Alþýðublaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Afmæli Gjjðný Þóra Árnadóttir 80ára Guðný Þóra varð á ungum aldri ástfangin af hugsjón jafnaðarstefn- unnar. Þeirri æskuást hefur hún verið trú allt sitt líf. Þess vegna hefur mér alltaf fundist að hún ætti heima í samtökum ungra jafnaðar- manna - þeirra sem horfa með von- arglampa æskunnar í augum - til framtíðarinnar. Það breytir engu þótt almanakið segi að Guðný Þóra teljist vera orðin áttræð. Það hefur ekki breytt henni sjálfri í neinu sem máli skiptir. Og það breytir heldur ekki því, hvernig við, vinir hennar og aðdáendur, upplifum hana og hugsum til hennar. Guðný Þóra er því sem næst jafnaldra Alþýðuflokksins. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún var bara táningsstelpa, þegar heim- skreppan herjaði á alþýðuheimilin í Reykjavík, eins og annars staðar um heimsbyggðina. Hún veit því vel hvað það er að eiga sér drauma, sem aldrei gátu ræst. En hún lærði það líka snemma að æðr- ast ekki þótt á móti blési, og að taka því sem að höndum bæri með brosi á vör. Hún hafði eld í æðum og það hvarflaði aldrei að henni að láta lífsstritið smækka sig. Hún hefur aldrei glatað sinni meðfæddu glaðværð og lífsgleði, enda örlæti og gjafmildi hennar aðalsmerki. Hún var ung Salka Valka sem vann í fiski. Hún var blómarósin í Alþýðubrauðgerðinni. Hún var matráðskona á fjölmennum vinnu- stöðum, ekki bara í Reykjavík heldur líka vestur á fjörðum. Og hún var gestgjafinn örláti í Bjark- arlundi, sem tók fagnandi þreyttum ferðalöngum sem komu hraktir stundum langan veg af fjallvegum Vestfjarða. Þar bar fundum hennar og okkar Bryndísar saman fyrst. Síðan er eins og við höfum alltaf þekkst. Guðný giftist í byrjun stríðsins Kristjáni Guðmundssyni bifreiða- stjóra. Þau áttu saman þrjú börn en áður átti Guðný son. Niðjar hennar eru orðnir margir eins og hæfir þroskuðum aldri. Eitthvað hefur það nú kostað að koma því liði öllu á legg. En aldrei hefur Guðný Þóra látið það hvarfla að sér þar fyrir að vanrækja æskuástina sína - jafnaðárstefnuna og Alþýðuflokk- inp. Hún hefur ekki bara setið í stjórnum Kveníjélags Alþýðu- flokksins og Verkakvennafélagsins Framsóknar. Hún hefur ævinlega verið boðin og búin til að gera það sem gera þurfti fyrir þessi félög og fyrir hugsjónina. Hún hefur aldrei látið sig vanta á fundi. Hún hefur ævinlega verið boðin og búin til sjálfboðaliðastarfa, þegar eftir hef- ur verið leitað. Og þegar kallið kemur mætir hún með glettni í auga og bros á vör og bjartsýnina í farangrinum, sem léttir öðrum lundina og hvetur til dáða. Og svo er hún svo falleg að það birtir til hvar sem hún fer. Og þar sem saman fer fegurð, glaðværð, örlyndi, örlæti og bjartsýni - þar er glatt á hjalla og þar er gaman að vera. Guðný tekur á móti gestum laugardaginn 21. október í mat- salnum að Furugerði 1 kl. 15:30. Þar munum við samfagna henni og þakka fyrir ánægjulega samfylgd. Til hamingju með daginn. Jón Baldvin og Bryndís Þótt þingmenn Framsókn- arflokksins hafi ekki gefið mikið fyrir EES-samninginn og fundið honum allt til for- áttu þegar hann vartil um- ræðu á Alþingi er nú komið annað hljóð í strokkinn. Nú er samningurinn svo góður í augum framsóknarmanna að óþarfi er að gera fleiri samninga í þessa veru. Þetta kemur meðal annars fram í viðtali blaðs Iðju, félags verksmiðjufólks, við Finn Ingólfsson iðnaðarráð- herra. Hann er spurður hver sé hans skoðun á inngöngu íslands í ESB, séð út frá hagsmunum iðnaðarins. Svar ráðherrans er eftirfar- andi: „Við höfum öll þau tækifæri sem við þurfum á að halda í gegnum samning- inn um Evrópska efnahags- svæðið. Við munum fylgjast með þróuninni, en þetta er ekki eitthvað sem við eigum að einbeita okkur að núna." Ætli Páll Pétursson sé sammála flokksbróður sín- um um ágæti EES-samn- ingsins... hinumegin "FarSide" eftir Gary Larson Viðskiptablaðið birtir út- reikninga sem sýna að hægt er að ná hallalausum fjárlögum „án þess að skerða hlut þeirra sem minna mega sín eða ganga að menntakerfinu," eins og Óli Björn Kárason ritstjóri kemst að orði. Síðan rekur hann sparnaðartillögurnar lið fyrir lið eftir ráðuneytum og sparar þar samtals 4.1 milljarða króna. Mest er hægt að spara í landbúnað- arráðuneytinu að mati rit- stjórans eða rúman milljarð. Þar vill hann meðal annars fella niður 200 milljón króna framlag til Bændasamtak- anna og annað einstil Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins. Næst mesti niðurskurður Óla Björns er í sjávarútvegs- ráðuneyti þar sem hann vill spara 972 milljónir króna. Þar er lagttil að sjávarútveg- urinn standi sjálfur undir rekstri þeirra ríkisstofnana sem þjónusta hann, þar á meðal Hafrannsóknarstofn- un. Vakin er athygli á því að þessi kostnaður er aðeins um 1% af áætluðu heildar- verðmæti úthlutaðs kvóta á næsta.ári. Tillögur ritstjórans munu hafa vakið takmark- aða hrifningu ráðherra ríkis- stjórnarinnar... Framganga Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra á hverfafund- um hefur vakið verðskuld- aða athygli. Fundirnir hafa . verið fjölmennir og þá sótt að jafnaði um 200 manns. Borgarstjóri virðist þekkja hvern gangstíg og hvern blett í öllum hverfum og á í engum vandræðum með að svara öllum þeim fyrirspurn- um sem beint er til hennar. Góður og gegn sjálfstæðis- maður lét svo ummælt eftir eínn fundinn, að þekking Ingibjargar Sólrúnar á borg- arhverfunum minnti sig helst á það þegar Geir Hall- grímsson hélt sína fundi sem borgarstjóri. Næsti hverfafundur borgarstjóra er á mánudagskvöldið í Réttar- holtsskóla... •JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Þjóðarsáttinni er löngu lokið. Það er aðeins fólkið innan ASI sem hefur haldið hana. Við alla aðra hefur verið samið um miklu hærri laun. Og núna vita verka- lýðsforingjamir ekki sitt rjúkandi ráð. Líklega langar þá mest til að sitja í makindum sínum eins og venjulega og skilja umbjóðendur sína eftir með laun undir hungurmörkum. Lesendabréf í DV Alls staðar í heiminum er litið á undirritun GATT-sam- komulagsins og myndum Alþjóða- viðskipta-stofnunarinnar sem markvissa aðgerð til að lækka vöraverð í aðildarlöndunum. Eina undantekningin er ísland, þar sem er við völd neyt- enda-fjandsamleg ríkisstjórn. Forsætisráðherra hefur meira að segja ítrekað haldið því fram, að markmið þessara fjölþjóðlegu aðgerða hafi ekki verið að lækka vöraverð, heldur eingöngu efla viðskipti í heiminum. Þetta er afbrigðileg söguskýring, sem hvergi hefur sézt nema hér á landi, enda marklaus. Úr leiöara DV Stundum hef ég sagt að um leið og slagorðið „ísland ur NATO-herinn burt“ er eitthvert bezt heppnaða slagorð sem fundið hefur verið upp í íslenzkri pólitík, þá hafi það þann eiginleika, að geta lokað hugsun. Olafur Ragnar Grímsson sendir andstæöingum sínum í Alþýðubandalaginu, tóninn í Helgarpóstinum. fréttaskot úr fortfð fimm á förnum vegi Ætlar þú að kaupa lambakjöt á útsölu? Sigurþór Pálsson starfs- leiðbeinandi Ég hef ekki ákveðið það . Mér finnst alveg sorglegt að fólk fái ekki að njóta þess kjöts sem var urðað. Áskís Gottskálksdóttir nemi Nei ég held ekki, en mér finnst að ætti að gefa fólki það kjöt sem urðað var. Erla Vigdís Óskarsdóttir verslunarmaður Ég ætla hugsa það mál, mér finnst sorglegt að sjá á eftir þessu kjöti sem var urðað. Lísbet Sveinsdóttir mynd- listarmaður Nei mig langar ekki í gamalt kjöt. Mér finnst synd að urða þetta kjöt, þó að það hafi verið þriðja flokks. Berglind Ágústsdóttir verslunarmaður Alveg ör- ugglega, mér finnst urðunin á þessu kjöti alveg fáránleg. Ekkert þak - ekkert útsvar Á Skotlandi eru enn þann dag í dag í gildi ýms lagaákvæði sem gefin voru út á miðöldum og eitt af þeim ein- kennilegustu er það ákvæði, að sá maður sem ekki geti greitt útsvar sitt, skuli sleppa við að greiða það, ef hann tekur þakið af húsi sínu, og margir Skota hafa notfært sér þetta- Margar verkssmiðjur í Skotlandi hafa þannig gert þak.að hægt er að setja það á húsið þegár mjög vont veður er, og þessar verksmiðjur sleppa við að greiða útsvar - Nú lítur út fyrir að þessi merkilegu lög verði numin úr gildi. Sunnudagsblaö Alþýðublaðsins, 14. apríl 1935.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.