Alþýðublaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.10.1995, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐHD 7 ó r n m á I ■ Jómfrúarræða Hrafns Jökulssonar á Alþingi, flutt í gær við umræður um skýrslu utanríkisráðherra „Landamæri eru tilbúningur" síður í Tyrklandi. í NATÓ-ríkinu Tyrklandi hafa þúsundir Kúrda verið myrtir og skipulega er unnið að því að uppræta menningu þeirra. Hafa al- þingismenn ekkert við það að athuga að þetta bandalagsríki okkar skuli fangelsa réttkjörna þingmenn fyrir þær einar sakir að halda á loft málstað þessarar hrjáðu þjóðar? „Við ísiendingar getum í krafti smæðar og lýðræðishefðar haft áhrif á ai- þjóðavettvangi. Við getum látið rödd okkar heyrast. Við getum verið mál- svarar mannréttinda og frelsis af því sjálf höfum hreinan skjöid... Á nýrri öld munu alþjóðamál skipa öndvegi hjá öllum þjóðum sem ætla að vera hlutgengar í veröldinni." A.mynd: E.ÓI. Óneitanlega yljar það manni um hjartarætur að heyra hæstvirtan utan- ríkisráðherra, Halldór Asgrímsson, lýsa því að samningurinn um Evr- ópskt efnahagssvæði sé einn af hom- steinum íslenskrar utanríkisstefnu: ekki síst í ljósi þess að þáverandi hæstvirtur þingmaður Halldór Ás- grímsson treysti sér ekki til þess á síð- asta kjörtímabili að greiða samningn- um atkvæði sitt á þessari virðulegu samkomu. Samherjar hans í Fram- sóknarflokknum fóru hamfömm gegn samningnum; þeir dvöldu löngum í þessu ræðupúlti og fluttu nákvæmar heimsendaspár fyrir hönd íslenskrar menningar, atvinnuvega og mannlífs. En batnandi mönnum er best að lifa, og ánægjulegt að hæstvirtur utanríkis- ráðherra skuli vera orðinn forsöngvari í þeim kór sem nú lofar og prísar ávinning okkar af samningnum um evrópskt efnahagssvæði. Margt má um blessaðan Framsókn- arflokkinn segja, en víst er að stefnu- festa verður honum ekki að fjörtjóni. Eða hvem hefði órað fyrir því, þegar liðsmenn núverandi formanns Fram- sóknarflokksins hömuðust einsog naut í flagi gegn EES, að hann ætti sem utanríkisráðherra eftir að gefa þing- heimi til kynna að aðild að Evrópu- sambandinu sé enganveginn útilokuð, þótt ekki sé hún á hinni frægu dagskrá ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Orð- rétt segir í skýrslu utanríkisráðherra: „Engin vísbending hefur fengist um að íslendingar gœtu losnað undan ákvœðum Rómarsáttmálans í þessum efnum, og því er aðildarumsókn órök- rétt. Það er hinsvegar Ijóst að ef breytingar verða í þessum efnum og nýjar vísbendingar koma fram, er komin upp ný staða, sem þarfað meta þegarþar að kemur.“ Ný vísbending, henra forseti, og þá er maddama Framsókn til í allt. Hvað ætli hæstvirtum félagsmálaráðherra finnist um þetta? Honum hefur ef til vill ekki gefíst tóm til að kynna sér efni ræðu hæstvirts utanríkisráðherra: einsog alþjóð veit er gamli herstöðva- andstæðingurinn á miklum þönum á herjeppanum sínum að bera út póstinn frá Brussel. Ég get ekki látið hjá h'ða að víkja að öðm atriði í ræðu hæstvirts utanríkis- ráðherra. Nú er hann ekki þekktur fyr- ir léttúð af neinu tagi, og því er mér ekki ljóst hvort yfirlýsingar hans um útfærslu GATT-samningsins flokkast undir gamansemi eða óskhyggju. Alltjent varð hæstvirtur utanríkisráð- herra með öllu viðskila við vemleik- ann í þessu efni þegar hann sagði: „Framkvæmd landbúnaðarsamnings hér á landi endurspeglar þá sátt sem náðst hefur um málið á Alþingi og er jafnframt í gmndvallaratriðum í sam- ræmi við það sem gerist í öðmm lönd- um.“ Framsóknarmenn eru sannarlega sérfræðingar í að koma miklum mis- skilningi íyrir í stuttu máli. Það er engin sátt um útfærsluna á GATT, hvorki á Alþingi né annars- staðar. Hæstvirtur utanríkisráðherra hefur verið á faraldsfæti síðustu mán- uði, en hann ætti að gefa sér tóm til að kynna sér skoðanir verkalýðshreyfing- arinnar, atvinnurekenda, kaupmanna og neytenda á GATT-samningnum. íslendingar eru nefnilega einir um þann frama að nota samning um aukna milliríkjaverslun til þess að hækká tollmúra og torvelda innflutn- ing. Þessvegna lækkar matarverð ekki á Islandi, og þessvegna er bændum áfram haldið í kæfandi faðmlagi of- vemdar. Sælir eru einfaldir og sælir eru ffamsóknarmenn. Sáttin um útfærsluna á GATT er hvergi til nema milli framsóknar- mannanna í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Það eru hins- vegar tíðindi að þeir þingmenn Sjálf- stæðisfiokks sem til þessa hafa gefið sig út fyrir að vera frjálslyndir tals- menn neytenda þegja nú þunnu hljóði. Reyndar er athyglisvert, að hvorki hefur heyrst né sést til óbreyttra þing- manna Sjálfstæðisflokksins allar götur síðan í vor. Hlutskipti þeirra er harla dapurlegt: tjóðraðir á bás í fjósi Fram- sóknar með Höllustaðaguðspjallið eitt til sáluhjálpar. Herra forseti. Það er efamál að nokkurt þjóðþing í Evrópu láti sig utanríkismál jafnlitlu varða og Alþingi fslendinga. Til marks um það er til dæmis sú stað- reynd að umræðum um skýrslu hæst- virts utanríkisráðherra er þröngur stakkur sniðinn. Þannig fer snöggtum meiri tími þingmanna í að ræða eigin launamál: fyrstu þingfundir þessa ný- liða sem hér stendur minntu fremur á fund um kjaramál í stéttafélagi en samkomu elsta löggjafarþings í heimi. Því var nýlega haldið fram f virðu- legu dagblaði að sárafáir þingmenn sýni áhuga á því sem fram fer utan landssteinanna og að enn færri búi yfir þekkingu á alþjóðamálum. Getur þetta verið rétt? Ég tók mig til í gærkvöldi og blað- aði í gegnum Alþingistíðindi síðasta vetrar. Niðurstaðan var þessi: Ógjöm- ingur er að saka hæstvirta alþingis- menn um skort á hugkvæmni þegar umræðuefni voru annarsvegar. Settar voru á langar tölur um lögreglumál í Kópavogi, skattgreiðslur af útflutningi hrossa, aldurshámark bifreiðastjóra, markaðssetningu rekaviðar og varð- veislu arfs húsmæðraskóla svo dæmi séu tekin af handahófi um þau þjóð- þrifamál sem hæstvirtir þingmenn tjáðu sig um á ríflega 4000 blaðsíðum Alþingistíðinda. En hversu oft ætli þingmenn hafi haft frumkvæði að umræðum um þá tegund utanríkismála, sem ekki snertir fslendinga beint? Hversu oft sáu þing- menn ástæðu til að líta út fyrir lands- steinana? Herra forseti, það var hvorki meira né minna en einu sinni. Hæstvirtur þingmaður Kristín Ástgeirsdóttir flutti ásamt fleirum þingsályktunartillögu um aðgerðir til stuðnings íbúum Aust- ur-Tímor. f þessari einu tillögu var fólgið samanlagt framlag þingheims til mótunar íslenskrar utanríkisstefnu. Margir hæstvirtir þingmenn virðast þá aðeins minnast á útlönd þegar þeir taka sér í munn hið skelfilega orð Brussel. Undir slíkum kringumstæð- um tekst mörgum pólitískum heimaln- ingi að tala sig uppí ástríðuhita en að öðm leyti líta þeir svo á að það klagi ekki uppá íslendinga hvað gerist ein- hversstaðar í útlöndum. Þeir gætu þessvegna tekið undir með Bjarti í Sumarhúsum: Spurt hefég tíu milljón manns sé myrtir í gamni utanlands. Sannlega mega þeir súpa hel, ég syrgi þá ekki, fari þeir vel. Getur verið að afstaða þingmanna til alþjóðamála markist af þeirri hreppapólitík sem margir hafa þróað uppí hreina listgrein? í ræðu hæstvirts utanríkisráðherra var ekkert, alls ekk- ert, sem ekki varðaði beint hagsmuni fslendinga. Að öðru leyti eru alþjóða- mál ekki á dagskrá. Síðustu fjögur ár hefur geisað stríð í Evrópu. Litlu ríki í hjarta álfunnar hef- ur smámsaman verið að blæða út. Hæstvirtur utanríkisráðherra fjallaði einkum um stytjöldina á Balkanskaga í aukasetningum. Ég minnist þess heldur ekki að þingmenn hafi látið sig helför Bosm'u miklu varða. Til eru þeir menn sem opinberlega taka undir með Bjarti í Sumarhúsum og segja sem svo: Hvað kemur þetta okkur við? Hvað eigum við að skipta okkur af því þótt einhveijir útlending- ar standi í vígaferlum? Þjóðarmorð suður í löndum koma okkur ekki við. Málefni Byggðastofnunar kunna að vera mikilvægari en sú staðreynd að við höfum í beinni útsendingu horft uppá 250 þúsund manns slátrað í Bo- sm'u. Og markaðssetning rekaviðar er ef til vill mikilvægari en mannréttindi á Austur-Tímor. Á vorþingi var borin fram þings- ályktunartillaga um að ríkisstjórnin beitti sér á alþjóðavettvangi fyrir af- námi viðskiptabanns á írak. Þetta var í maí. í fylgiskjali með tillögunni kom fram að samkvæmt opinberum tölum Sameinuðu þjóðanna deyja 400 böm á dag í Bagdad vegna skorts á næringu og lyfjum. Þetta eru afleiðingar við- skiptabanns sem fslendingar taka þátt í. Viðskiptabanninu var ætlað að grafa undan stjórn Saddams Hússeins en þess í stað er verið að þurrka heila kynslóð íranskra bama út. Frá því að tillagan var lögð fram á Alþingi má ætla að 60 þúsund börn hafi dáið í Bagdad. Tillagan var vitanlega ekki afgreidd í vor: ég veit ekki hvort hún þurfti að þoka fyrir umræðum um varðveislu arfs húsmæðraskóla. Tillagan hefur nú verið flutt á nýjan leik, fimm mánuðum og 60 þúsund lífum seinna. Hér er komið mál sem utanríkisráðherra íslands ætti að taka upp á alþjóðavettvangi. Við íslending- ar höfum ekki til þessa lagt stund á þjóðarmorð. Með því að samþykkja viðskiptabann á vamarlausa þjóð er- um við hinsvegar samsek: við hljótum að bera ábyrgð á afleiðingunum. Ég heiti á hæstvirtan utanríkisráðherra að beita sér í þessu máli. Hann ætti þá jafnframt að kynna sér ofsóknir á hendur Kúrdum, bæði í írak og ekki Herra forseti. Við íslendingar getum í krafti smæðar og lýðræðishefðar haft áhrif á alþjóðavettvangi. Við getum látið rödd okkar heyrast. Við getum verið málsvarar mannréttinda og frelsis af því sjálf höfum hreinan skjöld. Heimsmyndin breytist dag frá degi. Ekki einasta fjölgar smáríkjum öru heldur er það ganga eftir sem Pétur Gunnarsson sagði í ljóði fyrir 20 ár- um: Landamæri eru tilbúningur. Á nýrri öld munu alþjóðamál skipa öndvegi hjá öllum þjóðum sem ætla að vera hlutgengar í veröldinni. Þetta er staðreynd sem hæstvirtir alþingis- menn verða að átta sig á - ætli þeir sér ekki það hlutskipti að daga uppi innan við andlegan túngarð. ■ V f K I N G A L«TT Vinningstölur miövikudaginn: 18. okt.1995 a VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING H ea<6 1 45.586.000 C1 5 af 6 LŒ+bónus 0 1.579.520 ftl 5 af 6 0 203.478 EJ 4 af 6 200 1.610 ri 3 af 6 Efl+bónus 635 210 Aðaltölur: 6Xj)(20) 21X30) (38) BÓNUSTÖLUR 16 33 34 Heildarupphæð þessa viku 47.824.348 á isi.: 2.238.348 ' UPPLÝ£Ín£ÁR, SlMSVARI 568 " 1511 EOÁ GRÆNT NR. 800 6511 - TEXTAVARP 453 BIRT MEO FYRIR- : VARA UM PRENTVILLUR fór til Danmerkur Deiliskipulag a og b hluta Borgarhverfis Skipulag og skilmálar fyrir íbúðabyggð a og b hluta Borgarhverfis í Grafarvogi, verða til kynn- ingar á Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 1. hæð, frá kl. 8.30 til 16.15, alla virka daga frá 23. októbertil 20. nóvember 1995. Inflúensubólusetning á vegum || heilsugæslustöðvanna í Reykja- vík, Heilsugæslustöðvar Sel- tjarnarness og sjálfstætt starf- andi heimilislækna. Um þessar mundir er að hefjast bólusetning gegn inflú- ensu á vegum heilsugæslustöðvanna í Reykjavík, Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi og sjálfstætt starfandi heimilislækna. Samkvæmt upplýsingum land- læknis er öldruðum, hjarta- og lungnasjúklingum og fólki með skert ónæmiskerfi sérstaklega ráðlagt að láta bólusetja sig gegn inflúensu. Bólusetningar eru framkvæmdar á heilsugæslustöðvum í Reykjavík og Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi. Stöðvarnar eru: Heilsugæslustöð Árbæjar, Hraunbæ 102, sími 567-1500. Heilsugæslustöð Grafarvogs, Hverafold 1-3, sími 587- 1060. Heilsugæslustöðin Efra-Breiðholti, Hraunbergi 6, sími 567- 0440. Heilsugæslustöðin í Fossvogi, Borgarspítala, sími 569- 6780. Heilsugæslan Lágmúla 4, sími 568-8550. Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis, Drápuhlíð 14, sími 562- 2320. Heilsugæslustöð Miðbæjar, Vesturgötu 7, sími 562- 5070. Heilsugæslustöðin Seltjarnarnesi, Suðurströnd, sími 561-2070. Ennfremur annast sjálfstætt starfandi heimilislæknar í Reykjavík þessar bólusetningar. 19. október 1995. Heilsugæslan f Reykjavík. Heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.