkan hátt, allt frá þessu
smáa, einfalda og kyrra í nánasta um-
hverfi og til þess að vera ímynd
draumsins.“
Auður er að síðustu spurð um al-
menn einkenni á sýningunni og svar-
ar: „Það er mjög mikið um frásagnar-
verk, sviðsetningar og verk sem skír-
skota til bemskunnar, ímyndaðar, eig-
in bemsku, eða annarra. Það er tals-
verð skírskotun til eldri listar. Þess
sem hefur áður verið gert. En það
er venjulega með fyrirvara, oft með
útúrsnúningi, og þá í formi íroníu
eða húmors. Mér sýnist að þessi
kynslóð virðist mjög eðlislægt að
hafa fyrirvara gagnvart gömlum
listasannindum." ■
Sex ára var hann sendur á eyr-
ina að vinna fyrir sér. Hann var
hafnarverkamaður og sjómað-
ur. Komst til mennta, dúxaði í
menntaskóla og hélt til fram-
haldsnáms í hagfræði. Hann
hefur unnið hjá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum, var bankastjóri
Framkvæmdabankans og efna-
hagsráðunautur ríkisstjórna.
Fékk síðan vitrun og dró sig í
hlé frá opinberu starfí, en hefur
sinnt ritstörfum af töluverðu
kappi. Hann heitir Benjamín
H. J. Eiríksson og hann er
áttatíu og fimm ára í dag. í
tilefni dagsins átti Kolbrún
Bergþórsdóttir við hann
afmælisspjall.
Nú ert þú hagfrœðingur, segðu mér
afhverju svo margt virðist í vitleysu
he'r á landi?
„Það er ekki allt í vitleysu. Þú ert
allt of trúgjöm. Þú átt ekki að hlusta á
kvabbið. Forysta launþegasamtakanna
sagði fyrir nokkmm ámm að kaup-
máttur launa verkamannsins hefði ní-
faldast síðan um aldamót. Við emm á
framfarabraut. Ég hef lifað langa ævi.
Ég sá miðaldimar hverfa. Ég lifði tím-
ana þegar það vom engir vegir, engar
brýr, engin hafnarmannvirki, svo
dæmi séu talin. En þjóðin hafði annað
í staðinn. Hún hafði holdsveiki, sulla-
veiki, berkla og lúsina. Svo komu há-
launamennimir og færðu henni veg-
ina, brýmar og hafnarmannvirkin. Það
vom verkfræðingamir, hagfræðing-
amir, læknamir, kennaramir skip-
stjómarmennimir sem fleyttu okkur
áffam til framfara.
Ég er fijálshyggjumaður. Auðvalds-
skipulagið er eina efnahagsskipulagið
sem hefúr gert þjóðir ríkar.“
Hvaða viðhorf hefurðu þá til verka-
lýðsforustunnar?
„Ég er ekki ánægður með það sem
forustumenn verkalýðsins segja, en
flestir ættu þeir að geta orðið skyn-
samir eftir að hafa fengið sér góðan
morgunverð og borðað sín eigin orð.
Forseti Alþýðusambandsins vill ekki
vitleysuna. Hann er búinn að átta sig á
því hvemig hlutimir geta orðið og er
þess vegna tregur til að taka þátt í
ruglinu. Svo em aftur á móti angur-
gapar af ýmsu tagi sem heimta og
beija í borðið. Og ætla að hefja enn
eina verkfallavitleysuna.“
Þú varst sanntrúaður kommúnisti
um tíma.
„Það er rétt. A sínum tíma þóttist ég
hafa fundið fyrirheitna landið. En ég
kaus að týna því aftur."
Viltu þá ekki finna annað land og
verða sannfœrður jafnaðarmaður?
„Ég held mig frekar frá pólitík, en
ég hef taugar til jafhaðarmanna. Já,
svo þú vilt gera mig að jafnaðarmanni.
Ég er reyndar aðdáandi þíns manns,
Jóns Baldvins. Hann er greindur mað-
ur og veit hvað hann vill. Svo er hann
hagfræðingur."
Eru það meðirueli?
„Ég skal segja þér að hagfræðingar
vita ýmislegt."
Af hverju varðst þú hagfrœðingur?
„Ég ætlaði mér að fara í framhalds-
nám í stærðfræði, en velti því svo fyrir
mér hvað ég ætti að gera við það nám.
Ég hefði líklega orðið kennari. Eða
fengið vinnu þar sem ég hefði lokast
inni í fílabeinstumi. En ég þóttist sjá
að það væri meira gagn að hagfræði-
námi. Ég varð doktor ffá Harvard
1946, eftir ljórtán ára framhaldsnám.
Það var langt nám og strangt."
Hvaðfinnst þér um að eyða svo
mörgum árum í nám?
„Það heimtar vissa tegund af ein-
beitni. Og það er ekki hægt að hverfa
að öðm, ekki fá sér vinnu, gifta, sig,
stofha heimih, eignast fjölskyldu. Það
er útilokað. Samt gifti ég mig árið
1942, þegar ég var orðinn þijátíu og
tveggja ára.“
Og hvaða augum líturðu hjóna-
bandið?
„Það er afskaplega gagnleg stofnun
og menn ættu að gera meira fyrir
hjónabandið. Mér finnst þessi sam-
búðarform ekki nógu góð. Fólk á að
giftast. Alveg skilyrðislaust. Og ekki
skilja. Það er eiginlega flest betra en
skilnaður. Hjónaskilnaður er voðaleg-
ur fyrir bömin."
„Ég er ekki ánægður með það sem
forustumenn verkalýðsins segja,
en flestir ættu þeir að geta orðið
skynsamir eftir að hafa fengið sér
góðan morgunverð og borðað sín
eigin orð."
En er luegt að gera þá skilyrðis-
lausu kröfu til tveggja manneskja að
þœr elski hvor aðra þar til hinfellur
frá?
„Hvemig elskar fólk? Það er svo
misjafnt. Það er til rómantísk ást og ég
segi ekki orð gegn henni. En það er
miklu fleira í h'fmu sem gefur því gíldi
en rómantísk ást.“
Já, en það á ekki að hafha rómant-
ískri ást þegar hún gefst. Menn eiga
ekki að kasta henni fyrir hversdags-
leikann.
„Segðu ekki svona ljótt! Menn geta
fengið vissa lífsfyllingu í því að eiga
bömin sín. Þannig að ég er alveg á
móti hjónaskilnuðum. Það er allt betra
en þeir.“
Hefur hjónabartdið hjálpað þér í líf-
inu?
„Já, afskaplega mikið."
Finnst þér ofmikið siðferðilegt los í
þjóðfélaginu?
„Alltof rnikið. Er ekki til kvikmynd
sem heitir Nei er ekkert svar. Ég held
að nei sé svar. Ég er harður í afstöð-
unni gegn ofbeldi karlmanna. Og það
er allt of linlega tekið á því. Ég vil láta
hengja alla nauðgara."
Þú segir þetta varla í alvöru.
„Ég er að tala við þig af fullri al-
vöru. Þessi skoðun mín hefur komið á
prent. Það verður að koma meiri reglu