Alþýðublaðið - 19.10.1995, Side 5
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
jurinn
að
jngur
á hlutina. Sjáðu O.J. Simpson. Hann
sker konuna sína fyrrverandi í stykki,
eins og kjöt, og einnig mann sem hann
þekkir ekki neitt. Og hann sleppur frá
því eftir margra mánaða réttarhöld.
Þetta er ekki réttlæti. Þetta er
óskemmtilegt mál.“
Og það óskemmtilegt að e'g held að
við verðum að víkja að öðru og
skemmtilegra efni. Hvert er skemmti-
legasta staifsem þú hefur fengist við
um œvina?
„Það er freistandi að segja að það
haft verið þegar ég var bankastjóri, en
það var nú ekki alltaf skemmtilegt
starf. Ahugaverðasta starf, eigum við
að orða það þannig?"
Segjum það.
„Það var þegar ég var efnahagsleg-
ur ráðunautur samsteypustjómar
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.
Steingrímur Steinþórsson var forsætis-
ráðherra. Þeir gátu náttúrlega hvomg-
ur verið forsætisráðherra Hermann
Jónasson og Ólafur Thors. Þetta vom
báðir stórir menn sem vildu embættið
en sættust á þriðja mann sem forsætis-
ráðherra."
Já, og re'ðu svo öllu sjálfir, eða
hvað?
„Það er annað mál. En svo kom
viðreisnarstjóm og Eysteinn Jónsson
bað mig um að vera áfram. í þessu
staríi fékk að ég vinna hlutina eftir
eigin höfði. Ég hafði áhrif. Það var
vímugjafi."
Nú varstu mjög áberandi í íslensku
þjóðhfi um margra ára skeið, en dróst
þig svo frá skarkala heimsins. Hvað
gerðist?
„Það sem gerðist var að ég fékk
heimsókn. Guð kom til mín. Það þykir
ágætt þegar Móses segir frá þessu eða
Múhammed, en ekki þegar ég segi frá
því.
Þá œttum við kannski ekki að hafa
mörg orð um það. En segðu me'r efþú
hefðir mátt breyta einhverju í lífi þínu,
hverju hefðirðu þá breytt?
„Eg hefði óskað að lífið hefði ekki
verið alveg svona erfitt. Mig minnir
að Brynjólfur Bjamason hafi skrifað
bók sem hann kallaði Með storminn í
fanginu. Ég hafði kannski ekki storm-
inn í fanginu á sama hátt og hann, en
ég hefði samt óska mér þess að lífið
hefði ekki verið svona erfitt. Ólafúr
Thors sagði einu sinni við mig: ,,Þú
ert fátækur maður". Ég hafði aldrei
hugsað um mig sem fátækan mann.
Hann var kannski bara að hugsa um
að gera mig svolítið ríkari en ég var.
Ég hugsa það, hann var þannig rnaður,
og vildi mér vel. Ég hef aldrei hugsað
um að vera ríkur. En lífið hefur alltaf
verið „á fótinn", eins og sagt er. Það
hefði gjaman mátt vera svolítið auð-
veldara. Ég ætla ekki að rekja það
nánar fyrir þér en ég hef alltaf orðið
að vinna fyrir mér hörðum höndum.
Og oft hef ég haft áhyggjur af því
hvað tæki við. En allt hefur þetta verið
holl og góð lífsreynsla."
Og hvað œtlarðu að gera við árin
sem þú átt eftir?
„Ég ætla að verða konungur í ísra-
el.“
Þannig að þú hefur til nokkurs að
hlakka.
„Hlakka? Ja, það má orða það
þannig. Mundir þú taka að þér greiða'
úr vandamálum heimsins, ef þér væri
boðið það?“
Sem jafnaðarmaður svara ég því til
að slíku tilboði sé ekki hœgt að hafna.
„Akkúrat. Því tilboði er ekki hægt
að hafna og má ekki hafna og því
verður ekki hafnað.“ ■