Alþýðublaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 f e m i n i s m i ■ Fjörugur fundur um konur og völd Af hveiju hafa konur ekki í gærkvöldi var íjörugur og íjölmennur fundur á Sólon íslandus þar sem alþingismennimir Jón Baldvin Hannibalsson, Lára Margrét Ragnarsdóttir og Svavar Gestsson ræddu um völd. Þar sem fundurinn var liður í jafnréttisdögum Stúdentaráðs var hlutur kvenna, eða skortur á honum, þar fyrirferðarmikið umræðuefni. Kolbrún Bergþórsdóttir mætti á fundinn og hefur skráð það sem henni þótti eftirtektarverðast í máli ræðumanna. Svavar Gestsson Vald hefðarínnar Hvemig birtist valdið konum. í fyrsta lagi í lægri launum og almennt lakari þjóðfélagsaðstöðu. Þetta kemur mjög víða fram og er þekkt, mér liggur við að segja „viðurkennd staðreynd". Sumir bæta því við að ekkert sé við þessu að gera. Það er misskilningur. í öðm lagi birtist valdið í því að kon- umar eru undir oki heimilisstarfa en karlar yfirleitt ekki. Og það er umhugs- unarefni hvað þessir hlutir hafa lítið breyst, til dæmis á síðustu tuttugu, þijá- tíu árum þegar jafnréttisbaráttan hefur þó verið hvað öflugust. í þessu birtist vald hefðarinnar. í þriðja lagi birtist valdið í sinni gróf- ustu mynd í heimilisofbeldinu. Þar er ekki einungis um að ræða líkamlegt of- beldi, heldur það ofbeldi sem felst í alda- gömlum hefðum sem konur fá ekki risið undir og karlar beita þær líka ómeðvitað í mjög mörgum tilvikum. í fjórða lagi er valdið sem konur em beittar í markaðsþjóðfélaginu, í staðlaðri hugmynd um útÚt. Við karlmenn emm miklu fijálsari að því hvemig við lítum út en konur. Við þurfum ekki að mála okkur jaíh mikið og konur - eða næstum því aldrei. Og við getum leyft okkur að verða þykkari um okkur miðja, sem ekki im MŒ) BORG Skipulagsnefnd boðar til málþings um framtíð miðborgarinnar á Hótel Borg 21. október n.k. Tilgangurinn með málþinginu er að skapa umræðu um framtíðarmögu- leika í þróun miðborgarinnar og um hlutverk hennar sem menningar- og þjónustumið- stöðvar landsins. Hinn þekkti danski arkitekt Jan Gehl flytur erindi á málþinginu um hvernig hægt er að skapa lifandi miðbæ. /x a /rt t ( cf a /'ó' t/ /i , . ---- Dapskrát V S Dagskrá: Kl. 10.00 Setning: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. 10.15 10.30 10.50 11.10 11.30 11.50 12.10 12.30 13.30 13.45 14.45 15.15 Skipulag Reykjavíkur og miðborgin, Bjarni Reynarsson, aðstoðarforstöðum. Borgarskipulags. Gildi þess að hata framtíðarsýn, Þórður S. Óskarsson, vinnusáltræðingur. Hlutverk húsverndar í þróun og uppbyggingu miðborgarinnar, Guðrún Jónsdóttir og Ögmundur Skarphéðinsson, arkitektar. Sóknarfæri í atvinnulífi miðborgarinnar, Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri Bændasamtaka íslands. Reykjavík sem menningarborg, hlutverk miðborgarinnar, Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsst. H.í. Líf í miðbænum, Dagur Eggertsson, læknanemi og Sigþrúður Gunnarsdóttir, háskólanemi. Fyrirspurnir. Hádegisverður. Miðborgir í Bretlandi - svipmyndir frá ferð skipulagsnefndar 9.-19. sept. s.l., Ágústa Sveinbjörnsdóttir, arkitekt, Borgarskipulagi. Að skapa lifandi miðbæ, Jan Gehl, arkitekt. Fyrirspurnir og umræður. Samantekt, Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar. 15.30 Fundarslit. er mjög vinsælt á öðrum tímum. Þannig að hin staðlaða ímynd markaðsþjóðfé- lagsins bitnar mjög harkalega á konum. Þessi staðlaða ímynd markaðsþjóðfé- lagsins kemur firam í fegurðarsamkeppni á konum. Þetta eru allt hlutir sem gera aðstæður kvenna í þjóðfélaginu afit öðru vísi en karla. Og þegar við ræðum um baráttu um völd verðum við einnig að gera okk- ur grein fyrir því hvemig valdið bitnar á því fólki sem við erum að tala um. Ábyrgð stjómvalda snýr að fjórum mjög mikilvægum þáttum. í fyrsta lagi er það sá þáttur sem snýr að bömum og aðstæðum þeirra. Mæðravemd, ung- bamaeftirlit, leikskólar. í þessu jafhréttis- samhengi og valdasamskiptum kynjanna skiptir miklu máli að allir þessir hlutir séu í lagi. í öðm lagi skiptir máli að gripið sé til ráðstafana til þess að jafha launin. Hvað er hægt að gera í þeim efnum? Það væri hægt að fá aðila vinnumarkaðarins, borgina og ríkið til þess að gera jafn- launaáætlun til nokkurra ára, ráða jafh- launafulltrúa sem fylgjast með fyrirtækj- um, bæði einafyrirtækjum og opinberum fyrirtækjum. Þá verða þau fyrirtæki kærð sem bijóta jafnlaunaáætlun. Þetta hefur til dæmis verið gert í Canada, eins og fram hefur komið í því pólitíska riti Vem, sem ég les ævinlega með mikilli ánægju. Þriðja atriðið snertir jafnréttisuppeldi. Það er gríðarlega mikilvægt atriði og snýst ekki bara um það hvort strákamir pijóna sokka eða stelpumar saga með sög, eins og Guðrún Heigadóttir hefur rakið mjög rækilega í heimsfrægum ræðum sínum um þessi máf. Mér finnst að þama verði að koma til mjög víðtækt jafnréttisátak í skólakerfinu. Það segir kannski sína sögu að þegar ég sat í menntamálaráðneytinu þá settum við í Svavar Gestsson í ræðustól þar sem hann ræddi meðal annars um ábyrgð stjórnvalda. gang jafnréttisátak í öllum skólum á Reykjanesi. Það var stöðvað um leið og skipt var um forystu í menntamálaráðu- neytinu. Menn töldu ekki að þörf væri á þessu átaki. En það skiptir mjög miklu máli að virkt jafiiréttisstarf sé í skólum og þar sé unnið með skipulögðum hætti. í fjórða lagi vil ég nefha heimilsof- beldi. Þar finnst mér að stjómvöld eigi að taka þátt í skipulögðum aðgerðum til fræðslu og vemdar konum. Eg held að við eigum mjög langt í land í þeim efn- um og það á ekki að láta stofnanir, eins og til dæmis Kvennaathvarfið lifa á lausastyrkjum frá opinberum aðilum. Stjómvöld eiga að sjá sóma sinn í því að halda þannig á málum að þessar stofhan- ir búi við traustan fjárhagslegan grund- völl. Ég vil taka fram að ég er andvígur valdi til að hafa vald. Ég er andvígur valdi sem kúgar aðra. Ég vil ekki svo- leiðis vald; hugsjónalaust vald, valdsins vegna. Það er hættulegt vald. Það hefur ekki bara komið fyrir hægri menn að beita slíku valdi, og verða fómalömb slíks valds, heldur einnig vinstri menn. Það er mikUvægt að hafa í huga að í þessu þjóðfélagi er ríkjandi valdasýki á mörgum sviðum. Því er ástæða til þess að hvetja fóUc til þess að vera vart um sig og hugleiða þessi mál í alvarlegu sam- hengi. Menn þurfa líka að átta sig á því hvenær um er að ræða völd og áhrif ann- ars vegar og vegtyllur hins vegar. Ég er ekkert viss um að allar þær vegtyllur sem hafa verið taldar jafngilda völdum þýði endilega völd eða áhrif. Ég tel að oft sé um að ræða innihaldslaus metorð. völd? Ég þarf ekki aUtaf að vera þannig að það sé betra fyrir konur að konur komist til valda. Ég er ekki viss um að það hafi verið betra fyrir konur að Thatcher varð forsætisráðherra Breta. Ég er hræddur um Ingibjörgu Pálmadóttur, sem er ann- ars mjög góð stelpa, en ég er ekki viss um að það sé mjög gott fyrir konur að hún sé ráðherra. Lára Margrét Ragnarsdóttir: Konur verða að breyta áherslum sínum Rétt er það, karlmenn hafa hingað til mótað þjóðfélagið. Þó að mikilvægt sé að viðurkenna þessa staðreynd, þá höf- um við talað of lengi en ekki einhent okkur í verkin, sem vinna þarf. Að hamra sífellt á slíkum staðhæfingum gerir ekkert nema veikja sjálfstraust kvenna og tiltrú á eigin hæfileikum og getu. Spyija má: Hvemig í ósköpunum er hægt að ætlast tíl þess að konur fari óhindrað út í hefðbundna valdabaráttu, í stjómmálum eða annars staðar, þegar stöðugt berast þau skilaboð að í raun eigi þær enga möguleika, nema til komi alls- heijar bylting á því umhverfi sem þær lifaí? Það er ljóst að konur almennt verða, til að hafa sömu möguleika og karlmenn til valda, að leita orsakanna fyrir því að þær nái ekki árangri og völdum. Femin- istar hafa, að minu maú, ekki alltaf horft raunsæjum augum á þessar staðreyndir. Þær hafa lagt ofuráherslu á sérkenni og reynsluheim kvenna og unnið út frá þeim forsendum og ekki skynjað nægi- lega mikilvægi hefðbundinna leikreglna. Ég hef ekki ætíð verið sammála þessum vinnubrögðum. Lára Margrét sem sagði í ræðu sinni að konur yrðu að taka tillit til ríkjandi leikreglna. Kenning mín er sú að hvert sem mað- ur fer, hvort heldur konur eða karlar em við völd, þá sé nauðsynlegt að skoða vel leikvöllinn og þær leikreglur sem gilda hveiju sinni fyrir og í upphafi leiks og jafnvel lengur. Maður getur sýnt nokkrar sérfléttur í upphafi, en annars er farsæl- ast að fylgja meginreglum. En þegar maður (í merkingunni „homo sapiens") hefur sannað sig sem góðan leikmann, þá er kominn tími til að reyna nýjar áherslur til að breyta leiknum til hins betra. Þessi tel ég vera hin nýju viðhorf fijálslyndra hægri femínista, sem konur í Sjálfstæðisflokknum hafa verið að þróa á undanfömum árum: að allir, - karlar jafht sem konur, - eigi að breyta ríkjandi viðhorfum og gildum sem lúta að ríkj- andi hlutverkum kynjanna - með því að meta einstaklinginn sjálfan eftir mis- munandi hæftú og getu hvers og eins, og ná þannig því besta út úr sérhveijum ein- staklingi. Því miður verð ég að segja af eigin reynslu, að konum hefur ekki tekist að temja sér þau vinnubrögð karla, að styðja hvor aðra og valda sjálfa sig með því að hygla öðrum kvenmönnum og hjálpa þeim til valda. Konur hafa í mesta lagi gert með sér samkomulag um að styðja allar konur, en er gott og vel, en slíkt eru ekki vænleg vinnubrögð - ekki síst þar sem engan veginn er ttyggt að allar konur fylgi þeirri reglu. Af því get- ur leitt, að engin kona nái valdastöðu. Konur verða, að minnsta kosti í næstu framtíð að byggja sinn leik á þeim regl-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.